Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. janúar 1973 I’ÍMINN 15 Reikningar Framhald af 13. siðu. til baka, kannske ónýt eða allt að þvi, og allur reikningurinn væri þar af leiðandi einn. prettur. Er íhaldið að blekkja sjálft sig eða aðra? Nú er ég ekki að segja, að þetta sé i svona stórum mæli hjá borgarsjóði, en vissulega eru þær tölur, sem lagðar eru fram i reikningum bein afleiðing af þessum færslum hér i fjárhags- áætlun. Vissulega eru þær blekkj- andi, og gefa á engan hátt til kynna, hver staða borgarsjóðs er, hvorki gagnvart greiðslustöðu eða gagnvart eignaaukningu. Og ég get ekki séð, að það sé neinum til hags, að færa þetta þannig. Ég er ekki heldur þar með að slá þvi föstu, að thaldið sé endilega að reyna að blekkja borgarbúa með þvi að færa reikninga á þennan hátt, en ég álft að það sé nú kannske mesta hættan, að ihald- ið blekkist sjálft af þessari reikningsfærslu sinni og þá eru nú blekkingar fyrst orðnar hættuleg- ar, þegar þær blekkja menn sjálfa. Ég hygg, að flestum muni vera ljóst, hvað átt er við með þessu, og að ég geri mér vonir um það að menn munu vera sammála um að æskilegt sé að færa bæði reikninga og fjárhagsáætlun borgarinnar á þann veg, að þær gefi mun gleggri mynd af fjár- hagsstöðu borgarinnar, heldur en þær gera nú. Hér segir 4. liður þessarar ályktunartillögu að ósk- að er eftir þvi, að með fjárhags- áætlun fylgi áætlun Bæjarútgerð- ar Reykjavikur og Innkaupa- stofnunar Reykjavikur. Mér þyk- ir það i rauninni mjög slæmt, að fyrirtæki eins og Bæjarútgerð Reykjavíkur sem vissulega þyrfti að gera fjárhagsáætlun, skuli ekki koma með sína fjár- hagsáætl. hér inn, og það skuli endurtaka sig ár eftir ár, þrátt fyrir umræður um þessi efni. Það verður að sjálfsögðu til þess, að nú er flutt bein tillaga um það, með ósk um það, að Bæjarútgerð- in leggi hér fram fjárhagsáætlun jafnframt fjárhagsáætlun ann- arra borgarstofnana. Það, að engin fjárhagsáætlun er frá Bæjartúgerðinni verður t.d. til þess að það er erfitt að átta sig á, hvað eða hversu mikið af þvi fé, sem áætlað er til Framkvæmda- sjóðs, er gert ráð fyrir að sé varið til beins rekstrarhalla á Bæjarút- gerðinni. Ég segi það nú eins og er, að það mun koma mér mjög á óvart, ef menn fallast ekki á að einhverjar breytingar á uppbygg- ingu þessarar fjárhagsáætlunar séu æskilegar með þeim rökum, sem að hér hafa verið flutt. Mig langar aðeins litillega að drepa á gjaldskrárhækkanir stofnananna, sem hafa orðið hér oft að veru- legu umræðuefni og hefur mikið verið rætt um nú hér á undan, þ.e.a.s. gjaldskrárhækkunum Hitaveitu og Rafmagnsveitu, strætisvagna. Framkvæmdir rafmagnsveita og hitaveitu Vissulega hafa þær ráðstafanir, sem gripið hefur verið til i efna- hagslifi þjóðarinnar, áhrif á þess- ar fjárhagsáætlanir og breyta gjaldaliðum ymissa stofnana og kalla óneitanlega á breytingar. Mér þykir það þó einkennilegt, þegar litið er til þess og áætlað hversu mikið þurfi að hækka gjaldskrá hinna ýmsu stofnana, þá er oft sagt, að eðlilegt sé að þessar stofnanir séu byggðar upp þannig, að þeirra eigið fé sé nægi- legt til að byggja þær upp. Gjald- skráin sé miðuð við það, að innkomnar tekjur nægi til þess að greiða eðlileg rekstrargjöld og jafnframt eðlilegar og nauðsyn- legar framkvæmdir. Og þetta kann að virðast a.m.k. við