Tíminn - 10.12.1972, Qupperneq 7
Sunnudagur 1». dcsember 11172
TÍMINN
7
annaðist námskeið. Við vitum
ofurvel. að það er mörg hög
höndin úti um byggðir landsins,
en hitt er jafnvist, að sumt af þvi
fólki vantar aðstoð og leið-
beiningar til þess.að handavinna
þess geti orðið söluhæf vara. En
viða er þetta áreiðanleg ekki
nema litill herzlumunur, sem
vantar.
— En eru enn einhverjar sveita-
konur, sem blátt áfram mega
vera að þessu, svona mitt i ann-
rikinu og mannfæðinni?
— Já, já. bað gefast stundir, þótt
auðvitað séu þær ekki jafn-
margar eða langar hjá öllum.
Þess vegna er það lika mjög mis-
jafnt, hve mikið konur framleiða.
En hitt er öllum konum sameigin-
legt að vilja hafa eitthvað handa á
milli, þegar fristundir gefast frá
nauðsynlegustu daglegum störf-
um.
— Hafið þið ekki með höndum
einhverja kynningu á starfsemi
ykkar — i rituðu máli?
— Jú. Ársrit félagsins, Hugur og
hönd, byrjaði að koma út árið
1966. Þvi er ætlað að veita tilsögn
og leiðbeiningar, en auk þess að
varðveita ýmsan gamlan fróð-
leik.
— Ársrit félagsins, segirðu. Er
talsvert lif i Heimilisiðnaðar-
félaginu ennþá, eftir svo langa
ævi?
— Já, ég er nú hrædd um það! bú
getur nú séð verzlanirnar tvær,
sem félagiö rekur, þær bera ekki
vott um neina stöðnun. En annars
er þetta eingöngu áhugamanna-
félag og reyndar ekki fjölmennt,
fremur en venja er um slikan
félagsskap. Það hefur eitthvað
um tvö hundruð manns innan
sinna vébanda.
— Þú sagðir þarna áðan, að þið
væruð i sambandi við konur jafnt
og karla úti á landsbyggðinni.
Fáið þið lika gripi frá karlþjóð-
inni?
— Já, sem betur fer. Flestum er
tamt að hugsa einkum til kvenn-
anna, þegar heimilisiðnað ber á
góma, en hinu má ekki gleyma,
að þeir eru engu siður hagir en
þær, þegar þeir vilja það við hafa.
Þú sérð smjöröskjurnar þarna.
Þær eru smiðaðar af Pétri Jónas-
syni á Sauðárkróki. Hann er einn
af þessum miklu hagleiksmönn-
um. Það er hrein unun að virða
fyrir sér handbragðið hans. Svo
erum við i sambandi við einn
ágætan mann hér uppi i Borgar-
firði. Hann fléttar fyrir okkur
belti og smiðar spennurnar úr
horni. Þetta er tizkuvara hjá
ungu stúlkunum hér i bænum og
nýtur geysilegra vinsælda.
— Hver er hann, þessi ágæti
Borgfirðingur?
— Hann heitir Eirikur Þorsteins-
son og á heima á Glitstöðum.
Ullarvörurnar
okkar eru afar
vinsælar...
— Nú eruð þið að sönnu ekki með
raunverulega minjagripaverzlun
hér, en er ekki samt mikið
verzlað við ykkur af útlend-
ingum?
— Jú. Erlendir ferðamenn koma
hér mjög mikið. En það er rétt:
minjagripaverzlun viljum við
ekki heita. Þetta, sem hér er, er
unnið af tslendingum, og við
viljum.að íslendingar njóti þess
fyrst og fremst. En auðvitað
seljum hverjum sem hingað
kemur, og það eru ekki neinar
ýkjur, sem ég sagði áðan, að út-
lendingar koma hér mjög mikið.
Einkum eru þeir hrifnir af
islenzku ullarvörunum, enda er
það vist orðið heldur fágætt að
rekast á handunnar ullarvörur, til
dæmis peysur eins og þær, sem
við höfum á boðstólum. Og svo
eru það nú sauðalitirnir okkar.
Það eru ekki nema fá lönd i ver-
öldinni, sem geta státað af eins
mörgum sauðalitum og við. Auk
þess er svo handofinn tizku-
fatnaður sjaldgæfur og ákaflega
eftirsóttur. bæði af islenzkum og
erlendum konum.
— Hvar er þetta ofið?
