Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 1. desember 1972 ALNNGI Miklar umræður á þingi í gær um tillögu Alþýðuflokksins um að ÍSLAND VERDI VOPN- LAUS EFTIRLITSSTÖD TK—Reykjavik Nær allur fundartimi Samein- aðs Alþingis i gær fór til umræðna uin þingsályktunartillögu þá, er þingmenn Alþýðuflokksins flytja um rannsókn á öryggismálum islands. Tillagan felur i sér þrjú efnisalriði: 1. Staðhæfingu um, að liernað- arleg þýðing íslands felist nú að langmestu leyti i eftirliti með siglingum i og á hafinu milli (Jrænlands, islands og Kæreyja. 2. I>ess vegna þurfi að rann- saka, livort ísland geti verið óvopnuð eftirlitsstöð i sambandi við Nato, en siðar á vegum S.l>. :i. Jafnframl vcrði rannsakað, livort islendingar geti með fjár- frumlögum frá Nalo komið upp l»Ó—Rcykjavik. A aðalfundi Londsambands is- len/.kra útvegsmanna i gær flutti l.úðvik Jósefsson sjávarútvegs- ráðhcrra ræðu, og rakti liann alla viðamestu þætti sjávarútvegsins incð tilliti til næsta árs og ára. í ræðu Lúðviks kom m.a. fram, að á næstu döguin verður byrjað á samningum forsvarsmanna út- gcrðarinnar annars vegar og rik- isvaldsins liins vegar uin rekstr- armál útgerðar og fiskvinnslu á næsta ári. Aher/la verður lögð á , að samkoinulag um rekstrar- grundvöll þessara mikilvægu at- vinnugreina náist fyrir jól. í upphal'i ræðu sinnar sagði sjávarútvegsráðherra, að það væru einkum l'jögur stór mál, sem sjávarútvegurinn þyrfti að kljást við á næstunni, og þau væru landhelgismálið, staða fiskstofn- anna við landið, rekstrarafkoma útgerðarinnar og afkomuhorfur á komandi ári og hin stórfellda endurnýjun fiskiskipaflotans. Siðan sneri Lúðvik Jósefsson sér beint að landhelgismálinu og ræddi hann l'yrst um nýafstaðnar viðræður við rikisstjórn Bret- lands. Rakti ráðherra þær við- ræður itarlega, og gerði hann grein fyrir ástæðunum, sem urðu til þess, að upp úr viðræðunum slitnaði. Siðan sagði ráðherra: ,,Bretar gera enn kröfur um að mega stunda hér veiðar i fisk- veiðilandhelgi okkar með öll sin skip og alls staðar upp að 12 mil- um. beir vilja ekki viðurkenna neinn rétt okkar til eftirlits með hugsanlegu samkomulagi, og þeir vilja harla litið draga úr sókn sinni. Ég veit, að ýmsir i röðum okkar fslendinga eru orðnir býsna óró- legir vegna yfirgangs Breta i landhelgi okkar og telja jafnvel, að af þvi að landhelgisgæzla okk- ar hefur enn engan landhelgis- brjót tekið, sé vinningur okkar við útfærsluna litill. Slikir aðilar gera ýmist kröfur um meiri klippingar eða skipatökur eða meiri hörku á ýmsum sviðum — eða þá að þeir tala i hálfgerðum uppgjafartón og segja að, sýnilega getum við ekki varið landhelgina, og þvi sé kannski betra að semja um litið og lélegt en búa við það,sém nú er. sveit fullkominna cn óvopnaðra eftirlitsl'lugvéla svo og nauðsyn- legum björgunarflugvélum, en i lillögunni er fullyrt, að þessi starfsemi sé þýðingarmesti hlut- inn af verkefni varnarliðsins á islandi og stjórn varnarsvæð- anna. Renedikt Gröndal, fyrsti flm., fylgdi tillögunni úr hlaði, en hún hefur áður verið birt i blaðinu. Tillögunni fylgir löng greinar- gerð. En þar segir meðal annars, að nú krefjist meginhlutverk varnarliðsins á fslandi ekki vopnaburðar og þvi sé spurt, hvort