Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. janúar 1973 TÍMINN 15 Þau höfðu aldrei séð jafnlanga og hvassa þyrna og á hvitu, ilm- andi rósagirðingunni beggja megin við hliðið á landsetrinu. Grindin var úr járnrimlum, sem voru bæði háir og þéttir. Auðséð var á öllu, að óboðnir gestir áttu ekki að komast inn. Sveitasetrið stóð i virðulegri fjarlægð frá húsunum, sem stóðu á stjálingi i fjallshliðinni og minntu fremur á smáþorp, en kauptún, þvi að þar var aðeins eitt gistihús, Hótel Lydia, sem stóö niðri við veginn. Einungis fáein hús og bændabýli tjaldstæði i oliuviðarlundi og bátaskýli hjá vatninu. Til- kynningin á hliðinu „Attenti al Cane”, flutti Hugh og Caddie engan boðskap. Hverjum mundi nokkru sinni hafa dottið i hug að hún þýddi: „Varið ykkur á hundinum”? sagði Caddie seinna. Proprieta Privata, var auðskilið: „Einkaeign”, en Contraventori saranno puniti ai termini di legge. Skyldi það þýða „Óviðkom- andi bannaður aðgangur”? spurði Caddie.- Sveitasetrið stóð við stöðu- vatnið Garda á Norður-Italiu, „en það skiptir engu máli hvar það var,” sagði Caddie siðar. Það hefði getað verið, hvar sem var. Það var aðeins staður, þar sem togstreita myndaðist milli tveggja andstæðra afla, eins konar orustuvöllur á erlendri grund. Caddie kallaði hana seinna „orustuna á sveitasetrinu Fiorita”, en fann j)ó alltaf til sektar og sársauka, þegar hún minntist hennar.- Þegar þau horfðu á milli rimlanna, sáu þau oliuviðarlund, kýprusvið og gráan hellulagðan stig, sem bugðaðist milli kýpru- strjánna, er byrgðu útsýnið yfir garðinn. Þau sáu grilla i sölnandi blóm, — ljónsmunna og sigur- skúf, sem óx I breiðum meðfram endilöngum veginum og gular smárósir, sem vöfðu sig utan um kýprustrén. — Fuglasöngur barst að eyrum þeirra frá skuggsælum trjánum og nokkru fjær mátti greina öldugjálfur. Það var eins og önnur veröld i samanburði við heitan, hvítan veginn, sem þau höfðu þrammað eftir innan um bila, sem þutu fram hjá með ofsa- hraða og þyrluðu upp ryki, sem þau sveið undan bæði i andliti og fótleggjum,- Hugh var búinn að leggja frá sér pokann, sem hann hafði tosað með sér aíla leið frá stöðinni I Malcesine, en Caddie hélt ennþá á regnkápunum þeirra með beltunum, sem löfðu niður, en netpokinn, sem hafði geymt brauðið þeirra, appelsinurnar og limonaðiflöskuna, sem þau höfðu keypt i Victoria var orðinn all- mjósleginn. „Sveitasetrið Fiorita,” stóð meö gylltum stöfum á hliöinu. Þau voru komin á leiðarenda, en skyldu þau geta hrundið upp þessu þunga járn- hliði og gengið fram hjá spjöldunum með tilkynningunum inn i þennan græna skuggsæla garð sem var einkaeign? „Við erum búin að fara svo langa leið, að við megum til,” sagði Caddie um leið og hún opnaði hliðið ör- litið og smeygði sér inn. Henni fannst hún vera að stelast, en Hugh kom á eftir henni. Um leið og hann var kominn inn i garðinn greip hann forvitni, sem hann losnaði ekki við næstu daga. Hvað skyldi hann sjá? Hann vissi það ekki. En hann var eins og á nálum af eftirvæntingu. Fyrir innan hliðið var bílskúr með veggjum úr brenndum leir. A einn þeirra var máluð mynd af heilögum Kristófer, og þakti myndin allan vegginn. Fyrir utan skúrinn var bill. Það var grænn Mercedes. Það var eins og ein- hver hefði nýlega ekið honum og skilið hann þarna eftir. Þau virtu bilinn fyrir sér, næstum þefuðu af honum eins og tveir varkárir hundar. Þakið hafði verið dregið niður, og á sætinu lá hvitur silki- trefill með brúnum rósum. Trefill af mömmu? hugsaði Caddie með