Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 19
MiOvikudagur 24. janúar 1973
TÍMINN
19
Vikursalli í reifum ung-
• — rætt við fyrstu farþegana, sem
|3 Q | n 5 I n S komu frá Vestmannaeyjum
KagnaOarfundur á Reykjavíkurflugvelli. EiginmaOurinn tekur á móti
Konu sinni. Litla barniO er á milli þeirra. (Timamyndir GE).
Alf-Reykjavik. Það
var þreytulegt fólk, sem
steig út úr flugvél
Vængja á fimmta
timanum i nótt á
Reykjavikurflugvelli,
fyrstu farþegarnir sem
komu frá Vestmanna-
eyjum. Hér var um að
ræða fólk, sem kom af
sjúkrahúsinu i Vest-
mannaeyjum, þ.á m.
mæður með ungabörn.
Meðal farþega. var
Jenny Johansen með
þriggja daga gamalt
barn sitt. í reifum
barnsins var vikursalli.
Jenny beið á flug-
vellinum eftir manni
sinum, Óla Árna, sem
staddur var i Reykjavik,
og má nærri geta, að
mikill fagnaðarfundur
varð, þegar eigin-
maðurinn fann eigin-
konu sina og barn heil á
húfi.
Meðal farþega sem
komu með fyrstu flug-
vélinni frá Vestmanna-
eyjum voru hjónin Sól-
veig Jensen og Þor-
steinn Konráðsson með
nýfætt barn sitt. ,,Ég
hélt, að um gabb væri
að ræða/' sagði Þor-
steinn, þegar við inntum
hann eftir þvi, hver
viðbrögð hans hefðu
orðið, þegar hann frétti
um hamfarirnar.
,,Húsið var barið að
utan, og það var hrópað,
að eldgos væri hafið. Ég
trúði þessu ekki og
lagðist til svefns aftur.
En svo gerði ég mér
grein fyrir þvi skömmu
siðar, að ekki var allt
með felldu. Mikil um-
ferð var á götunni, þar
sem við búum. Mér varð
litið út um glugga og þá
var mér ljóst, hvað var
að gerast. Bjarma sló
yfir austurbyggðina.
Þetta var i sannleika
hrikaleg sjón. Það
fyrsta sem ég gerði var
að vekja annað fólk og
taka saman föggurnar.”
Sólveig og Þorsteinn
voru þreytuleg, þarsem
þau biðu á flugvellinum,
og i öngum sinum yfir
Fyrstu faregarnir, sem komu til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum í nótt. Lengst til hægri er Þorsteinn
Konræaðsson. Fyrir miðju er Sólveig Jensen og lengst tii vinstri Jenny Johansen.
þvi, að fá e.t.v. ekki
húsaskjól i Reykjavik,
þar sem þau ættu enga
að i höfuðborginni. Einn
af ritstjórum Timans,
sem staddur var á flug-
vellinum, tók þau upp á
arma sina og ók þeim á
Loftleiðahótelið, þar
sem þau fengu húsaskjól
og aðhiynningu, en
annars var fólk úr
Iteykjavik farið að
streyma út á flugvöll
strax umnóitina i leit að
ættingjum og vinum og
tók fólk með sér heim.
Flugmenn Vængja, sem
við ræddum við á flug-
vellinum, voru sammála
um, að Vestmanna-
eyingar hefðu sýnt
mikla stillingu á flug-
vellinum i Eyjum, þrátt
fyrir þessar ógurlegu og
óvæntu hamfarir. Flug
frá Vestmannaeyjum
hefði gengið skipulega
fyrir sig, en allar
aðstæður voru þó
erfiðar, þrátt fyrir
hagstætt veður, m.a.
rigndi vikursalla yfir
fólk á flugvellinum.
farið forgörðum, nema hvað hest-
ur trylltist og hljóp beint f eldinn.
Eldsprungan lengdist fljótt og
eitt mannvirki hvarf I eldinn,
innsiglingarviti, sem við köllum
Urðavita. Hann bókstaflega sökk.
Helgafell hefur verið talið út-
dautt eldfjall fyrir langa-löngu,
og hefur ekki gosið í fjögur
þúsund ár, en gosið nú er i sýni-
Íegum tengslum við Surtseyjar-
gosið, þvi að sprungan eða
eldgjáin hefur sömu stefnu.
tbúar I Vestmannaeyjum eru
um fimm þúsund og þrjú
hundruð, auk sjö hundruð
aðkomumanna, og þegar við
komum þangað var gizkað á, að
tvö þúsund og fimm hundruð
væru flúnir. Konum og börnum
var i skyndi komið út i bátana,
se_m ýmist voru farnir
til Þorlákshafnar eða lágu enn við
eyna, og biðu átekta. En mjög
bráður bugur var undinn að þvi
að koma bátunum út úr höfninni,
ef svo ógæfusamlega tækist til, að
hraun rynni þangað og lokaði
innsiglingunni.
