Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. nóvember 1972 TÍMINN 15 Björn Jónsson á ASÍ-þingi: Framsóknarmenn Keflavík fclagsunfur verftur haldinn i Kramsóknarhúsinu Keflavík, mióvikudaginn 22. nóvember kl. 20.20 Fundarefni: Kosning lulltrúa á kjördæmasambandsþing, önnur mál. Framsóknarfelag Keflavíkur. Framsóknarfólk Suðurnesjum Munið afmælisfagnað Framsóknarfélags Keflavikur, sem verður i Stapa, föstudaginn 24. nóvember og hefst kl. 18,30. Aðgöngumiðar fást hjá stjórnum Framsóknarfélaganna i Kcflavik, Njarðvik og Sandgerði. Vinsamlegast sækið miða sem fyrst. Stjórn Framsóknarfélags Keflavíkur. Hafnarf jörður Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, frú Ragnheiður Svein- hjörnsdóttir, er til viðtals aö Strandgötu 33, uppi. Simi 51819 alla mánudaga kl. 18.00 til 19.00. Framsóknarfélögin. Björn Jónsson, forseti ASl, er hann setti Alþýðusambandsþingið. — Tímamynd: Gunnar. voru þeir samþykktir samhljóða. Niðurstöður efna- hagsreikninga sl. árs voru tæp- lega 8.5 millj. króna og á rekstrarreikn. tæpl. 6,5 millj. Út frá skýrslu miðstjórnar spunnust nokkrar umræð- ur. einkum að þvi er tók til siðustu kjarabóta, þvi er aukn- ingar kaupmáttar og hinnar gifurlegu hækkunar, sem orðið hefur á húsnæðiskostnaði. Einnig um orloísgreiðslur, en viða er ekki greitt orlof af launum i or- lofsmánuði. úá kom og fram gagnrýni á lágar greiðslur til aldraðs verkafólks. Ein rödd heyrðist, sem vildi afnám visitölu i núverandi formi. þar sem hálaunamennirnir l'engju hlut fallslegá jafna hækkun á laun og þvi drægi ekki saman i launajöfn- uði. Gagnrýnisraddir, sem sökuðu stjórn ASl um linkind við at- vinnurekendur heyrðust, og i svari sinu við þeim sagði Björn Jónsson að ekki væri ,,hægt að kreista neitt út úr þeirri appel- sinu, sem jarðýta hefur l'arið yfir áður ’. Taka yrði mið af stöðu al- vinnuveganna og markaðs- mögulcikum erlendis hverju sinni. úinginu barst skeyti frá l'or- manni brezka alþýðusambands- ins, sem var boðið, en gat ekki komið og harmaði það sérstak- lega, vegna þess ástands, sem nú rikti á milli landanna. Hann von- aði, að verkalýðsíélögin gætu beitt áhrifum sinum til að leysa þessar deilur og hið sama væri að segja um Jack Jones, aðalritara sambands flutningaverkamanna. Að loknum fundi þágu þinggest- ir boð félagsmáiaráðherra á Ilótel Sögu, og var fundi frestað til kl. 13 á morgun. Framhald af bls. 9. virði að gefa hana út. Þá fór Astrid og skrifaði bók fyrir ungar slúlkur, en árið eftir tók annar út- gefandi við Linu, sem strax varð feiknavinsæl. Síðan hefur hún einkum skrifað fyrir börn, og eru söguhetjur hennar allar vel kunnar. Hér nægir að nefna leynilögreglu- manninn Kalla Blómkvist. Eitt sinn var Astrid Lindgren spurð, hvers vegna hún skrifaði ekki fyrir fullorðna. Þá svaraði hún: — Hvers vegna i ósköpunum ætti ég að gera það, þegar börn eru beztu lesendur sem til eru. (þýtt og endursagt SB) Víðivangur gyjl,hy l'lýtifyrningu, og cnnfremur sérstiik skuttl'riðindi fyrir lilutul'járeigendiir uð uuki. Þá segir i ályktuninui uð gætu beri liófs við álugningu fust- eignugjuldu og hljótu þuð úð skoðust ávitur á Gcir l'yrir uð leggju 50% ol'un á fusleignu- gjiildin i Keykjuvik ulgerlegu uð nuuðsynjuluusu. Ilér liufu örl'á utriði verið nefnd. Þuu boðu stórfelldu kjuruskerðingu og stöðnun i utvinnu- og félugslegri upp- byggingu, þegur þuu eru brot- in til mergjur og skoðuð i Ijósi þeirrur reynslu, scm fékkst uf 12 áru sumfelldri stjórnurfor- ystu Sjálfstæðisflokksins. Ætli luunþegur séu ólmir i að fá það stjórnarfar og þau efna- hugsúrræði, sem þá var bcitt, ylir sig aftur? — TK. Erl—Reykjavik. 