ekki nægi að hafa hér vopn- lausa eftirlitsstöð,en fslendingar taki að sér eftirlitið. Ef svo reyndist unnt,myndi Landhelgis- gæzlan eða annar aðili koma á fót eftirlits- og björgunarsveit, sem gæti fylgzt vandlega með öllum siglingum, fiskveiðum,. og ann- arri hagnýtingu á auðæfum hafs- ins, hættum á mengun og öðru, er máli skiptir. ,,Á nokkrum árum mundu íslendingar taka alveg við rekstri og stjórn varnarliðsstöðv- anna. Meðan Atlantshafsbanda- lagið starfar og íslendingar eru i þvi, hlyti þessi starfsemi að verða i nánum tengslum við það. 1 framtiðinni kemst vonandi á af- vopnun eða viðtæk takmörkun vopnabúnaðar undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. ísland gæti gegnt mikilvægu hlutverki i þvi eítirliti. Kinar Agústsson, utanrikisráð- herra, sagðist fagna þessari til- lögu, þar sem hún boðaði hugar- farsbreytingu Alþýðuflokksins.og að með henni væri hann að nálg- ast stefnu rikisstjórnarinnar i varnarmálum. Þær athuganir, sem tillaga Alþýðuflokksins fæli i sér, væru tímabærar og eðlilegar, og slikar athuganir verða gerðar i sambandi við þá könnun varnar- málanna og endurskoðun varnar- samningsins, sem fyrir dyrum stendur, hvort sem þessi tillaga verður samþykkt eða ekki. Jóliann llafstein ræddi mikið um vaxandi ógn af auknum flota- styrk Rússa í Norðurhöfum. Gerði hann stefnu Willy Brandts að sinni og sagði, að hann vildi ekki neinar tilslakanir nema þær yrðu gagnkvæmar og Willy hefði unnið mikinn kosningasigur. Ragnar Arnalds taldi tillöguna fela í sér, að Alþýðuflokkurinn að verða útgerðinni mjög hag- stæð. Nú standa fyrir dyrum ráðstaf- anir i efnahagsmálum eins og kunnugt er. Höfuðtilgangur þeirra ráðstafana er að stemma stigu við hækkun verðlags og þar með hækkun visitölu og kaups, og að leggja grundvöll að hallalaus- um rekstri útflutningsverzlunar- innar. Ég hef hugsað mér, að fljótlega upp úr næstu mánaðamótum ÞÓ—Reykjavik. Aðalfundi Landsambands is- lenzkra útvegsmanna, sem ljúka átti i gær, var frestað þangað til efnahagsaðgerðir rikisstjörnar- innar liggja fyrir. — Lokið var þó við að kjósa stjórn fyrir næsta ár, og var Kristján Ragnarsson end- urkjörinn formaður. Um hádegisbilið i gær var samþykkt aðalályktun fundarins, oe er álvktunin á bessa leið: „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn i Reykjavik 28.-30. nóv. 1972 bendir á, að hallarekstur útgerðarinnar á þessu ári mun nema um hálfum milljarði króna, þrátt fyrir að verðlag á útflutningsframleiðslu sjávarútvegsins er nú hærra en nokkru sinni fyrr og aflabrögð i meðallagi, þegar frá eru taldar sildveiðarnar. Engan atvinnu- rekstur er hægt að stunda til lengdar við slik rekstrarskilyrði og verður þvi að draga úr útgjöld- um og hækka fiskverð til fiski- skipaflotans veruiega frá næstu áramótum. 