Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. desember 1972 TÍMINN 15 ,,Jæja, það liður ekki á löngu þar til við verðum þar,” huggaði Port- man sig við. Billinn sniglaðist upp skógi vaxna hliðina. Vegurinn bugðaðist eftir fjallshliðunum, eins og þornaður árfarvegur, rykið liktist saltröndinni, sem ofter meðfram þornuðum farvegi. Bæði nær og fjær var allt lit- laust i brennandi sólarhitanum. Connie McNairn fylgdist ekki með samtalinu, hún hugsaði um Pater- son. Portmanhafði aldrei verið hrifinn af Burma, og Betteson hataði Burma af þvi að hann taldi landið hafa rænt hann hans sanngjarna skerfi af tækifærum og heppni, en majór Brain og Paterson þekktu landið og þótti vænt um það. Gat hún sagt, að hún þekkti landið? Nei, hún þekkti það ekki nærri eins vel og Páterson þekkti það. Paterson hafði hún aldrei þekkt heldur. 1 hennar augum höfðu Paterson og Burma i rikum mæli verið hulin rómantiskri móðu. Hún hafði talið sér trú um jafn fáránlegan og heimskulegan hlut og að Paterson hefði i hyggju að kvænast henni. Og nú var hún i þann veginn að yfirgefa bæði Burma og Paterson —aldrei framar fengi hún að sjá þau aftur. Bæði höfðu þau valdið henni álika miklum vonbrigðum. Hún hrökk upp úr hugrenningum sinum við reiðilega upphrópun Portmans, sem hafði komið auga á nýja flóttamannahersingu á veginum rétt fyrir framan þau. Hann hamaðist á girnum i þeirri von, að hann gæti haldið bilnum á sæmilegum hraða, og studdi hand- leggnum stöðugt flautuna. Uxakerra hafði stanzað á miðjum veginum og Portman neyddist til stöðva bilinn. Það var einmitt það, sem hann vildi svo gjarnan komast hjá. „Komið henni i burtu, fiflin ykkar. Komið henni út af veginum. Reynið að koma ykkur úr sporunum”. Mongólsku andlitin, sem litu um öxl til að sjá þennan bálreiða Eng- lending, voru álika sviplaus og diskar. Ekki vottaði fyrir brosi á þeim. Þegar uxakerran seint og um siðir silaðist af stað, lagði fólkið einnig af stað, hægt og rólega með sama svip og uxarnir fyrir kerrunni. „trt i kantinn með hana”, æpti Portman. „Komið ykkur út i kantinn i einum hvelli”. Hann gaf vélinni inn bensin og ók hægt af stað, flautuna notaði hann óspart. „Þetta er þó einkennandi”, sagði hann, „en hvað þetta likist þessu brumanska fólki. Að þurfa að vera svona lengi að þessu litilræði”. Betteson skrúfaði niður rúðuna og hrópaði eitthvað á burmönsku, en mætti aðeins tómum, skilningslausum augum. „Þetta er fólk hér ofan úr fjöllunum”, sagði Portman. „Það talar aðra mállýzku”. „Það er einungis talað eitt mál i Burma”, sagði Connie. „Herra Betteson ætti þá að geta gert sig skiljanlegan”, sagði frú McNairn. „Kannski þeir hafi það eins og þeir sem heyra illa”, svaraði Port- man. „Þeir heyra aðeins það/sem þeir vilja heyra”. Betteson opnaði dyrnar og hallaði sér út, siðan hrópaði hann hægt og skýrt nýja fyrirskipun á burmönsku. Litlu siðar vék kerran reyndar út i vegkantinn. „Þetta var nú ljómandi”, sagði Portman. „Þegar allt kom til alls, skildu þeir”. „Það er einungis eitt mál i landinu”, hélt Connie áfram, „en að sjálf- sögðu er það ekki enska”. „Connie”, sagði frú McNairn. „Nú er nóg komið”. „Næst get ég verið viss um það”, sagði Portman. Hann ók nokkrum metrum lengra, en þá satbilinn fastur. Hann setti i afturábakgir og stráx á eftir i fyrsta, og þá náðu hjólin festu og billinn kastaðist áfram i áttina að uxakerrunni. Hálfkæft óp heyrðist frá frú McNairn. Portman þorði ekki að hemla af ótta viðað festast aftur og sneri stýrinu harkalega til vinstri og billinn lét strax að stjórn. Fyrr en varði var hann kominn út á brún á langri, brattri brekku, sem náði alveg niður i bambusskóginn langt fyrir veðan. Portman beygði i flýti og aftur voru þau óhult á miðjum veginum. Þau komust áfallalaust yfir hvarfið, sem kerran hafði fyrir stuttu verið föst i. Portman bandaði til burmönsku mannanna i þvi skyni að fá þá til að færa kerruna betur út i kantinn og bölvaði þeim i sand og ösku. Kona með barn á bakinu svar- x aði honum fullum hálsi, en hann greip til flautunnar til að yfirgnæfa hana, og hún stökk til hliðar eins og skotið hefði verið á hana. Barnið á baki hennar faldi andlitið i angist og fór að hágráta. Frú Portman sagði við mann sinn: „Vertu ekki að skeyta skapi þinu á þeim. Það er aldrei að vita, hvað fyrir gæti komið”. Svitinn perlaði á andliti Portmans. Hann sá konuna með barnið á bakinu beygja sig og taka upp stein og þegar frú McNairn æpti aftur, datt honum i hug það, sem Hollendingurinn hafði sagt um morð á hvitu fólki. Nistandi geigur læddist að honum, en óttanum reyndi hann að leyna með þvi að hleypa i sig illsku. Til að aka ekki á konuna, hafði hann orðið að beygja til vinstri. Betteson æpti til hans: „Varið yður, maður! Þér eruð alltof utarlega”. Portman hugsaði þessum fjárans Betteson