Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. janúar 1971! TÍMINN n Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Jóhannes áfram á Akureyri - Örn til FH Flest 1. og 2. deildar liðin hafa ráðið þjálfara Alf-Reykjavík.— Flest 1. og 2. deildar félögin í knattspyrnu hafa nú gengiö frá ráöningu þjálfara fyrir keppnistimabilið 1973. Þó hafa ekki öll gengið frá samningum enn þá, t.d. Selfyssingar. Iþróttasiðan snéri sér til Kristjáns Kristjánssonar, for- manns Knattspyrnuráðs Akur- eyrar, og fékk þær upplýsingar, að Jóhannes Atlason hefði verið endurráðinn þjálfari ÍBA, en eins og kunnugt er, þjálfaði Jóhannes IBA i fyrra, þegar liðið lék i 2. Aðalfundur Borðtennisklúbbsins Arnarins verður haldinn laugardaginn 6. janúar n.k. að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. deild, en á komandi sumri leikur það i 1. deild. Aðspurður um það, hvort Akureyringar væru ennþá að hugsa um að senda tvö lið til keppni i stað ÍBA-liðsins, sagði Kristján, að litil stemming væri fyrir þeirri hugmynd nú, eftir að ÍBA tryggði sér aftur sæti i 1. deild. Frammistaða FH-inga á siðasta keppnistimabili vakti verðskuldaða athygli. Þeir voru aðalkeppinautar Akureyringa i 2. deild og komust i úrslit i bikar- keppni KSI. Þjálfari þeirra var Skotinn Duncan McDovell, en eins og kunnugt er, hætti hann þjálfun seint á keppnistimabilinu. Undanfarið hafa FH-ingar verið að leita fyrir sér með þjálfara og hafa þeir staðið i samningum við Orn Steinsen, eftir þvi, sem iþróttasiðan hefur fregnað. Munu þeir samningar hafa gengið vel og allar likur á þvi, að Örn þjálfi FH-liðið á þessu ári. Eins og kunnugt er, hefur örn verið þjálfari hjá KR undanfarin þrjú ár. Jón Magnússon gefur ekki kost ó sér — Jens tekur við Jón Magnússon, varaformaður KSI, sem um mörg undanfarin ár hefur gegnt formennsku i mótanefnd KSI, gaf ekki kost á sér til þeirra starfa, þegar gengið var frá nefndakosningum á vegum KSI. Við starfi hans tekur Jens Sumarliðason. Jón Magnússon, hefur notið mikilla vinsælda i starfi sinu sem formaður mótanefndar KSI, en þetta starf er mjög erfitt, oft á tiðum, þvi að þau eru mörg sjónarmiðin, sem samræma þarf. Islandsmótið í blaki haldið í marz-aprfí n.k. Örn Steinsen. Innanhússmót í frjálsum íþróttum: Karl West stökk 2 metra ÖE—Reykjavik Innanhússmót i frjálsum iþrótt- um voru haldin i Reykjavik fyrir hátiðarnarog milli jóla og nýárs. Jólamót IR fór fram i 20. sinn og þar náðist athyglisverður árang- ur, sérstaklega i hástökki, en Karl West Fredriksen, UMSK stökk 2,00 m og er það i fyrsta sinn, sem hann stekkur þá hæð. Karl hefur verið i mikilli framför bæði i sumar og vetur, enda æft vel. Þessi árangur er unglinga- metsjöfnun innanhúss, Jón Þ. Ólafsson og Elias Sveinsson stukku einnig 2 metra á þeim aldri. Friðrik Þór Óskarsson, IR og Elias Sveinsson, IR náðu og góðum árangri i stökkum án at- rennu. Úrslit Jólamótsins: Hástökk: Karl W. Fredriksen,UMSK 2,00 m Elias Sveinsson, IR 1,90 m Hafsteinn Jóh.son, UMSK 1,80 m Hástökk án atr.: Elias Sveinsson, IR, 1,66 m Friðrik Þ. Óskarss. 