Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 8. nóvember 1972 TÍMINN 11 Umsjón Alfreð Þorsteinsson Evrópukeppnin í körfuknattleik: ÍR LEIKUR GEGN REAL MADRID, STERK- ASTA KÖRFUKNATTLEIKSLIÐI EVRÓPU - fyrri leikur liðanna fer fram í Laugardalshöllinni, annað kvöld og hefst kl. 20.15 Annaö kvöld kl. 20.15 fá islenzk- ir iþróttaáhugamenn, tækifæri til að sjá eitt sterkasta körfuknatt- leikslið Evrópu, Real Madrid, leika gegn 1R i Evrópukeppni meistaraliöa. Með Real Madrid leikur bezti körfuknattleiksmaö- ur Evrópu, það er fyrirliðinn Emiliane Rodriguez. Það verður gaman að sjá hvernig Ir-ingum gengur gegn hinum frábæru spænsku leikmönnum, en þetta er í annað skiptið sem ÍR-ingar taka þátt i Evrópukeppni meistara- liða, árið 1964 tóku þeir fyrst þátt I keppninni og komst þá fyrst allra islenzkra liða i 2. umferð slfkrar keppni. ÍR vann þá irsku meistarana Collegians bæði heima og heiman, en var slegiö út i 2. umferö af frönsku meisturun- um A.S.V.E.L., sem siðan komst i undanúrslit keppninnar. Dómar- ar i leiknum annað kvöld, veröa þeir Harry Keats frá Englandi og Sviinn Oskar Pattersson. Það er ekki á hverjum degi, sem við fáum aö sjá eitt bezta körfuknattleiksliö Evrópu, leika hér i Laugardalshöllinni og ættu þvi islenzkir iþróttaáhugamenn ekki að láta sig vanta, þegar leik- urinn hefst annað kvöld kl. 20.15. Real Madrid liðið á sér mjög ein- stæða sögu og er árangur Real Madrid frá keppnistimabilinu 1960-1961, sá glæsilegasti, sem körfuknattleikslið i heiminum, á sér. 1960— 1961: Sigurvegarar i spönsku bikar- keppninni. Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. í fjögurra-liða úrslitum i Evrópukeppni meistaraliða. Voru slegnir þannig út: Real Madrid — Ask Riga (Sovétr.) 78:75 (i Paris). Ask Riga — Real Madrid 66:45 (i Prag). 1961— 1962: Sigurvegarar i spönsku bikar- keppninni. Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. t úrslitum i Evrópukeppni meistaraliða. úrslitaleikurinn fór þannig: Dynamo Tbilissi (Sovétr.) — Real Madrid 90:83 (i Genf). 1962— 1963: Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. t úslitum i Evrópukeppni meistaraliða. úrslitaleikurinn: Haukar ogGrótta mætast í kvöld 1 kvöld fer fram fyrri leikur Hauka og Gróttu, um það hvaða lið leikur i 1. deild i vetur. Leikurinn fer fram i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði — siðari leikurinn verður svo leikinn i iþróttahúsinu á Seltjarnarncsi á sunnudaginn. Áður en leikur Hauka og Gróttu, hefst i kvöld lcika FH og Armann, aukaleik. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.00. Real Madrid — TSSKA Moskva 86:69 (i Madrid). TSSKA Moskva —- Real Madrid 91:74 (i Moskvu). TSSKA Moskva — Real Madrid (aukaúrslitaleikur) 99:80 (i Moskvu). 1963—1964: Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. Sigurvegarar i Evrópukeppni meistaraliða. Úrslitaleikurinn fór þannig: Spartak ZJS (Tékkósl.) — Real Madrid 110:99 (i Prag). Real Madrid — Spartak ZJS 84:64 (i Madrid). 1964— 1965: Sigurvegarar i spönsku deitda- keppninni. Sigurvegarar i spönsku bikar- keppninni. Sigurvegar i Evrópukeppni meistaraliða. Úrslitaleikurinn fór þannig: TSSKA Moskva (Sovétr.) — Real Madrid 88:81 (i Moskvu). Real Madrid — TSSKA Moskva 76:62 (i Madrid). 1965— 1966: Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. Sigurvegarar i spönsku bikar- keppninni. Slegnir úr Evrópukeppni meistaraliða af S.P. Simmenthal (Italiu) þannig: Real Madrid — Simmenthal 71:66 (i Madrid). Simmenthal — Real Madrid 93:76 (i Milanó). 1966— 1967: Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. Sigurvegarar i Evrópukeppni meistaraliða. Úrslitaleikur fór þannig: Real Madrid — S.P. Simmen- thal (ltalia) 91:83 (i Madrid). 1967— 1968: Sigurvegarar i spönsku deilda- keppninni. Sigurvegarar i Evrópukeppni meistaraliða. Úrslitaleikur fór þannig: Real Madrid — Spartak ZJS (Tékkósl.) 98:95 (i Frakkl.). Frh. á bls. 15 Hér á myndinni.sést hæsti leikmaöur Real Madrid, Rafael Rullan, sem er 211 cm á hæð. Rullan hefur leikið 50 landsleiki með spánska landsliðinu — á myndinni sést hann skora körfu, en á siöasta keppnis- timabili skoraði ha'nn" all'meðaUali 12,8 stig i leik. pwii Jm g| 1 i ALBERT EÐA ELLERT? Um aöra helgi veröur ársþing Knattspy rnusam- bands íslands haldið. Ekki er vitað til þess, að nein sérstök stórmál verði tekin fyrir á Albert Guömundsson. þinginu en hins vegar beinast augu manna að stjórnar- kjörinu, sem getur oröið mjög tvísýnt, einkum formanns- kjöriö. Núverandi formaöur KSl, Albert Guömundsson hefur látið að þvi liggja, aö hann muni draga sig i hlé, finnist einhver „frambærilegur maður” i formannsstöðuna, eins og haft er eftir honum. Hins vegar hefur hann ekki gefið ákveðin svör um það, hvort hann vilji vera formaður áfram. Vitað er, að talsverð óánægja er með Albert sem formann KSl. Afstaða Reyk- vikinga er löngu kunn, þeir hafa m.a. boðið mann fram á móti honum, en upp á sið- kastið hefur óánægja utan- bæjarmanna einnig aukizt. Er skemmst að minnast ágreinings þess, sem reis á milli Alberts og Akurnesinga vegna landsleikjafararinnar til Belgiu. A þessu stigi málsins er erfitt að spá um það, hvernig þessum málum lyktar. Knatt- spyrnuráö Reykjavikur hefur gert út sérstaka sendinefnd á fund Alberts til að fá skýr svör frá honum um það, hvort hann ætli að vera i framboði eða ekki. Fáist ekki skýr svör, verður fariö að leita að fram- bjóðanda i formannskjörið og hafa menn einkum auga á Ellert B. Schram, sem sagður er lita formannsstöðuna hýru auga. Varðandi stjórnarkjör að öðru leyti, þá er vitaö, að Hörður Felixson, sem á sæti i stjórninni.hefur litinn áhuga á þvi að starfa áfram i stjórn með Alberti Guðmundssyni. Verður vissulega fróðlegt að vita, hver framvinda mála verður, en þeir sem gleggst þekkja til, halda þvi fram, aö Albert Guðmundsson muni aldrei samþykkja Ellert Schram sem eftirmann sinn. SOS. Ellert B. Schram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.