Tíminn - 29.12.1972, Síða 11

Tíminn - 29.12.1972, Síða 11
Föstudagur 29. desember 1972 ríMINN 11 Umsjón Alfreð Þorsteinssoniii Enska knattspyrnan: SOS: Liverpool með góða for ustu eftir „jólaslaginn 11 - Docherty hefur tekið við Manchester United og er byrjaður að kaupa leikmenn. Hann keypti George Graham frá Arsenal á 120 þúsund pund. Heil umferð verður leikin á morgun. Liverpool stendur með pálmann í höndunum eftir „Jólabardagann", liðið hefur nú þriggja stiga forustu, i öðru sæti kemur Arsenal, en Lundúnarliðið hefur leikið einum leik meira. Hinn hávaxni welski leikmaður liðsins, John Toshack, sýndi góðan leik á Þorláksmessu, þegar liðið sigraði Coventry á Anfield Road 2:0,og skoraði hann bæði mörk liðsins. Toshack var keyptur til liðsins á 110 þús. pund frá Cardiff City t nóvember 1970 og hefur hann verið einn markhæsti leikmaður liðsins síðan. Á annan í jólum heimsóttu leikmenn Liverpool Sheffield og léku þar gegn United á Bramall Lane— liðið hafði algjöra yfirburði og vann stóran sigur 3:0. Chris Lawler, PhilBoersma og Steve Heighway skoruðu mörkin. Manchester United var heldur betur i sviðsljósinu um jólin, á Þorláksmessu lék liðið undir stjórn Tommy Docherty, sem hefur nú tekið við liðinu. Þá mættu þeir Leeds á heimavelli sinum, Old Trafford. Manchester var aðeins 7 sek. frá sigri. Liðið hafði yfir, 1:0, þegar leiktiminn var útrunninn, en vegna tafa þurfti að leika áfram i fjórar min. — það var ekki fyrr en á 94. min. að Leeds tókst að jafna á marki Allan Clarke. Mark Man. Utd. skoraði Ted MacDugall. Manchester United heimsótti svo meistarana Derby á annan i jólum, en á Baseball Ground fékk liðið skell, mátti þola stórt tap, 3:1. En áður en við höldum lengra, þá skulum við kynnast nánar hinum nýja framkvæmdastjóra Manchester United: Tommy Docherty (43 ára), sem á 24 landsleiki aö baki fyrir Skotland, hefur verið einn um- ræddasti framkvæmdastjóri i ensku knattspyrnunni. Hann tók við Chelsea i janúar 1962, en þá var Chelsea i 2. deild. Undir hans stjórn vann félagiö sig fljótlega upp i 1. deild, eða vorið 1963,og hefur siðan verið eitt litrfkasta knattspyrnufélag Bretlandseyja. Docherty var mjög djarfur og ákveðinn i kaupum og sölum á leikmönnum, þegar hann var hjá Chelsea.og gjörbreytti hann liðinu á stuttum tima.' Docherty sagði upp stöðu sinni hjá Chelsea 1967 i október, eftir að Knattspyrnu- sambandiö brezka setti hann i 28 daga bann frá knattspyrnu, hann mátti ekki skipta sér af knatt- spyrnu i fjórar vikur. Ástæðan fyrir þvi var, að hann hljóp út á leikvöll i Bermuda, þegar Chelsea var i keppnisferðalagi, og lenti þar i hörkurifrildi við dómara i einum leik liðsins. Geoff Hurst — skoraði tvö mörk fyrir Stoke gegn Derby á Þorláks- messu, þegar Stoke vann 4:0 á heimavelli. Siðan gerðist Docherty fram- kvæmdastjóri Rotherham i nóv- ember 1967, hann hætti þar fljót- lega. í nóvember 1968 gerðist hann framkvæmdastjóri hjá QPR, eftir aðeins 28 daga hjá Queens Park Rangers. Ilann sagði upp starfi sinu, þegar stjórn félagsins neitaði honum um kaup á miðverðinum Brian, sem átti þá hvern stórleikinn af öðrum með Rotherham, fyrir 35 þús. pund. Docherty sat ekki lengi auðum höndum, þvi