Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 1. desember 1972 TÍMINN 17 DÓMARARNIR RÉDU ÚR- SLITUM í ÆSISPENNANDI LEIK ÍR OG FH — þegar nokkrar sek. voru til leiksloka var brotið gróflega á ÍR-ingi í dauðafæri, en ekkert dæmt — FH-ingar skoruðu sigurmarkið 20:19 27 sek. fyrir leikslok Það er langt siðan að það hefur veriö eins mikil spenna i Laugar- dalshöllinni og var þegar topplið- in i handknattleik FH og ÍR leiddu saman hesta sina á miðvikudags- kvöldið — leikur liöanna var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Pegar ein minúta var til leiksloka og staðan 19:19, risu áhorfendur upp úr sætum sinum af spenningi og hvöttu lið sin ákaft. FH-liðið var i sókn og sekúndurnar snigl- uðust áfram — þegar 12 sek. eru til leiksloka , kemst Viðar Simonarson frir inn i hornið og kastar sér inn i vitateig og sendir knöttinn fram hjá hinum snjalla markverði ÍR-liðsins , Geir Thorsteinssyni. iR-ingar byrja með knöttinn á miðju, um leið og leikurinn er flautaður af — dóm- ararnir hlaupa til timavarðarins og segja, að leikurinn eigi að halda áfram i 15 sek. vegna tafa og ÍR-liðiö hefur sókn. Ahorfend- ur halda niðri i sér andanum af spenningi. Þegar nokkrar sek.eru til leiksloka, gerðist umdeilt at- riði,sem réði úrslitum. V'ilhjálm- ur Sigurgeirsson kemst inn i horniö og lyftir knettinum til að skjóta — en um leið rifur varnar- maður FII i hann, svo að hann dettur i gólfið, og skot hans lendir i góifinu og rétt yfir FH markið. Ahorfendur láta þá i sér heyra og allir reiknuðu með viti —en hvað skeður? Dómararnir, Gunnar Gunnarsson og Hilmar ólafsson, sjá.ekkert athugavert,og leikur- inn er flautaður af. — Hvað skeði? Sáu dómararnir ekki gróft brot, eða þorðu þeir ekki aö dæma? Þvi get ég ekki svarað, en þessi mis- tök þeirra voru leiðinlegur endir á góðum leik og ekki i fyrsta skiptiö, sem islenzkir dómarar ráða úrslitumi handknattleik. I'H-ingar geta verið ánægðir, þvi að þetta cr þriðji leikurinn, sem þeir vinna á DÓMARAMISTÖK- UM! En snúum okkur þá að hinum spennandi leik liðanna og rifjum upp gang leiksins: Það var greinilegt á leik lið- anna, að þau voru að þreifa fyrir sér i byrjun og léku rólega — nokkur taugaspenna var i leik þeirra og misstu leikmenn lið- anna oft knöttinn á klaufalegan hátt. Ágúst Svavarsson skoraði fyrsta markið fyrir 1R, FH jafnar og kemst yfir 2:1, og siðan sjást tölurnar 2:2, 3:3, 4:4, 5:5, 6:6, 7:7, 8:8 og 9:9, en þegar 8 sek. voru til leikhlés, skorar Geir Hallsteins- son með lúmsku langskoti,og lauk fyrri hálfleik þvi 10:9 fyrir FH. Vilhjálmur Sigurgeirsson jafn- ar 10:10 strax i byrjun siðari hálf- leiks,og þegar 3 min. eru liðnar af honum, er FH-liðið komið yfir 12:10 með mörkum frá Auðunni Óskarssyni og Geir Hallsteins- syni, sem skoraði úr vita- kasti. Brynjólfur Markússon, minnkar muninn i 12:11, þeg- ar hann stökk laglega inn úr horni og vippaði glæsilega yfir Hjalta Einarsson, markvörð FH. Siðan skiptast liðin á að skora og þegar 8 min. eru liðnar af siðari hálfleik, er staðan 14:13 fyrir FH. ÞA KEMUR „ÞÁTTUR” HJALTA EINARSSONAR, HINS FRABÆRA MARKVARÐAR FH OG LANDSLIÐSINS. IR-liðið fær gullun tækif. til að jafna, Vil- hjálmur stekkur inn i vitateig FH og er hann i dauða færi — Hjalti gerði sér litið fyrir og varði skotið frá Vilhjálmi, knötturinn hrekkur til Brynjólfs Markússonar, sem var l'rir á linu og stekkur inn i vitateiginn og virtist eiga auðvelt með að skora — en hvað skeði, Hjalti varði aftur glæsilega og knötturinn