Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Siiiiiuidagui' 10. desember I!I72
TÍMINN
13
VOLK MANNSINS
í LÍFSGILDA-
SPRENGINGUNNI
(iubmundur Daníelsson:
IAKMU.OMID
Úlgef'andi isafoldarprcnlsmiAja.
Dað dylst varla sæmilegum les-
anda þessarar nýju skáldsögu
Guðmundar Danielssonar, aö
hann ætlar henni veigamikiö hlut-
verk — ekkert minna en vera
þverskuröarstál islenzks þjóðlffs
siöustu þrjá áratugina. t bókar-
kynningu er það haft eftir.höfundi,
aö Járnblómið sé „skáldsaga um
velferöarrkiö og trúna”. t>að má
aö visu til sanns vegar færa, en er
hvergi nærri tæmandi skil-
greining. Fang sögunnar er miklu
stærra og teygjanlegra, og ef til
vill er það meginannmarki
hennarsem skáldverks: Uenni er
ekki markaður nógu skýr
hringur, ekki valið og hafnaö meö
nægilegri skarpskyggni á megin-
markmiö. Frásagnarfjörið er of
lausbeizlað til þess, og dálæti á
þvi ol' mikið. Sagan er eins og
gæðingur, sem ekki er fyllilega
laminn til gangs. Guðmundur er
og hel'ur jal'nan verið tilþrifa-
mikill skelliriddari á skáldreið
sinni, en ekki nostursamur gang-
þjálfari. Maðurinn og mannseðliö
hefur ætið verið sögefni Guð-
mundar. Hann heíur verið mann-
lifs- og mannfélagsskáld,en ekki
þjóðfélagsskáld. Manneskjan i
tiltölulega frjálsri mótun fá-
mennissamskipta hefur verið
söguhetja hans. Ilinn Irjói sögu-
still Guðmundar hæfir vel á
óraviðum slétlum manneðlisins,
og næmleiki hans á þúsundþa'tt
tilbrigði mannlegra viðbragða er
aðdáunarverður. llann er alltaf
að lýsa manneskjunni — og henni
einni. En i þjóðfélagsskáldsögu,
ekki sizt sögu, sem er ætlað að
vera þverskurðarstál þjóðfélags-
byltingar, og á einnig að leiða
lram skýringu á umturnun mann-
lifsgilda, má ekki horfa á mann-
inn — leiksoppinn — einan, heldur
verður að byggja á fjórum horn-
steinum, sem þunginn hvilir jafnt
á, — manninum, gömlu gild-
unum, byltingunni og þvi sem úr
henni ris eða mótar fyrir. Þennan
stóra stakk ætlar Guðmundur
augsýnilega sögu sinni, en 'hann
er samt allur i manninum sem
fyrr, og auðvitað er sá þáttur
mikilvægastur, en hann er ekki
spunninn með nógu harðfylgnu
vali eða samræmi við hinar horn-
stoðirnar til þess að náist það
jafnvægi, sem eitt getur full-
komnað hið stóra ætlunarverk.
Það er lika að minum dómi vill-
andi að tala um Járnblómið sem
„skáldsögu um velferðarrikið og
trúna”. Þelta er miklu fremur
saga um afdrif eða volk mannsins
i lifsgildasprengingunni, gu 11 -
æðinu, undanfara eða elnivið þess
„velferðarrikis”, sem menn eru
að bisa við og eygist ef til vill i
fálmandi tilraunum undir sögu-
lok, sem gjöf til nýrra kynslóða.
Fn þetta er ekki saga um örlög
mannsins i eiginlegu velferðar-
riki.
Sagan hefst þegar siðari heims-
styrjöldin flæðir yfir landsfólkið,
og hún kemur ekki aðeins i mynd
striðsins, Það er sjálft Bolafljót
heimsins, sem þar er á ferðinni.
