Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 5
TÍMINN
Sunmidagiii- 10. desember l!>72
Ingólfur Davíðsson
BORIÐ TIL DYRA!
„Hann Sölvi á Sandinum er
kominn til að stinga út úr fjárhús-
unum, þú átt að bera til dyra”.
Ekki var það tilhlökkunarefni, en
mér bar að hlýða og fór i
„molduxabúninginn”, sem ég
kallaði svo, en það var gamall
siður jakki af fullorðnum, oft not-
aður í moldarverk. Taðið var
orðið þykkt i fjárhúsunum og
sæmilega þurrt, þvi að ærnar
voru ekki enn farnar að ganga i
vorfjöruna, en þær bleyta rækalli
mikið undir sér af þaraáti á vorin.
Talið var, aö þær yrðu miklu
fremur tvilembdar eri ella, ef þær
gengju i fjöru. Sölvi var fljótur að
stinga taðhnausana, svo ég mátti
hafa mig allan við að bera þá td
dyra og út i taðhrUguna úti fyrir.
Ég hljóp með þá kófsveitturysv'o
að ekki safnaðist fyrir inni. Sölvi
sá, hvað mér leið. Hann tók sér
smáhvildir, kveikti i pipu sinni og
var þá hinn málreifasti, sagði
mér frá sjóferðum sinum og
viðureignum lslendinga við Norð-
menn á Siglufirði, en þar var
stundum róstusamt um sildveiði-
timann. Nú var kallað til hádegis-
verðar. Það var reykt hrefnukjöt,
rófnabúðingur, mjólkurgrautur
og slátur. Ég tók hraustlega til
matar, en gætti þess þó að borða
ekki of mikið. Hafði reynslu fyrir
Taðlilaði við fjárliús að lleykjum i Iljaltadal 19(10.
Hinir 3 stóru
Alistair
MacLean
Dularfull helför frægs kvik-
myndaleiðangurs til hinnar
hrikalegu Bjarnareyjar í
Norðurhöfum.
„Hæfni MacLean til að
skrifa æsispennandi sögur
fer sizt minnkandi.”
Western Mail
,,Afar hröð atburðarás, sem
nær hámarki á hinni hrika-
lequ og ógnvekjandi Bjarn-
arey.”
Morning Post
„Það jafnast enginn á við
MacLean í að skapa hraða
atburðarás og hrollvekjandi
spennu. Bjarnarey er æsi-
spennandi frá upphafi til
enda.“
Northern Evening Dispatch
Hammond
Innes
1NNES
i KAFBÁTA
TTTMI:1l;i:i
%
Þessi hörkuspennandi bók
fjallar um dularfulla atburði
sem gerast á Cornwallskaga
í byrjun stríðsins.
„Hammond Innes er fremst-
ur nútímahöfunda, sem rita
spennandi og hrollvekjandi
skáldsögur."
Sunday Pictorial
„Hammond Innes á sér eng-
an líka nú á timum í að
semja ævintýralegar og
spennandi skáldsögur."
Tatler
„Hammond Innes er einhver
færasti og fremsti sögumað-
ur, sem nú er uppi.“
Daily Mail
JamesHadley
Chase
James Hadley
Chase
HEFNDAR
LEIT
Hefndarleit er fyrsta bókin,
sem kemur út á islenzku
eftir hinn frábæra brezka
metsöluhöfund James Had-
ley Chase. Bækur þessa
höfundar hafa selzt i risa-
upplögum um allan heim, og
er þess að vænta að vin-
sældir hans hér á landi
verði ekki siðri en erlendis.
„Konungur allra æsisagna-
höfunda."
Cape Times
„Chase er einn hinna fáu
æsisagnahöfunda, sem allt-
af eiga gott svar við spurn-
ingunni: Hvað gerist næst?
Hann er óumdeilanlega einn
mesti frásagnarsnillingur
okkar tíma."
La Revue De Paris
3 öruqgar
metsölubcekur
ÐUNN, Skeggjagötu 1
þvi, að þá var erfitt að beygja sig
stöðugt niður eftir hnausunum!
Sölvi gekk á undan til fiárhús-
anna. hár vexti, teinréttur og
virðulegur með mikið alskegg
Leit ég vitanlega mjög upp til
hans, hálfvaxinn strákurinn.
Taðið var aðallega mold til
áburðar á tún og i garða Það var
malað i taðkvörn á vorin og
mylsnunni siðan ausið úr trogum
á túnið, skvettu sumar kaupa-
konurnar anzi laglega úr trogi!
Taðkvörnin var mikil framlör i
vinnubrögðum og létti ávinnsluna
stórkostlega. Áður en hún kom til
sögunnar. var áburðinum dreift
ómöluðum og hann siðan barinn
niður i grasrótina með kláru, en
það var bæði erfitt verk og sein-
legt. Kláran var að hverfa á
bernskuárum minum, en þó sá ég
hana litillega notaða. Taðkvarnir
sjást enn, þvi að sumir garð-
yrkjumenn mala i þeim. t.d. til
áburðar i reiti sina og telja góða
aðlerð. Löngum var talsvert af
sauðataði notað til eldiviðar.
