Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 8. nóvember 1972
ALÞINGI
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Heildarkostnaður við umbætur
á frystihúsum um 3000 millj.
- talið, að nýju skuttogararnir standi undir fjármagnskostnaði
í sameinuðu þingi i
gær svaraði Lúðvik
Jósepsson sjávarút-
vegsráðherra, fyrir-
spurnum um afkomu
skuttogara og afkomu
hraðfrystihúsa. Kom
fram i svörum ráðherr-
ans, að kostnaður vegna
endurbóta á frystihús-
um gæti orðið tæplega
þrjú þúsund milljónir
króna.
Kinnig kom fram, að miðað við
áætlun um aflamagn, verðlag og
mannafjölda á nýju togurunum,
ættu bæði stærri og minni togar-
arnir að geta staðið undir fjár-
magnskostnaði.
t fyrirspurn Lárusar Jónssonar
(S) um afkomu togara var spurt,
hvort gerðar hafi verið af hálfu
opinberra aðila áætlanir um af-
komu þeirra gerða af skuttogur-
um, sem nú eru i smiðum fyrir
ýmsa útgerðaraðila og siðan
spurt um einstök atriði varðandi
grundvöll slikra áætlana.
Sjávarútvegsráðhérra benti i
upphafi á, að skip þessi væru
ekki keypt af rikinu, né myndi
rikið reka þau. Þess vegna væri
það fyrst og fremst kaupendanna
að gera áætlanir um rekstur skip-
anna. Samt sem áður hefðu verið
gerðar áætlanir um rekstur tog-
aranna, sem og annarra fiski-
skipa og þær endurskoðaðar
nokkrum sinnum.
Aætlanir um tap eöa ágóða i
rekstri skipanna færu aö miklu
leyti eftir þvi, hvaða meginfor-
sendur væru lagðar til grundvall-
ar — en þar væru margir þættir
breytilegir, svo sem tölur um
aflamagn, mannafjölda á skipun-
um og fiskverð.
Væri hins vegar miðað við 4000
tonna afla fyrir stærri togarana
og :I000 tonna afla hjá minni skip-
unum, verðlagi eins og nú væri
helzt gengið út frá, og áætlaðan
l'jölda manna á skipunum, þá
myndu bæði stærri og minni tog-
ararnir standa undir eðlilegum
fjármagnskostnaði.
Áætlaður fjármagnskostnaður
stóru logaranna væri 15 milljónir
á I. ári, en 11.7 milljónir á 5. ári,
en fyrir minni togarana 12.7
milljónirá 1. ári og 9.7 milljónir á
5. ári.
Hæfileg upphæð árlegra af-
skrifta þeirra væri hvað stóru
togarana snertir talin 6—8.7
milljónir eftir verði skipanna, en
fyrirminni skipin 5.1—6.1 milljón
einnig eftir verði togaranna.
Ráðherra sagði, að gert væri
ráð fyrir að afla Fiskveiðisjóði
lánsfjár i samræmi við skipa-
kaupin frá ári til árs, en ekki með
einni heildarlántöku.
Ráðherra sagði, að við mat á
afkomu skipanna, sem hann hefði
miðað við, væru ekki óvarleg
áætlun samkvæmt reynslunni af
gömlu togurunum og öðrum
islenzkum fiskiskipum.
Fyrirspyrjandi taldi, að svörin
væru heldur óákveðin, og bentu
til, að litlar áætlanir hafi verið
gerðar. Samt væri fullyrt að skip-
in myndu standa undir f jár-
magnskostnaði.
1 fyrirspurn Lárusar Jónssonar
um afkomu hraðfrystihúsa var
Ný reglugerð sett um rikisútvarpið
Erfiður fjárhagur
rikisútvarpsins
Miðað við uúverandi tekju-
grundvöll eru vissulega
dökkar horfur i fjármálum
rikisútvarpsins, — sagði
Magnús Torfi ólafsson,
inenntamálaráðherra, i um-
ræðum i sameinuðu þingi i
gær.
Umræöurnar um fjármál
ríkisútvarpsins spunnust af
fyrirspurn frá Gylfa Þ. Gísla-
syni (A) um það, hvers vegna
hefði dregizt að setja reglu-
gerð um framkvæmd útvarps-
laganna frá 5. april 1971.
1 svari menntamálaráð-
herra kom fram, að reglu-
gerðin væri nú þegar undir-
rituð. Það hefði hins vegar
verið skoðun bæði forráða-
manna útvarpsins og ráðu-
neytisins, að ekki hefði verið
rétt að hraða um of setningu
reglugerðar, fyrr en nokkur
reynsla væri fengin á ýmis at-
riði hinna nýju útvarpslaga —
og þótt reglugerð hefði nú
verið sett, þá mætti gera ráð
fyrir þvi, að á henni þurfi fyrr
en varir að gera nokkrar
breytingar — og jafnvel að
endurskoða þurfi útvarpslögin
sjálf fyrr en siðar. Jón A. Héð-
insson (A) spurðist fyrir um
afkomumöguleika útvarps og
sjónvarps fyrir árið 1973 og
vitnaði til upplýsinga útvarps-
stjóra til fjárveitinganefndar
um, að miðað við núverandi
tekjustofna vantaði tugi
milljóna til útvarpsreksturs-
Menntamálaráðherra
sagöi. að fjárhagsafkoman
inyndi fara eftir þeim tekju-
stofnum, sem endanlega yrðu
ákveðnir, en miðað við núver-
andi tekjugrundvöll væru
horfurnar mjög dökkar. ltin
nýja reglugerð skcrti enn
tekjurnar, þar sem i lienni
fælust ákvæði um vissar eftir-
gjafir á afnotagjöldum, og
yrði að taka tillit til þess þcgar
tekjustofnarnir yrðu ákveðnir.