Sterkasti þáttur sögunnar er
skýrsla um það, hvernig menn
bregðast við, eftir eðliskostum og
rótfestu. Sumir reyna að ná. landi
með þvi að synda með straumn-
um, aðrir reyna að standa hann af
sér, og enn aðrir berast með
honum sem reköld. En jafnvel
þeir, sem berast fyrir straumn-
um, týna ekki með öllu sjálfum
sér, og þegar flóðið sjatnar, er
maðurinn enn sjálfum sér likur,
trúr eðliskostum sinum, og bregzt
við eins og hann hefur náttúru til.
Einum þræði er sagan svo áköf
leit að nýju lifslandi, þótt sá
þáttur sé raunar engan veginn
eins sterkur og birzt hefur i lifi
æskunnar sjálfrar hin siöari ár,
og sagan birtir sterkari ályktanir
um afhroð þeirrar leitar en rétt-
mætt er að draga af framvind-
unni enn.
Undir sögulok, þegar dregur úr
meginhlaupi striðsins og heims-
fljótsins, efnir höfundur til út-
tektar á þvi, sem gerzt hefur, og
er það brugðið á keimlikt ráð og i
Kristnihaldi undir Jökli, þótti
ekki sé um beina eftirlikingu að
ræða. Þessi saga á sinn Umba,
sem er erlendur lifsskoðari og
nefnist Brúsi frá Lóni, og honum
flytja fulltrúarnir skýrslu sina.
En jafnframt verður ljóst, að slik
hlutlæg gagnasöfnun um lifsgild-
in er vonlaust, verk, þvi að hver
og einn lifandi maður hlýtur að
ánetjast og verða hluti af þvi lifs-
samfélagi, sem hann ætlaöi
aðeins að horfa á. Unga konan,
leitandi, rótslitna kynslóðin,
segir:
„Hvað er ég, Brúsi? Einu sinni
trúði ég þvi, að ég væri prinsessa
úr Austurlöndum, dáin fyrir mörg
hundruð árum, fædd aftur á
þessum stað, inni i miðjum kál-
garðinum, sem hér var einu sinni
kringum húsið. Nú veit ég ekki
lengur hverju ég trúi, eða hvort
ég trúi nokkru. Eg er kannski um-
myndað tunglskin — storknað og
kalt ljós næturinnar á himni og
eiginlega ekki til..Það er ekki
auðvelt að syrgja, ef maður hefur
ekki fyrst elskað. Ég er að reyna
að snúa þessu við núna: Fyrst að
syrgja piltinn minn, þangað til
sorgin umbrevtist i ást....”
Og skýring Brúsa er hrein og
klár:
„Eftir þvi sem ég kemst næst,
ertu það sama og þúsundir
ungmenna um öll vestræn lönd:
svöng sál i leit að nýjum lifs-
gildum, af þvi að búið er að eyði-
leggja þau gömlu".
Járnblómið var sett á turn
kirkjunnar i Brimveri i nafni
fölskvalausrar, mannlegrar til-
finningar i heitu brjósti. Krossinn
kom í stað þess i krafti sýndar og
uppgerðar, tákn ástar, sem aldrei
hafði verið til. Og þótt járnblómið
sé komið á byggðasafn i Hlaðbæ
heldur mannlifið áfram i tákni
þess, þegar fólk finnur sjálft sig á
ný. Sögunni er lokað með orðum
séra Gils i bréfi til Brúsa:
„Krossinn á Brimverskirkju er
ekki annað en verðlaust pjátur,
sem fátæk og heimsk hópsálin
hefur hengt um hálsinn á sér og
telur sér trú um að sé gull. Aftur á
móti var járnblómið ósvikið. Það,
sem þú eitt sinn gerir af allri sálu
þinni og innsta grunni hjartans,
það stendur. Eftir allt saman er
það járnblómið, sem stendur”.
Og enn er Guðmundur sjálfum
sér trúr — það er maðurinn, sem
er gullið — eða sorinn — þrátt
fyrir allt.
