Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. janúar 1973 TÍMINN 5 Kirkjubæjargígur nýju húsin vestan viö Kirkjubæ- ina, sem nú eru rúst ein. Lögreglan smalaði öllu fólki af þessu svæöi, og var engum leyft að fara austar en að Hlaðbæ eftir klukkan fjögur f gær. Þá sást, hvar reykstróka lagði upp af sparkvelli, sem erá auða svæðinu nokkru sunnan við Vilpuna svo- kölluðu. Lögregluþjónarnir, sem þarna voru á verði, voru viö öllu búnir, með sérstaka uppþota- hjálma, talstöðvar um hálsinn og reykgrimur spenntar yfir um sig. Bein lina i kjarnorku- byrgið- 1 gær var komið á beinni linu úr skrifstofu Páls Zóphóniassonar, bæjartæknifræðings i Vestmannaeyjum, i stjórnstöð almannavarna i Reykjavik, sem er kölluð manna á meðal kjarn- orkubyrgið. Þótti það öruggara, þvi oft á tiöum er mjög erfitt að ná sambandi milli Vestmanna- eyja og Reykjavikur. Stöðugt er fylgzt með hraun- rennslinu, og fer Lóðsinn út öðru hverju og mælir dýpiö, en hraun- brúnin er mæld með ratsjá. Þá gerði varðskip nákvæmar mælingar á hraunbrúninni i gær, og er hraunið nú komið fjögur til fimm hundruð metra út frá landi nyrzt, og hefur stefnt i áttina á Bjarnarey, en ekki á Yztaklett, og er þvi innsiglingin ekki i hættu. Sjórinn brýtur af hrauninu, og til dæmis hafði i fyrrinótt brotnað af hrauninu austur af Helgafelli. Á leið til meginlandsins Eftir hádegi i gær fór að bera meira á búslóðaflutningum en áður frá Eyjum. Tiu bátar að minnsta kosti munu hafa farið frá Eyjum i gær, hlaðnir búslóð. Undir kvöldið lágu Kristbjörg, Halkion, Bergur og Gunnar Jónasson, svo nokkrir bátar séu nefndir, við bryggju og hömuðust skipverjar við að hlaða búslóð á bátana. Þeir vildu greinilega komast á braut með allt lauslegt, sem hægt var að taka með sér. Það var algeng sjón að sjá hlið við hlið á vörubilspalli isskáp, frystikistu, þvottavél, eldavél, uppþvottavél og sjónvarps- og út- varpstæki, og einn mundi lika eftir að taka peningaskápinn með sér. Einnig hafa allar vörubirgðir fyrirtækis eins og Hagkaup verið fluttar burt. Óbilandi kjarkur. Nefndin, sem fjalla á um efna- hagsvandamál Vestmanna- eyinga, vegna tilkomu gossins, kom til Eyja i gær. Formaður nefndarinnar , Tómas Arnason, sagði i stuttu viðtali við Timann, að á fundi nefndarinnar með bæjarstjórn hefði komið fram mikill og óbilandi kjarkur Eyja- manna, og höfuðáherzlu heföu þeir lagt á,að reynt væri að stunda loðnuveiðar þaðan nú og ef til vill reynt við fiskverkun. Reynt að gera við varnargarð. Seint i gærkvöldi komu til Eyja menn frá Vegagerð rikisins með tæki, og mun ætlunin hafa verið að freista þess að ýta upp varnar- garði, svo að hrauniö rynni siður inn i austurbæinn. Voru i hópnum bæði verkfræðingar og vanir ýtu- stjórar, og var búizt við, að þeir tækju til starfa i nótt eða með morgninum. Vöru- móttaka Vegna takmarkaðra geymslu- möguieika og truflana á skipaferðum eru vörusendend- ur beðnir að hafa samband við vöruafgreiðslu Rlkisskips áður en þeir senda vörur þangað. ^ ____^ ^ „ SKIPAUTC.€RB RIKISINS Nokkrir bátar með loðnu - önnur ganga á Vopnafjarðargrunni Þó — Reykjavik. Nokkrir bátar fengu loðnu um 30 milur austsuðaustur af Hval- bak i fyrrinótt, og fóru þeir með aflann til lands i gær. Ekki var veiöin yfirleitt mikil hjá bátun- um, en vitað er að Guðmundur Forsetinn Framhald af bls. 20. Forsetinn fór strax austur að hinum ömurlegu rústum Kirkju- bæjar, þar sem hraunið hefur oltiö aö hluta yfir húsin og lagt saman veggi og gólf. Þetta gerðist i nótt, þegar breytingar urðu á gosinu. A tveggja tima fresti allan sólarhringinn fer hafnarbáturinn Lóðsinn út og siglir i kringum gosstöðvarnar á Heimaey. Fréttamaður Timans átti þess kost i gærmorgun að fara út með Lóðsinum og virða fyrir sér gosið frá sjó. Þegar siglt er á milli Yztakletts og hraunsins, sem oltið hefur i sjó fram, má heyra miklar drunur úr gosinu, sem bergmála með ógur- legum krafti i Heimakletti, Yzta- kletti og Miðkletti. Það rýkur mjög mikið úr sjónum þarna út frá hrauninu og