Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 26. janúar 1973 Urosjón Alfreð Þorsteinsson; Hér á myndinni sjást Tottenham-leikmennirnir Martin Chivers <Eng- iand) og Mike England, fyrirliöi Wales, f fyrri leik þjóöanna á Ninian Park. Wales var nær búið að vinna sinn fyrsta leik á Wembley - Toshack skoraði fyrsta mark leiksins, en Hunter jafnaði fyrir England þegar 4 mín. voru til leikhlés Walesbúar voru ekki langt frá þvi að sigra Englendinga i fyrsta skipti i landsleik í knatt- spyrnu á Wembley, þegar þjóðirnar léku þar á miðvikudagskvöldið. Leikurinn var siðari leikur þjóðanna i undan- keppni heimsmeistara- keppninnar,og lauk hon- um með jafntefli 1:1. Fyrri leikurinn, sem var leikinn á Ninian Park i Wales (heimavöllur Cardiff City), lauk með sigri Englands 1:0, markið skoraði Colin Bell. Wales náði forustu á miðviku- dagskvöldið, þegar John Toshack (Liverpool) sendi knöttinn fram hjá Ray Clemence markveröi Englands, en þessir leikmenn eru félagar i Liverpool og fékk Clemence smjörþefinn, hvernig er aö leika á móti hinum hávaxna og marksækna Toshack, sem skoraði eftir aðeins 24 min. Wales-leikmennirnir fögnuðu innilega og Dave Bowen, fram- kvæmdastjóri Wales, brosti sinu bliðasta. Allt leit út fyrir,að Wales héldi forustunni út fyrri hálfleikinn, en Adam var ekki lengi i Paradis, þegar 4 min. voru til leikhlés, sendi Norman Hunter (Leeds) knöttinn i netið hjá Wales. Með þessu jafntefli er England búið að taka góða forustu i 5-riðl- inum i Evrópu i undankeppni heimsmeistarakeppninnar, stað- an er nú þessi i riðlinum: England 2 1 1 0 2:1 3 Wales 2 0 1 1 1:2 1 Pólland 0 0 0 0 0:0 0 A miðvikudaginn náði Wales i annað skipti i sögunni stigi i landsleik gegn Englandi, i leik sem háður hefur verið á Wembley, þess má að lokum geta, að fyrirliði enska liðsins, Bobby Moore lék sinn 99. lands- leik. UNITED KOMIÐ AF BOTNINUM I 1. DEILD - liðið gerði jafntefli gegn Everton á Old Trafford Tommy Docherty, framkvæmda- stjóri Manchester United, er ekki brosmikill þessa dagana. Manchester United viröist ekk- ert vera aö drifa sig upp úr þeim öldudal, sem liöiö er I. United lék gegn Everton á Olt Trafford á miðvikudagskvöldiö — leiknum lauk með jafntefli 0:0, þar með var United komiö af botninum i 1. deild, aö minnsta kosti i bili. Staðan er nú þessi á botninum i 1. deild: Leicester Stoke Birmingh. W.B.A. Man.Utd. C. Palace 27 6 9 12 31:40 21 26 6 8 12 38:40 20 26 5 9 12 31:43 19 25 6 7 12 24:35 19 27 5 9 13 25:43 19 25 5 8 12 25:33 18 Haukar skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálf- leik gegn Valsmönnum - léku „tréhestahandknattleik” og fundu sjaldan leiðina að marki Valsliðsins, sem þurfti nær ekkert að Haukar, sem fyrir nokkrum árum var I fremstu röð handknatt- ieiksliða okkar, er nú orðið svo lélegt, að hvaða 1. deildarlið sem er á að geta unnið það létt. Lið sem skorar að- eins þrjú mörk i siðari hálfleik á ekkert erindi til að leika i 1. deild. Leikur Vals og Hauka á miðvikudagskvöldið var ekki til að hrópa húrra fyrir — varnarleikur Vals á köflum var eini ljósi punkturinn i leikn- um. En þess má geta, að það þarf nær ekkert að taka á, þegar er leikið gegn eins miklu ,,tré- hestaliði” og Haukaliðið er í dag. Valsliðið tók strax forustu i leiknum, þegar fimm minútur voru liðnar var staðan orðin 4:0. Þá var Ólafur Jónsson, hinn lif- legi sóknarleikmaður Vals,tekinn úr umferð af Sturlu Haraldssyni, sem var látinn elta Ólaf. Olafur ka á.Haukar dæmdir til að Olafsson skoraði fyrsta mark Hauka úr vitakasti á 6. min. og hann skoraði annað markið á 10. min. Þegar staðan var 6:2, voru þeir Ólafur Ólafsson og Þórður Sigurðsson teknir út af. Þegar þeir komu aftur inná eftir sex min. hvild, var staðan orðin 10:2. Atta marka forusta Vals hélzt út fyrrihálfleikinn,sem endaði 16:8. Þess má geta, að Valsmenn mis- notuðu aðeins tvö markskot i fyrri hálfleik, sem er nokkuð gott. Siðari hálfleikur liðanna er sá allra lélegasti, sem hefur sézt til 1. deildarliða i ár, þegar hann var hálfnaður, var