sér. Hún hafði ekki séð hann áður. Við hliðina á treflinum lágu bil- hanzkar. Voru það hanzkarnir hans? Þau veittu þvi bæði athygli að billinn var tandurhreinn og gjláandi. Stigur lá gegnum oliuviðar- lundinn, sem var eins og breitt belti af gr<5fu hávöxnu grasi og ævagömlum trjám með hlykkjóttum stofnum. Sumir voru mosagrónir, en aðrir sprungnir upp á mitt tré, svo að skein i þurran ljósan viðinn. Rætur trjánna mynduðu hnúða og fléttur i grasinu, en öll báru þau laufkrónu, sem var ýmist græn eða silfurlit eftir þvi sem golan feykti henni til. 1 kringum trén uxu villt blóm, bæði hvit og rauð. Caddie og Hugh hafði komið saman um að ganga ekki á stignum, heldur læðast i grasinu. Þau urðu samt að stikla á slitnum hellunum, sem stigurinn var lagður til þess að komast lengra inn i garðinn, en þau voru i skugganum af limgirðingunni. Kvöldsólin laðið fram úr klipptum kýprustrjánum sterka lykt, sem blandaðist blóma- angan, sem varð æ sterkari þvi lengra sem kom inn i garðinn. Hann var i skjóli bak við húsið, baðaður i sól, og eins og flækja af blómum: — liljum, bleikum og rauöum rósarunnum, páskalilj- um og þrenningagrasi, niður af grashjalla fyrir ofan héngu ilmjurtir en upp á hann lágu bleik, slitin þrep meö blómakeri á hverju þrepi. „Við verðum að fara þarna upp,” hvislaði Caddie en hana langaöi mest til þess aö standa kyrr þar sem hún var. Sólin sveipaði gullnum bjarma bæði um hana og Hugh og það sem þau héldu á, pokana kápurnar og netið. Geislar hennar féllu á bert höfuðið á Hugh og hatt Caddiar, á rykug og breytuleg andlit þeirra og fötin, sem voru orðin þvæld og krumpuð af þvi að þau höfðu sofið i þeim á hverri nóttu. Ljósið, sem lék um hendur þeirra og fótleggi og rykuga skóna var skærara og gullnara en þau höfðu nokkrun timann séð. „Það er italskt”, sagði Caddie, eins og hún væri hálftortryggin. Samt sem áður mundi hún hafa viljað loka augunum og lofa sólinni að skina á augnalokin, sem henni fannst orðin brothætt eins og gler, á hálsinn, axlirnar, hendurnar og fótleggina, sem hana verkjaði i, en þegar þau litu upp, sáu þau helluþak fyrir ofan grashjallann, dökkgula veggi undir máluðum þakbrúnum og rjómagula boga eins og á klaustrinu á myndinni af boðunardegi Mariu, sem hékk i svefnherbergi Caddiar heima i Stebbings. „Þetta er sveita- setrið,” hvislaði Caddie. — Hún gekk feimnislega i humáttina á eftir Hugh upp þrepin. Þegar þau komu upp á hjallinn, sáu þau að þar óx vinviður, og til hægri lá stigur með blómum beggja megin, svo langt sem augað eygði. Vinviðurinn, sem var að byrja að springa út myndaði eins konar þak yfir hjallanum. „Það er skrýtið,” sagði Caddie, „að ég vissi ekki, að vinviðurinn bæri blóm.” Grashjallinn lá upp að garðhúsi með gólfi úr svörtum og hvitum tigulsteini. Inni var járn- borð og stólar hér og þar, og úti- dyrnar voru opnar. Þau sáu, að veggirnir voru þaktir örlitlum fuglabúrum, ög i hverju búri var smáfugl, sem hoppaði til og frá um gólfið og tindi upp af þvi, en stundum baðaði hann út vængjunum. Ó! Ó! hrópaði Caddie. „Uss!” „þessi pinulitlu búr..:” „Uss! ” Hugh kleip i hand- legginn á Caddie, svo að hún þagnaði. „Kjáninn þinn! Viltu að einhver heyri til okkar? Hann vissi ekki, hvers vegna honum fannst svona áriðandi að þegja. Fótatak þeirra hafði ekki heyrzt á mölinni, af þvi að skórnir þeirra voru með svampsólum og fugla- kliðurinn yfirgnæfði rödd Caddiar. Þetta var eins og sælustaður fugla. Það glampaði á dökkbláar og gulleitar svölur, sem flögruðu undir þakskegginu, þar