hrekkur aftur út, þar sem Jóhannesi Gunnarssyni tekst að slá honum i netið, en dómar- arnir dæmdu linu á Jóhannes. FH-ingar byrja sókn, en Jóhannes kemst inn i sendingu og brunar fram völlinn og stekkur langt inn i vitateig F'H og skaut — Hjalti var ekki á þvi að láta knöttinn fara i netið,- á siðustu stundu bjargaði hann glæsilega. ALLTAF STENDUR GAMLI GÓÐI IIJ>ALTI FYRIR SÍNU, ÞEGAR MIKID LIGGUR VID! Það var ekki fyrr en á 13. min. að Hjalti gaf sig i markinu, en þá réði hann ekki við vitakast frá Vilhjálmi.og var þá staðan jöfn 14:14. Gils Stefánsson kemur svo FH yfir 15:14 og Geir bætir við 16:14,og allt leit út fyrir öruggan sigur FH. En ÍR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp; Geir Thorsteinsson, hinn efnilegi markvörður 1R, varði snilldar- lega,og á örskammri stund eru IR-ingar búnir að breyta stöðunni úr 16:14 í 16:17. Agúst skoraði fyrst með langskoti, Vilhjálmur jafnaði úr vitakasti og Brynjólfur kom 1R yfir með marki úr hrað- upphlaupi, skömmu áður lét hann Hjalta verja frá sér úr hraðupp- hlaupi. Geir jafnar 17:17 og eru þá 7 min. til leiksloka og áhorf- endur, sem flestir voru á 1R bandi, fóru nú að láta i sér heyr- ast-, spennan var geysileg og andrúmsloftið þrungið spennu. Hörður Árnason kemur IR-liðinu aftur yfir, en stuttu siðar jafnar Framhald á bls. 19 Ekkert dugði hjá Víking gegn Val - Valsliðið lék skínandi handknattleik og lék sér að varnarlausu Víkingsliði eins og köttur að mús - lokastaðan varð 27:20 Það var sama hvað Vikingsliðið reyndi gegn Val á miðvikudags- kvöldið, þegar liðin mættust i islandsmótinu — ekkert dugði gegn hinu leikglaða Valsliði, sem hreinlega gekk i gegnum vörnina hjá Viking, en þar vantaði illilega Sigfús Guðmundsson, hinn sterka varnarmann liðsins. Valsliðið lék oft og tiöum skemmtilegan hand- knattleik, leikmenn liðsins létu knöttinn ganga og við það opnað- ist Vikingsvörnin — hornamenn- irnir komu allt of langt fram. Um miðjan fyrri hálfleik nær Valslið- ið fimm marka forustu, og um miöjan siðari hálfl. var forustan orðin tiu mörk, þá fóru Vikingar að taka tvo leikmenn úr umferð og undir lokin löguðu þeir stöð- una. Það var heldur betur skorað fyrstu 15 min. i leiknum, staðan var þá 8:7 fyrir Val og var búið að skora mark á minútu. Guðjón Magnússon var i ofsalegu stuði, það var alveg sama hvernig hann skautá Valsmarkið, knötturinn lá alltaf i netinu. A þessum tima var markvarzlan hjá Ólafi Benediktssyni, Val.ekki upp á marga fiska, hann varði aðeins eitt skot. Þegar 20 min. eru liðnar af leiknum, er Valsliðið búið að ná fimm marka forustu — Bergur Guðnason var iðnastur við að skora, hann var búinn að skora sex mörk, þegar staðan var 12:7 fyrir Val. Fimm marka forskotið hélzt út hálfleikinn/)g var staðan i hálfleik 16:11 fyrir Val. 1 siðari hálfleik var Stefán Halldórsson settur i það að elta Berg Guðnason, en það gekk ekki hjá Vikingsliðinu, þvi að Valsliðið jók forskotið og staðan var orðin 23:13 um miðjan siðari hálfleik- inn; þá skoraði Guðjón Magnús- son fyrsta mark Vikings i 14 min. Þegar staðan var 25:15, taka Vik- ingar það til bragðs að láta elta þá Berg Guðnason (Stefán Hall- dórsson) og Ólaf Jónsson (Viggó Sigurðsson), og heppnaðist bragðið ágætlega — Vikingsliðinu tókst að minnka muninn i sex mörk, eða 25:19, en þá var stutt til leiksloka og öruggur stórsigur Vals i höfn, leiknum lauk 27:20. Valsliðið á skilið hrós fyrir góð- an leik, leikmenn liðsins með gömlu kempuna.Berg Guðnason, fremst i fararbroddi