að i desember var hann ráðinn framkvæmdastjóri Aston Villa, þar sem hann byrjaði mjög vcl, og fljótlega varð að- sóknin á heimaleiki Villa mjög góð, liöið sigraði hvern leikinn á fætur öðrum. Aston Villa, sem var i 2. deild'fór svo að ganga illa,' var i neðsta sæti i janúar 1970. Laugardaginn 17 janúar tapaði Aston Villa fyrir Portsmouth á heimavelli sinum Villa Park 3:5, og eftir þann leik ákvað stjórn félagsins að reka Docherty frá félaginu. í fyrra var Docherty rájðinn að- stoöarframkvæmdastjóri hjá Hull og stuttu siðar skipaður ein- valdur skozka landsliðsins, sem hann hefur stjórnað mjög vel: liðið hefur aöeins tapað einum leik, siðan hann tók við þvi. Docherty, sem er gamall skozkur landsliðsmaður, lék 24 landsleiki þegar hann lék með Preston og Arsenal. Hann lék með skozka landsliöinu i heim smeistara- keppninni i Sviss 1954. Nú stefnir hann að þvi að koma Skotlandi i úrslitakeppnina i heimsmeistara- keppninni i Vestur-Þýzkalandi 1974, en Skotland hefur ekki koinizt i úrslitakeppni siðan i Sviþjóð 1958. Að lokum má geta þess, að sonur Docherty leikur sem bak- vörður með Burnley, efsta liðinu i 2. deild, og þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður. Docherty er strax byrjaður að kaupa leikmenn, hann hefur keypt skozka landsliðsmanninn George Graham frá Arsenal á 120 þús. pund. Docherty þekkir Graham mjög vel, hann lék með Chelsea, þegar Docherty var framkvæmdastjóri þar, siðan seldi hann hann til Arsenal. Nú leikur Graham i skozka lands- liðinu, en þvi stjórnar Docherty, eins og hefur komið fram. Arsenal fór til Birmingham á Þorláksmessu og lék þar við Birmingham City á St. Andrews, nýliðarnir náðu jafntefli 1:1. Hinir nýliðarnir i 1. deild.Norwich, komu svo i heimsókn á annan i jólum. Arsenal sýndi yfirburði og sigraði örugglega 2:0. Yfirburðir- nir voru svo miklir, að t.d. kom Bob Wilson, markvörður Arsenal, ekki við knöttinn i 24 min. i siðari hálfleik. Mörk Arsenal skoruðu þeir Alan Ball og John Radford. Crystal Palace tapaði óvænt l'yrir Leicester á Þorláks- messu 2:1, en á annan i jólum sigraði liðið Southampton með yfirburðum 3:0 á heimavelli PIIIL BOERSMA — einn al' ungu drengjunum hans Bill Shankly, skoraði mark gegn Sheff. Utd. Boersma skoraði mikið af mörkum fyrir Liverpool. sinum , Seihurst Park. Don Rogers skoraði tvö mörk, en hann átti stjörnu leik. Crewen skoraði þriðja markið. Á morgun verður leikin ein um- ferð i Englandi;liðin,sem mætast þá, eru þessi: 1. deild Birmingham - Ipswich Chelsea - Derby Leicester - West Ham Liverpool - Crystal Palace Man. Utd. - Everton Newcastle - Sheff. Utd. Norwich - Man. City. Southampton - Coventry Stoke - Arsenal Tottcnham - Wolves W.B.A. - Leeds 2. deild Burnley - Fulham Brighton - Blackpool Middlesbro - Oxford Huddlesf. - Aston Villa Sheff. Wed. - Q.P.R. Við munum segja nánar frá leikjunum eftir áramót hér á siðunni. ,,Gefðuknöttinn”!....hinn skapbráði Skoti, Tommy Docherty, eða „The Doc”, eins og hann er kallaður, kallar hér inn á völlinn i leik hjá Aston Villa , hjá honum situr Arthur Cox, þjálfari. Docherty er nú orðinn framkvæmdastjóri Manchester United.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.