1 haust var gripið til þess bráðabirgðaúrræðis að taka um 90 milljónir króna úr Verðjöfnun- arsjóði til þess að fleyta vélbáta- flotanum áfram til áramóta, en það svarar til um 900 milljóna á ársgrundvelli. Fundurinn minnir á, að Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins var stofnaður til þess eins að mæta óvæntum verðsveiflum á erlend- um markaði, en ekki til að standa undir dýrtíðarskriðu innanlands. Útvegsmenn, sjómenn og fisk- verkendur hafa á s.l. þremur ár- um lagt fé i sjóðinn i fullu trausti þess, að þeir nytu þessa frjálsa sparnaðar, þegar erfiðleika vegna verðfalls bæri að garði. væri að nálgast sjónarmið stjórn- arflokkanna , hið sama sagði Bjarni Guðnason. Ingólfur Jónsson var sammála Jóhanni Hafstein um.að Willy Brandt hefði unnið mikinn kosn- ingasigur og hann hefði rétta stefnu i þessum málum. Kenedikl Gröndal tók aftur til máls og sagði, að efling flota Rússa i Norðurhöfum gæti stafað af mörgum orsökum, m.a. breytingum i hernaðartækni. Það væri engin hætta á þvi i dag.aö gerð yrði innrás i island , og Kandarikjamenn hafa enga trú á þvi lieldur, þvi að þeir myndu ekki láta sér nægja.að kokkar og skrifslofumenn einir hcfðu byssur hjá sér auk liinna vopnuðu flug- véla, ef þeir héldu, að innrás i island væri yfirvofandi. verði hægt að hefjast handa um samningagerð milli forsvars- manna útgerðarinnar annars vegar og rikisvaldsins hins vegar um rekstrarmál úrgerðarinnar og fiskvinnslu á næsta ári. Ég legg áherzlu á, að sam- komulag um rekstrargrundvöll hafi náðst fyrir jól.” Að lokum ræddi Lúðvik um skuttogarakaupin og breytingar þær, sem stæðu fyrir dyrum á frystihúsunum. Það er eindregin skoðun fund- arins, að ekki komi til mála, að greitt verði úr Verðjöfnunarsjóði á næsta ári við rikjandi aðstæður, og ákvörðun um greiðslu úr sjóðnum i haust hafi verið samþykkt af útvegsmönnum sem neyðarúrræði til bráðabirgða og til að gefa rikisstjórninni betri tima til að undirbúa þær efna- hagsaðgerðir, er tryggi rekstur fiskveiðanna. Fundurinn telur, að það hafi verið óhjákvæmileg nauðsyn, til þess að hindra ofveiði fiskistofn- anna, að færa fiskveiðitakmörkin út i 50 sjómilur, svo sem gert var hinn 1. september s.l., með ein- róma samþykkt Alþingis. Telur fundurinn brýna nauðsyn bera til þess, aö framkvæmd út- færslunnar verði virk sem allra fyrst. Til að ná þvi marki komi til groina að semja við einstakar fiskveiðiþjóðir um takmörkuð réttindi á afmörkuðum svæðum i takmarkaðan tima, á svipuðum grundvelli og samið var við Belgiumenn, sem viðurkenndu rétt Islendinga til landhelginnar i verki, þótt þeir gerðu það ekki á formlegan hátt. Fundurinn varar við þeirri miklu þenslu, sem nú er á öllum sviðum þjóðlifsins, og vekur at- hygli á, að þjóðin lifir um efni fram. Hóflausar framkvæmdir hins opinbera i samkeppni við at- vinnureksturinn um vinnuafl hafa skapað umframgreiðslur á kaup- töxtum á vinnumarkaðnum. Fundurinn telur, að hverskonar kröfugerð á hendur atvinnuveg- anna við rikjandi aðstæður sé óárbyrg. Vegna hinna uggvænlegu horfa, Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ: Samkomulag um rekstrargrund- völl útgerðarinnar fyrir jól Hérerum hættulegan misskiln- ing að ræða, að minum dómi. Ég skil að visu mætavel, að mönnum hitni i hamsi og þeir krefjist meiri hörku. En hitt skulum við muna og muna vel, að landhelgisslag okkar við Breta og aðra þá, sem deila vilja við okkur, vinnum við ekki i beinum átökum. Við vinn- um andstæðinga okkar i land- helgismálinu i taugastriði — með hægðinni, með órofasamstöðu og með i'estu .” Þá benti Lúðvik Jósefsson á það, að öll rússnesk skip, pólsk, a- þýzk, norsk skip og skip frá fleiri