Þótt varla sé hægt að fullyrða,
að Guðmundi Danielssyni hafi
tekizt að skila fullkominni
byggingu á þeim grunni, sem
hann lagði sögu sinni, er Járn-
blómið á margan hátt stórbrotið
skáldverk og mikilvægt framlag i
úttekt þessa örlagarika tima-
skeiðs. Höfundur gerir ekki kröfu
til þess að sagan veiti neitt
fullnaðarsvar. Þótt tákn sögu-
fólksins séu járnblóm og kross, er
tákn höfundarins spurningar-
merkið.
Þessi saga er þvi kannski fyrst
og fremst heimildasöfnun, mikil
og margvisleg, án mats á þvi,
hvort allar þær heimildir eru gild
málsskjöl i úttektinni, sem Brúsi
ætlaði að gera, eða aðrir hyggja
að sagan ætti að vera. Og ef til vill
hefði Guðmundur ekki átt að
marka sögunni þennan farveg,
sem veldur þvi, að lesandinn
væntir svara — svara, sem
honum finnst hann hafa verið
svikinn um. En liklega eru það
dýpstu rök sögunnar, og það sem
höfundur vill segja fyrst og siðast
og sýna skýrastf' að það sé óðs
manns æði að ætla að skilja og
skýra með einstökum mannlifs-
dæmum og lögmálum orsaka og
afleiðinga áhrif þeirrar deiglu,
sem við höfum verið i.
Auðvitað er ekki að spyrja að
þvi, að þessi saga er rituð af
þeirra tilþrifamiklu sögugleði,
sem aldrei fölskvast hjá
Guðmundi, og manni virðist
stundum taka af honum tauminn.
Viö þekkjum umhverfið, lífs-
amstrið og fólkið. Sumir munu
meira að segja telja, að þeir
þekki sögufólkið og lifsdæmi þess
bæði i sjón og raun, og þykir lik-
lega einhvepum nóg um. En þetta
er að verða svo viðtekinn
háttur skáldsagnahöfunda,
að menn ættu ekki að kippa sér
upp við það, jafnvel þótt þeir sjái
þar svip af sjálfum sér. Sögu-
fólkið er raunar aðeins tákn eins
og járnblómið og krossinn. En
sagan verður sannari og áhrifa-
sterkarj. þegar sögupersónur eru
lesendum samferðafólk með holdi
og blóði.
Og auðvitað hefur Guðmundur
Danielsson ritað bráðskemmti-
legu sögu, fulla af fersku lifi hins
sundurleita fólks, brugðið upp
kimilegum myndum, sýnt okkur
ógleymaniegar persónur, leitt
okkur jafnt á markaðstorg
s ý n d a r m e n n s k u n n a r og
hégómans sem i innstu vé sann-
gildra tilfinninga og manns-
lundar.
Bókin er rituð á þróttmiklu og
lifandi máli, en það má helzt að
henni finna,að handahófs gæti, og
höfundar hefði átt að sverfa
betur, meitla meira, vera kröfu-
harðari og ætla hverri málsgrein
meiri tima. Prentvillur eru of
margar og málhnökrar minna
allt of viða á hroðvirkni. Svo stór-
brotin saga sem Járnblómið er,
átti rélt á miklu meiri umönnun,
meiri alúð og vinnu höfundar
sins. Manni finnst,að Guðmundur
hefði þurft að skrifa hana einu
sinni eða tvisvar enn. En liklega
eru honum ekki slik vinnubrögð
lagin. —AK
Elzta áheitið, sem
menn minnast —
Það bar á góma i sumar, að
sá siður væri til að heita á
Hallvarð Hallsson, sem forð-
um bjó i Skjaldabjarnarvik og
er þar grafinn i túni, þar eð
hann kærði sig ekki um leg
„hjá Árnes-Gvendi" i kirkju-
garði sóknarinnar. Þess var
þá jafnframt getið, að alllangt
myndisiðan þessi áheit hófust.
elzta áheitið, sem blaðið hefur
komizt á snoðir um, var gert
fyrir réttum sextiu árum. Þá
bjuggu i Skjaldabjarnarvik
ung hjón. Öli G. Halldórsson
og Valgerður Guðnadóttir og
var Valgerður vanfær.
t Árneshreppi var ung ljós-
móðir. er hafði nýlokið námi.