— Það er mest ofið hjá Guðrúnu
Vigfúsdóttur á tsafirði, en hún
rekur þar litla vefnaðarstofu.
Þaðan koma alltaf íramúr-
skarandi fallegar vörur.
— Hvað vinnur margt fólk hjá
ykkur að staðaldri i þessum
tveim búðum?
— t báðum verzlununum til
samans vinna rétt um tuttugu
manns að staðaldri. En auðvitað
kemur nýtt fólk inn á sumrin i
sambandi við sumarfriin og svo
Litið i glugga verzlunarinnar að Hafnarstræti 3.
! Framkvæmdastjórastarf |
við Fóðuriðjuna hf., Lindarholti, Saurbæ,
J Dalasýslu er laust til umsóknar.
Umsóknir óskast sendar fyrir 31. desember til hr. Árna
Jónssonar landnámsstjóra, Keykjavik, sem gefur nánari
upplýsingar.
Stjórn Fóðuriðjunnar hf.
L..........................j
aftur um jól. þá þurfum við alltaf
að bæta við.
Ég hef gaman af að láta þess
getið, að hér i Hafnarstrætinu
erum við með norræna deild. Hún
samanstendur eingöngu af
heimilisiðnaði frá hinum Norður-
löndunum og er algerlega
fráskilin okkar islenzka varningi.
Það hafa verið dálitið skiptar
skoöanir um réttmæti þessarar
deildar, en min skoðun er sú, að
við höfum gott af þvi að sjá, hvað
aðrir eru að gera á þessu sviði, og
hvernig þeir gera það. Þeir hafa
að visu úr aH öðru efni að vinna,
samanber allar þær mörgu
trjátegundir, sem þeir geta valið
úr, en ég held.að okkur sé hollt að
kynnast verkum þeirra.
Viöhorf unga
fólksins er
ánægjulegast....
— Nú þarf ekki annað en að sjá
þessar tvær verzlanir ykkar til
þess að sannfærast um vöxt og
viðgang fyrirtækisins. En finnst
þér ekki andinn til þessarar starf-
semi hafa breytzt?
— Jú, hann hefur tekið alveg
gifurlegum breytingum. Og það,
sem mér finnst ánægjulegast.er,
að unga fólkið ber miklu meiri
virðingu fyrir þessum hlutum en
við gerðum, þegar við vorum á
svipuðum aldri. Það er lika vax-
andi virðing fyrir handverkinu
sem sliku — almennt.
— bað þarf þá auðvitað ekki að
spyrja að þvi, hvort þú hefur ekki
trú á framtið og viðgangi
þessarar starfsemi?
— Jú. Sannarlega hef ég mikla
trú á þvi.að þetta eigi framtið
Aðalfundur
Stangaveiðifélags
Reykjavíkur svrR
verður haldinn i Súlnasal Hótel Sögu,
sunnudaginn 17. desember nk., kl. 13.30.
Venjuleg aðall'undarslörf.
Tillaga .1 akolis llafstcin og Stefáns Guðjohnsens til laga-
hrevtinga.
Stjórnin.
Ilér er unga kynslóðin að læra haudtök afa og ömmu. Kinu sinni þóttuþað nú nieðniæli að vera góður
vel'ari — og skartaði jafnt á körlum og konum. Timamynd: GK
fyrir sér. Ég held, að það hafi
meira að segja aldrei verið meiri
þörf en einmitt nú að hlúa að
þeirri hneigð fólks að vinna i
höndum. Eftir þvi sem fristund-
um fjölgar, verður brýnna að
fólk kunni með þær að fara. Og
þeim er vel varið i einhverri slikri
sköpun. —VS
Áttþúhlutí
banka?
Samvinnubankinn hefur ákveðið:
að auka hlutafc bankans úr tæpum 16 miilj. króna
í allt að 100 milljónir,
að bjóða öllum samvinnumönnum að gerast hluthafar,
að gefa þér þannig kost á að gerast virkur
þátttakandi í starfsemi bankans.
Hlutafjárútboðið er hatlð á 10 ára afmæli bankans.
Hlutabréfin eru að nafnvcrði 5 þús., 10 þús.
og 100 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift, en
afgangurinn innan árs.
Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum,
útibúum hans og í kaupfélögunum um land allt.
Hér er tækifæri til að eignast hlut í banka.
Viit þú vera með?
SAMVINNUBANKINN
BANKASTRÆTI 7, RVÍK. SÍMI: 20700