Tíminn - 24.01.1973, Side 23
Miðvikudagur 24. janiíar 1973
TÍMINN
23
Skólabörnum og sjúklingum úr
Eyjum ekki tvístrað
Stp—JH—Reykjavik
Það, sem dunið hefur yfir Vest-
mannaeyjar, er mikilfenglegt.
Það hefðu þótt hrikaleg tiðindi i
Bandarikjunum til dæmis, ef svo
til allir ibúar Los Angeles hefðu
verið fluttir burt á einni nóttu
vegna ægilegra náttúruhamfara,
ogerþaðþó einmitt mjög svipað
hlutfall. Það voru nákvæmlega
2,5% islenzku þjóðarinnar, sem
flutt voru á einni nóttu til megin-
landsins.
Þessum gifurlegu, óvæntu
mannflutningum fylgja mörg
vandamál og mikil. Hvar á hinn
mikli bátafloti Vestmannaeyinga
að leggja upp aflann sinn, og hvar
verður hann unninn, ef fólk og
mannvirki i Eyjum verða ekki
óhult á þessari vetrarvertið?
Hvar á að búa öllu fólki, sem flutt
hefur verið úr Eyjum, samastað,
og hvaða áhrif hafa þessir at-
burðir á leigumála og húsaverð
við Faxaflóa? Hvar á að fá öllum
vinnu? Hvernig á að sjá börnum
og unglingum fyrir þeirri
kennslu, sem til hafði verið
stofnað heima fyrir ?. Hvar fá
aldrað fólk og sjúklingar sama-
stað?.
Við snerum okkur til Magnúsar
Torfa Ólafssonar menntamála-
ráðherra og spurðum hann, hvað
helzt væri fyrirhugað í kennslu-
málunum.
SKÓLABÖRN OR
VESTMANNAEYJUM
t barnaskóla Vestmannaeyja
voru 844 börn og tuttugu og niu
fastir kennarar, og að auki voru i
barnaskóla aðventista 27 börn og
einn kennari. t gagnfræða-
skólanum voru 264 nemendur, þar
af seytján i framhaldsdeild, en
fastir kennarar þrettán og
stundakennarar átta. Loks voru i
Eyjum ýmsir sérskólar — fjöl-
mennur iðnskóli, tónlistarskóli,
sjómannaskóli, vélstjóraskóli og
matsveina- og veitingamanna-
skóli, og trúlega hafa nemendur i
þessum skólum verið fast að tvö
hundruð. Þessi tala i heild ber
með sér, að i Vestmannaeyjum
hafa verið riflega þréttán
hundruð skólanemendur, svo að
hér er ekki fram úr litlu að ráða.
— Við höfum verið að leggja
drög að þvi, sagði menntamála-
ráðherra, að þessir nemendur fái
eðlilega kennslu, geti haldið
hópinn á sama hátt og áður og
notið sömu kennara. Við viljum
halda þeirri bekkjaskipan, sem
var heima fyrir, og við erum að
beita okkur fyrir þvi, að skólarnir
i Reykjavik verði opnaðir
þessum börnum og unglingum.
IfRÍMERKI — MYNT
Kaup — *ala
Skrifið eftir ókeypis J
vörulista.
Frímerkjamiðstöðin
Skólavörðustíg 21 A|
Reykjavík
miamma
Fræðsluyfirvöld i Reykjavik og
skólastjórarnir vestmanneysku
verða auðvitað að fjalla um
þetta, og að sjálfsögðu kostar
þetta, að hér verður að tvi- og
kannski þrisetja skóla, en það
hefur oft verið gert áður, þegar
minni neyð steðjaði að en nú.
Þeim, sem stundað hafa nám i
sérskólum, verður komið inn i
hliðstæða skóla hér.
Óskar Arason i Meiaskóianum.