gáfust aldr- ei upp og léku af öryggi og leik- gleði. Þaó eina, sem hefði mátt vera betra, var markvarzlan hjá liðinu. Beztu menn liðsins voru mennirnir sem sjaldan bregðast, þeir Gunnsteinn Skúlas., Bergur Guðnason og Ólafur Jónsson, sem breytti leik liðsins til batnaðar með komu sinni. Mörk Vals skor- uðu: Bergur 10, Ólafur 6, Gunn- steinn 5, Agúst 3, Jón K. tvö og Þorbjörn eitt. Vikingsliðið með Guðjón Magnússon sem sinn bezta mann lék ágætan sóknarleik til að byrja með, varnarleikur liðsins var enginn og markvarzlan á núlli, það gáfulegasta, sem sást til markvarðar Vikingsliðsins, var þegar Rósmundur Jónsson lét reka sig út af i 2 min. Mörk Vik- ingsliðsins skoruðu þessir leik- menn: Guðjón 7, Einar 5, Páll, Ólafur F. og Jón, tvö hver, Stefán og Viggó, eitt hvor. Dómarar leiksins voru fyrir neðan allar hellur; leikinn dæmdu þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Jón Friðsteinsson-, þeir náðu þvi af- reki að visa sex leikmönnum út af leikvelli og gefa sjö áminningar i leiknum, flestar fyrir smávægileg brot. SOS. Ilér sést hinn efnilegi linuspilari IR, Jöhannes Gunnarsson, stökkva i vitateig FII og senda knöttinn i netið. (Tímamynd Róbert) HVERJIR SKJÓTA 0G SK0RA í 1. DEILD? - í vetur verður haldin skrá yfir árangur leikmanna 1. deildarliðanna í handknattleik I vetur mun iþróttasiða Timans halda töflu um skot allra leikmanna 1. deildar- liðanna, eða livað mörg skot þeir eiga að marki (eingiingu verða talin þau skot, sem liðin tapa knettinum á), mörk þeirra, hvernig þau voru gerð -t.d.með iangskeöa hraðupp- hlaupi. Þá munum við taka saman skot.sem markverðir verja, áminningar leik- manna og brottrckstur af leik- vclli og linusendingar leik- manna, sem gefa af sér mörk. Við gerum þetta mcst les- endum til gamans, en við vitum, að það bafa margir gaman af að fylgjast með árangri einstakra leikmanna og liða; þá hafa leikmennirnir sjálfir gaman af þessu og koinum við þvi til móts við þá og vonum, að þessi nýbreytni FH 3 3 0 0 53:48 6 falli i góðan jarðveg hjá þcim 1R 3 2 0 1 57:47 4 og handknattleiksunnendum. Valur 3 2 0 1 55:49 4 Þess má að lokum geta, að Fram 2 1 0 1 34:31 2 þcir leikmenn, sem ná beztum Haukar 2 1 0 1 36:32 2 árangri á hinum ýmsu töflum, Viking. 2 1 0 l' 36:42 2 fá afhent viðurkenningarskjöl Ármann 2 0 0 2 23:42 0 frá iþróttasiðunni i hófi þvi, KR 3 0 0 3 44:57 0 Markhæstu menn: Mörk Skot Stöng Varið Viti Geir Hallsteinsson FH 23 32 2 3 5 Bergur Guðnason Val 21 30 0 4 10 Haukur Ottesen KR • 17 30 3 1 2 Brynjólfur Markússon 1R 16 30 3 7 0 Guðjón Magnússon Vik. 12 25 5 8 0 Vilhjálmur Sigurgeirss. 1R 12 19 3 0 4 Gunnsteinn Skúlason Val 10 12 0 2 0 Ólafur ólafsson Hauk. 10 13 0 1 6 ÁgústSvavarsson 1R 9 20 0 4 0 Gunnar Einarsson FH 9 21 0 9 0 Ingólfur óskarsson Fram 9 17 0 4 6 Björn Pétursson KR 8 19 1 7 0 Jóhannes Gunnarsson 1R 8 11 0 3 0 ólafur Jónsson Val. 8 14 1 4 1 Þórður Sigurðsson Hauk. 8 17 2 3 0 sem ..llandknattleiksmaður ársins’’ 1973 verður krýndur i eftir islandsmótið. Hér á siðunni i dag birtum við stöðuna i 1. deild og töfluna yfir markhæstu leikmenn, mörk og i hvað mörgum skotum þeir hafa skorað þau, stangarskot þeirra, skot.sem hefur verið varið frá þeim.og hvað mörg mörk þeir hafa skorað úr vitaköstum. Eftir helgina munum við birta nánari töflur og segja frá hinum ýmsu árangrum leik- manna i máli og myndum. En hér kemur þá staðan og markhæstu mennirnir i 1. deildarkeppninni: STAÐAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.