Guðrún Þorláksdóttir að
nafni. og mun hún hafa kviðið
þvi okkuð að taka á móti barni
á afskekktum stað, þar sem
engrar hjálpar var að vænta,
ef út af bæri. Varð henni það
fyrir að heita á Hallvarð
karlinn. sem i túninu hafði
lengi legið. Hann hafði verið
talinn kunna nokkuð fyrir sér.
Hvort þessa hafa þá verið
einhver fordæmi. eða Guðrún
hefur fyrst orðið til slikra
áheita. vita þeir ekki. er blaðið
hefur leitað til. En barnið
fæddist :i. desember 1912, og
reiddi báðum vel af, móður og
afkvæmi. Barnið er fæddist
þennan dag i Skjaldabjarnar-
vik við vernd og tilsjón Hall-
varðs var Friðgeir Ólason
læknir. sem fórst hér i Faxa-
flóa á heimleiö frá Ameriku,
ásamt mörgum öðrum. er
þýzkur kafbátur sökkti einu af
skipum Eimskipafélagsins.
Guðrún Þorláksdóttir ljós-
móðir. sem áheitið gerði. fór
seinna til Vesturheims, og
hefur verið á lifi til skamms
tima að minnsta kosti.
Sunnudagur 10. desember 19
ÍSLENZKUR IÐNAÐUR A
MIKLA MÖGULEIKA EF
HONUM ERU BÚIN RÉTT
SKILYRÐI TIL VAXTAR
Gunnar .1. Friðriksson. formaður Kélags islcnzkra iðnrekenda. i vcrksiiiiðju sinni Frigg.
Timinn hefur snúið sér til
Gunnars J. Friðrikssonar, for-
manns Félags islenzkra iðnrek-
enda, og beðið hann að skýra frá
stöðu islenzks iðnaðar um þessar
mundir og framtiðarhorfum i
iðnaðarframleiðslu. F"er viðtalið
við Gunnar hér á eftir.
— Nú á atvinnurekstur i landinu
við nokkurn vanda að striða,
Gunnar. Hvernig er ástandið i
iðnaðinum?
— Ástandið er ekki gott. Veruleg
framleiðsluaukning hefur að visu
orðið i iðnaðinum á undanförnum
árum. Á árinu 1969 nam fram-
leiðsluaukningin 9%. 1970 varð
hún 17%. Hún varð 13-15% i fyrra
og á öörum ársfjórðungi 1972
varð hún 10-12% miðað við sama
ársfjórðung i fyrra.
Mikil framleiðsluaukning
Á árinu 1971 náði aukning fram-
leiðslunnar til flestra greina
iðnaðarins, en þó varð hún mest i
útflutningsgreinunum.
Afkoma iðnaðarins batnaði á
árunum 1969 og 1970,en versnaði á
árinu 1971. Þannig var hagnaður
eftir skatt skv. útreikningum
Framkvæmdastofnunarinnar 86
milljónir kr. 1968, 147 m. kr. 1969,
305 m. kr. 1970 og 207 m. kr. 1971.
Umskiptin i afkomu iðnaðarins
i fyrra urðu um og eftir mitt ár,
þegar gengisbreytingarnar
erlendis tóku að valda verulegum
kostnaðarhækkunum. Vegna
mikillar aukningar framleiðsl-
unnar er afkoman 1971 miklu
verri en hagnaðartölurnar, sem
ég nefndi áðan, gefa til kynna við
fyrstu sýn.
Versnandi staða
Framkvæmdastofnunin hefur
reynt að áætla afkomu iðnaðarins
á þessu ári.og bendir flest til þess,
að hún versni að mun frá i fyrra.