Þorvaldur -G. Kristjánsson
(S) sagði, að fjármál rikisút-
varpsins væru mjög erfið, þar
sem .ekki hefði fengizt sú
hækkun afnotagjalda, sem út-
varpið teldi nauðsynlega.
Nefndi liann sem dæmi, að i
áætlun rikisútvarpsins hefðu
afnotagjöld hljóövarps þurft
að vera 1700 krónur i stað 1300
og sjónvarps 4100 i stað 3100, á
þessu ári til aö fulinægja
þörfum útvarpsins.
Einnig tóku til máls Bene-
dikt Gröndal (A) og Gylfi Þ.
Gislason (A).
spurt, hvort gerðar hafi veriö
áætlanir um fjárfestingarþörf
hraðfyrstiiðnaðarins vegna
endurnýjunar, stækkunar og auk-
inna hreinlætiskrafna. Var þar
bæði spurt um heildarupphæð,
fjármagnsútvegun og um áætlaða
rekstrarniöurstöðu hraöfrysti-
húsanna næstu þrjú árin.
Isvörum sjávarútvegsráðherra
kom fram, að Framkvæmda-
stofnun ríkisins vinnur nú að gerð
áætlunar um þetta efni.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sein þegar lægju fyrir, væri talið,
að framkvæmdir I frystihúsum á
næstu árum vegna bættra
hollustuhætta gætu numið 15—16
hundruö milljónum króna. Þá
væri talið, að kostnaður vegna
nýbygginga og stækkana við
frystihúsin næmi 6—7 hundruð
milljónum, og framkvæmdir sem
fyrst og fremst yrðu kostaðar af
sveitarfélögum næmu 500-750
milljónum, þannig að heildarupp-
hæðin gæti orðið 2950 milljónir
króna.
Lán til þessara framkvæmda úr
Fiskveiöisjóði næmu i ár rúmlega
300 milljónum og yrðu um 400
. milljónir á næsta ári. Væru þessi
lán einkum til framkvæmda
vegna aukinna hreinlætiskrafna.
Ráðherra sagði, að engin áætl-
un væri sér vitanlega til um
rekstrarafkomu hraðfrystihús-
anna þrjú ár fram i timann, og
hefði slik áætlun aldrei verið
gerð. Hins vegar myndi rikis-
stjórnin að sjálfsögðu miða tillög-
ur sinar i efnahagsmálum við
það, að eðlilegur grundvöllur sé
fyrir rekstur sjávarútvegsins á
næsta ári.
Einnig tók til máls Jón Arnason
(S) og sagði, að áætlaðar tölur SH
og frystihúsa á vegum SIS væru
miklu hærri en þær tölur, sem
ráöherra hefði lagt fram, og taldi
hann þetta stærra mál en ráða
mætti af svörum ráðherrans.
Samgönguþáttur Norðurlandsáætlunar 1973:
50 milljónir til flug-
og hafnamála
Áætlunardeild Framkvæmdastofnunar rikisins
vinnur nú að tillögugerð um framkvæmdir i flug- og
hafnamálum sem hluta af samgönguþætti Norður-
landsáætlunar. Endanleg ákvörðun hefur ekki
verið tekin, en áætlað er i þessum tillögum, að
leggja fram 25 milljónir króna til hvors þáttar fyrir
sig.
Þctta kom fram i svari Ólafs
Jóhannessonar, forsætisráð-
herra, við fyrirspurn Lárusar
Jónssonar (S) i Sameinuðu þingi
i gær.
Kyrirspurnin var svohljóðandi:
Kr áformaö, að flug- og hafnamál
verði tekin inn i samgönguþátt
Norðurlandsáætlunar á næsta ári,
svo sem Fjórðungssamband
Norðlendinga hefur lagt áherzlu
á?
i svari sinu sagði forsætisráð-
lierra, að i þcim tillögum, sem
framkvæmdastofnunin ynni nú
að, væri m.a. gert ráð fyrir fram-
kvæmdum við nýja flugvelli á
Sauðárkróki og Biönduósi og flug-
brautarljósum á Húsavik og
viðar.
Þá væri gert ráð fyrir hafnar-
framkvæmdum á Skagaströnd,
llofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði.
