Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. janúar 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarfiokkurinn SSS Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjórí Sunnudagsblaðs Timáns). Auglýsingastjóri: Steingrhnur GislasAii, • Ritstjórnarskrif stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-1.8306 i;S Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — aúglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjalé £25 k[ónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Hrikalegt áfall Augu allra eru að opnast fyrir þvi, að það verður hrikalegt tjón fyrir þjóðarbúið, ef engin framleiðslustarfsemi getur átt sér stað i Vestmannaeyjum á næstu mánuðum. Áfall Vestmannaeyinga sjálfra er að sjálf- sögðu mest, en það getur ekki farið hjá þvi að þetta tjón lendi á öllum þegnum þjóðfélagsins. Þessu mikla áfalli þjóðarbúsins verður að jafna niður á alla landsmenn jafnframt þvi sem treysta verður á, að sá samhugur, sem komið hefur fram hjá þjóðinni siðustu daga og rik hjálpsemi og aðstoð i garð Vestmanna- eyinga muni halda áfram og allir landsmenn verði samtaka um að gera Vestmannaeyingum sinar miklu búsifjar sem léttbærastar. Verði ekki hægt að halda uppi framleiðslu i Vest- mannaeyjum i vetur, er alveg útilokað að bjarga að öllu leyti þeim framleiðsluverð- mætum, sem þar hefðu annars orðið til. Á siðustu vertið var landað i Vestmannaeyjum þriðjungi loðnuaflans. Fari svo, að ekki verði talið vogandi að landa loðnu i Vestmanna- eyjum á þessari vertið, m.a. vegna þeirrar hættu, sem framleiðsluverðmætin yrðu sett i, er augljóst, að mikil verðmæti glatast. Vest- mannaeyjar liggja bezt við loðnumiðunum og þar er framleiðslugeta mikil, ef sigla verður með aflann langar leiðir til fjarlægra hafna, er ljóst að heildaraflinn verður miklu minni en annars hefði orðið. Þótt við vonum að sjálf- sögðu að gosinu linni sem fyrst, höfum við ekki leyfi til annars en búa okkur undir hið versta og miðað við styztan tima svipaðra eldgosa hér á landi, verður að teljast óliklegt að loðnuvinnsla geti átt sér stað i Vestmannaeyjum á þessari vertið. Óhugsandi er að fiskvinnsla fari fram i hinum stóru og afkastamiklu frystihúsum i Vestmannaeyjum i vetur, nema gosinu linni nú alveg á næstunni. Til þess að reka þessi af- kastamestu frystihús landsins þarf margt manna að vera i Vestmannaeyjum, ekki sizt konur, og það dettur engum i hug að senda konur og börn út i Vestmannaeyjar meðan gosið varir. Rikisstjórnin hefur nú skipað nefnd til að kanna efnahags- og atvinnumálahliðar þessa áfalls. Það verður allt gert til þess að draga sem mest úr þvi tjóni, sem af þessum náttúru- hamförum hlýzt. En jafnvel þótt flest gangi i haginn i þvi efni, verður tjónið samt stórkost- legt fyrir landsmenn alla. Þjóðarbúið stendur nú frammi fyrir tapi á útflutningsverðmætum, sem nemur einum til hálfum öðrum milljarði króna. Þar við bætist svo tjón Vestmannaeyinga og fyrirtækja þeirra, sem enginn veit á þessu stigi, hve mikið getur orðið. Nú reynir á, hvort þjóðin hefur þann manndóm og raunsæi til að bera að sjá erfiðleikana i réttu ljósi, takast á við þá með þreki og af þegnskap og sigrast á þeim með samstilltu átaki i anda samvinnu og sáttfýsi. Fyrstu merki þess, að við slikum eigindum þjóðarinnar megi reikna, eru þau, að vél- stjórar i frystihúsum aflýstu verkfalli og lögðu mál sin i gerð. Nú beinast augun að togarasjó- mönnum og raunar að launþegasamtökunum