Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. nóvember 1972 TÍMINN 9 tJtgefandi: Frátnsóknartlokkuritin Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:;: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;!; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns)];; Auglýsingastjóri: Steingrimur. Glslasq^ii, • Ritstjórnarskrif-j:; stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306,v Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — aúgiýs :;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300.. Askriftargjalá;: S?5 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur einí;; 'takiö. “'aðaprent h.f, Gylfi og vísitalan Er „viðreisnin” sáluga hófst á árinu 1960 var framkvæmd stórfelld kjaraskerðing launþega þegar i stað. Efnahagsráðstafanir stjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins höfðu stórfelldar verðlagshækkanir i för með sér,og dýrtið fór vaxandi með hverjum degi. En launþegar fengu engar bætur, þvi að liður i efnahagsráðstöfununum var afnám kaup- greiðsluvisitölu með lögum. 1 rikisstjórninni fór þá Gylfi Þ. Gislason með stjórn efnahags- og viðskiptamála. í útvarpsumræðum frá Alþingi um efnahags- ráðstafanir „viðreisnarstjórnarinnar”, sem fram fóru 15. feb. 1960,sagði Gylfi Þ. Gislason m.a. um afnám visitölunnar: „Það er nauðsynlegt að afnema visitölu- kerfið, af þvi að það færir launþegum engar varanlegar kjarabætur, heldur stuðlar að hækkun kaupgjalds og verðlags á vixl, færir launþegum fleiri krónur, en ekki bætt kjör”. Þegar núverandi rikisstjórn kom til valda, hóf hún þegar ráðstafanir til að bæta kjör laun- þega verulega. Stefna stjórnarinnar er að hafa kjör launþega eins góð og þjóðarbúið og at- vinnuvegirnir fá framast undir risið. Kaup- máttur timakaupsins hefur aukizt a.m.k. um 15-20%, vinnuvikan hefur verið stytt og orlof lengt á þvi rúma ári, sem núverandi rikisstjórn hefur setið að völdum. Kjarasamningarnir, sem gerðir voru i desember, grundvölluðust á þjóðhagsspá, er gerði ráð fyrir talsvert meiri aukningu þjóðar- tekna og betri afkomu atvinnuveganna en raun hefur orðið á vegna þeirra áfalla, sem orðið hafa i útgerð og fiskvinnslu og vegna gengisbreytinga erlendis. Ef leysa á þann efnahagsvanda, sem við er að striða, á grundvelli áframhaldandi verð- stöðvunar, er héldi verðbólgu i skefjum og tryggði vinnustéttunum eins mikinn kaupmátt og þjóðartekjur frekast leyfa, verður að takast samkomulag við verkalýðshreyfinguna um vissar breytingar á visitölunni. Stjórnarandstaðan, einkum Gylfi og Alþýðu- blaðið, hafa brugðizt hatramlega gegn þessum hugmyndum um samninga við verkalýðs- hreyfinguna um breytingar á visitölunni. Það er heldur betur komið annað hljóð i strokk Gylfa,og nú er hann reiðubúinn til að leggja allt i sölurnar fyrir visitölukerfið, sem hann taldi óalandi og óferjandi,þegar hann sat i ráðherra- stóli, og beitti sér fyrir stórfelldri kjara- skerðingu launþega. Nú ber hann mikla um- hyggju fyrir launþegum, og kaupmáttar- aukningin,sem orðið hefur á þessu fyrsta ári vinstri stjórnarinnar,má ekki minni vera, þótt hún sé meiri en varð á 10 árum undir efnahags- stjórn hans sjálfs. Mbl. er heldur hreinskilnara en Gylfi. Það vill að visu ekki viðurkenna, að þjóðarbúið hafi orðið fyrir neinu áfalli. Efnahagsvandinn stafi ekki af minni fiskafla, heldur hafi verið samið um of miklar kjarabætur til handa launþegum i des. s.l. Þannig stangast ýmislegt á hjá félögunum úr „viðreisninni” sálugu, sem hafa endurfæðzt sem visitölupostular, eftir að þjóðin tók undan þeim ráðherrastólana. —TK ERLENT YFIRLIT Samningur þýzku ríkjanna er stórt spor í friðarátt Sjálfstæði Austur-Þýzkalands hlýtur fulla viðurkenningu ÞESS ER AÐ VÆNTA, aö dagurinn 8. nóvember 1972 eigi eftir að þykja merkisdag- ur i sögu Evrópu og þó einkum i sögu þýzku þjóðarinnar. Þann dag undirrituðu fulltrú- ar Vestur-Þýzkalands og Austur-Þýzkalands til bráða- birgða samkomulag milli rikj- anna um sambúð þeirra, sem mun færa hana i stórbætt horf og gera mögulega þátttöku þeirra beggja i Sameinuðu þjóðunum, en það þýðir i reynd fulla viðurkenningu á Austur-Þýzkalandi sem sjálf- stæðu riki. Aður en samning- urinn öðlast fullt gildi, verður hann að hljóta samþykki þinga beggja rikjanna,og er ekki búizt við, að það geti orð- ið fyrir áramót. Þýzku rikin munu þvi tæpast verða aðilar að Sameinuðu þjóðunum fyrr en á næsta ári. SIÐAN heimsstyrjöldinni lauk hefur tviskipting Evrópu verið það vandamál, sem mest hefur ógnað friðnum i álfunni og mest hefur staðið i vegi batnandi sambúðar aust- urs og vesturs. En svo alvar- leg sem tviskipting álfunnar hefur verið, hefur tviskipting Þýzkalands verið enn stærra og viðkvæmara vandamál. Dugmesta þjóð álfunnar skiptist