Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 19
Föstudagur 26. janúar 1973 TÍMINN 19 Aldrei langað FJabTshí hrædd á leiðinni. En það voru margar hendur til hjálpar, og mikið ósköp var fólkinu vel hjálpað — þessu, sem ekki gat bjargað sér sjálft. — — Ertu ekki eftir þig eftir ferðalagið? — Ekki mjög, en ég er nú samt heldur lasnari en ég var. Þetta var lika svo mikið áfall, eins og þú getur imyndað þér. — Fylgistu með fréttum frá Eyjum? — Já, já, ég hlusta mikið á út- varpiðog horfi á sjónvarp. Þess á milli er ég að hekla, mér finnst alltaf betra að hafa eitthvað milli handanna. Gamla konan sýnir mér heklaðan dúk, sem hún hefur verið að vinna að,og sést ekki á honum, að henni sé mikið farið að förlast. — Ég er nú komin hingað til Reykjavikur, þótt ég hafi aldrei ætlað mér það, og maður verður að taka þvi. Ég býst svo við, að ég fari á Vifilsstaði, segir gamla konan að lokum, og rósemin bregzt henni ekki, þrátt fyrir allt, sem yfir hana hefur dunið undan- farna daga. JGK. Víetnam Framhald af bls. 20. væntanlega Vietnamráðstefnu. I Peking telja menn þó, að Kin- verjar muni taka þátt i slikri ráð- stefnu. Fulltrúinn visaði aðeins til opinberrar yfirlýsingar kin- verska utanrikisráðuneytisins fyrr i vikunni.þar sem vopnahlés- samningunum var fagnað. Kin- verjar hafa áður neitað að taka þátt i ráðstefnu um Vietnam. Ahrifamaður frá Noröurviet- nam lét i gær i Peking i ljósi vantrú á þvi, að Bandarikjamenn héldu loforð sitt um að kalla heim heri sina frá Suðurvietnam. Hann benti á,að Bandarikjamenn hefðu ekki skrifað undir Genfarsamn- inginn 1954 og komið i veg fyrir.að hann tæki gildi. — Bandarikja- menn verða nú að viðurkenna, að i Suðurvietnam eru tvær rikis- stjórnir, tvenn stjórnkerfi, tveir herir og þrir aðalstjórnmála- flokkar, sagði þessi Norðurviet- nammaður. Nguyen Duy Trinh kominn til Parisar. Utanrikisráðherra Norðurviet- nam.Nguyen Duy Trinh, kom til Parisar á fimmtudag til að undir- rita vopnahléssamninginn á laugardag. Hann lét þar svo um mælt, að landar hans myndu standa viö sinn hluta samning- anna. William Rogers utanrikis- ráðherra Bandarikjanna er vænt- anlegur til höfuðborgar Frakk- lands á föstudag til að undirrita samningana fyrir hönd Banda- rikjastjórnar. Mörg hundruð Vietnamar fögn- uðu Trinh við komuna til Le Bourgetflugvallar. Þeir sungu og veifuðu þjóðfána sinum, þegar hann ók til aðalstöðvar sendi- nefndar Norðurvietnama i Paris. Um 50.000 Norður- og Suðurviet- namar búa i Frakklandi. Jón Grétar Sigurðsson | héraðsdómslögmaður Skóla vörðustlg 12 Sími 18783 Sölusýning á kerrum til sölu og sýnis i Skeifunni 8 (neðri hæð). Fólksbílakerrur 3 gerðir Jeppakerrur 2 gerðir Dodge Weapon-kerrur 3 gerðir Hestaflutningakerrur 1 gerð Tank-kerrur 1 gerð Norskar, danskar, enskar og ameriskar gerðir. Gísli Jónsson & Co. hf. Simi 11740 Vélaborg Skeifan 8 — Simi 86680 Auðbrekka 55 BRIMBERG HF., heildverzlun er flutt að AUÐBREKKUR 55, Kópavogi. Simar 43622—42700. Fyrirliggjandi: Tréskrúfur, koparskrúfur, krómaðar koparskúfur. Stálskrúfur — Franskar skrúfur — Borða- bolta — Maskínuskrúfur. Brimberg hf., heildverzlun. x VEITINGAHÚSIÐ Lækfarteig 2 Hljómsveit Guðmundar Sigurðssonar Gosar — og Tríó 72 Opið tii kl. 1 Gullsmiðurinn Framhald af bls. 9. I hagnaðarskyni fyrir fyrirtæki þeirra Rundells og Bridge, var Storr neyddur til að gerast yfir- maður starfsliðsins, sem siðan var þjálfað I að ná nákvæmlega handbragði hans, þvi að pantanirnar streymdu inn og þeim urðu fjármálamennirnir að anna. Rundell var lýst sem hörðum, fráhrindandi og kauðalegum af einum samtfðarmanna sinna. Hann var einnig tortrygginn og smámunasamur fram i fingur- góma