staðan 18:9, eða aðeins þrjú mörk skoruð. Fyrir Val skoruðu Bergur Guðnason úr vitakasti og Stefán Gunnarsson úr hraðupphlaupi. Það var ekki fyrr en á 13. min. siðari hálfleiks, að Guðmundur Haraldsson skor- aði fyrir Hauka úr hraðupp- hlaupi. Það var ekki fyrr en á 13. min. siðari hálfleiks, að Guð- mundur Haraldsson skoraði fyrir Hauka úr hraðupphlaupi. Næstu fjögur mörk skora Valsmenn. — Haukar svöruðu ekki fyrir sig, fyrr en á 27. min. Þá skoraði Gisli Blöndal úr vitakasti og Guð- mundur skoraði siðasta mark leiksins fyrir Hauka á 30. min. Leiknum lauk með yfirburðasigri Vals 23:11. Gunnsteinn Skúlason og Ólafur Jónsson áttu beztan leik Vals- manna, en annars voru leikmenn liðsins frekar jafnir. Varnar- falla,með svona áframhaldi leikur liðsins var góður á köflum, leikmenn léku nokkuð fast, og fengu þeir Gunnsteinn, Ólafur Jónsson og Stefán Gunnarsson að kæla sig i 2 min. Það vakti nokkra athygli i leiknum, hvað Gisli Blöndal er orðinn þungur, þá er hann og stundum eigingjarn með knöttinn. Ólafur ólafsson ber höfuð og herðar yfir Haukaliðið, hann er eini leikmaður liðsins, sem er ógnandi — enda eini leikmaður- inn i liðinu, sem þarf að hafa auga með. Hinir leikmennirnir eru eins og miðlungs 2. deildarleikmenn, enda eiga þeir greinilega eftir að læra mikið i iþróttinni. Ólafur skoraði fimm mörk i leiknum,og hann átti þrjár linusendingar, sem gáfu mörk. Ef engar breytingar verða á Haukaliðinu, er það dæmt til að falla annað árið i röð. Eftirtaldir leikmenn skoruðu mörk liðanna i leiknum: VALUR: Ólafur Jónsson 4, Gunnsteinn Skúlason 4, Agúst ögmundsson 4, Jón Karlsson 3, Gisli Blöndal 3 (1 viti), Bergur Guðnason 3 (2 viti) og Stefán Gunnarsson tvö. HAUKAR: Ólafur Ólafsson 5 (2 viti), Guðmundur Haraldsson 4, Þórður Sigurðsson og Svavar Geirsson eitt hvort. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Hannes Þ. Sigurðsson og sluppu þeir ágæt- lega frá honum. — SOS. Ljósmyndarar dagblað- anna fara í verkfall? Alf—Reykjavik, — Ljósmyndarar dag- blaðanna eru mjög óánægðir þessa dagana vegna ákvörðunar sumra handknattleiks- dómara að banna þeim að taka myndir með „flassi” i Laugardals- höllinni. Hafa ljós- myndararnir haft á orði, aðþeir fari i „verkfall”, ef þessu banni verður ekki aflétt, þ.e„ að þeir neiti að taka ljósmyndir i Laugardalshöll, nema þeir fái að taka myndir, hvort sem er með „flassi” eða ekki. Talið er, að ástæöan fyrir ákvöröun handknattleiksdómar- anna sésú, að ileik KR og Fram á dögunum gerðist það á siðustu sekúndum leiksins, að leikmanni KR, sem stóð á linunni, tókst ekki að gripa knöttinn, og þar með rann út i sandinn tækifæri KR-- inga til að hljóta sigur i leiknum. 1 sjónvarpsfréttum frá þessum leik var látið að þvi liggja, að ástæðan fyrir þvi, að KR-ingurinn greip ekki knöttinn hafi verið sú, að hann hafi truflazt af ljósblossa frá myndavél ljósmyndara. Ekki eru menn á eitt sáttir með þessa útskýringu, en nokkrir handknattleiksdómarar eru þeirrar skoðunar, að þessi skýring sé rétt, þess vegna beri að banna myndatökur i Laugar- dalshöllinni sé notað „flass”. Aftur á móti hafa aðrir dómamarar dregið þessa skýringu mjög i efa og telja ástæðulaust að banna mynda- tökur, enda hafi þær tiðkazt i áratugi, bæði i Hálogalands- salnum og Laugardalshöllinni, án þess, að kvartað væri. Eins og fyrr segir, eru ljós- myndarar dagblaðanna ekki hrifnir af ákvörðun dómaranna, sem vilja setja hömlur á starf þeirra. Hafa þeir bent á, að það sé i meira lagi vafasamt, að fáeinir dómarar geti tekið sér slikt vald meðan aðrir telji ekkert athuga- vert við myndatökur með „flassi”. Telja þeir, að stjórn dómarafélagsins eða almennur fundur dómara verði að móta stefnu i máli eins og þessu, en ekki fáeinir dómarar. Hafa þeir haft á orði, eins og fyrr segir, að fara i verkfall, ef þessu banni verður ekki aflétt. LUtli *****: Einar Hjartarson, einn þeirra handknattleiksdómara, sem telja, að ljósmyndarar hafi truflandi áhrif á leikmenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.