Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 20
Föstudagur 26. janúar 1973 J Auglýsingasímar Tímans eru 1-95-23 & 18-300 GOÐI fyrir góöan mut $ KJÖTIDNADABSTÖD SAMBAHDSIHS Tíminn er 40 síður alla laugardaga og sunnudaga.— Áskriftarsíminn er 1-23-23 „ALDREI HEFUR MIG TIL REYKJAVÍKUR LANGAÐ" — sagði konan, sem flutt var úr Eyjum á 94. afmælis- daginn sinn og hafði ekki fyrr á ævinni í höfuðborgina komið Hiö gamla spakmæli, a0 „enginn ræOur sinum næturstaö, máttu Vestmannaeyingar sann- reyna átakanlega aöfaranótt þriöjudagsins. Og þaö er ekki óliklegt, aö Jenný Guömunds- dóttir, gömul kona í Eyjum, hafi hugsaö sem svo, þegar hún var vakin upp og beöin aö tygja sig tii feröar. Hún var flutt tii Reykja- víkur eins og aörir og haföi þá aidrei um sina löngu ævi stigiö þar niöur fæti. En svo hittist á, að þessi skelfingarnótt var aðfaranótt 94. afmælisdagsins hennar. Hún hefur vist ekki um ævina fengiö verri afmælisgjöf. — Mig hefur aldrei langað til Reykjavikur, sagði hún, þegar blaðamaöur ræddi við hana i gær, þar sem hún býr hjá sonarsyni sinum i Karfavogi 27. En svona fór það. Og flest kemur fyrir. — Hefurðu búið I Eyjum alla þlna ævi? — Nei, ekki er það nú. Eg er fædd á Bakka i Austur-Landeyj- um og var orðin fullorðin, þegar ég fluttist til Vestmannaeyja, ég var vist tuttugu og fimm ára þá. — En þú ert fyrir löngu oröin rótgróinn Vestmannaeyingur. — — Já, mikil ósköp, mér hefur alltaf liöið vel þar. Þar var gott að eiga heima. Eyjarnar fóru alltaf vel með fólkið sitt. — Varstu húsmóöir I Vest- mannaeyjum? — Já, maðurinn minn var Jón Guömundsson, hann stundaði sjóinn og haföi ofurlitla útgerð. Hann er nú dáinn fyrir mörgum árum. Hann var ekki nema 47 ára, þegar hann féll frá. Við bjuggum fyrst á Garðsstöðum, siðan bjuggum við á hálfu Breið- holtinu og þaðan fluttumst viö i Mosfellið. Þar var dálitiö gras- býli, og viö höfðum þar tvær kýr. Ég bjó þar svo fyrst eftir aö hann dójen fór svo til sonarsonar mins, en siðustu árin hef ég verið I sjúkrahúsinu i Eyjum. — Þú hefur ekki mikið veriö á ferðalögum um ævina? — Nei, og mig langaði ekki til þess. Viö vorum alltaf heimakær, hjónin. Það var lika svo einstak- lega fallegt á Mosfelli, það stendur alveg upp undir Felli, og það var sérstaklega kvöldfagurt þar, þegar sólin var að.koma fyrir Eiðiö. Jú, ég kom i land fyrst eftir aö ég fluttist i Eyjar. Ég var svolitið i kaupavinnu þar fyrst I stað. En heldurðu, aö það hafi ekki verið nóg að gera i Vestmannaeyjum, þegar þurrkur var og búið að breiöa fiskinn,og allt var hvitt yfir að lita af fiski? Það var aflasælt i Vestmannaeyjum. Við höfðum lika skepnurnarog ræktuðum kál. Okkur langaði aldrei burt, en undum okkur vel i Eyjum. Skelfi- legt áfall er þetta nú fyrir allt landið, aö þetta skyldi koma fyrir. — Þú hefur vaknað upp við tiðindin um nóttina? — Já, já, viö vorum vakin og okkur sagt, að það væri kominn upp eldur og við þyrftum að vera ferðbúin eftir stutta stund. Heldurðu, að það hafi verið geðslegt? Mér hefur alltaf veriö illa við flug, en ég var ekkert Framhald á bls. 19 Víetnam: Gæzlusveitirnar eiga erfitt starf fyrir höndum NTB—Washington, Phnom Penh, Kambódiu. Friðargæzlusveit skipuð 1160 mönnum veröur komin til Vietnam 48 timum eftir að vopna- hléssamningar Bandarikja- manna og Suðurvietnama annars vegar og Noröurvietnama hins vegar hafa veriö undirritaöir i Paris á morgun. Kanada, Indónesia, Ungverjaland og Pólland senda 290 menn hvert, en allar þessar liðssveitir fá það verkefni aö gæta þess,að ákvæði vopnahléssamninganna séu hald- in. Þær eiga að ljósta upp til- raunum til aðflutnings á mönnum og hergögnum og koma i veg fyrir hernaöarátök milli styrjaldar- aöila. Friðargæzlusveitin á að hafa stjórn á nær 1,5 milljón