i heild. -TK. ERLENT YFIRLIT Morð Cabrals mun herða stríðið gegn Portúgölum Cabral ætlaði að lýsa yfir sjálfstæði portúgölsku Guineu Amilcar í GÆR hófst i Osló fundur til undirbúnings ráöstefnu um nýlendu- og kynþáttamál, sem halda á þar i borg á vegum Sameinuöu þjóöanna i april- mánuöi næstkomandi. Meöal þeirra, sem höföu verið boðaö ir á undirbúningsfundinn, var Amilcar Cabral, leiðtogi sjálf- stæðishreyfingarinnar i port- úgölsku Guineu. Hann haföi tilkynnt komu sina, en mætti ekki af óviöráöanlegum á- stæðum. Hann var myrtur siö- astl. laugardag fyrir utan hús sitt i Conakry, sem er höfuð- borg hinnar sjálfstæöu Guineu, en þar hefur hann dvalizt öðru hverju i boði rikisstjórnarinnar þar. Cabral mun jafnan vera tal- inn með merkustu leiðtogum, sem Afrikumenn hafa átt. Oft hefur hann verið nefndur Che Guevara Afriku, en honum hafði orðið betur ágengt sem skæruliðaleiðtoga en nokkrum öðrum i Afriku. óhætt mun að segja, að hann hafi verið Che Guevara að þvi leyti fremri, að hann var miklu hyggnari og undirbjó aðgerðir slnar stór- um betur. Guevara hélt, að i Boliviu væri nóg að hefja skæruliðastarfsemi og þá myndi almenningur snúast i lið með henni. Þetta reyndust draumórar. Guevara var of- urhugi og hugsjónamaður, en óraunsær. Cabral sameinaði hins vegar þetta allt. Samherjar Cabral eru ekki i neinum vafa um, að morðið hafi verið framið af flugu- mönnum Portúgala. Þótt Portúgalar mótmæli berast böndin óneitanlega að þeim. Cabral var svo óumdeildur sem leiðtogi, að ótrúlegt er, að hann hafi verið myrtur af ein hverjum keppinautum innan sjálfstæðishreyfingarinnar, eins og Portúgalar halda fram. Hins vegar er liklegt, að viss sundrung geti skapazt innan sjálfstæðishreyfingar- innar við fráfall hans. Portúgalar eru þeir einu, sem geta hagnazt á því. Fyrir Portúgala var mikils- vert að ryðja Cabral úr vegi einmitt nú, sökum þess að fyr- ir dyrum stóð að lýsa þann hluta portúgölsku Guineu, sem frelsishreyfingin ræður yfir, sjálfstætt riki, og benti margt til, að þetta riki myndi ekki aðeins hljóta viðurkenningu Einingarsam- taka Afriku, heldur einnig Sameinuðu þjóðanna, eða a.m.k. Allsherjarþingsins. Vegna fráfalls Cabrals geta þessar fyrirætlanir dregizt á langinn. AMILCAR CABRAL var 48 ára að aldri, þegar hann var myrtur. Hann fæddist á Cape Verde-eyjunum, sem liggja undan vesturströnd Afriku. Þær lúta yfirráöum Portúgala. Cabral var kominn bæði af afrikönskum og evrópskum ættum og mátti hann sennilega þakka það hinu evrópska ætterni sinu, að hann átti þess kost að ganga menntabrautina. Hann lauk námi i landbúnaðarfræðum við háskólann I Lissabon og gerðist siðar yfirmaður sér- stakrar landbúnaðarstofn- unar i Bissau, sem er höfuð borg portúgölsku Guineu. Þar sem portúgalska Guinea er fyrst og fremst landbúnaðar- land, fékk hann m.a. það hlut- verk að stjórna manntali i landinu. Hann feröaðist á þeim árum um þvert og endi- langt landið, sem er um 14 þús. fermilúr 650 þús. ibúa. Portúgala mun ekki hafa grunað þá, að Cabral hafði strax á háskólaárum sinum tekið þátt i samtökum, sem höfðu það fyrir markmið að frelsa portúgölsku nýlendurn- ar. A manntalsferðum sinum undirbjó hann stofnun sjálf- stæðishreyfingar, sem var fyrst stofnuð formlega 19456. Hún bar nafnið Sjálfstæðis- hreyfing Guineu og Cape Verde, (skammstafað Paigg), en Cabral taldi, að port- úgalska Guínea og Cape Verde-eyjarnar gætu vel heyrt saman stjórnarfarslega. Cape-Verde