Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. nóvember 1972
TÍMINN
7
tltgefandi: Framsóknarflokkunnn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:j
arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlssonggg.
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans
Auglýsingastjóri: Steingrlmur. Gislasbni.' Ritstjórnarskrif-
stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306,'
Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — aúglýs-:;!;:;:;:
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald;;;:;;;;
.225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-í;;;;!;;;
takið. Blaðaprent h.f.
Vandann verður að leysa
Við setningu Alþýðusambandsþings i fyrra-
dag sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, að kaup-
máttur launa hefði ekki annan tima verið betri
en hann er nú, en ýmsar blikur væru nú á lofti i
efnahagsmálum þjóðarinnar, ytri skilyrði
væru ekki eins hagstæð og áður, og óumflýjan-
legt væri nú að bæta stöðu útflutningsatvinnu-
veganna. Björn sagði, að verkalýðshreyfingin
yrði nú að standa saman um tvö meginatriði:
Að rekstrarstaða atvinnuveganna verði tryggð
og samningsbundin réttindi verkalýðsins
vernduð.
í viðtali, sem blaðið Vestri á ísafirði á við
Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra,
ræðir hann um nauðsyn þess að gera nú á
næstunni meiri háttar ráðstafanir i efnahags-
málum. Hannibal segir m.a. i þessu viðtali:
„Mikill samansafnaður vandi i efnahags-
málum birtist þessari rikisstjórn strax þegar
verðstöðvun „viðreisnar” lauk haustið 1971.
Forsjálir menn nefndu það ástand, sem þá
mundi skapast,Hrollvekjuna. Og vissulega
sagði hún til sin i miklum verðhækkunum og
auknum rekstrarkostnaði atvinnuveganna. En
fleira kemur til.
Þessi rikisstjórn jók stórlega framlög rikis-
ins til trygginga, hún stóð að löggjöf um leng-
ingu orlofs og styttingu vinnuvikunnar, og hún
átti hlut að mikilli hækkun fiskverðs til sjó-
manna og miklum lagfæringum á almennu
kaupgjaldi verkafólks i samningum við verka-
lýðshreyfinguna varðandi tvennt það siðar-
nefnda.
Munu flestir viðurkenna, að þetta séu allt
góðar þjóðfélagsumbætur, en fremur greinir
menn á um hitt, hvort við höfum haft efni á að
gera þetta allt á svo skömmum tima. Og það
orkar vissulega tvimælis.
Hin hliðin á myndinni er nefnilega sú, að
greiðslubyrði framleiðsluatvinnuveganna vex
við bættar tryggingar, aukin friðindi eins og
lengdan orlofstíma, stytta vinnuviku, hækkað
fiskverð og hækkað kaup.
Og þá getur komið að þeim vanda i þýðingar-
mestu framleiðslugreinum þjóðarinnar, að
endar útgjalda og tekna nái ekki saman. í þvi
eiga drjúgan þátt verulega minnkandi afla-
brögð. Það er þessi vandi, sem nú blasir við,
og auðvitað er það skylda rikisstjórnarinnar
að hjálpa til að leysa hann. En til þess þarf
verulegt fjármagn.
Annar þáttur vandans er sá, með hvaða hætti
hagkvæmast sé að hamla gegn vexti verðbólgu
og dýrtiðar. Og það er glima, sem ekki er að
hefjast i dag.
Þriðji þátturinn er hallalaus afgreiðsla fjár-
laga og ætti ekki að vera óleysanlegur i sliku
góðæri, sem nú rikir.
Og sá fjórði er fjárfestingarvandinn, sem er
háður ákvörðunum um, hversu hratt,hægt eða
ráðlegt sé að fara i meiri háttar framkvæmdir
á næsta ári.
Sérfræðinganefnd, sem unnið hefur að
skoðun efnahagsmálanna fyrir rikisstjórnina
skilar áliti og ábendingum á næstu dögum.
Hvaða valkosti hún telur fyrir hendi, er enn
ekki vitað, en verði aðeins bent á troðnar
slóðir, má búast við,að nefnd verði úrræði svo
sem niðurfærsluleið, uppbótaleið, gengis-
lækkun eða máske tizkufyrirbærið fljótandi
gengi” —TK
ERLENT YFIRLIT
Miklar vonir eru bundnar við
ráðstefnuna í Helsingfors
Verulegur skoðanamunur um dagskrá öryggisráðstefnunnar
Kekkonen forseti hefur manna mest beitt sér fyrir undir-
búningsfundinum.