vopnaðra manna á svæði.sem er heldur stærra en Noregur. Þaö viröist nær vonlaust, að þessar fámennu liössveitir geti framkvæmt þetta verkefni, sem þær eiga fyrir höndum, i landi þar sem hundruð þúsundum skæru- iiða og vopnuðum fastaherjum hefur tekizt að leynast og jafnvel koma upp herbúðum i frumskóg- um og fjalllendi án þess aö finn- ast. Kanadamenn hafa tekið það fram, að þeir skuldbindi sig einungis til að sinna friöargæzl- unni 160 daga. Þvinæst muni þeir skoða hug sinn á ný. Ekki auöveldar það gæzustarfið, að samkvæmt vopnahlés- samningunum eiga skýrslur stjórnar friöargæzlusveitarinnar að vera samhljóöa, jafnvel þótt fulltrúar hvers einstaks lands i friðargæzlusveitinni geti bent á mismunandi atriði, sem þeir telja brot á samningunum. Hörö átök í Kambódíu. Lon Nol forseti herforingja- stjórnarinnar I Kambódiu hefur harmaö, að vopnahléssamning- arnir skyldu ekki einnig ná til Kambódiu.og látið i ljósi vonir unv að friður kæmist einnig á þar. Hann virðist þó ekki i nánd, þvi liðsveitirN stjórnarinnar og kambódiskra kommúnista eiga nú i höröum átökum, og Norður- vletnamar virðast ekki hafa i hyggju aö veröa við megin kröfum kambodisku stjórnarinn- ar. Talsmaður stjórnarinnar sagði i gær, að hún áskildi sér rétt til að leita til Bandarikjanna um hernaðaraöstoð samkvæmt fyrri áætlunum,svo aö efla mætti varn- ir landsins. Hann sagði einnig.að ætlunin væri að biðja um aðstoð frá Bandarikjunum i formi flug- afla, ef Norðurvietnamar drægju ekki úr árásum sinum. Víetnamráöstefna í Vín. Alþjóöaráðstefna um Vietnam verður væntanlega haldin i Vin i Austurrlki, samkvæmt upplýsingum frá Aöalstöövum Sameinuöu þjóðanna I New York. Auk styrjaldaraðiia i Vietnam- deilunni eiga Kinverjar, Sovét- menn, Frakkar og Bretar að taka þátt I ráðstefnunni, ennfremur löndin fjögur, sem taka að sér hið alþjóðlega friðargæzlustarf I Vietnam eftir að vopnahléð er komið á. Aöalritari SÞ, Kúrt Waldhein^ mun einnig eiga aðild að umræðunum. Fulltrúi kinversku stjórnarinn- ar sagði I Peking I gær, aö Kin- verjar heföu ekkert að segja unv Framhald á bls. 19 Jenný Guðmundsdóttir Timamynd GE F0RSETI ISLANDS MEÐAL GESTA í EYJUM KJ—Vestmannaeyjum. í fyrrinótt breytti vindáttin sér nokkuö hér I Vestmannaeyjum, og um klukkustundar skeið varð vindurinn austanstæöari og lagði Forsetinn I Vestmannaeyjum I gær. Timamynd; Kári. þá mikinn gosmökk, með til- heyrandi öskufalli, yfir bæinn. Var sama hvar farið var um bæinn i gærmorgun, alls staðar hafði askan dreifzt yfir og var öskulagiö misjafnlega þykkt eftir hvar verið var i bænum. I sumum húsum buldi öskuregnið á rúðum og þakjárni, svo þar var mörgum erfitt um svefn i þessu steypi- regni, en eftir þessa klukkutima hrinu breyttist vindurinn aftur, og i gærmorgun kom sólin upp öllum i Vestmannaeyjum til mikillar ánægju, og létti það skap manna nokkuö. Gosið lagðist niöur að nokkru leyti um nokkurn tima i fyrrinótt, en sótti svo aftur I sig veðrið, en var þó meö minna móti um há- degisbilið I gær. Glampandi sól var þá I Vestmannaeyjum og stirndi á jökla og fjallatoppa i landi, og glampaði á Eyjafjalla- jökul, Heklu og Tindfjöll. Um hádegisbilið I gær kom nefnd sú, sem skipuö hefur veriö til að fjalla um efnahagsmái Vestmannaeyja, til Eyja. Kom hún undir forystu Tómasar Arna- sonar. Gengu nefndarmenn um staðinn og áttu siðan viöræður við bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þá kom einnig um hádegisbilið Kristján Eldjárn, forseti Islands, til Eyja með vél flugmála- stjórnar. 1 för með forsetanum voru Agnar Koefed Hansen flug- málastjóri og forstjórar beggja stóru flugfélaganna, þeir Orn Johnson og Alfreð Eliasson, og fannst mönnum það timanna tákn. Framhald á 5. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.