Er taliö að fjögur þúsund
manns hafi verið flutt sjóieiðis frá
Eyjum um nóttina og I morgun-
sárið.
Við ókum niður i bæinn. Þorri
fólks, sem eftir var, hafði safnazt
saman niðri við höfnina, og allur
austurbærinn var auður og yfir-
gefinn, ekki nokkur sála eftir.
Sums staðar haföi fólk gleymt aö
slökkva rafljósin, áður en það
flúði. Annars var ekki að sjá æðru
á neinum manni, þótt eðlilega
yrði mörgum flemt við i fyrstu.
Við ókum Bústaðabrautina
staðnæmdust I nýja hverfinu I
austurbænum. t dýrasta íbúðar-
húsi Vestmannaeyja, átta
milljóna byggingu, giórði aðeins i
ljós bak við rauö gluggatjöld.—
tbúarnir án efa á bak og burt eins
og aðrir. Vikurhriðin dundi á biln-
um linnulaust, og þegar við stig-
um út, skullu vfkurmolarnir hinir
stærstu álfka og fingurkögglar, á
okkur, Vikurinn sat I hári okkar,
þegar við forðuðum okkur inn i
bflinn undan hriðinni.
Um allar götur var lag af vikri
og ösku, og enn bættist við, þvf að
eldarnir virtust færast f aukana
þá stund, sem við vorum þarna.
Þegar við komum á flugvöllinn,
voru komnar þangað þyrlur og
flugvélar frá Flugfélagi tslands,
og lögreglumenn og menn úr
hjálparsveitum I Eyjum voru
sem óðast að koma þangað upp
eftir með gamalmenni, sjúkiinga
úr sjúkrahúsinu og annað las-
burða fólk, sem ekki hafði þótt
ráðlegt aö láta velkjast með
bátum til lands. Okkur var sagt
að Herjólfur væri á leið úr
Reykjavik og varðskipum hefði
verið stefnt til. Gullfoss, sem
legið hafði hér f höfninni, hafði
lika verið mannaður og sendur af
stað tii Eyja.
Við hittum Stefán Helgason,
Benediktssonar, á flugvellinum,
og kvaðst hann hafa orðið fyrstur
til þess að hringja á Almanna-
varnir og biðja þær að hefjast
handa. Fyrst i stað áttaði sá, sem
hann talaði við sig ei á þvf, hve
alvarlegir atburðir höfðu gerzt:
Hann hélt, að um gabb væri íað
ræða. En nú voru menn frá Al-
mannavörnum komnir á vett-
vang.
Þegar við héldum heimleiðis
laust fyrir klukkan sex hafði sneið
austan undir Helgafelli rifnað
nær frá stranda á milli. Þar sem
litlu áður höfðu aðeins fáir hraun-
taumar náð i sjó fram, ruddist nú
hraunleðja fram á breiöu svæði
með miklu skarki, og dunurnar
og dynkirnir höfðu magnazt um
allan helming.
Bæði I lofti og á sjó var óslitinn
straumur ijósa — flugvélar I lest
á leið til Reykjavikur og lfklega
um fimmtiu bátar á leið til lands,
ferðinni heitið tii Þorlákshafnar.
Bátalestin teygðist alla leið frá
Eyjum langieiðina vestur á móts
viö Stokkseyri.
Austur yfir Hellisheiði var
óslitinn straumur bifreiða. Sumir
voru sýnilega á leið austur á
Kambabrún, þvi að þaöan mátti
glöggt sjá eldana I Eyjum, en
aðrir, og þeir mun fleiri, voru á
leið til Þorlákshafnar til þess að
sækja fólkið, sem flúið haföi
heimkynni sin. Það voru litlir
fólksbilar, stórir langferðabflar
og meira að segja strætisvagnar,
sem alla jafnan þræða sömu
göturnar æ ofan i æ innan
borgarmarkanna.
Við vorum komnir vestur yfir
Hellisheiði, þegar tilkynnt var, að
öllum væri bannað að fljúga til
Eyja, nema starfsmönnum Al-
mannavarna og vfsindamönnum,
svo og flugvélum, sem voru aö
sækja fólk.
Móðir og dóttir, nýkominn frá Vestmannaeyjum.