32. þingi ASt var haldið áfram i gær. Þá flutti Björn Jónsson skýrslu stjórnar og reikningar sambandsins voru lesnir og sam- þykktir. Þeir voru að sjálfsögðu eitt þingskjala og allir þingsetar höfðu þá undir höndum. Sætir það þvi óneitanlega furðu, að dýr- mætum tima fundarmanna skuli sóað i að hlusta á þá lesna i belg og biðu i um klukkustund, i stað þess t.d. að leyfa umræður um þá, án þess að til upplestrar komi. Að öðru leyti virðist þingið mjög vel skipulagt, og urðu margir til að þakka stjórn sambandsins fyrir undirbúning þess. f skýrslu stjórnar fyrir árin 1969-1972, sem var mjög itarleg kom m.a. fram , að efnahags- og kjaramál hefðu að sjálfsögðu tek- ið iangmestan tima, og töluvert áunnizt. Nú væri svo komið, að kaupmáttur launa hefði aldrei verið meiri og vinnuvikan verið stytt i 40 stundir, og myndu ekki aðrir vera með styttri vinnutima en tslendingar, þar eð i þessu væru innifaldir kaffitimar á kaupi. Hins vegar væri vinnutimi margra miklu lengri en 40 viku- stundir.en það stafaði af þvi að atvinnuleysi hefði á þessu tima- bili nær verið útrýmt og kæmi þvi vinnutimastyttingin kannski fremur út sem bein kauphækkun. Björn vék siðan nokkuð að öðr- um málum, sem sambandið hefði haft til meðferðar. Nú væru risin orlofsheimili i ölfusborgum, og stefnt að áframhaldandi upp- byggingu þar, eins væru nú risin orlofsheimili Alþýðusambands Norðurlands að Illugastöðum i Fnjóskadal, og markmiðið væri, að fá orlofsheimili i alla landsfjórðunga. Þá gat Björn tveggja stofnana, sem upp hefðu risið á þessu tima- bili og verkafólk mætti mikils af vænta, Alþýðubankans og Menningar- og fræðslusambands alþýðu, sem stofnað hefði verið á siðasta þingi, og væri eiginlega upphaf að félagsmálaskóla á veg- um sambandsins. Reglugerð fyrir slikan skóla væri nú tilbúin hjá miðstjórn til samþykktar, en enn um sinn myndi þó verða starfað i þvi námskeiðsformi, sem MF'A starfaði nú á. Siðan vék Björn að landhelgis- málinu og þeirri kynningu, sem ASt hefði rekið á þvi erlendis. Reynt hefði verið að stofna til við- ræðna við brezk og v-þýzk samtök i þvi skyni að hindra mótaðgerðir þeirra og áhrifum beitt til að upp- hefja hafnbannið, sem sett var á islenzk skip i flestum hafnarborg- um Bretlands. Nú væri svo kom- ið. að landhelgismál og réttur strandrikja hefði verið tekið á dagskrá næsta þings Alþjóða- sambands verkalýðsfélaga. Þá gat forseti þess i skýrslu sinni, að ASÍ hefði nú þegið boð um þátttöku i tveim samtökum, þ.e. Norræna verkalýðssamband- inu og Evrópusambandi verka- lýðsfélaga, sem fyrst og fremst hefði það á stefnuskrá sinni að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum verkamanna á þeim grundvelli, sem aukin efnahags- samvinna Evrópurikja skapaði. Að ræðu forseta lokinni las Einar ögmundsson gjaldkeri upp reikninga sambandsins. Eftir nokkrar umræður og fyrirspurnir ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM KNÞ KÓPASKERI iiiiiiW KAUPMÁTTUR LAUNA ALDREI AAEIRI OG VINNUVIKAN HVERGI STYTTRI Einstæðir foreldrar ráðast í húsbyggingar Á geysifjölmennum aðalfundi Félags einstæðra