Tíminn - 29.12.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 29.12.1972, Qupperneq 16
Pearson látinn NTB—Ottawa Lester Pearson, fyrrverandi forsætisráöherra Kanada, lézt i fyrrinóttað heimilisinu i Ottawa, 75 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Pearson fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1957 fyrir þátt þann, sem hann átti i að koma á fót varðsveitum SÞ. Hann var for- sætisráðherra frá 1948 til 1957, á þeim tima,sem teknar voru mikil- vægar ákvarðanir eins og lokun Berlinar, stofnun Nato, Kóreu- styrjöldin og SUez-málið. Truman jarðsettur NTB—Independence Þúsundir manna gengu i gær framhjá lfkbörum Trumans, fyrrverandi Bandarikjaforseta, en aðeins fjölskyldan og nánir ættingjar voru við útförina sjálfa, sem fór fram i Independence að ósk hins látna. Alls staðar að úr landinu streymdi fólk til Independence til að votta Truman hinztu virðingu. Bæði Nixon forseti og Johnson, fyrrum forseti, komu að við- hafnarbörum Trumans og lögðu þar kransa og heimsóttu siöan ekkju Trumans. Þótt útförin væri einföld, var hún virðuleg. Skotið var 21 fallbyssuskoti,og hermenn stóðu heiðursvörð. 1 c Föstudagur 29. desember 1972 Skjöldurinn, sem festur verður á vegg skóiahússins I Goc. tslendingar gáfu 500 manna skóla SB—Reykjavik Islendingar hafa gefið 500 nemenda skóla i Goc i Eþióplu. Er skólinn byggður fyrir fé, sem safnaðist i fjársöfnuninni Flótta- fólk ’71. Gjöfin var formlega af- Ræningjar verða skotnir í Managua - enn logar í borginni NTB—-Managua Enn loguðu eldar i Managua i gær,og ekki var til einn einasti vatnsdropi til að reyna að slökkva með. Mestur var eldurinn i 18 hæða húsi, en aðeins tvö háhýsi i borginni stóðu uppi eftir jarð- skjálftann. 1 gær var sett útgöngubann frá kl. 18 til sólarupprásar,og gefin varútfyrirskipun um að skjóta hvern þann, sem reyndi að komast inn i húsa- rústir I miðhluta borgarinnar sem hefur nú verið afgirtur. Maður einn var skotinn i gær við ránstilraun, og fjögurra ára drengur varð fyrir skoti, sem manninum var ætlað og létust báðir. Enn er margt fólk i borginni og gengur vel að út- hluta til þess mat. hent 14. desember sl. I skriístofu menntamálaráðherra Eþiópiu, Matheme Selassie,og var það Árni Björnsson læknir, sem af- henti, fyrir hönd flóttamanna- ráðs Islands. Þá afhenti Arni skjöld, sem festur verður á vegg skólans. A skildinum stendur, að skólinn sé gjöf frá islenzku þjóðinni. Ráðherrann tók á móti gjöfinni og þakkaði Islendingum fyrir skilning: i þeirra á vandamálum flóttafólksins i Eþiópiu. Athöfnin kom I útvarpi og sjónvarpi lands- ins, svo og i blöðum. og vakti mikla athygli. Viðstaddir voru, auk fréttamanna ráðherrans og Árna, kona hans Guðný Bjarnar, ræðismanns Islands i Eþiópiu, Menghiston, hinn kunni Jslands- vinur Bo Ákarrén og kona hans og fulltrúar Flóttamannastofnunar SÞ. Sá ekki veginn, fór út af og valt Stór vörubill með timburfarm fór út af veginum við Hveragerði i gærmorgun og valt. Stöðvaðist billinn ekki fyrr en hjólin snéru beint upp. ökumaðurinn meiddist ekki, en billinn er talsvert skemmdur eftir veltuna. Billinn var á leið austur.og var snjókófið svo mikið að ökumaður- inn grillti ekki veginn, en stýrði eftir stikunum, sem eru utan við veginn. Þegar hann kom að vega- mótunum, þar sem vegurinn ligg- ur niður i ölfus.sá hann næstu stiku á hægri hönd.sem er við ölfusveginn, en það stutt frá þjóðveginum austur, að hann átt- aði sig ekki á að stikan var við veg,sem liggur þvert á þann, sem hann ók eftir og beygði til hægri. Allhár kantur er þarna meðfram veginum og valt billinn. En hann var á hægri ferð og fór þvi rólega út af. Svarti september tók ísraela í Bankok Thailandsstjórn lét undan Hluti Svarfaðar- dals friðlýstur landið, en það er meðfram ánni innan strikalinunnar. SB—Reykjavik Náttúruverndarráð hefur ákveðið að friðlýsa Svarfaðar- dalsá i Eyjafirði neðanverða, ásamt bökkum og óshólmum. Um friðland þetta gilda eftir- farandi reglur: Bannað er að breyta landslagi á svæðinu eða farvegi árinnar. Óheimilt er að gera nokkur mannvirki á svæðinu og gildir það um hvers konar byggingar, skurði og vegi. Girð- ingar má aðeins reisa með sam- þykki náttúruverndarnefndar Eyjafjarðarsýslu. Skulu þær þannig geröar, að þær trufli ekki umferð gangandi fólks um svæðið (tröppur eða hlið). Friðlandið má aðeins nýta á sama hátt og tiðkazt hefur, svo sem