I DAG hefst i Helsingfors
fundur, sem finnska stjórnin
hefur boðað til um undir-
búning ráðstefnu, er fjalli um
öryggi og sambúð rikja i
Evrópu. Slik ráðstefna hefur
lengi verið á dagskrá, en
strandað á ýmiss konar tor-
tryggni milli austurs og
vesturs. Endanlegt samkomu-
lag náðist ekki um hana fyrr
en i september siðastl., er
einkaráðgjafi Nixons, Henry
Kissinger, ræddi sérstaklega
við ráðamenn i Mosvku um
þessi mál. 1 þeim viðræðum
náðist einnig samkomulag um
se’rstakar viðræður milli við-
komandi rikja i Atlantshafs-
bandalaginu og Varsjár-
bandalaginu um samdrátt
herafla i Mið-Evrópu. Ákveðið
er nú, að þær viðræður hefjist
31. janúar annaðhvort i Vin
eða Genf. Hin eiginlega
öryggismálaráðstefna, sem
nú er hafið að undirbúa i
Helsingfors, mun þvi ekki
fjalla nema að takmörkuðu
leyti um hermál, heldur fyrst
og fremst um stjórnmálaleg
og efnahagsleg vandamál,
sem nú standa i vegi bættrar
sambúðar i Evrópu. Sam-
komulag um öryggismál er
ekki heldur liklegt, nema áður
takist að ryðja úr vegi þeim
ágreiningsefnum, sem mestri
tortryggni valda.
ÞESSI fyrirhugaða öryggis-
málaráðstefna á orðið langan
aðdraganda. Margir telja það
upphaf þess máls, er Molotoff,
sem þá var utanrikisráðherra
Sovétríkjanna, bar fram árið
1954 tillögu um 20 ára öryggis-
sáttmála Evrópurikja, en i
sambandi við hann skyldu
haldnir öðru hvoru sérstakir
ráðherrafundir og nefndar-
fundir, er fjölluðu um öryggis-
mál og fylgdust með fram-
vindu þeirra. Vesturveldin
töldu slikan öryggissáttmála
ekki þjóna neinum tilgangi,
nema honum fylgdi miklu við-
tækara samkomulag um sam-
drátt herafla og vigbúnaðar,
en á það féllust Rússar ekki.
Krustjoff bar aftur fram
fjórum árum siðar tillögu um
sérstakan öryggissáttmála.
bessum hugmyndum var svo
alltaf hreyft öðru hvoru, en
verulegur skriður komsl þó
ekki á þessi mál fyrr en 1966,
er Varsjárbandalagsrikin
báru fram tillögu um öryggis-
málaráðstefnu Evrópurikja,
en verkefni hennar skyldi
einkum vera að gera öryggis-
sáttmála fyrir Evrópu og
stuðla að fjárhagslegri og við-
skiptalegri samvinnu Evrópu-
rikja. Af hálfu Natorikjanna
var hafnað slikri ráðstefnu,
nema Bandarikin og Kanda
tæku einnig þátt i henni, og
jafnhliða henni yrði rætt um
samdrátt herafla og vig-
búnaðar, þvi að án sliks yröi
öryggissáttmáli litið meira en
nafnið eitt eða álika plagg og
stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna. Varsjárbandalagsrikin
féllust fljótlega á þátttöku
Bandarikjanna og Kanada, en
voru treg til að ræða um sam-
drátt herafla og vigbúnaðar,
og má segja, að þau hafi ekki
gert það íyllilega fyrr en á
þessu ári. Með þvi var stórum
þröskuldi rutt úr veginum.
1 MAI 1969 sendi finnska
rikisstjórnin öllum Evrópu-
rikjunum, ásamt Banda-
rikjunum og Kanada, boð um
að taka þátt i fundi i Helsing-
fors, þar sem rætt yrði um
undirbúning væntanlegrar
öryggismálaráðstefnu Evrópu
og þá fyrst og fremst um
dagskrá hennar. Segja má, að
þessu boði Finna hafi ekki
verið endanlega tekið fyrr en
eftir áðurnefndar viðræður
Kissingers við ráðamenn
Rússa i septembermánuði
siðastl. eða eftir að Rússar
voru búnir að fallast á sér-
stakar viðræður um samdrátt
herafla.