Hann var að dunda sér ásamt
fleiri börnum i einni kennslustofu
Melaskólans. „Mér brá auðvitað
ofsalega, þegar ég sá gosið. Þetta
er mjög spennandi. Og svo var ég
sjóveikur á leiðinni til Þorláks-
hafnar, úff ! "
BæjarstjórafundurFarfa“
bæjarstjórnar, Gunnar Sigur-
mundsson, Jón Traustason, Guð-
laugur Gislason, Jóhann Frið-
finnsson, Reynir Guðmundsson,
Guðmundur Karlsson og auk þess
voru á fundinum yfirlögreglu-
þjónn, slökkviliðsstjóri, rafveitu-
stjóri, bæjarverkfræðingur og
forsvarsmaður Hjálparsveitar
skáta.
Á fundinum voru samþykktar
þakkartillögur til allra, sem unn-
ið hafa að aðstoð við Eyjamenn á
þessum ógnardegi, og enn fremur
voru samþykktar á þessum fundi
tilkynningar til Vestmannaeyja-
báta, sem farið höfðu úr höfn um
morguninn.
Fréttamaður Timans kom að
máli við Sigurgeir Kristjánsson
forseta bæjarstjórnar að loknum
fundinum, sem haldinn var við
bjarmann af eldgosinu og við
undirleik gosdrunanna.
— Þetta kom eins og reiðarslag
yfir bæjarbúa og bæjarfélagið, og
það er ekkert gamanmál að
hlaupa upp úr rúminu um miðja
nóttog vera drifinn niður i skip og
út á ólgusjó, eins og var i nótt, —
segir Sigurgeir. — Mig skal þvi
ekki undra, þótt farið hafi um
eina og eina konuna á leiðinni.
Það má teljast þakkarvert, að
ekkert slys varð við þessa
flutninga.
— Ég er hræddur um, sagði
Sigurgeir ennfremur, að þetta
verði hnekkir, sem við biðum
ekki bætur i náinni framtið, og
það gæti orðið óhugur i fólki að
snúa hingaðsvona fyrst i stað. Ég
er heldur ekki viss um, að gosið
detti niður alveg á næstunni.
— Otgerðarmenn hér voru i
óðaönn að búa sig undir vertið, og
þá fyrst og fremst á loðnuvertfð-
ina. Er dökkt útlit með hana nú —
Rikisstjórnin tók þetta mál fyrir
á fundi sinum i morgun, sagði
Sigurgeir, er við ræddum við
hann i gær, — og var málið tekið
þar fyrir föstum og góðum tökum
að minu áliti. Bæði var þar um að
ræða móttöku Vestmannaeying-
anna i Reykjavik og skipulag og
aðstoð við þá, er yfirumsjón með
skipulagningu og aðstoð hafa
Almannavarnir rikisins. Þá er
ráðgert að skipa nefnd fulltrúa
allra stjórnmálaflokkana, sem
kanna mun fjárhagshlið þessa
máls.
Að sjálfsögðu munu þó ekki
allir, sem sátu á skólabekk, koma
hingað til Reykjavikur, heldur
staðnæmast annars staðar i
vetur, einkanlega austan fjalls,
og að þvi leyti hlýtur hópurinn
eitthvað að tvístrast.
Við höfðum samband við
Magnús Kjartansson heilbrigðis-
málaráðherra siðdegis i gær I þvi
skyniaðfá upplýsingar um, hvort
tekin hefði verið ákvörðun varð;-
andi vistun sjúklinganna, og þa
sérilagi langlegusjúklinganna, úr
Eyjum.
— Að minni hyggju kemur til
álita að kanna möguleika á
opnun Grensásdeildar Borgar-
spitalans til vistunar langlegu-
sjúklinganna. Deildin er hugsuð
fyrir langlegusjúklinga, og er
fullbúin að mestu leytii að ég
hygg, en hefur ekki verið opnuð
vegna skorts á starfsfólki. Með
sjúklingunum frá Vestmanna-
eyjum kemur einnig starfsfólk,
sem hefur annast þá þar, og
spurningin er sú, hvort hægt sé
að láta þetta fara heim og saman.