Illkvittni og aðrar illar hvatir bjuggu svo margar með honum, að þær komu fram i hverri hans hreyfingu og andlits- drætti. Aftur á móti er Bridge sagður hafa verið hæglátur,en þó skjótur til. ,,Bak hans var einstaklega sveigjanlegt, og enginn i allri London gat bugtað sig og beygt dýpra né oftar en hann”. Hann var samningamaður fyrir- tækisins og lykillinn að rekstri þess. Rundell dó milljónamæringur og Bridge kunni þá að haga málunum sér til hagræðis. Storr, sem átti stóra fjölskyldu, gerðist þá meðeigandi i fyrirtækinu, en hann lenti á hausinn með þvi 1820. Burtséð frá persónulegum tengslum og fátækt virðist Storr nú hafa langað til að hverfa frá fjöldaframleiðslu til sérsmiði og fins handiðnaðar. Þá fór hann i félag með Joe Mortimer, en þeir fóru fljótt á hausinn, eða þvi sem næst, þar eð Mortimer lá með of stóran lager. Fyrirtækið var þó reist við, en Storr átti i erfiðleikum með að vinna með Mortimer.og árið 1839, þegar hann var 68 ára að aldri, dró hann sig i hlé. Hann lézt árið 1844 og lét lítið eftir sig, en mun hafa verið búinn að gera hagstæðar ráðstafanir fyrir fjölskyldu sina áður en hann skildi við. Vinnu- borð hans, verkfæri og teikningar voru varðveitt, þar til i seinni heimsstyrjöldinni, að þau urðu eyðileggingunni að bráð. Orðstir hans hefur verið á lofti haldið, hæst i bók eftir N.M. Pencer: „Paul Storr, siðasti gull- smiðurinn”. Verðið á munum hans hefur risið upp úr öllu valdi, að hluta til vegna fjársterkra ameriskra kaupenda, og einnig vegna þess persónuleika,sem þeir hafa til að bera. Nafnið Storr eitt saman getur að sögn listmuna- kaupmanna tvöfaldað verð hlutarins. —Erl. Víðivangur Framhald af bls. 3. leika sjálfra sín. Ég hins vegar — sagði Kristján, vona aö hægt verði aö hagnýta verksmiðjurnar i Eyjum. Af- kastageta þeirra er 1.800 tonn á sólarhring, og i raun þarf ekki marga karlmenn til þess að halda þeim gangandi” TK Leiðrétting I frétt I blaðinu i gær, þar sem sagt var frá þvi er varðskipiðTýr skar á annan togvir togarans Ross Altair, stóð, að togarinn hefði verið á leið til Bretlands, en átti að vera til Vestmannaeyja. 11— liíím yii . Fulltrúaráðsfundur að Hótel Esju mánudagskvöldið 29. janúar Fulitrúaráðsfundur Framsóknarféiaganna I Reykjavik verður haldinn að Hótel Esju næsta mánudagskvöid og hefst kl. 20.30. Allir fulltrúar og varafulltrúar Framsóknarfélag- anna i Reykjavik velkomnir. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Þorrablót Framsóknarfélögin I Kópavogi halda sitt árlega Þorrablót, laugardaginn 3. febr. Nánar auglýst sfðar. Uppl. I sima 12504. Skemmtinefndin. Siglufjörður Fundur verður I fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Siglufiröi aö Aðalgötu 14,kl. 17.00 laugardaginn 27. janúar. Rangæingar Framsóknarfélag Kangæinga efnir til fjögurra kvölda spilakeppni i félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, sunnudags- kvöldin 28. janúar, 18. febrúar, 4. marz og 18. marz n.k. Keppnin hefst klukkan 21.00 öll kvöldin. Góð heildarverð- laun og verðlaun fyrir hvert kvöld. Stjórnin íbúð Landspitalinn óskar eftir að taka á leigu ibúð 2ja til 4ra herbergja, helzt i nágrenni spitalans. Tilboðum, er greini frá staðsetningu, stærð og leiguskilmálum, óskast skilað á Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 3 sem fyrst. Reykjavik, 25. janúar 1973. Skrifstofa rikisspitalanna Tilkynning til Vestmannaeyinga Sjúkrasamlag- og Tryggingaumboð Vest- mannaeyja opnar skrifstofu i Hafnar- búðum i Reykjavik föstudaginn 26. þ.m., en almenn útborgun bótagreiðslna hefst mánudaginn 29. janúar. Sjúkrasamlag Vestmannaeyja. CUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.