Þar vega þyngst á metunum
kostnaðarhækkanir, 26% launa-
hækkun skv. taxta frá 1. október i
fyrra, vinnutimastyttingin um
10% auk launaskriðs, sem telja
má vist, að fylgi þenslunni á
vinnumarkaðnum, þá hefur
iðnaðurinn búið um langa hrið við
ströng verðlagsákvæði. Nærri
lætur.að launahækkanirnar einar
hafi á þessu timabili valdið 13%
hækkun framleiðslukostnaðar i
islenzkum iðnaði. Ennfremur
hafa komið til hækkanir á hrá-
:efnum, svo sem ull 52,8%, og
gærum, 13%, og einnig á allri
aðkeyptri þjónustu. Ekki liggja
fyrir nákvæmar upplýsingar um
hækkanir á erlendum hráefnum,
en mjög varlega áætlað eru þær á
milli 5 og 10%.
Miðaö við óbreytt ástand virðist
hallarekstur þvi miður óum-
flýjanlegur i flestum greinum
iðnaðarins á næsta ári. Nauðsyn
ráðstafana i efnahagsmálum er
þvi ekki dregin i efa af iðnrekend-
um.
Með tilliti til versnandi afkomu
1971 og 1972 og afkomuhorfanna
nú, má ljóst vera,að útflutnings-
tilraununum, sem unnið hefur
verið að sleitulaust á undan-
förnum árum með verulegum
árangri.er stefnt i voða.
Stórfelld aukning
útflutnings
— Hvernig hafa þessar tilraunir
til að auka útflutning islenzkra
iðnaðarvara gengið?
— Árangurinn af þessari viðleitni
til að auka útflutning á islenzkum
iðnaðarvörum er mjög ánægju-
legur. Útflutningur á iðnaðar-
vörum jókst um 48% 1970 og
41.3% 1971 og á fyrstu 7 mánuðum
þessa árs jókst hann um 71%.
Á bak við þennan árangur, sem
náðst hefur, liggur bæði mikil
vinna og fjármagn, þvi að vinna
markað erlendis fyrir áður
óþekktar vörur kostar mikið
átak. Ef nú af einhverjum
ástæðum svo sem vegna of hás
verðs, þ.e. of mikillar verð-
hækkunar vörunnar, verður að
draga þessar vörur út af þessum
mörkuðum, væri allt þetta starf i
markaðsöflun fyrir islenzkar
iðnaðarvörur unnið fyrir gýg, þvi
að þótt betri aðstæður sköpuðust
siðar, segjum eftir t.d. 2-3 ár,
þyrfti meira og minna að byrja
upp á nýtt á byrjuninni með öllum
þeim gifurlega mikla kostnaði
og fyrirhöfn, sem þvi fylgir. Það
er þvi mikið i húfi, að takast megi
að verja iðnaðinn áföllum á næsta
ári. Það er lifsnauðsynlegt, að
þessum iðnaði sé á hverjum tima
sköpuð þau skilyrði, að til sam-
dráttar þurfi ekki að koma.
Fyrstu sporin
Sá árangur, sem náðst hefur i
útflutningi islenzkra iðnaðar-
vara, er að minum dómi aðeins
brautryðjendastarf eða fyrstu
skrefin. Gegnum það starf hafa
þeir, sem að þvi hafa unnið,
öðlazt ómetanlega reynslu, en
þess má geta, að fram að þvi að
þetta starf hófst með skipulegum
hætti, gat varla heitið,að til væru
menn hér á landi með alhliða
reynslu i útflutningi iðnaðarvara
svo gjörólikur, sem slikur útflutn-
ingur er útflutningi landbúnaðar-
og sjávarafurða. Það er þvi full
ástæða til að ætla,að við hagstæð
skilyrði mundi útflutningur á
islenzkum iðnaðarvörum vaxa ár
frá ári og verða æði fjölbreyti-
legur þar sem haldast myndi i
hendur reynsla þeirra, sem vinna
að útflutningi, og framleiðenda,
sem framleiða iðnaðarvörur, sem
hæfar eru til útflutnings og auk
þess sem aukin framleiðsla til út-
flutnings hefur undantekningar-
laust skapað möguleika til að
auka afköst og framleiðni.