foreldra 16. nóv. s.l. rikti mikill samhugur um byggingaframkvæmdir þær, sem félagið hyggst hefja og sagt hefur verið frá áður. Fjáröflunarnefnd skipuleggur nú starf sitt og mun riða á vaðið með þvi að halda flóamarkað að Hailveigarstöðum 3. desember n.k. Einnig hefur verið ákveðið að leita til fyrir- tækja og einstaklinga um að ger- ast styrktarfélagar og fleira hef- ur nefndin á prjónunum. Geta má þess, að öll sala jólakorta rennur i byggingasjóð. Jólakortin eru fimm, öll með barnateikningum. Eru þrjár nýjar gerðir og tvær endur- prentaðar siðan i fyrra. Auk þess hefur félagið gefið út minningar- spjald, einnig i fjórum litum. Kortin fást á skrifstofu félagsins i Traðarkotssundi 6, og auk þess i Bókabúð Blöndal i Vesturveri, Bókabúðinni Glæsibæ, Bókabúð Máls og menningar og á Umferðarmiðstöðinni. A aðalfundinum kom fram i yf- irliti formanns, að Samband isl. samvinnufélaga færði FEF að gjöf kr. 30 þúsund á s.l. ári og voru þvi færðar ágætar þakkir. 1 stjórn voru þessi kosin: Jóhanna Kristjónsdóttir, formað- ur, i aðalstjórn Jódis Jónsdóttir, Haukur Hannesson, Helga B. Yngvadóttir og Ingibjörg Jónas- dóttir. t varastjórn Guðriður Egilsdóttir, Hafsteinn Traustas. og Þóra Stefánsdóttir. Endur- skoðendur voru kjörnar Adda Bára Sigfúsdóttir og Steinunn Bjarnason. t hús og fjáröflunarnefnd eiga sæti: Haukur Hannesson, Björn Gislason, Helga B. Yngvadóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, Margrét Schram, Bergþóra Gústafsdóttir, Bryndis Gunnarsdóttir, Kristin Aðal- steinsdóttir og Jóhanna Kristjónsdóttir. Vestmannaeyjar: ísfélagið gefur Stýrimannaskólanum SB—Reykjavik tsfélag Vestmannaey ja samþykkti á aðalfundi sinum 13. nóvember sl. að gefa Stýri- mannaskólanum i Vestmanna- eyjum 25 þúsund krónur. Skal verja upphæðinni til kaupa á fræðslukvikmyndum varðandi starfssvið skólans. Kemur gjöf þessi i góðar þarfir, þvi að þrátt fyrir góða þjónustu Fræðslumyndasafns rikisins, er mjög hagkvæmt i útgerðarbæ eins og Vestmannaeyjum að hafa gott safn fræðslukvikmynda um allt, er sjóinn varðar. 1 skólanum eru nú 32 nemend- ur, en auk þeirra hafa nemendur Vélskóla Islands i Vestmannaeyj- um aðgang að tækjum skólans. I vélskólanum eru i vetur 25 nemendur. Nú þegar hefur skólinn með að- stoð Fræðslumyndasafns rikisins keypt kanadisku kvikmyndina „Electronic fish findres”, sem er litmynd um fiskileitartæki. Þess má geta, að ísfélag Vest- mannaeyja er elzta starfandi frystihús landsins, stofnsett 1901. Formaður stjórnar þess er Björn Guðmundsson, útgerðarmaður. Húsavík Framhald af bls. 1. verði gerð til að opna hana fyrr en vcður lagast. Fært er um Aðaldal, og fram i Rcykjadal. Ennfremur er fært frá llúsavik upp i Reykjahverfi. Keynt verður að opna kisilveginn upp i Mývatnssveit i dag. Hann hefur verið lokaður i nokkra daga. Leiðin frá Húsavik til Kópa- skers er ófær, svo og leiðin á milli Kópaskers og Raufarhafnar. t morgun stóð til að hreinsa veginn frá Raufarhöfn til Kópaskers, en við það var hætt vegna stórviöris á Sléttu. Lokun vegarins til Kaufarhafnar kemur sér mjög illa, þvi að Raufarhafnarbúar fá mjólk sina frá Húsavik. Mjólk berst til Húsavíkur úr nálægum sveitum. t nótt komu mjólkurflutningabilar úr Báröar- dal og Ljósavatnshreppi til Húsa- vikur, en óvist cr að þeir komist til baka aftur i bráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.