Tíminn - 24.01.1973, Page 21

Tíminn - 24.01.1973, Page 21
Miðvikudagur 24. janúar 1973 TÍMINN 21 Lýsing Sigurðar Þórarinsson p]ins og fyrr var sagt hafði útvarpið viðtal við Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, er hann var nýkominn úr flugi yfir gosstöðvarnar. Minnti hann á, að liðin væru 4-5 þúsund ár siðan siðast gaus i Heimakletti. Gos- ið taldi hann vera dæmi- gert sprungugos. Enn væri gosið allt á þurru og þvi hreint flæðigos. Sprungan hefði svipaða stefnu og sprungugosið i Surtsey. Með tilliti til byggðarinnar og kaup- staðarins i Vestmanna- eyjum gæti sprungan naumast haft heppilegri legu. Sprungan væri um 1500 metrar á lengd og væru á henni 50-60 eld- strókar, sem næðu 40-50 metra i loft upp og mynduðu þeir samhang- andi eldvegg. Hraunið rennur i sjó fram en hætta er á því að rennsli þess breyti stefnu og fylgi siðan hömrunum með strönd- inni, þvi að kælingin er meiri sjávarmegin og þvi hætt við að rennslið verði með hömrunum, þegar hraunmagnið eykst. Hætta er á gjalli og ösku, ef sprungan opnast út i sjó og enn- fremur getur hætta skapajpt, ef þessi sprunga lokast og önnur sprunga myndast á eynni. Flugvöllur var opinn enn, er þetta er skrifað en nokkurt grjót mun hafa verið komið á brautarendann. Hætt er hins vegar á, að flug- völlurinn lokist, ef hvessir og vindátt stend- ur af eldinum á flugvöll- inn. Roskin kona meöbarnabarn sittí fanginu á flótta undan eldinum. Komiö með aldraða konu i bil Kiskiðjunnar á flugvöllinn í Eyjum Sjúklingur borinn á börum i flugvélina á Vcstmannaeyjaflugvelli Eldhafið i Vestmannaeyjum — kaupstaðurinn i baksýn. Myndin var tekin um fimmleytið — Timamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.