Tíminn - 09.11.1972, Page 5

Tíminn - 09.11.1972, Page 5
Fimmtudagur 9. nóvember 1972 TÍMINN 5 Seychelle-eyjar Seychelle-eyjar lúta stjórn Breta og eru undan austurströnd Afriku, skammt fyrir sunnan miðbaug. Þetta eru eldfjalla- eyjar, 92 talsins rétt um 200 fer- kilómetrar að flatarmáii. ibúar eru um 50 þúsund. Nýlendumálanefnd Sameinuðu þjóðanna fjallaði nýlega um stjórn Breta á þessum eyjaklasa og hvatti þá til að láta þegar i stað af öllum aðgerðum, sem færu i bága við grundvallarréttindi ibú- anna. Nefndin gerði þessa samþykkt á grundvelli skýrslu undirnefnd- ar, sem fengið hafði skeyti frá formanni Sameinaða þjóðar- flokksins á eyjunum, þar sem sagt var frá þvi, að þar færu fram fjöldahandtökur, mönnum væri haldið i fangelsum án dóms, og stuðningsmönnum stjórnarand- stöðuflokksins væri misþyrmt. Lét nefndin i ljósi alvarlegar áhyggjur vegna þess sem þarna væri að gerast og krafði Breta um skýringar á atburðum á eyjunum undanfarið. Drykkjumenn Þrátt fyrir að mikið er skraf- að og skrifað um drykkjusýki og náttúrlega mest af þeim, sem ekki drekka og langmest af alkoholistum, sem eru hættir að drekka, benda niðurstöður Alrikisbindindisnefndarinnar i Bandarikjunum til, að aðeins einn læknir af hverjum 300 geti skilgreint alkoholisma svo að eitthvað gagn sé af. Blöð um allan heim birta margoft spurn- ingalista og eiga áfengisneyt- endur að svara með jái eða neii og telja siðan saman og fá þann- ig að vita hvort þeir eru haldnir drykkjusýki eða ekki. Hvernig væri að spyrja timburmennina? Fyrrgreind nefnd hefur búið til eftirfarandi skilgreiningu á alkoholisma: Þeir eru haldnir drykkjusýki, sem drekka meira en eina flösku af sterku vini á dag Drekka þrátt fyri að læknir hafi ráðlagt viðkomandi að hætta, eða þrátt fyrir að sjúklingurinn eigi á hættu að missa atvinnu sina. Sýnist ekki fuilur þrátt fyrir að hafa neytt mikils magns áfengis. Ekur drukkinn. Rifur kjaft og lemur fólk undir áhrifum. Staglast sinkt og heilagt á að fara að hætta að drekka. •X- Freistingar til sjós Stúlkan sú arna hnýtir netið kunnáttusamlega, enda ætlar hún að gerast formaður á fiski- báti, en ekki litur út fyrir að sú fyrirætlun takist. Hún heitir Brigitte Zenoxs og er 17 ára gömul og býr á Taboreyju við Jótland. Stelpan var búin að ráða sig á bát, en þá kom bobb i bátinn. Eiginkonur annarra skipverja harðneituðu að hún væri skráð á bátinn og færi með körlunum til sjós. Þá réði Brigitte sig á ann- an bát, en það fór á sömu leið. Sjómannskonurnar hótuðu skilnaði við menn sina, en hún yrði munstruð og færi ekki svo mikið sem einn róður. Kerling- unum þykir ungfrúin of ung og falleg. — Guð minn almáttugur, sagði Brigitte, þegar hún heyrði um viðbrögð eiginkvennanna. Vita þær ekki, að þegar maður kemst loksins til kojs á fiskirii, er maður svo þreyttur, að maður getur varla farið úr stig- vélunum. Það getur vel verið, að hún hafi ekki þrótt til að fara úr stig- vélunum, segja eiginkonurnar. En spurningin er, af hverju verður hún svona þreytt. Svona fór um sjóferð þá, og nú verður Brigitte að velja sér ann- að, lifsstarf þvi konurnar i landi þola hvorki samkeppni né jafn- rétti kynjanna. 0

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.