gufumekkina leggur á stundum inn i höfnina, sérstaklega þó, þegar aðfall er. Vélstjórinn á Lóðsinum sagði fréttamanni, að hann ætti i erfið- leikum með að kæla vélarnar nægilega niöur, þvi kælivatnið, sem báturinn dælir inn á sig úr sjónum, er allt að því 40 gráðu heitt, og er þvi ekki að furða, þótt að upp af þvi stigi miklir mekkir. Frá sjónum að sjá munar ekki miklu, að nýja eldfjallið austast á Heimaey. sé orðið jafnhátt hinu sex búsund ára gamla eldfjalli, Helgafelli sem trónað hefur yfir byggðinni i Vestmannaeyjum, frá þvi að byggð hófst þar, Ekki voru sjáanlegar alvar- legar breytingar á hraunstreym- inu,og ógnar hraunið ekki innsigl- ingunni ennþá. Stöðugt er unnið að þvi, að skipa út frystum fiskafurðum,og bjuggust þeir fulltrúar sölumið- stöðvarinnar, sem hér eru, viði að starfinu lyki i gær. Þá kom Ira- foss hingað i gærmorgun,og var unnið i allan gærdag, við að skipa út saltfiski, rúmlega tvö hundruð tonnum. Er þetta þurrverkaður fiskur, sem á að fara til Brasiliu, og er áætlað útflutningsverðmæti aðeins þessa farms um 35 miiljónir króna. Þá kom Heklan hingað aftur, skömmu fyrir hádegi I gær, og biðu bifreiöaeigendur á hafnar- bakkanum meö troöfulla bila sina eftir þvi að koma bilunum um borð I Heklu. Nú fer að grynnka mjög á bilum, eftir að Hekla og Herjólfur hafa tekið sinn hvorn farminn. RE fékk. 240 tonn, Súlan EA 80 tonn og Magnús NK 60 tonn, en aö minnsta kosti sjö skip önnur munu hafa fengið einhvern afla. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur sagði i gærkvöldi, þegar við ræddum við hann, að loðnan aust- ur af Hvalbak hefði verið mjög dreifð sem fyrr en i ljósaskiptun um i gærmorgun þéttist loðnan á smásvæði rétt fyrir birtinguna i gærmorgun. — Þetta er svona allt i áttina, sagði Jakob. — Við á Árna vorum úti af Digranesi i gær, sagði Jakob, og höfum við lóðað á göngu númer tvö i dag. Við höfum fundiö lóðn- ingar á talsverðu svæði og loðna þessi gengur á miklu breiðara svæði, en fyrri gangan. Þetta er mjög falleg loðna og lóöningarnar eru mjög góöar. Sagði Jakob, áð 70—90 milur væru á milli gangnanna, og þessi ganga ætti þvi að vera komin i veiðanlegt ástand 10—14 dögum á eftir þeirri göngu, sem nú er viö Hvalbak. 1 gærkvöldi var þessi ganga komin suðaustur af Digranesgrunninu, eða ikantinn i Vopnafjarðargrunninu. Orðsending til Vestmannaeyinga frá Hjálparsjóði æskufólks Markmið sjóðsins er að styrkja bágstödd börn og ungmenni,og hefur stjórn sjóðsins ákveöið að verja nú þegar hálfri milljón króna til aö styrkja æskufólk úr Vestmannaeyjum eftir þvi sem umsóknir berast, en þær sendist til Magnúsar Sigurðssonar, Hofteig 38, sem veitir vitneskju um úthlutunarreglur sjóösins. Stiórn Hjálparsjóðs æskufólks. Magnús Sigurösson. Þakkargerð og fyrirbænir í kirkjum Biskup Islands, Sigurbjörn Einarsson, hefur sent öllum prestum beiðni þess efnis, að Vestmannaeyja verði minnzt af predikunarstóli i kirkjum lands- ins á sunnudaginn kemur. Biður hann prestana að flytja þakkar- gerð fyrir mannbjörg, ásamt fyrirbænum. \ Þetta er mynstrið frábæru torfæruhjólbörðum fyrir Dodge Weapon bifreiðar á hinum Stærð 900—16/10 á gamla góða verðinu kr. 7430,00 SHODB BÚDIN AUÐBREKKU 44 -46, KÓPAVOGI — SlMI 4260.6 (dður Hjólbarðaverkstaeði Garðahrepps Sunnan við lækinn, gcngt benzinstöð BP) GARÐAHREPPI SlMI 50606 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. Aðalfundur Borgfirðingafélagsins i Reykjavik verður miðvikudaginn 31. janúar i Tjarnarbúð uppi, kl. 8.30. Stjórnin. Til sölu í Þorlákshöfn einbýlishús, 7 herbergja, 150ferm. bilskúr, nýlegt vandað hús. HÚSAVAL, Skólavörðustig 12 simar 24647 og 25550 Þorsteinn Júlíusson hrl. Helgi Ólafsson sölustjóri, heimas. 21155. SÓlaöír HJÓLBARÐAR til sölu d mjög hagstæðu verði. Full dbyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Hjólbarðaviðgerðir Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til 22 nema sunnudaga. Armúla 7 — Reykiavik — Sími 30501

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.