til slægna, beitar og veiða i ánni. Malarnám og sandnám verði heimilað áfram undir eftirliti. Bannað er að granda fuglum i friðlandinu. Eigi má heldur skemma hreiður þeirra eða taka egg. öllum, sem um svæðið fara, ber að varast að skerða gróður á þvi. Gangandi mönnum og ríðandi er heimil um- ferð um friðlandið.og skal að þvi stefnt að marka þar gönguleiðir. Umferð vélknúinna ökutækja um svæðið er þvi aðeins leyfð, að hún sé i tengslum við leyfilegar nytjar landsins. NTB—Bangkok og Tel Aviv Fjórir vopnaðir meðiimir Svarta September, sem I gær- morgun réðust inn I israelska sendiráðið i Bangkok, höfuðborg Thailands, og tóku sex lsraeia sem gisla, féllust siðdegis i gær á að sleppa gisiunum gegn þvi að fá að fara frjálsir ferða sinna úr landi. Thailenzka stjórnin lét undan kröfum skæruliðanna um.að tveir ráðherrar fylgdu þeim úr land- inu. Hafa landbúnaðarráðherr- ann og aðstoðarutanrikisráðherr- ann boðizt til að fylgja skærulið- unum til ókunns ákvörðunarstað- ar. Ekki er enn vitað, hvenær gislunum verður sleppt, eða hvenær skæruliðarnir fara frá Bangkok. Samkomulagið náðist eftir að landbúnaðarráðherrann hafði verið inni i sendiráðinu og rætt við skæruliðana. Talsmenn israelsku stjórnar- innar vildu i gærkvöldi ekkert um málið segja og sögðust ekki hafa fengið neina staðfestinu á þessu samkomulagi. Golda Meir átti i gær klukkustundar fund með stjórninni til að ræða mál þetta. Ekki er ljóst, hvort stjórnin lætur undan kröfum skæruliðanna siðan i morgun um,að 36 með- limir Svarta september verði látnir lausir úr fangelsum i ísrael. Búizt er þó við,að Golda láti ekki að kröfunum, þar sem hún gagnrýndi v-Þýzku stjórnina harðlega á sinum tima fyrir að láta undan morðingjunum i Munchen I sumar. Skæruliðarnir réðust inn i sendiráðið i Bangkok i morgun, þegar ibúar borgarinnar voru að fagna krónprinsinum sinum. Hundruð lögreglumanna i skot- heldum brynjum umkringdu húsið.og þá köstuðu skæruliðarnir út um glugga lista með nöfnum 36 manna, sem þeir vildu fá lausa úr israelskum fangelsum á næsta sólarhring. Yrði ekki látið að þeirri kröfu, myndu þeir sprengja sendiráðið i loft upp. Ekki varð strax ljóst, hversu marga gisla skæruliðarnir hefðu tekið, þvi fridagur var i gær og sendiráðið formlega lokað. Siðar kom i ljós að um var að ræða þrjá sendiráðsstarfsmenn, eiginkonur tveggja þeirra og eitt barn. Raddir voru uppi um,að israelski ambassadorinn i Kambódiu væri einnig meðal fanganna, en hann var i heimsókn i Bangkok. Fulltrúar thailenzku stjórnar- innar tóku sér aðsetur i húsi gegn sendiráðinu og hófu samninga við skæruliðana, með þeim árangri, sem fyrr er greint frá. ,Ég geri mitt bezta, það erallt og sumt' — sagði landlæknir, er Tíminn nóði tali af honum — Það er ekkert merkilegt við það, þó að ég skryppi hingað vest- ur um hátiðarnar og hiypi undir baggann i læknislausum héruð- um, sagði Ólafur ólafsson land- læknir i gær, er við náðum snöggvast tali af honum. Hann var þá staddur á Flateyri, þar sem hann hefur veitt þjónustu. — Það er mikið að gera, hélt Ólafur áfram, og margt fólk, sem biður, og svo vil ég komast aftur norður yfir Gemlufallsheiði i kvöld. Ég má ekki vera að þvi að tala við ykkur og þar að auki mis- likar mér stórlega, að blöðin skuli vera að gera það að einhverjum uppsláttarfréttum, þó að ég brygði mér þetta um hátiðarnar. Það var af nauðsyn gert, þvi að fólk hér vestur á fjörðum eða i öðrum byggðarlögum, þar sem torvelt hefur reynzt að láta i té eðlilega læknisþjónustu, er ekkert frábrugðið öðru fólki, sem betur er búið að i þessu efni. Hér eins og annars staðar er fólk á ýmsum stigum vanheilsu, og ég reyndi aðeins að gera mitt bezta — það er allt og sumt og ekki i frásögur færandi. Ég hef haft aðsetur á Þingeyri þessa daga, en hef brugðið mér hingað til Flateyrar, svo að ön- firðingar fari ekki varhluta af þeirri þjónustu, sem ég get veitt. Eftir áramótin fer ég að sjálf- sögðu suður aftur, þvi að ekki var meiningin að flytja landlæknis- embættið hingað vestur. En úr þvi að ég er farinn að tala um þetta við ykkur, megið þið geta þess, að mér fyndist vinnandi vegur að gera betur við snjóruðn- ing hérna á heiðunum. Annað og meira vil ég ekki segja, en itreka það bara,að vera ekki að þenja það út, þó að maður reyni að verða að þvi gagni, sem i valdi t'ip.nns stendur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.