i tvö riki, sem nær engin sambönd höfðu sin á milli og af þvi leiddi alls konar persónuleg vandamál, eins og þau, að fjölskyldur voru sundraðar. Þetta ástand gat hæglega leitt til vaxandi sundurlyndis og átaka og þvi enginn grundvöllur fyrir var- anlegt friðvænlegt ástand i álfunni meðan það breyttist ekki. Það var lengi vel stefna Vestur-Þjóðverja að semja ekki við Rússa eða Astur- Þjóðverja á öðrum grundvelli um þessi mál en,að rikin yrðu sameinuð og Austur-Þýzka- land hyrfi þannig úr sögunni. Hins vegar var það stefna for- ustumanna Rússa og Austur- Þjóðverja, að sameining kæmi ekki til greina, nema hið sam- einaða riki yrði sósialistiskt. Augljóst var, að þessi viðhorf gætu aldrei leitt til sátta, heldur harnaði deilan. Hér varð að koma til önnur leið, sem væri fólgin i þvi, að menn viðurkenndu, að þýzku rikin væru tvö og myndu halda áfram að vera það, þótt þjóðin væri ein. A grundvelli þeirrar staðreyndar yrði að reyna að þoka sambúð rikjanna i viðun- anlegt horf. WILLY BRANDT var einna fyrstur vestur-þýzkra stjórn- málamanna til að gerast tals- maður þessarar sáttastefnu. Hann reyndi að vinna i anda hennar meðan hann var utan- rikisráðherra i samstjórn sosialdemókrata og kristi- legra demókrata á árunum 1966-1969. Það var hins vegar Frjálslyndi flokkurinn, sem varð fyrstur flokkanna til að lýsa opinberlega fylgi sinu við þessa stefnu, en það gerði hann fljótlega eftir að Walter Scheel varð formaður flokks- ins 1968. Flokkurinn gekk til kosninganna 1969 undir þvi merki, að óhjá- kvæmilegt væri að viður- kenna, að þýzku rikin væru tvö, og að leita bæri samkomulags á þeim grundvelli. Þessi af staða flokksins átti mikinn þátt i þvi,að so'sialdemókratar undir forustu Brandts kusu heldur að vinna með frjálsl- demókrötum eftir kosningarn- ar en að halda áfram sam- vinnunni við kristilega demó- krata. Undir forustu þeirra Brandts og Scheels hefur þessari sáttastefnu verið dyggilega fylgt, en þó með þeirrivarfærniog gát, sem ein- kennir vinnubrögð Brandts. Mikill árangur hefur náðst og ber þar m.a. að nefna griða- sáttmálana milli Vestur- Þýzkalands annars vegar og Sovétrikjanna og Póllands hins vegar, og nýja fjórvelda- samkomulagið um Vestur- Berlin. Þýzku rikin hafa og samið sérstaklega um sam- göngurnar til Vestur-Berlinar. i kjölfar þessara samninga kemur svo nú hið nýja sam- komulag milli þýzku ríkjanna, sem var undirritað i fyrra- dag . Opinberlega hefur þetta samkomulag enn ekki verið birt, en svo mikið er þó vitað um efni þess, að það er talinn verulegur stjórnmálalegur ávinningur fyrir þá Brandt og Scheel og liklegt til að styrkja aðstöðu þeirra I kosningunum. Það er talið sönnun þess, að samkomulagið er gert rétt fyrir kosningar, að Rússar og Austur-Þjóðverjar kjósa áframhaldandi stjórn þeirra félaga. Sigur stjórnarflokk- anna er lika öðru fremur bundinn þvi, að kjósendur viðurkenni þann árangur, sem náðst hefur á sviði utanríkis- mála, og vilji fylgja þar óbreyttri stefnu áfram. VIÐBRÖGÐ kristilegra demókrata eru þau, að þeir snúast ekki beint gegn sam- komulaginu, heldur segjast hafa óbundnar hendur um að æskja breytinga á þvi, ef þeir sigra i kosningunum. Annars reynda þeir sem mest að beina athygli frá utanrikismálunum að innanlandsmálunum' og þá fyrst og fremst að efnahags- málunum. Veruleg ástæða er til að ætla, að kristilegir demókratar myndu ekki gera teljandi breytingar á utan- rikisstefnunni, þótt þeir fengju völdin. Það myndi m.a. valda miklum erfiðleikum i sambúð Vestur-Þjóðverja við hin vest- rænu rikin, sem styðja öll ein- dregið þá stefnu, sem þeir Brandt og Scheel hafa fylgt, og gildir það þó einkum um Bandarikin. Nixon hefði átt erfitt með að fara til Moskvu og ræða við valdamenn þar, ef hann hefði ekki getað farið i slóð þeirra Brandts og Scheels. Það verður vafalitið afleið- ing samkomulagsins milli þýzku rikjanna að mörg riki munu viðurkenna Austur- Þýzkaland strax eftir kosning- arnar i Vestur-Þýzkalandi þ. 19,þ.m. eða áður en samkomu- lagið verður fullgilt. 1 þeim hópi verða vafalitið öll nor- rænu rikin. Þessi riki hafa raunverulega verið búin að ákveða það að viðurkenna Austur-Þýzkaland, en dregið það með tilliti til þess, hvort ekki næðist samkomulag miili þýzku rikjanna fyrir kosning- arnar. Batnandi sambúð þýzku rikjanna á að geta haft margt gott i för með sér. Óneitanlega eru Þjóðverjar dugmesta þjóð Evrópu, eins og m.a. sést á þvi, að Vestur-Þýzkaland hefur forustu á sviði verklegra framfara meðal rikjanna vestan tjalds, en Austur- Þýzkaland meðal rikjanna fyrir austan. Þvi er mikilsvert að þýzka þjóðin geti haft sam- starf um eflingu friðarins i Evrópu, þótt hún skiptist i tvö riki. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.