sem þær áttu sér hreiður. „Veslings fuglarnir, sem eru lokaðir i búrunum, verða að horfa á þær,” hvislaði Caddie með meðaumkun. Enginn maður var sjáanlegur. En allt i einu heyrðu þau rödd, sem barst gegnum bogadregnar dyrnar til vinstri. Röddin var há, en hálfrám. Það var eins og ein- hver væri að syngja við vinnu sina. „ttalska,” hvislaði Hugh og leit á bogadregnar dyrnar.. Fyrir utan þær stóð karfa með laukum og hlújárni. „Þetta hlýtur að vera eldhúsið. Ættum við að banka?” spurði Caddie. Hugh hristi höfuðið. Hann vildi ekki berja að dyrum. Söngurinn hélt áfram, og Hugh gekk að dyrunum, en Caddie læddist á eftir honum á tánum. „Ættum við að fara inn? Ættum við ekki að spyrja?” En Hugh sagði bara: „Þey, þey!.” Hann var enn þá á varðbergi. Lárétt Kannaði,- 4) Ar.- 5) Afurðir.- 1) Bátsferð,- 6) Tog.- 7) 8) Ærð,-9) Auð,-13) EE,- 14) Eins,- 9) Stefna,- 10) Mjóar Að.- greinar.- 11) öfug röð,- 12) Eins,- 13) Maðkur.- 15) Særð- ur.- Lóðrétt 1) Unnu,- 2) Röð.- 3) Fugl,- 4) Þófi.- 5) Hringir.- 8) Orka,- 9) Niður.- 13) 495,- 14) Samteng- ing.- X Ráðning á gátu No. 1317 Lárétt 1) Rúgkaka,- 6) Aar,- 7) Sæ.- 9) AU.- 10) Truntur,- 11) Ið.- 12) ÐÐ,- 13) Eða,- 15) Greiður.- lllliiii Föstudagur 26. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænki. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hulda Runólfsdóttir heidur áfram að endursegja söguna um Nilla Hólmgeirs- son eftir Selmu Lagerlöf (5) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Fræðsluþáttur um aimannatryggingar kl. 10.25: Fjallað um sjúkra dagpen. Umsjón: örn Eiðs son, Morgunpopp ki. 10.45: Creedence Clearwater Revival leikur. Fréttir kl. 11.00 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna :Tónleikar. 14.15 Búnaðarþáttur. Gisli Kristjánsson ritstjóri fer með hljóðnemann i penings- húsin á Egilsstöðum með Ingimar Sveinssyni bónda (endurt. þáttur.) 14.30 Siðdegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson. Sigriður Schiöth les (11). 15.00 Miðdegistónleikar. Anna Moffo og Sherrill Milnes syngja italskar óperuariur. 15.45 Lesin dagsrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 V e ð u r f r e g n i r . Tilkynningar. 16.25 Popphornið. 17.40 TóniistarUmi barnanna. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Sinfóniuhljómsveit isiands á tónieikum i Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Euduard Fisch- er frá Tékkóslóvakiu. Ein leikari: Einar G. Svein- björnsson. a. Sinfónisk tilbrigði eftir Ivan Jirko. b. Fiðlukonsert i e-moll op.64 eftir Feiix Mendelssohn- Bartholdy. c. Sinfónia nr. 9 i e-moll op. 45 eftir Antonin Dvorák. 21.35 Ben Lindsay. Agústa Björnsdóttir les fyrri hluta frásögu eftir Magnús Helgason skólastjóra úr kvöldræðum hans i Kenn- araskólanum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Ú tvarpssagan: „Haust- ferming” eftir Stefán Júliusson. Höfundur les (10). 22.45 Létt músik á siðkvöidi. Færeyska hljómsveitin „Manningin”, Solli Sigurðs- son frá Winnipeg og finnskir listamenn syngja og leika. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 26. janúar 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Kariar i krapinu. Bandariskur gamanmynda- flokkur i kúrekastii. A forn- um slóðum. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 21.00 Sjónaukinn. Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 Hvalir. Fræðslumynd frá Time-Life um hvali og hvalveiðar. Þýðandi og þul- ur Gylfi Pálsson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.