þjóðum væru farin út úr land- helginni. Og að Bretar myndu smá tina tölunni hér og hverfa að öðrum stöðum. Fiskstofnarnir Þessu næst ræddi sjávarút- vegsráðherra um ástand fiski- stofnanna og vék að horfum um aflamöguleika og þeirri stóru spurningu, hvernig islendingar eigi að hagnýta fiskimiðin við landið. Sjávarútvegsráðherra sagði: ,,Á árinu 1971 minnkaði þorskafl- inn allmikið frá árinu á undan, og enn hefur þorskaflinn haldið áfram að minnka frá þvi i fyrra og þvi meir sem lengra hefur liðið á árið. — Árið 1971 minnkaði þorskaflinn á 10 fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tima árið áður (1970) um 17.3%. Á 10 fyrstu mánuðum þessa árs minnkaði þorskaflinn frá s.l. ári um 14.7%,en þetta jafngildir, að þorskaflinn i ár hafi minnkað um 29.5% frá árinu 1970. Minnkun þorskaflans hefur þó verið mest i sumar. Á timabilinu frá 1. mai til októberloka hefur þorskaflinn minnkað um tæp 4% miðað við sama tima i fyrra. Friöunaraögeröir Lúðvik ræddi einnig mikið um hagnýtingu fiskimiðanna og sagði: ,,Nú er unnið að þvi, að löggjöf verði sett um hagnýtingu fiskimiða hinnar nýju landhelgi. Við vitum vel, að það er vanda- samt verk að setja slika löggjöf svo vel fari. Sennilegast er, að við verðum að framlengja enn um næstu áramót og fram á mitt næsta ár núgildandi fiskveiði- heimildir i aðalatriðum, þó með nokkrum aðkallandi breytingum. En heilsteypt löggjöf um skipulag veiðanna verður varla sett fyrr en siðar á þessum vetri. Það er ekki óeðlilegt, þó að fram hafi komið ýmsar tillögur um fiskfriðunarmál, sem fyrst og fremst mótast af ótta um hættu- lega stöðu fiskistofnanna — tillög- ur, sem varla fást staðizt, eða sem ekki taka tillit til okkar efna- hagslegu stöðu. En litt hugsaðar tillögur um lokun fiskimiða að mestu leyti fyrir heilu landsfjórðungunum mestallt árið, eða að banna veið- ar, sem stundaöar hafa verið ár- um saman sem grundvallarat- vinna fyrir mörg byggðarlög,eiga auðvitað ekki rétt á sér, þó að þær séu um leið hið ágætasta mál.” Rekstrarafkoman. Um rekstrarafkomu fiskiskipa- flotans sagði ráðherra m.a. þetta: ..Vegna minni afla á þessu ári en áætlað hafði verið, er rekstrarafkoma sjávarútvegsins lakari en reiknað var með. Þá er þess einnig að gæta, að samsetn- ing aflans hefur reynzt óhagstæð- ari en áður og hefur það einnig haft sin áhrif. Á móti þessu vegur nokkuð fiskver.ðshækkur, og aukin greiðsla til fiskiðnaðarins, sem ákveðin var frá októberbyrjun. Þá er Ijóst, að sumar greinar fiskverkunarinnar hafa orðið fyr- ir áföllum á árinu og má þar nefna ufsavinnslu, karfavinnslu og þurrfiskverkun. Fiskvinnslan i þessum greinum hefur auðvitað þurft að bera hækkun hráefnis- verðs. hækkun launakostnaðar, en hins vegar hafa þessar afurðir ekki hækkað i verði á erlendum mörkuðum. Aftur á móti hefur frysting á þorski og blautfisk- verkun i salt notið verulegra verðhækkana á árinu. Nokkrar greinar sjávarfram- leiðslunnar standa vel. Verðlag erlendis er hagstætt og hefur farið batnandi. Verð á fiskimjöli hefur tvöfaldazt frá s.l. ári og ver enn hækkandi. Miklar likur eru til, að næsta loðnuvertið ætti Aðalfundi LÍÚ frestað Beðið eftir efna■ hagsaðgerðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.