eyjarnar eru 15 tilsins og eru um 1500 fermílur að flatarmáli. tbúar eru þar um 250 þús. CABRAL var að þvi leyti ó- samþykkur Guevara, að hann taldi ekki ráðlegt að hefja skæruliðastarfsemi fyrr en búið væri að undirbúa hana vandlega og afla henni fylgis meðal almennings. Þessvegna hóf hann ekki skæruhernað gegn Portúgölum fyrr en 1963. Hreyfing skæruliða efldist stöðugt og er talið, að hún hafi nú milli 5—10 þús. manns undir vopnum. Hún naut stuðnings beggja nágranna- rikjanna, Guineu og Senegai, og henni buðust vopn og vistir viða að. A siðastl. vori var svo komið, að hún réði yfir megin hluta íandsins og Portúgalar höfðu hvergi örugglega völdin, nema i höfuðborginni Bissau og nágrenni hennar. Cabral lét þá fara fram kosningar á þvi landsvæði, sem sjálf- stæðishreyfingin réði yfir, og var kosið 120 manna þing. Það var ætlun hans, að þetta þing lýsti bráðlega yfir stofnun sjálfstæðs rikis, sem hlyti strax viðurkenningu Ein- ingarsamtaka Afrlkurikja. A þeim landsvæðum, sem sjálf- stæðishreyfingin ræður yfir, hefur þegar verið hafizt handa um margvíslega umbótastarf- semi, stofnaðir skólar og heilsugæzlustöðvar, hafinn rekstur sérstakra fyrir- myndarbúa o.s.frv. Allt bar þetta vitni um mikla stjórn- unarhæfileika og forsjálni Cabrals. CABRAL var einn þeirra velt með að vinna sér traust. vel.með að vinna sér traust. Hann var hægur I framgöngu Cabral. og barst aldrei mikið á. Hann lagði alltaf á það mikla á- herzlu, að almenningur fengi að vita allan sannleikann. Það mætti ekki leyna ósigrum eða mistökum eða reyna að halda þvi fram, að hægt væri að vinna auðvelda sigra. Bækur og ritlingar, sem hann reit um þessi efni, eru nú eins konar fræðibækur skæruliða um viða veröld. 1 þessum ritum hefur hann sérstaklega varað við að leggja ofmikið upp úr erlend- um fyrirmyndum eða eldri kenningum. Hvert land hafi sin sérstök skilyrði, sem taka verði með I reikninginn. Cabral tók við aðstoð hvað- an, sem hún kom, en lagði jafnframt áherzlu á að vera engum háður. Hvorki Rússar eða Kinverjaf gátu talið hann sinn mann, þótt hann fengi hjálp frá þeim. Cabral naut þvi viðurkenningar langt út fyrir raðir byltingarmanna. Hann var viðurkenndur sem óháður og ábyrgur þjóðarleið- togi. Jafnvel páfinn veitti hon- um áheyrn, er hann kom til Rómar 1970. Rikisstjórn Noregs veitti sjálfstæðishreyf- ingu hans fyrir tæpu ári síðan einnar milljónar norskra króna styrk til félagslegra umbóta. A siðastl. ári fékk Cabral leyfi til að ávarpa ný- lenduráð Sameinuðu þjóðanna sem sérstakur fulltrúi frelsis- hreyfinga I Afriku. Þess mun fá dæmi, að leiðtogi skæru- liðahreyfingar hafi notið eins mikillar almennrar viður- kenningar og hann. Vafalitið má telja, að morð- iðá Cabral muni herða barátt- una gegn Portúgölum, bæði i Guineu og annars staðar i Afriku. Fráfall hans getur ef til vill veikt sjálfstæðishreyf- inguna I Guineu um stund, en aldrei til langframa. Leiðsögn sú, sem hann veitti, mun verða fylgismönnum hans hvatning til að bera stefnu hans fram til sigurs. Portúgalar eru dæmdir til þess að tapa i Guineu og ann- ars staðar I Afrlku. En þótt stefna Cabrals vinni sigur, er mikill skaði að fráfalli hans, þvi að hann hefði verið öðrum Viklegri til að móta þá stjórn- arhætti, sem bezt hefðu hent- að. Hann var einn þeirra for- ustumanna, sem var ekki sið- ur vænlegur til leiðsagnar á friðartimum en á styrjaldar- timum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.