Tíminn - 29.12.1972, Síða 2
2
TÍMINN
Föstudagur 29. dcsember 1972
á alla vinnustaði
Á. A. PÁLMASON
Sími 11517
Bréf frá
lesendum
VEGABÆTUR —
VEGATOLLUR
Loks höfum við, Akureyringar,
fengið nýjan veg suður úr bænum
að flugvelli. Sumir kalla þetta
Fjármálaráðuneytið
28. desember 1972.
AUGLÝSING
um frest til tollafgreiðslu
vara á eldra gengi
Ráðuneytið tilkynnir hér með þeim aðilum, sem hlut
eiga að máli, að skv. 1. mgr. 1. gr. laga um ráðstafanir
vegna ákvörðunar Seðlabanka tsland um nýtt gengi is-
lenzkrar krónu, nr. 97 20. desember 1972, rennur
frestur til tollafgreiðslui vara á eldra gengi, eins og
það var skráð 15. des. sl. út 30. des. n.k., enda hafi
innflytjandi afhent að öllu leyti fullnægjandi skjöl til
tollmeðferðar fyrir 18 des , s .1. Skv. framansögðu
verður tollafgreiðsla að hafa átt sér stað fyrir lokun
skrifstofa innheimtumanna rikisins föstudaginn 29.
des. 1972. Hins vegar er skv. 2 mgr. 1. gr. sömu laga,
heimilt að tollafgreiða vöru, sem afhent hefur verið
innflytjanda með lcyfi tollyfirvalda gegn tryggingu
fyrir greiðslu aðflutningsgjalda, sbr. 15. gr. tollskrár-
laga, á grundvelli gamla gengisins, enda eigi
fullnaðartollafgreiðsla sér stað fyrir febrúarlok 1973.
Hjúkrunarkonur
óskast
Hjúkrunarkonur vantar nú þegar til starfa á
lyflækningadeild Landspitalans. Allar nánari upplýsingar
veitir forstöðukonan, simi 24160, og á staðnum.
Reykjavik 27. desember 1972
Skrifstofa rikisspitalanna.
„hraðbraut”, þótt leyfilegur öku-
hraði sé aðeins 45 km. á klst.,
enda ekki um oliumöl, malbik eða
steinsteypu að aka, heldur skripli
gjarnan á steini og i holu undir
hjóli. En leiðin er falleg með út-
sýn um gamla — og nýja —
Pollinn, fallegt stöðuvatn á aðra
hönd, fjölfrægan bæinn og
glæstan Kaldbak i norðri! Og allt
þetta, nema Kaldbakur, stendur
enn til bóta.
Og nú má vist heita ákveðin
PÍPULAGNIR
Stilli hitakerfi —
Lagfæri gömul hita-
kerfi
Set upp hreinlætis-
tæki — Hitaveitu-
tengingar
Skipti hita — Set á
kerfið Danfoss-ofn-
ventla
SÍMI 36498
leiðin austur: um Leiruna með
einni brú (i stað þriggja, sem eru
að „gefa upp öndina”), norður
ströndina að austan og um
Vikurskarð að nýju brúnni á
Fnjóská. betta verður áreiðan-
lega hæg og þægileg leið, miklu
viðráðanlegri bæði að aka og við-
halda en Vaðlaheiðarvegur, enda
á 3 hundrað m. lægri yfir sjó. 1
ráðum um ákvörðun vegar-
stæðis þessa voru bæði þekktir
vegafræðimenn „að sunnan”,
lærðir i „faginu”, og heimamenn
hér nyrðra, nákunnugir að-
stöðunni á hverjum árstima, og
er þetta mikil öryggistrygging
fyrir þvi, að vel sé valið.
En hvað verður þess langt að
biða, að við fáum oliumöl eða
annað enn betra og varanlegra á
þjóðvegi okkar hér nyrðra?
Vonandi ekki mörg ár. Ekki mun
fráleitt að álita, að t.d vegurinn
milli Akureyrar og Mývatns (eða
Húsavikur) sé engu siður al-
þjóðarleið en milli Reykjavikur
og Selfoss, þótt fjölfarnari kunni
hann að vera að vetrinum. Og
vegirnir eru kostaðir af alþjóð.
bað hlýtur þvi að vera réttlætis-
mál, að hér verði skjótt tekið til
höndum i þessu efni. Við, úti um
landið, sem búum við mjög erfiða
og slæma vegi, myndum sannar-
lega ekki telja eftir okkur að
greiða vegartoll, t.d. 50 kr. á
steyptum vegi milli Akureyrar og
Húsavikur. Fullgerður, góður
vegur (oliumöl — malbik) veitir
ómetanlegt hagræði i meðferð á
ökutækjum og þeim, sem i sitja,
auk timasparnaðar. Hraðanum
verður þó enn að stilla i hóf, það
sanna slysin á Keflavikurvegi, að
við þær aðstæður verður að herða
á kröfunum við bilstjóra og auka
viðurlög við brotum á slikum
leiðum.
Nú er á Alþingi rætt um vegar-
toll á umræddum vegi og senni-
lega Selfossleið lika beir, sem
fjarri búa þessum velferðarrikis-
vegum, en hristast og skakast i
bflum sinum um „hvippinn og
hvappinn”, munu einróma telja
slikan toll eðlilegan og æskilegan,
til að jafna framlag landsbúa til
vegamála og til að flýta fyrir þvi,
að slikir vegir verði lagðir sem
fyrst, a.m.k. þjóðleiðina um-
hverfis landið allt.
Verði þeim þarna á suðvestur-
horninu hugsað til gamla Kefla-
vikurvegarins, með krókum
sinum, pollaholum og hraungrýti,
vildu þeir varla skipta frá þvi,
sem er, þótt þeir þá losnuðu við
vegartollinn! Sama ætti að gilda
um leiðina Reykjavik-Selfoss:
vegartollur greiðist einnig þar.
Réttlæti, jafnrétti á að gilda. Og
ekki veitir af tekjunum, svo að
áfram miði.
Jónas Jónsson
i „Brekknakoti”
Reykvfkingar—Reykvfkingar
Flugeldaúrvalið er
að Grandagarði 13^1
Opið til
kl. 10
öll kvöld
iHiðV
SÓlaóír HJÓLBARÐAR
til sölu á mjög hagstæðu
verði. Full ábyrgð tekin á
sólningunni. Sendum um
allt land gegn póstkröfu.
Hjólbarðaviðgerð
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til 22
nema sunnudaga.
Ármúla 7 — Reykjavik — Sími 30501
Heilsuvernd
Námskeið i heilsuvernd hefst mánudag 8.
janúar — Upplýsingar i sima 1-22-40.
Vignir Andrésson.
LOFTPRESSA
Það ergott að muna
22-0-95
Ef ykkur vantar loftpressu þá hringið og
reynið viðskiptin.
Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95.
VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN
Lagerstaerðlr miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: ’240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar slaerðlr smíðaðar eftlr belðnl
GLUGGAS MIÐJAN
Siðumúla 12 - S'mi 38220
Höfum
fyrirliggjandi
hjól-
tjakka
G. HINRIKSSON
Simi 24033