Þegar stungið var út, var farið
varlega með hnausana, sem nota
átti til brennslu, svo að þeir
héldust heilir og molnuðu ekki.
Þegar þornaði um á vorin.voru
taðhnausarnir bornir i fanginu
eða ekið i hjólbörum út á vallar-
blett við fjárhúsin. Siðan voru
hnausarnir klolnir með spaða i
hælilega þykkar flögur, sem var
raðað hlið við hlið á völlinn, sem
þá leit út eins og tiglagólf (sjá
mynd). Þegar flögurnar höfðu
þornað talsvert var þeim hreykt,
þ.e. lagðar saman að olan, svo
þær mynduðu ris.og gerðar ris-
lengjur. Gat þá blásið vel i
flögurnar til þerris. Sæmilega
þurrum var siðan flögunum
iilaðið saman i taðhlaða, talsvert
háa og mikla um sig, miklu st;erri
en svarðarhrauka. Taðhlaðarnir
voru olt þaktir með reiðingstorfi
að ofan til skýlis gegn regni og
torlið grjótborið. Það spratt mjög
undan taðflögunum, ef þær lágu
hæfilega lengi á vellinum. Var
þar sumstaðar mikil fililblaðka
innan um grasið. Sú laða þurfli
mikinn þurrk , en var talin
kjarngolt fóður og steinefnarikt.
Taðið er ekki eins eldfimt og
svörður, en miklum mun hita-
meiri. Þótti lað m.jög góður eldi-
viður i gömlu hlóðirnar og elda-
vélarnar. Kveikt var upp með
svarðarflögu eða spreki og hert á
eldinum með íisifjöl. Ég man,
þegar eldur var falinn i hlóðum að
kveldi og skyldi lifa til morguns.
Taðflaga og siðan aska var látin
olan á glæðurnar og þurfti lag til.
Glóðarbakað flalbrauð og polt-
brauð cr hunangsmatur, en tals-
vert er aðferðin fyrirhafnarsöm,
og olt var talsverð reykingar-
svæla i gömlu eldhúsunum, þcgar
taði og sverði var brennt. Það var
gott lyrir hangikjötið i eldhiis-
rjáfrinu, en miður þægilegt elda-
buskunum. Taði hefur sennilega
verið brennt allt frá landnámstið
og notkunin farið vaxandi, er
skógar tóku að eyðast. Þegar
skógarvið skorti til eldiviðar,
kom svörður og tað lengi i stað-
inn. Siðar komu kolin, olian og
rafmagnið. Nú er tað helzt notað i
reykhúsum til að gefa hangikjöli
þægilegan keim. Hefur sums
staðar verið ofurlitill „tað-
búskapur” á stöku bæ af þeim
ástæðum. Á sumrin sendu hús-
freyjur oft börn og unglinga að
sækja tað i eldinn. En stóru,
grjóthörðu taðflögurnar fóru illa i
poka — og illa á bakinu. Ekki er
taði lengur brennt að neinum mun
á islandi. öðruvisi er þvi farið
allviða suður og austur i löndum
Asiu og Afriku. Þar er tað sums
staðar algengur eldiviður úti á
landsbyggðinni og brennt sauða-
taði, kliningi og úlfaldataði enn
þann dag i dag. Taö er mjög
góður áburður, og mætti m.a.
auka notkun malaðs sauðataðs i
garða og reiti. önnur myndin
sýnir taðflögur breiddar til þerris
og taðhlaða á Skútustöðum við
Mývatn 7. júli 1935, en hin sýnir
torfþakinn og grjótborinn tað-
hlaða við fjárhús á Reykjum i
Hjaltadal 1. ágúst 1960.
Auglýsitf
i
Tímanum
Gudmundur
DanieKSvSon
Einhver sérkennilegasta og
djarfasta skáldsaga Guömundar
Daníelssonar. Þetta er 30. bókin,
sem hann skrifar og tvímælalaust
ein hin merkasta.
Umdeilt stórvirki úr hendi þessa
afkastamikla rithöfundar.
Bók, sem á erindi til allra lesenda
góðra bókmennta.
bókaskrá
ísafoldar
Skrá yfir allar jólabækurnar á
einum stað. Forðizt ys og þys
á síðustu stundu, veljið bækurnar
í ró og næði heima.
Skóla-
dagar
Stefán Jónsson
Annað bindið í heildarútgáfu
isafoldar á bókum Stefáns
Jónssonar. Bókin er beint
framhald af Vinum vorsins,
sögunni af Skúla Bjartmer, sem Jj
nú flytur í nýtt umhverfi í 5
Reykjavík.
ISAFOLD