Síaukin erlend samkeppni
Þótt mér hafi nú orðið tiðrætt
um útflutning á iðnaðarvörum er
fjöldi iðngreina hér á landi, sem
keppir á innlendum markaði við
hliðstæða vöru erlenda án þess að
njóta nokkurrar tollverndar, og
má segja, að þessar greinar séu
algerlega i sama báti og iðn-
greinar, sem flytja vörur úr
landi, hvað snertir það að bera
uppi aukinn framleiðslukostnað.
Ég vil i þessu sambandi nefna
skipasmiðar, veiðarfærafram-
leiðslu og umbúðaframleiðslu.
Þetta eru allt mjög stórar iðn-
greinar á okkar mælikvarða og
hafa hundruð manna I vinnu.
Auk þess stendur iðnaðurinn nú
lrammi íyrir siaukinni erlendri
samkeppni með sáralitilli eða
mjög dvinandi tollvernd. 1 sam-
bandi við þann iðnað finnst mér
rétt að benda á það, þegar talað
er um tollvernd, að vegna verð-
stöðvunarinnar allt frá árinu 1970
hefur iðnaðurinn i sáralitlum
mæli fengið aðstöðu til að njóta
þessarar tollverndar, sem að eftir
er og ætluð var til þess að byggja
fyrirtækin upp, áður en allir
verndartollar verða afnumdir i
samræmi við ákvæði EFTA-
samningsins ,en nú er aðeins ár
þar til næsta tollalækkun sam-
kvæmt þeim samningi tekur gildi
eða 1. jan. 1974,en þá hefur hún
lækkað um 40% frá þvi ísland
gerðist aðili að EFTA.
Ekki má mismuna
iðnaðargreinum
— En hvað um þær efnahagsráð-
stafanir, sem rikisstjórnin hefur
nú i undirbúningi?
— I sambandi við það mál vil ég
leggja áherzlu á tvö meginatriði.
t fyrsta lagi, að iðnaðinum verði
ekki mismunað og liann hljóti
hliðstæða lyrirgreiðslu við aðra
atvinnuvegi og i öðru lagi, að
iðnaöinum verði ekki mismunað
innbyrðis Það, sem ég hef sagt
her aö framan, skýrir þetta full-
komlega,i og þarf ég þvi ekki að
skýra þessi meginatriði frekar.
Það, sem höíuðm'ali skiptir.er
að ekkert verði dregið úr þeim
lramkvæmda- og lramfarahug,
sem rikt hefur i iðnaðinum,heldur
verði þær ráðstalanir, sem
gerðar verða,hvati til nýrra átaka
i iðnaðarframleiðslu á tslandi.
— En hvernig eiga þá þessar ráð-
stafanir að vera?
—Einn liður i þvi að bæta hag
atvinnuveganna gæti verið að
létla af honum ýmsum gjöldum
s.s. launskatti, atvinnuleysis
tryggingarsjóðsgjaldi og aðstöðu-
gjaldi. Fyrir iðnaðinn gæli þetta
þýlt 250-300 millj. kr. á ári. Að
öðru leyti hallast ég að þvi, að
eina fausnin sé,að gengi krón-
unnar sé ávallt rétt skráð. Upp-
bætur til alvinnuveganna tel ég
mjög varhugaverða leið.
Lánsf jármálin
— En hvað um lánsfjármálefni
iðnaðarins nú? Þar stendur eitt-
hvað til bóta?
— Það er mikilvægt, að séð verði
fyrir nægu fjármagni til nauð-
synlegrar fjárfestingar og
reksturs. Það er að visu svo, að
Iðnþróunarsjóður hefur getað
sinnt þeim lánsumsóknum, sem
honum hafa borizt og hafa full-
nægt þeim krölum, sem hann
gerir um arðsemi og rekstrar-
möguleika, en útlán hans tak-
markast við þann iðnað, sem
stendur i erlendri samkeppni.
Framhald á bls. 18
- Rætt við Gunnar J. Friðriksson, formann
Félags íslenzkra iðnrekenda, um stöðu
iðnaðarins og væntanlegar
efnahagsráðstafanir
Sútun á gæruskinnum í sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands.
Unnið við skipsskrúfu i Vélsmiðjunni Héðni.