Þetta verður athugað, engin
ákvörðun hefur verið tekin enn.
— Hve margir eru langlegu-
sjúklingarnir úr Eyjum?
— Ég hygg, að þeir séu rúmlega
30.
— Hvernig gekk annars að
koma sjúklingunum yfirleitt fyrir
hér i borginni i morgun?
— Það voru engin vandkvæði
með það. Þeim var komið fyrir á
Landspitalanum , Borgar-
spitalanum og Landakots-
spitalanum. Hægt hefði verið að
koma fyrir yfir hundrað sjúkl-
ingum, ef á hefði þurft að halda.
Það hefur verið mjög auðvelt
fyrir sjúkrahúsin að taka þessa
viðbótarsjúklinga og raunar hafa
verið i meira en ár tiltækar áætl-
anir um, hvernig hægt væri að
beita sjúkrahúsunum i
Reykjavik, ef upp kæmu meiri
háttar áföll, eins og t.d. flugslys.
Það á að vega hægt að taka á móti
miklu fleiri sjúklingum, en þarna
var um að ræða.
Segja fyrir
Framhald
af bls. 10.
Þessi litla hnáta, hún Bylgja
Dögg, var aldeilis ekki bangin.
Ilún sat og krotaði á bók ásamt
fleiri börnum i Melaskólanum.—
,,Og veiztu bara, ékom lika með
fluvvél”. Er ég spyr hana, hvort
hún hefði ekki séð gosið, eldinn,
segir hún. — „Gosið?”. „Sá é
þa”, og lítur spyrjandi á stúikuna
sem situr hjá henni.
— Hvað voru þetta margir
sjúklingar alls, sem komu úr
Eyjum?
—Sjúklingarnir, aldrað fólk og
lasburða voru ekki nema um
fimmtiu talsins. Það eiga,eins og
ég sagði/ekki að vera nein vand-
kvæði á að jafna þeim niður á
sjúkrahúsin þrjú/ og eins með þvi
að taka Grensásdeildina i notkun.
Það verður væntanlega senn
tekin ákvörðun um hana?
— Hún er ein af þeim mögu-
leikum, sem skoðaðir verða. En
auðvitað þyrfti þá að koma til
samningur milli rikissin og
borgarinnar, þar sem Grensás-
deildin er hluti af Borgar-
spitalanum.
kvöldið byrjuðu svo seint að búið
var að loka simanum og ég gat
ekki látið vita af þessu suður.
Kippirnir þá voru að visu ekki
miklir, en þegar þeir byrjuðu
svona aftur varð ég óneitanlega
hálf órólegur. Það er nefnilega
reynslan með þessa smáskjálfta,
t.d. frá Hawaii-eyjum, að tiðni
þeirra vex alveg gifurlega fyrir
eldgos.
Það er ekki gott fyrir mig að
segja til um, hve djúpt þessir
kippir byrjuðu, það er eiginlega
frekar fyrir fræðimenn heldur en
. okkur bændur, en rótið hefur
verið komið nokkuð ofarlega,
þegar hræringa fór að gæta hjá
okkur. Maður hafði getað vænzt
þeirra á 8-15 km dýpi, en það
hefur verið komið upp fyrir það,
og alltaf grynnkaði á skjálft-
unum.
Ég svaf heldur illa þessar
nætur og fór svo á fætur um
fjögur leytið i nótt, en þá kom
Guðni Agústsson til min, og sagði
hvað titt var. Þetta var ógn-
vekjandi sjón, að sjá bæinn
hverfa fyrir samfelldu eldhafi, og
maður gat vænzt þess, að handan
þess færi fram gjöreyðing manna
og mannvirkju, en sem betur fer
hefur svo ekki orðið.
Ég held aö eftir þessa reynslu,
ætti að vera hægt að segja alger-
lega fyrir um á hverju von væri.