fyrstu sýn ákaflega eðlileg afstaða. Þeg- ar farið er að skoða þetta, þá sjá- um við það, að öll þessi fyrirtæki greiða 4% af hreinni eign inn i borgarsjóðinn, þ.e.a.s. það fé, sem menn borga til, eða greiða fyrir rafmagn og hitaveitu, það rennur ekki bara til stofnananna heldur rennur talsverður hluti af þvi inn i borgarsjóðinn sjálfan og er þar varið til rekstrarkostnað- ar. Ef litið er á þessar tölur, þá kemur i ljós að Rafmagnsveita Reykjavikur áætlar að greiða á næsta ári yfir 33 millj. og Hitaveita Reykjavikur til að mynda yfir 17 millj. Þessar tölur munu vera einhvers staðar á milli 4 og 5% af tekjum þessara fyrir- tækja. Þannig að ef menn héldu sig við það, að þessi fyrirtæki eða gjaldskrár þeirra ættu að miðast við það, að tekjurnar nægðu til að standa undir eðlilegum rekstrar- gjöldum og nauðsynlegum og eðlilegum framkvæmdum, en ekki greiða rekstrarkostnað borgarsjóðs sjálfs, þá mætti lækka um 4-5% þær hækkunartil- lögur, sem hér hefur verið farið fram á. En það er fleira, sem þarna kemur inn í, og þá vildi ég sérstaklega kannske ræða það, sem menn kalla eðlilegar og nauðsynlegar framkvæmdir. Og það hlýtur hverju sinni að vera mikið deiluatriði, eða a.m.k. matsatriði, í hversu mikið af framkvæmdunum sé eðlilegt að leggja sé fjármagnað með beinni hækkun á gjaldskrá. Mér sýnist að þær framkvæmdir, sem ráðizt er i, bæði af hitaveitu og raf- magnsveitu, rafmagnsveitan með lagningu 132 volta strengs upp á nærri 100 millj. og framkvæmdir hitaveitunnar, bæði viö dreifikerfi í Kópavogi og verul. miklar framkvæmdir á Reykjum, að það hljóti að koma til álita hvort eðlilegt sé, að þetta sé fjármagnað, svo i rikum mæli með gjaldskrárhækkunum, að hitaveitan sjálf geti, auk annarra framkvæmda, og rafmagnsveitan fjármagnað slika framkvæmdir á einum til tveimur árum. Það hlýtur að vera spurning, hvort ekki væri eðlilegt að stærri hluti þessara framkvæmda væru fjár- magnaður með lánsfé. En jafn- framt vekur það mann til um- hugsunar, þegar þessar fjárhags- áætlanir og framkvæmdaáætlan- ir eru skoðaðar, hversu djúpt þær hafa verið kannaðar. Framkvæmdaáætlun saman- stendur jú af mörgum framleiðsluþáttum, það er ekki bara fjármagnið sem til þarf, vissulega þarf fjármagn, en það þarf llka vinnuafl, það þarf vélar og það þarf tlma, til þess að koma þessu fram. Og ef litið er t.d. til hitaveitunnar þá kemur i ljós, að geymslufé frá siðasta ári er yfir 55 millj. Mér er ekki kunnugt um hvernig stendur á þvi, að ekki .var framkvæmt fyrir þetta fé, en það vekur mann aftur til umhugsunar um það, hvort raunhæft sé, að áætla svo mikið fé til framkvæmda, að allsendis óvlst sé að það takist vegna annarra framkvæmdaþátta að koma þess- um framkvæmdum i raunveru- leika”. TRÚLOFUNAR- HRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HA L L D Ó R Skólavörðustíg 2 BÍLALEI6A CAR RENTAL Tf 21190 21188 Hornafjarðarós ófær dögum saman — Her hefur verið hafátt að undanförnu og mesti sjógangur, og á föstudaginn og laugardaginn lá Hekla hér inni, af þvi aö hún komst ekki út um ósinn, en Esja lónaði fyrir utan, þvi að hún komst ekki inn, sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson, fréttaritari Timans I Höfn i Hornafiröi i gær. Þessa daga var svo vont I sjóinn hér á Suðausturlandi, að Esja gat ekki heldur lagzt að bryggjum