1R 1,60 m Karl W. Fredriksen UMSK 1,50 m Þristökk án atrennu: Friðrik Þ. Óskarss. 1R 9,67 m Elias Sveinsson 1R 9,55 m Karl W. Fredriksen UMSK 8,78 m Langstökk án atrennu: Elias Sveinsson, IR 3,13 m Friðrik Þ. Óskarss. IR 3,09 m Karl W. Fredriksen UMSK 2,83 m Ásta Gunnlaugsdóttir, 1R sigraði i langstökki kvenna án atrennu, stökk 2,22 m og i þristökki, stökk 6,42 m. Björg Eiriksdóttir, ÍR sigraði i hástökki með atrennu, stökk 1,35 m. Innanhússmót Ármanns, Skömmu fyrir jól efndi Ármann til innanhússmóts i Baldurshaga. Þar voru unnin ýmis allgóð afrek, sérstaka athygli vakti metjöfnun Bjarna Stefánssonar, KR i 50 m hlaupi, 5,8 sek. Kornung stúlka, Erna Guðmundsd. Á, jafnaði - tvö íslandsmet jöfnuð metið i 50 m hlaupi kv. 6,7 sek. Þá voru sett tvö unglingamet i mót- inu, það gerðu Sigrún Sveinsdótt- ir, Á og Sigurður Sigurðsson, A. Stefán Halldórsson, 1,80 m Valbjörn Þorláksson, 1,75 Úrslit: 50 m hl. kvenna: Lára Sveinsdóttir Á, 6,8 sek. Erna Guðmundsd. A, 6,8sek. (Hún jafnaði metið i 50 m hl., 6,7 sek., i undanrásum) Sigrún Sveinsdóttir A, 6,9 sek. Hástökk kvenna: Lára Sveinsdóttir Á, 1,55 m Kristin Björnsd. UMSK, 1,50 m Ragnhildur Pálsd. UMSK, 1,45 m Langstökk kvenna: Lára Sveinsdóttir A, 5,07 m Hafdis Ingimarsd. Á, 5,05 m Björg Kristjánsd. A, 4,90m 50 m grindahlaup kvenna: Lára Sveinsdóttir A, 7,9 sek. Sigrún Sveinsdóttir 8,0sek. (Hún hljóp I undanrásum á 7,9 sek., sem er meyjamet.) Kristin Björnsdóttir 8,2 sek. 50 m hlaup karla: BjarniStefánsson KR 5,8sek. (metjöfnun) Vilmundur Vilhjálmss.KR 6,1 sek. 50 m grindahlaup: Valbjörn Þorláksson 7,0 sek. Stefán Halldórsson 7,2sek. Stefán Jóhannsson 7,8 sek. Stjórn Blaksambands Islands (BLI) hefur ákveðið að Islands- meistaramótið i blaki 1973 skuli fara fram á timabilinu marz—april 1973. Tilkynning um þátttöku þarf að berast til Blaksambands Islands, Pósthólf 864, Reykjavik, fyrir 20. janúar. Þátttökugjald er kr. 1000,- (kr. eitt þúsund ) á keppnislið og skal sent ásamt þátttökutilkynningu. Einnig skal hvert lið, sem skráir sig til keppni, tilnefna um leið og þátt- tökutilkynning er send tvo menn til dómarastarfa á Islands- meistaramótið. Stjórn BLI helur samþykkt reglugerð fyrir Is- landsmeistaramótið 1973, sem verðursend öllum þátttakendum. Samkvæmt reglugerðinni er landinu skipt niöur i fjögur svæði, Vesturland, Norðurland, Austur- land og Suðurland. Fyrst fer fram keppni á svæðum. Þau liö sem hljóta 1. og 2. sæti á svæðinu, öðl- ast rétt til að keppa i riðlum. 