Hins vegar væri endanleg
ákvörðun ekki tekin, og eins
liefðu þessar tiliögur ekki enn
verið ræddar við Fjórðungs-
snmband Norðlendinga.
i gær var fundur i
sameinuðu þingi, og tóku
fyrirspurnir mestan fundar-
timann — en þeirra er nánar
getið á öðrum stað.
A þingfundinum var mælt
fyrir tveimur tillögum til
þingsályktunar.
Lánsfé til hitaveitu-
framkvæmda
Jón A. Iléðinsson (A) mælti
fyrir þingsályktunartillögu,
sem hann flytur ásamt Stefáni
Gunniaugssyni (A), um lánsfé
til hitaveituframkvæmda. i
tillögunni er skorað á rikis-
stjórnina að gera ráðstafanir
til að tryggja sveitarfélögun-
um lánsfé til hitaveitufram-
kvæmda.
Fjárlagaáætlanir
Þá mælti Magnús Jónsson
(S) fyrir tiiiögu til þingsá-
lyktunar um fjárlagaáætlanir,
þar sem skorað er á rfkis-
stjórnina að fela Fjárlaga- og
hagsýslustofnuninni að gera
fjögurra ára áætlun um þróun
útgjalda og tekna rikissjóðs
miðað við gildandi iagaskuld
bindingar og tekjuheimildir og
aukningu ólögbundinna út-
gjaldaiiða með hliðsjón af
fenginni reynslu. Verði að þvi
stefnt að fjáriagaáætlanir
þessar geti fylgt næsta fjár-
lagafrumvarpi.
t framsöguræðu sinni benti
flutningsmaður á, aö sifeilt
stærri hluti þjóðarframleiðsi-
unnar, færi til opinberra
þarfa, og væri þvi fyiista
ástæða til að ihuga hvert
stefndi i þeim efnum.
Aætianagerð af þvi tagi, sem
hér væri bent á, væri fram-
kvæmd m.a. á Norðurlöndum.
Deildarfundir í dag
i dag eru fundir i báðum
deildum. i efri deild er
frumvarp um rikisborgararétt
tii 1. umræðu. i neðri deild eru
þrjú mál á dagskrá. Frum-
varp um bann gegn veiðum
með botnvörpu og flotvörpu,
er til 1. umræðu, framhaidið
er 1. umræðu um frumvarp
um Fra m lciðsiuráð land-
búnaðarins, og frumvarp um
menntaskóla er til 1. umræðu.
Mennfamálaráðherra um námslánin:
Úthlutun haustlána
getur hafízt nú þegar
Úthlutun haustlána úr Lána-
sjóði islenzkra námsmanna getur
hafizt nú þegar, — sagði Magnús
Torfi ólafsson. menntamálaráð-
herra. i svari við fyrirspurn frá
Gylfa Þ. Gislasyni (A) i samein-
uðu þingi i gær.
Fyrirspurn Gylfa var svohljóð-
andi: ,,Hver er orsök þess, að enn
hefur engin úthlutun haustlána úr
Lánasjóði islenzkra námsmanna
farið fram?”
Er Gylfi mælti fyrir fyrirspurn
sinni, rakti hann nokkuð sögu
lánasjóðsmálanna frá þvi haust-
lán voru tekin upp fyrir nokkrum
árum, og sagði að siðustu tvö árin
hafi haustlán numið 1/3 af
heildarlánum til námsmanna. Nú
væri hins vegar ekki farið að
veita eitt einasta haustlán, vegna
þess að sjóðurinn hefði ekki fé.
t svari menntamálaráðherra
kom fram, að mjög hefur verið
rýmkað um það hvaða náms-
menn geta fengið haustlán. Upp-
haflega var einungis um náms-
menn erlendis að ræða, en nú geta
námsmenn hér innanlands einnig
fengið haustlán, ef þeir geta sýnt
fram á, að þeir hafi þörf á þvi.
Hins vegar verður nú miðað við,
að fjárhæð haustlána fari eftir
raunverulegri fjárþörf lántaka i
hverju tilfelli — en verði ekki
sami ákveðni hluti námslánsins
fyrir alla.
Ráðherrann sagði, að fjárþörf
sjóðsins vegna haustlána væri
leyst með lánum frá bönkum og
peningastofnunum. Hafi verið
unnið að fjármagnsútvcgun að
undanförnu, og væri henni ekki
enn lokið, en hins vegar það langt
á veg komin, að greiðsla haust-
lána gæti hafizt nú þegar. Benti
ráðherrann á, að ekki væri um
óeðiilegan drátt að ræða, þar sem
umsóknarfrestur um lánin hefði
runnið út 1. nóvember s.l.
Ellert B. Schram (S), spurði
hvað liði endurskoðun laganna
um námslán.
Menntamálaráðherra sagði, að
þeirri endurskoöun væri ekki lok-
ið, en þriggja manna nefnd ynni
að þeirri endurskoðun. 1 nefnd-
inni eru Árni Gunnarsson frá
menntamálaráðuneytinu, Gunn-
ar Vagnsson formaður stjórnar
lánasjóðsins, og Þorsteinn
Vilhjálmsson, sem lengi hefur
setið i stjórn sjóðsins sem fulltrúi
námsmanna.