Tíminn - 29.12.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 29.12.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Föstudagur 29. desember 1972 ,,Á ég að segja Paterson það?” Tuesday var eins og stórt spurninga- merki. ,,Já! ” Þegar drengurinn var farinn, vafði hún teppið fast að sér. Hún hafði ekki afklætt sig og fötin hennar voru orðin kryppluð og þvæld, henni fannst hún allt i einu vera þvöl og heit og það olli henni vanliðan. Hún lá hreyfingarlaus um stund, en þoldi það ekki til lengdar, fór fram úr rúminu, klæddi sig úr öllum fðtunum og skreið siðan upp i aftur. Henni leið miklu betur naktri undir teppinu, og hún féll i mók og dreymdi, að hún lægi og vaggaðist mjúklega á værum öldum. Fyrr en varði stóð Paterson inni i tjaldinu og sagði: „Jæja, hvernig liður þér? Ætlarðu ekkert að borða?” Hann laut yfir hana, og hún rétt grillti i andlit hans i skimunni frá bálinu. „Prýðilega, þakk ég er vel frisk!” „Þú ættir að koma til okkar og fá þér eitthvað i svanginn. Þú borðaðir ekkert um hádegið heldur”. Skjálfti fór um hana við að hugsa til þess, að þarna voru þau Paterson alein i tjaldinu og hún var kviknakin undir teppinu. Hún gat ekki stillt sig um að skrökva að honum: „Ég er stálslegin. Ég er nýbúin að mæla mig. Ég var með þrjátiu og sjö niu, það er ekki umtalsvert”. „Þú ættir nú samt að reyna að borða eitthvað. Það er ekki hollt að vera matarlaus i heilan sólarhring’”. Leynd ánægja hennar af að vera ber undir teppinu blandaðist örlitlu samvizkubiti yfir að hafa skrökvað og olli henni uppnámi og óstyrk. Paterson þreyttist á að standa hálfboginn og kraup þvi við hliðina á rúminu. Um leið og hann kraup niður studdi hann annarri hendinni á teppið. „Ungfrú Alison er vist með eitthvað af svefntöflum. Þú vilt þær, er það ekki”? Ég sendi með þær til þin að vörmu spori” „Jú, gjarnan”. Hún vissi, að hún laug, þegar hún var að segja þetta. Hún hafði ekki i hyggju að taka svefntöflur, þess i stað ætlaði hún að geyma þær undir koddanum sinum. „Ertu alveg viss um, að þú sért vel frisk?” „Já, ég er bara ekkert svöng”. „Þú svitnar ekki eða þér er kalt?” „Nei”. „Kuldahroliur?” „Nei”. „Nokkuð, sem þig vanhagar um?” Aftur studdi hann höndunum ofan á rúmið hennar og bjó sig undir að standa upp. Hann má ekki fara! hugsaði hún. Aftur fór hún að skjálfa svo mikið, að henni var ómögulegt að halda höndunum kyrrum. „Mig langar annars i tebolla.” „Ég skal sjá um, að þú fáir hann, en mjólkin er búin.” „Það gerir ekkert til, ég get vel drukkið það mjólkurlaust.” Hún righélt báðum höndum i teppið, og gerði sér i hugarlund, hvað gerðist, ef hún sleppti og sneri sér að honum. Teppið rynni af öxlunum á henni, Paterson sæi, að hún var ber, legðist við hlið hennar og tæki hana. Þá upplifði hún það, sem hugsanir hennar höfðu oft snúizt um og stúlkurnar i skólanum töluöu svo mikið um. t seinni tið hafði hún sjálf hugsað mikið um þaö og reynt að imynda sér það hvert sinn, sem hún sá burmastúlkuna læðast út úr dimmu tjaldinu til Patersons’. Connie fannst þetta gæti gerzt núna, hún þurfti ekki annað en að rétta honum hendurnar. Hún hélt ennþá fast um teppið, en titraði við tilhugsunina. Alit i einu velti hún sér á bakið og teygði úr sér. Hún otaði brjóstunum fram, ósmeik og blygðunarlaus, svo að þau komu greinilega i ljós undir tepp- inu. Sótthitinn og æsingin kom fram á henni svitanum og hrollur fór um hana. Hún flýtti sér að draga teppið alveg upp að höku. Paterson var staðinn upp. Hann sagði: „Ég skal sjá um, að þú fáir te.” A raddblænum heyrði hún, að hann fór hjá sér og hafði engan áhuga fyrir henni. Hann sneri sér við, gekk fram aðdyrunum og beygði sig um leiðog hann fór út. Tuesday kom með te og svefntöflur, en lengi eftir það lá Connie vak- andi og beið þess að ungfrú Alison kæmi. Af einhverjum ástæðum fann hún til reiði og kala i garð blendings hjúkrunarkonunnar. Vonbrigðin, sem Paterson hafði valdið henni fengu útrás i kala og kalanum beindi hún ósjálfrátt að ungfrú Alison. Svefntöflurnar hafði hún ekki snert, og teið stóð óhreyft og kólnaði, og að lokum hellti hún þvi niður. Þung- lyndislegur söngur Indverjanna hélt áfram, ennþá þessir dapurlegu fjórir tónar, áfram og áfram þindarlaust. Söngur þeirra var eins og bergmál hennar eigin hugarástands. Klukkan var orðin hálf ellefu, þegar ungfrú Alison kom. Bálin voru flest löngu kulnuð, og ungfrú Alison var með lukt i hendinni. Connie sá ljósið sveiflast nær og nær tjaldinu, og síðast var það sett á jörðina utan við dyrnar. „Eruð þér þarna ungfrú Alison?” „Já.” „Hvar hafið þér verið allan þennan