1 Norðurlandsriðli keppa tvö efstu lið af Norðurlandi og tvö efstu lið af Austurlandi, en i Suðurlandsriðli keppa tvö efstu lið af Suðurlandi, og tvö efstu lið af Vesturlandi. Tvö efstu lið i hvorum riðli öðlast rétt til að keppa til úrslita um íslands- meistaratitilinn 1973. Borðtennismót Arnarins örnin gengur fyrir árlegu borð- tennismóti, einliðaleik^ nú á næstunni og þurfa þátttökutil- kynningar að hafa borizt fyrir 15. janúar til Siguröar Guömunds- sonar (S. 81810) eða Björns Finn- björnssonar (S. 13659). Jóhannes Sæmundsson: Ólalur Guðmundsson 50 m hlaup sveina: Sigurður Sigurðsson Á, Þristökk: Friðrik Þór Óskarss. IR, Guðm. Ellertss. UMSD Helgi Hauksson 6,1 sek. 6,2sek. 13,90 m 13,08 m 13,05 m Langstökk: Friðrik Þór Óskarsson 6,83 m Ólafur Guðmundsson, 6,63 m Valbjörn Þorláksson 6,41 m Sigurður Sigurðsson Á, 6,25 m sem er pilta- og sveinamet, en Sigurður er aðeins 14 ára gamall og stökk lengst i fyrra 5,47 m. Ilástökk: Karl WestUMSK 1,80 m Frjálsíþróttaþjálfun Almennar ráðleggingar um hlaupaþjálfun Mikill skortur er á þjálfurum i hinum ýmsu iþrúttagreinum hérlendis. V'iða út á landshvggðinni vantar tilfinnanlega þjálfara fyrir frjálsiþróttafólk og þessvegna ætlar iþróttasiða Timans að birta greinar um frjálsiþróttaþjálfun eftir Jóhannes Sæmundsson, lands- liðsþjálfara Frjálsiþrótta- sambandsins, næstu vikurnar. Fyrsta grein Jóhannesar birtist i blaðinu i dag. Fótabúnaður: öll hlaupþjálfun á Islandi fer fram utan húss, vegna þess að enn eru engin stór iþrótta- hús með hlaupabraut. Hlauparar þurfa þvi að búa sig undir, að hlaupa við marg- breytilegar aðstæður, frost, snjó, rok og rigningu o.s.frv. Það er þvi mikilvægt, að þeir gæti þess að hlaupaskórnir hæfi aðstæðum. Þegar jörð er hörð og frosin, verða skórnir að „dempa” álagið og þegar erfitt er að fóta sig vegna hálku eða aurbleytu, þurfa skórnir að vera þannig að þeir veiti sem bezta fótfestu. Það er mjög varasamt að hlaupa lengi við aðstæður, sem hindra eðlilegt hlaupalag. Þvi er það mikilvægt að skórnir hæfi færðinni. Það eru til margar gerðir af æfingaskóm og erfitt að gera upp á milli tegunda. Lang- hlauparar geta i flestum til- vikum komizt af án gadda i skóm sinum, en aftur á móti þurfa þeir eins og aðrir, að gæta þess að gott grip sé i sólanum og innleggið i skónum sé mjúkt, sérstaklega undir hælunum. Þeir, sem hlaupa styttri vegalengdir nota oft gadda á skóm sinum á veturna . Þeir sem hlaupa á göddum ættu ávallt að gæta þess að hafa a.m.k. 1 cm þykka gúmmihæla á vetrar- skónum. Það er að mörgu leyti æski- legt að hlaupa á göddum á veturna, sérstaklega með til- liti til þess að halda eðlilegum hlaupastil. Einnig er það gott fyrir þá, sem æfa hraða- eða „tempo” æfingar. Þar að auki er minni hætta á þvi að menn fái slæmsku i fæturna þegar þeirkoma á hlaupabrautina á vorin, ef þeir hafa hlaupið á æfingaskóm með stuttum göddum um veturinn. J.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.