Tíminn - 10.12.1972, Side 3
W$gÍ!Í
fyrsta breiðskífa Náttúru
kemur út eftir helgina
Hljómsveitin Náttúra er um
þessar mundir að senda frá sér
sina fyrstu breiðskifu. Verður hún
leyst út næstkomandi mánudag
og kemur væntanlega i hljóm-
plötuverzlanir seinna sama dag
eða á þriðjudag. Alls eru 9 lög á
plötunni, öll samin af meðlimum
hljómsveitarinnar. Hafa þeir
einnig samið suma textana, en
flestir þeirra eru samdir af Albert
Aðalsteinssyni, rótara hljóm-
sveitarinnár Svanfriðar. Platan
ber heitð TÖfralykillinn (The
Magie Key), eftir samnefndu
lagi Karls Sighvatssonar.
Hljómsveitin boðaði frétta-
menn á sinn fund siðdegis á
fimmtudag i tilefni nýju
plötunnar. Eintak af henni hafði
þeim ekki borizt i hendur, en
plötuumslagið var til staðar. Er
það i svart/hvitu og túlkar heiti
plötunnar, en báðum megin á þvi
er mynd af lykli. i heild er það vel
unnið og allnýstárlegt, en Egill
Eðvarðsson annaðist hönnun þess
sem og plötumiða. Á baksiðu
umslagsins er auglýsingu frá
Sony-umboðinu hér i bæ, J.P.
Guðjónsson h.f. og kvaðst hljóm-
sveitin vilja færa þvi sérstakar
þakkir fyrir það framtak.
Viðstöddum gafst kostur á að
hlýða á nokkur lög hinnar nýju
plötu af segulbandi. Eins og áður
segir eru lögin niu og er
„spilatimi” plötunnar um 40
minútur. Auk The Magic Key,
sem Náttúrumenn segja að sé
„commercial” lag plötunnar, má
nefna t'onfusion.lag og texti eftir
Sigurð Ólafsson, bassaleikara
hljómsveitarinnar, eina lagið
eftir hann á plötunni, að likindum
það bezta,segir K. Sighvatsson.
Tigcr er tileinkað hundi, er lézt
fyrir fáum árum og var i eigu
söngkonunnarShadyOwens. Enn
má nefna Out af Thc Darkness og
(iethsemanc Garden. Eru textar
þeirra beggja eftir Ólaf
Garðarsson — K. Sighvatsson:
„Frábærir textar og óvenjulegir
að gerð.” Eins og framangreint
ber með sér eru allir textar
plötunnar á ensku.
Upptaka plötunnar hófst um
miðjan október og tók tiu daga.
Fór hún fram i Orange Studio i
London. Annaðist hljómsveitin
ein allan undirleik og útsetningar.
Geta má þess, að i sumum
lögunum leikur Karl Sighvatsson
á „galdratækið” Moog
Sv nthesiser. Náttúra gefur
plötuna út sjálf, og er heildar-
kostnaðurinn við gerð hennar yfir
hálfa miljón að sögn Karls.
Næstkomandi mánudag mun
Magnús Þórðarson kynna Töfra-
lykilinn og spjalla við Náttúru-
menn i þættinum Popphornið, en
hann hefst kl. 16.25.
Minna má á, að skipan hljóm-
sveitarinnar er þessi: Sigurður
Árnason, bassi, Karl Sighvatsson,
orgel, söngur Shady Ownes,
söngur, Ólafur Garðarsson,
trommur, Björgvin Gislason,
gitar. Rótari hr. Einar
Gunnarsson og umboðsmaður Á-
mundi Ámundason.
Stutt kynning af plötunni lofar
góðu, en fjallað verður nánar um
efni hennar hér siðar.
Kalli, olafur, Björgvin, Shady og Sigurður. Kalli: Maður verður lika að hugsa uin söluna, og
ini annað að ræða en liafa a.ni.k, eitt „coinniercial" lag á plötu,... (Tinianiynd: Itobert)
ÓSGEIR iRKOBSSOn
■■ytir ýi-ú'.-'r'* '
,., i, .
:•////,/,:///,W'/,,",.
"/'/ > ',/•''
■&■//&■■!•>/.■! .
■■■■■■ ■■
w/ffWff-ff/w**//.-;
A SVALKÖLDUM
SÆVI
UM BORÐI
SIGURÐI
HRAFNISTU
MENN II
Efni III. bindis:
. . . og þá hljóp á dauða
færið.
Þeir vita það fyrir
vestan.
Ótæmandi auðiuvi
í sjónum.
Það fiskast. ekki alltal
þótt róið sé.
Þar hefur gifta
fylgt nafni
. . . að gefast aldrei upp.
Sjómannabók í sérflokki
Bindin öll, I—III, sjálf-
sögð á hverju sjómanna
heimili.
Eldri sem syngri lesa
til ánægju og fróðleiks
frásagnir gamlii fólksins
Þar kennir margra gr;pra
Lifsreynslan er ótrúlega
fjölbreytt og cklci alltaf
mulið undir okkar
forfeður.
Svo er það Lási kokkur
sem krydd i alvöruna.
Bækur Jónasar um
sjóslys —- svaðilfarir og
hetjudáðir á sjó eru
orðnar sjö að tölu og
óþarft að kynna.
Hreysti og karlmennsku
þrek,
Fangaskipið,
Stórslys á Saxelfi,
Vitaskipið Elbe I ferst,
Örlaganóttin,
Hetjuleg orrusta.
Jólabækur Ægisútgáfunnar
AFBURÐAMENN
OG
ÖRLAGAVALDAR
Hér eru dregnar svip-
myndir um lif og störf
20 manna og kvenna sem
áttu mikinn þátt í mótun
nútíma veraldar.
Bókin er öðrum þræði
ósvikinn skemmtilestur
auk þess að vera fróðleiks
náma ef einhvern þessara
frumherja ber á góma.
Denise Robins er mcðal
metsöluhöfunda víða
um lönd.
Vinsældir hcnnar hér á
landi hafa aukist ár frá
ári og nú cr svo komið
að bækur hennar seljast
jafnan upp fyrir jól.
Þessi nýja bók veldur
væntanlega ekki von-
brigðum.
En spurningin er hverjir
ná í hana þar sem upp
lagið er takmarkað.
Karl tólfti,
Napoleon.
Hit.ler.
Þrjár stórkostlegustu
innrásir sögunnar.
Þeir ætluðu allir að taka
Rússland.
Hvernig væri umhorfs i
heiminum ef einhverjum
þeirra hefði tekizt það.
F'orvitnileg bók og
skemmtileg.
gerast hja rtazel. Allt
tjá og tundri og öllu
ægir saman.
Æðisgengnar orrustur
Herbúðalífið i ótal
myndum,
Bakkus og gleðikonur.
Ha/.el er mikilvirkasti
striðsbókahöfundur
m’jtímans.
TRÚLOFUNAR-
HRLNGAR —
aígreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land
HALLDOR
Skólavörðustíg 2
ÆVIÞÆTTIR TUTTUCU HfKllMEHNi
naani soguknar
Markgreiíkfrúin
í Teneyjum
mnmmm
oe