tima?” Ekkert svar kom. Connie heyrði, að vatni var hellt i fat. Litlu siðar heyrði hún gutla i vatninu eins og þegar hendur eru þvegnar, lengi. Loks sagði Connie: „Ungfrú Alison.” Hjúkrunarkonan birtist i tjalddyrunum, hún beygði höfuðið, þegar hún gekk inn og var að þurrka hendur sinar á handklæði. „Herra Paterson er annars búinn að koma.” „Jæja?” „Hann kom til að mæla i mér hitann.” Henni var eins innanbrjósts nú og þegar hún var að tala við Paterson. Henni fannst hún þurfa á lygun- um að halda. „Hann var eðlilegur, tæp þrjátiu og átta stig.” „Jæja?” Ungfrú Alison hlustaði varla á hana. „Hann gaf mér svefntöflur, ef ég skyldi þurfa þær, en ég hef ekkert með þær að gera.” „Jæja?” Connie var að þvi komin að biðja ungfrú Alison að segja eitthvað ann- að en þetta andstyggðar spyrjandi „jæja?” Það var fallega gert af honum aðkoma og stytta mér stundirnar. Það var gaman að hafa einhvern til að tala við. Ég var háttuð, þegar hann kom.” Ungfrú Alison var niðursokkinn i hugsanir sinar og hélt áfram að þurrka sér um hendurnar, þótt þær væru löngu orðnar þurrar. Drjúga stund horfði hún þögul út i bláinn. „Hann var lengi hjá mér. Við skemmtum okkur svo ljómandi vel.” Hana langaði allt i einu til að koma þeirri hugmynd inn hjá ungfrú Alison, að milli þeirra Patersons væri eitthvað annað en vinskapur. Þá tók hún eftir þvi, að blóð var á handklæði ungfrú Alisons. Connie settist upp, og við það féll teppið af henni. Ungfrú Alison drap tittlinga nokkrum sinnum, en fór svo að gráta að niðurlotum komin af þreytu. Það var næstum hægt að halda, aðhún hefði fariðað gráta af að sjá nöktu, hvitu stúlkuna. Lárétt 1) Fuglinn,- 5) Vatn,- 7) Slæm,- 9) Gagnsemi,- 11) Komast- 12) Sagður- 13) Hávaða.- 15) Hlé,- 16) Eyði,- 18) Hraustra,- Lóðrétt 1) Spaugari,- 2) Hár,- 3) Friður,- 4) Fljót.- 6) Ungfrú,- 8) Lukka.- 10) Þvertré,- 14) Fiskur.- 15) Tjara,- 17) Mynni,- Háðning á gátu No. 1294 Lárétt 1) Þundur,- 5) Áls.- 7) Kám,- 9) Sár,- 11) Kl.- 12) LV,- 13) 111,- 15) Æli,- 16) Ort- 18) Skatta.- Lóðrétt 1) Þakkir,- 2) Nám.- 3) DL,- 4) Uss,- 6) örvita,- 8) Áll,- 10) Áll,- 14) Lok,- 15) Ætt,- 17) Ra,- ■ I IsfHIHl! FÖSTUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Herdis Egilsdóttir les þrjú frumsamin ævintýr. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Fræðslu- þáttur um almannatrygg- ingarkl. 10.25: Fjallað um bætur ekkna, ekkla og ein- stæðra mæðra. Umsjón: örn Eiðsson. Morgunpopp kl. 10.45: John Kay syngur. Fréttir kl. 11.00. Tónlistar- sagan: Endurtekinn þáttur Atla Heimis Sveinssonar. KI. 11.35: Frægir pianóleik- arar leika verk frá 19. öld 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Við sjóinn. Ingólfur Stefánsson ræðir við nema i Fiskiönskólanum (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Siðasta skip suður" eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les bókarlok (8). 15.00 Miðdegistónleikar: SönglögJane Berbie syngur lög eftir Gounod, Fauré og Duparc. Dietrich Fischer- Dieskau syngur lög eftir Hugo Wolf. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. Kl. 17.15 Þjóðlagaþáttúr felld- ur niður.en i hans stað verður lesin útvarpssaga barnanna, Egill á Bakka, Gunnar Valdimarsson les 4. lestur. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Guðmundur Gilsson ræðir við Húsavikurtrióið, sem leikur nokkur lög. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Gestur i útvarpssal: Pbilip Jenkins leikur á pianó verk eftir Pál Isólfs- son, Debussy og Liszt. 20.35 ,,A annan i jólum", smá- saga eftir Anton Tsjékohoff. Þýðandinn, Pétur Sumar- liðason, les. 21.00 Tónleikar Pólyfónkórs- ins i Háskólabiói: Jólaóra- tória eftir Johann Sebastian Bach; — fyrri hluti. Flytj- endur með kórnum: Sandra Wilke, Neil Jenkins, Ruth Magnússon, Halldór Vi 1- helmsson og félagar úr Sinfóniuhljómsveit Islands. Stjórnandi: Ingólfur Guð- brandsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir iDtvarps- sagan: „Strandið” eftir Hannes Sigfússon.Erlingur E. Halldórsson les (12) 22.45 Létt músik á slðkvöldi. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. llBiiiii 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Glugginn. Stuttur skemmtiþáttur með dans- atriðum. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 20.45 Karlar I krapinu.Nýr, bandariskur framhalds- myndaflokkur i léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Tveir ungir og léttlynd- ir piltar hafa komizt i kast við lögin, en hafa fullan hug á þvi að bæta ráð sitt með góðra manna hjálp. 21.50 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.