hér i næstu höfnum austan við okkur. Það var ekki fyrr en á sunnu- daginn, að bátar héðan komust út og eru nú komnir að með sæmilegan afla eftir veðri, fimm til sjö lestir. Hér hefur aftur á móti verið ákaflega mild tið, og þeir, sem eiga hús I smiðum.hafa getað MUNU HALDA ÁFRAM — segir þýzki sendiherrann notað landlegudagana til þess aö vinna þar. Frá fyrri tiö hefur verið samhjálp manna á meðal, og margir lagt þeim lið, er standa i byggingum. Vegna annrikis kveður orðið minna aö slíku hér f kauptúninu, þó að þaö þekkist enn, og úti I sveitunum hér i Austur-Skaftafellssýslu er al- gengt að nágrannar komi til þess sem stendur i byggingum, og leggi honum lið, án þess að reikna sér þær vinnustundir til tekna. —JH. VEL FÆR skrifstofustúlka óskast sem fyrst. Tilboð sendist i pósthólf 350, Reykjavlk, merkt: Skrif- stofustúlka. Lífeyrissjóður A.S.B. og B.S.F.Í. Stjórn Lifeyrissjóðs A.S.B. og B.S.F.Í. hefur ákveðið að taka á móti umsóknum um lán úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins, Laugavegi 77. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu sjóðsins fyrir 15. febrúar, 1973. Vestur-þýzki ambassadorinn i Reykjavik, Karl Rowold, svaraði i gær mótmælum íslenzku rikis- stjórnarinnar vegna atferlis þýzka eftirlitsskipsins Meerkatze II frá 10 janúar. Jafnframt mót- mælti hann þvi, að varöskipið Óðinn klippti sundur báða togvira vestur-þýzka togarans Siriusar 21. janúar. Vitnaði hann i mót- mælum sinum til Haagdómstóls- ins. „Þýzku eftirlitsskipin munu halda áfram að vernda þýzku veiðiskipin svo fremi sem islenzku varðskipin hætta ekki að beita þýzka ólöglegu ofbeldi á út- hafi á friðartimum”, segir i mót- mælum ambassadorsins. Tek að mér skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Jón Þórðarson, lög- fræðingur. Háaleitisbraut (>8, Austur- veri, simar 82330 og :t592a. Tilkynning fró Byggðasjóði Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins hefur ákveðið, að frá og með 25. janúar 1973 skuli allar sjálfvirkar lánareglur, til þess tima hafa verið i gildi, um lán úr Byggðasjóði til skipasmiði innanlands, skipakaupa erlendis og innanlands, og skipaviðgerða innanlands, falla niður. Frá 25. janúar 1973 skulu umsóknir er ber- ast um lán úr Byggðasjóði til skipakaupa og skipaviðgerða innanlands metnar til lánshæfni og lánsupphæðar með tilliti til byggðasjónarmiða, i samræmi við lög nr. 93/1971 um Framkvæmdastofnun rikisins o.fl. Þetta tilkynnist hér með þeim sem hlut eiga að máli. Framkvæmdastofnun ríklslns Tilkynning fró sjúkrafryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins Samkvæmt lögum nr. 112/1972 tóku sýslusamlög við hlutverki hreppasamlaga og héraðssamlaga frá og með 1/1 1973. Er þvi öllum þeim aðilum, sem fá reikninga á sjúkrasamlögin greidda hjá sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunarinnar, hér með bent á, að nauðsynlegt er, að þeir stili alla reikninga vegna sjúkra- kostnaðar tilheyrandi árinu 1973 á hin nýju sýslusamlög eða kaup- staðasamlögin eftir þvi sem við á. Reikninga vegna sjúkrakostnaðar frá 1972 eru aðilar beðnir að stila á samlögin á sama hátt og gert var fyrir áramótin 1972-1973 og halda þeim þannig greinilega aðskildum frá reikningum þessa árs. Reykjavik, 22. janúar 1973. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.