þegjandi þörfina. Hann slæptist um með bronsstyttu og til að kóróna allt saman ætlaði hann nú að fara að skipta sér af gerðum hans. „Ég veit vel, hvað ég er að gera”, hrópaði hann bálvondur. „Hugsið þér um sjálfan yður!” En nú var hann kominn alveg fram á brekkubrúnina, sem var vinstri kantur vegarins. Svo var sem bíllinn tækist á loft og héldi áfram án þess að snerta veginn. Framhjólin spóluðu út i loftið og Burmafólkið stökk i allar áttir til að bjarga sér. Rétt fyrir framan bilinn birtist rauðklædd vera i rykskýinu. Það var eins og rauður logi dansaði um þarna hálfum metra framan við stuðarann. Portman gat ekki gert sér grein fyrir, hvort þetta var karl eða kona og hann komst aldrei til botns i þvi. Á næsta augnabliki voru veran og vegurinn eitt. Billinn sneri ennþá upp mót hvitri miskunnarlausri birtu himinsins. Fyrir augum Portmans brá snöggvast fyrir andliti þessarar rauðu veru. Munnurinn var uppflenntur eins og i glotti og skein i tennurnar. t aftursætinu sat frú McNairn og sveiflaði sólhlifinni og einhver gerði tilraun til að opna bildyrnar. Til að losna við að hafa þetta afmyndaða, svarta smetti fyrir augunum, sneri Portman stýrinu snögglega til vinstri og einhvern veginn tókst honum að losna við rauðu veruna af stuðaranum. t sömu andrá valt billinn. 12. kafli. Smám saman óx flóttamannastraumurinn. Hægt og sigandi eins og klifjum hlaðin dráttardýr silaðist fóikið áfram gegnum rykmökkinn, sem þó ekki megnaði að draga úr stingandi hitasvækjunni. Tuesday sat i hálfgerðu móki með útvarpstækið á hnjánum. Hann barðist við að reyna að skilja ákvörðun majórsins, svo fráleit og vitfirringsleg sem hún virtist vera. Hann átti mjög auðvelt með að skilja alla, sem flúðu. Sérhver viti borin manneskja hlaut óhjákvæmilega að leggja á flótta, fengi hún Lárétt 1) Gamalt.- 5) Afar.- 7) Skyggni,- 9) Svefnrof,- 11) 51.- 12) Jarm,- 13) Straum- kast.- 15) Skinn,- 16) Rifa úr skinni,- 18) Með skoti i. Lóðrétt 1) Asjóna.- 2) Spé.- 3) Guð.- 4) útlim - 6) Spilla,- 8) Svar- daga.- 10) Kveða við.- 14) Kraftur.-15) Dár,- 17) Tónn,- Ráðning á gátu No. 1272 Lárétt 1) Ogrun,- 6) Rós.- 8) Frá. - 10) Sæt,- 12) Ei,- 13) TU.- 14) RST,- 16) Sal,- 17) Áki - 19) Brúða. 2) Grá,- 3) Ró,- 4) Uss,- 5) Aferð,- 7) Otull.- 9) Ris,- 11) Æta,- 15) Tár,- 16) Sið,- 18) Kú,- llif fiiiH 1 FÖSTUDAGUR I. desember Fullveldisdagur islands. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morg- unleikfimi kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir held ur áfram lestri sögunnar um „Fjársjóðinn i Árbakka- kastala” eftir Eilis Dillon (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létl lögá milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tón- listarsagakl. 10.25: Endurt. þáttur Atla Heimis Sveins- sonar. Fréttir kl. 10.55. II. 00 Guðsþjónusta i kapellu háskólans. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 islen/.k lög og alþýðulög- 13.45 Við sjóinn. Dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur talar um karfaveiðar með miðsjávarvörpu (endurt.) 14.00 Samkoma háskóla- stúdenta i Háskólabiói: Gegn hervaldi—gegn auð- valdi.a. Ævar Kjartansson stud.phil. setur samkomuna og kynnir atriðin. b. Guðrún Hallgrimsdóltir matvæla- fræðingur flytur ræðu. c. „Sjálfstæði landsins yrði naíniðeitt. . .”, dagskrá um inngönguna i Atlanzhafs- bandalagið 1949 og herkom- una 1951. d. Ragnar Árna- son stud ökon, flytur ræðu. e. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur flytur ræðu. Ennl'remur söngur i upphafi og endi samkomunnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Poppbornið. örn Peter- sen kynnir. 17.10 Lestur úr nýjum barna- bókum. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Þuriður Pálsdóttir sér um timann. 18.00 Létl lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Krcttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Frá lónleikum Sinfóniu- hljómsveitar islands i Há- skólabiói kvöldið áður. 21.25 Launsagnir miðalda Einar Pálsson flytur fyrsta erindi sitt af þremur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurlregnir. útvarps- sagan: „Strandið” eftir llannes Sigfússon Erlingur E. Halldórsson byrjar lestur sögunnar. 22.45 Danslög. 23.55 L'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 1. desember 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Land i mótun I Sjónvarpiö er að láta gera nokkrar stuttar myndir um náttúru lslands. Tvær þær fyrstu fjalla um hinar sifeildu breytingar, sem verða á yfirborði landsins af völdum veðra, vatns, elds og jökla. Dr. Sigurður Þórarinsson, prófessor, er ráðgjafi við gerð þessara mynda. 21.00 Fóstbræður. Brezkur sakamála- og gaman- myndaflokkur. Skógar- ferðin. Þýðandi Vilborg Sigurðardóttir. 21.50 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.