Það er náttúrulega varla upp á
klukkustund, en alveg hvað væri i
aðsigi og næstum þvi hvenær.
T.d. held ég, að Katla geti ekki
komið okkur að óvörum að feng-
inni þessari reynslu, þó að við
fengjum ekki nema einn mæli i
viðbót, en ég myndi telja afar vel
fyrir henni séð, ef einn mælir væri
i Skaftártungum og svo þessi
mælir, sem nú er hér inni á
Höfðabrekkuafrétt, ásamt einum
tveim hér vestar i Mýrdalnum.
Slikt mælakerfi ætti að geta
komið i veg fyrir stórtjón, ef vel
er að unnið.
Svo sagðist hinum sextuga
sjálfmenntaða bónda, og ættu orð
hans að verða ráðamönnum til
umhugsunar um hagnýtt við-
vörunarkerfi við eldgosum fyrir
allt landið.
/4 Hálfnað er verk þá hafið er i
Jfi lllil 1
^ _ l
sparnaður
skapar verðmæti
^ Samvinnubankinn
JÓN LOFTSSONHR
Hringbraut 121U.Í110 6ÖO
SPÓN APLOTUR 8-25 mm
PLASTII. SPÓN APLÖTUR
12—19 mm
IIARÐPLAST
IIÖRPLOTUR 9-26 mm
IIAMPPLÖTUR 9-20 mm
BIRKI-GABON 16-25 mm
BEYKI-G ABON 16-22 mm
KROSSVIDUR:
Birki 3-6 mm
Beyki 3-6 mm
Fura 4-12 mm
IIARDTEX mcft
lillli 1/8” 4x9’
rakaheldu
IIARDVIDUR:
Eik, japönsk. amerlsk,
áströlsk.
Beyki. jú gós la v nesk t,
danskt.
Tcak
Afrom osia
Mahogny
Iroko
Palisander
Oregon Pine
Kainin
Gullálmur
Abakki
Am. Ilnota
Birki 1 1/2-3”
Wcnge
SPÖNN':
Eik - Teak - Oregon
Pine - Eura - Gullálmur
Almur - Abakki - Beyki
Askur - Koto - Am.Hnota
Afromosia Mahogny
Palisander - Wenge.
EVRIKLIGGJANDI
VÆNTANLEGT
OG
Nyjar birgftir
\ ikulega.
teknar heim
VERZLID ÞAR SEM OR-
VALID EK MEST OG
KJÖRIN BEZT.
Jón Grétar Sigurðsson|
héraftsdómslögmaður
Skólavörftustig 12
Simi 18783
ÍlöGFRÆÐI- "'í
jSKRIFSTOFA j
| Vilhjálmur Amason, hrl. |
Lckjargötu 12.
Idðnaöarbankahúsinu, 3. h.)
Simar 24635 7 16307.
'---------------------->
rrTntrnnrrT^
Menntamálaráðuneytið,
23. janúar 1973.
Auglýsing
frá menntamálaráðuneytinu
Vegna athugunar á kennslu fyrst um
sinn fyrir nemendur barna- og gagn-
fræðaskóla i Vestmannaeyjum, er þess
beiðzt, að þeir láti skrá sig eftir dvalar-
stað föstudaginn 26. þ.m., kl. 13-18:
Tjarnargötu 12, simi 2-14-30,
Digranesvegi 10, simi 4-18-63
Strandgötu 8-10, simi 5-34-44 og
í Reykjavik
i fræösluskrifstofunni,
í Kópavogi
i fræðsluskrifstofunni,
í Hafnarfirði
i fræftsluskrifstofunni,
eftir kl. 17,5-32-50.
Annarsstaðar hafi nemendur samband við skólastjóra
næsta skóla.
Nemendur Stýrimannaskólans, Vélskólans, Iftnskólans
og Tónlistarskólans I Vestmannaeyjum hafi samband
við skólastjóra næsta hliðstæðs skóla.