Alls munu Finnar hafa sent
boðið til 34 Evrópurikja,og þau
munu öll hafa þegið boðið,
nema Albania. Auk þess sendu
Finnar boð til Bandarikjanna
og Kanada. Reiknað er þvi
með, að 35 riki taki þátt i ráð-
stefnunni. Aðalfulltrúar á
henni verða sendiherrar við-
komandi rikja i Helsingfors
eða ræðismenn, ef þau hafa
þar ekki sendiherra. Þeim til
aðstoðar verða svo margir
ráðunautar. Hinir nýgerðu
samningar milli þýzku rikj-
anna gera það að verkum, að
þau munu bæði geta tekið þátt
i ráðstefnunni. Þetta verður
fyrsta alþjóðlega ráðstefnan,
þar sem Austur-Þýzkaland
verður þátttakandi.
VERKEFNI undirbúnings-
fundarins i Helsingfors verður
fyrst og fremst að ganga frá
dagskrá ráðstefnunnar og
ákveða hvar og hvenær hún
skuli hefjast. Yfirleitt er þvi
spáð, að þetta geti orðið
margra vikna verk, en
mikillar tortryggni gætir af
hálfu Varsjárbandalagsrikj-
anna og Natorikjanna i þessu
sambandi. Varsjárbandalags-
rikin vilja hafa dagskrána
sem þrengsta og helzt ekki
ræöa um annað en öryggis-
sáttmála og aukna efnahags-
lega samvinnu. Natorikin
vilja hins vegar hafa
dagskrána sem viðtækasta og
m.a. um frelsi til ferðalaga,
bann gegn útvarpstruflunum
og frjálsa sölu á blöðum og
bókum. Af hálfu Natórikjanna
margra er þvi haldið fram, að
tilgangur Rússa og banda-
manna þeirra sé sá að veikja
samheldni vestrænu þjóðanna
og draga úr tortryggni, án
þess að láta nokkuð i staðinn
og án þess aö tryggja nýtt
raunhæft öryggiskerfi, er leysi
varnarbandalögin tvö af
hólmi. Fyrir Rússa sé lika
auðvelt að leysa upp Varsjár-
bandalagið, þvi aö þeir hafi
tvihliða varnarsamning við öll
riki þess. Af hálfu Sovétrikj-
anna og annarra Varsjár-
bandalagsrikja er þvi hins
vegar haldið fram, að kröfur
Natórikjanna um ferðafrelsi
og annað þvilikt sé ihlutun um
innanrikismál viðkomandi
rikja og þvi óviðeigandi.
Natórikin telja þetta hins
vegar frumskilyrði þess, að
sambúðin batni og tortryggn-
inni verði eytt.
VEGNA þess ágreinings,
sem hér er um að ræöa, og
þeirrar tortryggni, sem veldur
honum, getur það tekið veru-
legan tima að ná samkomu-
lagi um dagskrá öryggismála-
ráðstefnunnar sjálfrar, en að
þvi mun stefnt, aö hún verði
haldin á næsta ári. Við þvi er
heldur ekki búizt, að hún verði
mikið meira en eins konar
áfangi, þar sem m.a. verði
ákveðið hvernig haga skuli
viðræðum um þessi mál i
framtiðinni. Við þvi væri lika
rangt að búast, að samkomu-
lag gæti tekizt um að jafna öll
ágreiningsmál milli austurs
og vesturs i Evrópu á einni eða
tveimur ráðstefnum. Slikt
hlýtur að gerast stig af stigi og
verða margra ára verk.
Eins og áður segir munu svo
hefjast 31. januar næstk.
viðræður milli sjö Natórikja
(Bandarikjanna, Bretlands,
Frakklands, Belgiu, Hollands,
Luxemborgar og Kanada) og
fimm Varsjárbandalagsrikja
(Sovétrikjanna, Austur--
Þýzkalands, Póllands, Tékkó-
slóvakiu og Ungverjalands)
um samdrátt herafla i Mið-
Evrópu. Þær viðræður munu
verða mjög vandasamar og
viðkvæmar, en það mun hafa
mikil áhrif á störf sjálfrar
öryggismálaráðstefnunnar
hversu fljótt og vel þeim
miðar áleiðis.
Vonir Evrópuþjóða eru
tvimælalaust þær, að með
undirbúningsfundinum, sem
hefst i Helsingfors i dag, sé
hafið starf, sem eigi eftir að
bera mikinn og góðan ávöxt og
treysta frið og farsæld i
Evrópu.
—Þ.Þ.