Tíminn - 06.02.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Þriðjudagur 6. febrúar 1973.
Fjörugar umræður á fundi
Oratorsum landhelgismálið
Orator, félág laganema í Há-
skóla Islands, hélt siðastliðinn
miðvikudag fund um þá
spurningu, hvort Islendingar ættu
að senda málflytjanda til Haag til
að túlka málstað Islands þar.
Frummælendur voru þeir dr.
Gunnar Thoroddsen pröfessor og
Sigurður Gizurarson
lögfræðingur. Urðu umræöur á
fundinum mjög fjörugar. Einkum
uröu allsnarpar sviptingar milli
þeirra, frummælendanna um,
hvernig ætti að bregðast við
málaferlunum í Haag.
Fyrstur tók til máls dr. Gunnar
Thoroddsen.Tók mál hans rúma
klukkustund. Rakti hann helztu
reglur um dómstólinn, skipan
hans og dómsvald. Fjallaði hann
um landhelgissamninginn frá
1961 og hvern þátt hann gæti átt i
landhelgisdeildunni nú.
Dr. Gunnar áleit það mikinn
misskilning, sem oft heyrðist, að
Alþjóðadómstóllinn i Haag
dæmdi eftir úreltum kenni-
setningum fræðimanna. Nefndi
hann dæmi þess, m.a. úr dómi
þeim, sem Alþjóðadómstóllinn
kvað upp árið 1952 i deiíu Norð-
manna og Breta um, hvernig
draga skyldi grunnlinur norsku
landhelginnar. I dómi þessum
hefði verið sérstaklega tekið tillit
til þess, að ibúar strandhérað-
anna i Noregi væru sérstak-
lega háðir fiskveiöum.
Frummælandi taldi mjög
miður farið, að viö Islendingar
sendum ekki málflytjanda til
Haag, þar sem það gæti ráðið úr-
slitum um hvort við ynnum
máliö. Væri ekki i það horfandi,
þó að það kostaði talsvert fé.
Gunnar sagði enn fremur, aö
við hefðum átt að senda mál-
flytjanda til Haag á siðastliðnu
sumri til að flytja málið varðandi
málaleitan þá um leiðarvisun eða
tilmæli til deiluaðila, sem
Alþjóðadómstóllinn átvað hinn
17. ágúst s.l. Heföi hún einnig
orðið á annan veg, ef viö hefðum
sent málflytjanda til aö túlka
það mál i Haag.
Enn fremur fjallaði Gunnar
um, hvernig staðan yrði, ef málið
yröi dæmt gegn tslendingum. Þá
yrði aö skjóta málinu til öryggis-
ráðsins, sem siöan ákvæði, hvort
dómurinn skyldi framkvæmdur
gagnvart Islendingum.
Sigurður Gizurarson lög-
fræöingur tók siðan til máls og
talaöi i eina klukkustund. Hann
kvaöst vilja þakka stjórn Orators
fyrir það frumkvæði, að efna til
opinberrar umræðu um þá
brennandi spurningu, hvort
senda ætti málflytjanda til Haag.
Hér væri stórmál um að ræða,
sem brjóta þyrfti til mergjar með
rækilegri athugun og umræðu.
Sigurður sagðist strax vilja
snúa sér að merg þessa máls. Við
íslendingar gætum sent mál-
flytjanda til Haag til þess að
krefjast þar frávisunar. En ef svo
illa tækist til, að Alþjóðadóm-
stóllinn úrskurðaði sér lögsögu i
málinu þráttfyrir það, þá stæðum
við frammi fyrir þvi, hvort við
ættum að hætta að flytja málið,
þar sem við teldum það ekki
heyra undir lögsögu dómstólsins
þrátt fyrir úrskurðinn, eöa þá
hins vegar, a6 halda áfram að
flytja málið um sjálft sakarefnið,
hvort tslendingar hafi rétt til að
færa landhelgina út i 50 sjómilur.
Ef Islendingar væru á annað borð
farnir að flytja mál sitt I Haag,
væri erfitt aö snúa við blaðinu og
hlaupa heim, þótt á móti blési.
Stjórnarandstaðan islenzka hefði
og krafizt þess, að málið yrði flutt
allt til lokadóms um sjálft aðal-
efni málsins. Og ef svo færi, að
Alþjóðadómstóllinn dæmdi á móti
okkur tslendingum, þá værum
við illa komnir, þvi að þá værum
við þegar með málflutninginum
búnir að binda okkur siðferðilega
til að hlita dóminum, þótt hann
væri á þá leið, að tslendingar ættu
að minnka landhelgi sina úr 50
sjómilum niður i 12. Að flytja
landhelgismálið fyrir Alþjóða-
dómstólnum og ætla sér samt
sem áður ekki að hlita óhag-
stæðum dómi gætu tslendingar
ekki verið þekktir fyrir. Það væri
skripaleikur að fara fyrir
Alþjóðadómstólinn með þvi
hugarfari að ætla sér að njóta
Gunnar Thoroddscn.
góða af hagstæðum dómi en að
virða óhagstæðan dóm að vett-
ugi. Þess vegna væri betra að
koma þar hvergi nærri
Sigurður dró af þessu þá
ályktun, að stjórnarandstaðan
islenzka hlyti, þegar hún legði
ofurkapp á, að tslendingar sendu
málsvara til Haag, að gera það
með þvi hugarfari, að hún ætlaði
tslendingum þá að virða dóm
Alþjóðadómstólsins, ef hann yrði
óhagstæður. Annars væri hún
sjálfri sér ósamkvæm.
Ef islenzka stjórnarandstaðan
ætlaði sér að virða dóm Alþjóða-
dómstólsins, þ.e. forðast að hunza
Alþjóðadómstólinn, eins og hún
kallaði það sjálf, þá yrði hún að
virða alla úrskurði Alþjóðadóm-
stólsins. Islenzka stjórnarand-
staöan yrði þvi, ef hún vildi vera
sjálfri sér samkvæm, að taka
málið upp á Alþingi og fara fram
á endurskoðun ályktunar Alþingis
frá 15. febrúar 1972, þar sem
samþykkt var að færa land-
helgina út i 50 sjómilur. Alþjóða-
dómstóllinn hefði hinn 17. ágúst
s.l. kveðið upp úrskurð um leiðar-
visun til deiluaðila og lagt til, að
tslendingar stækkuðu ekki 12 sjó-
milna landhelgi sina upp i 50 sjó-
milur. tslenzka stjórnarand-
staðan legði áherzlu á, að ekki
mætti óvirða Alþjóöadómstólinn
eða hunza hann eins og hún
kallaði það, og yrði hún þvi að
leggja til að farið yrði eftir úr-
skurði dómstólsins frá 17. ágúst
s.l. um að Islendingar færi ekki
landhelgina út i 50 sjómilur.
islenzka stjórnarandstaöan
ætti samkvæmt þessu, ef hún vildi
vera sjálfri sér samkvæm, aö
gcra kröfu til þess á Alþingi, aö
máiflytjandi yröi sendur til Haag,
og um leiö aö krefjast þess, aö
samþykkt Alþingis frá 15.
febrúar 1972 yröi endurskoöuö og
reglugeröin nr. 189/1972 frá 14 júii
s.l. um útfærslu landhelginnar
felld úr gildi. Þvi aöeins meö þvi
aö fara þannig aö, væri unnt aö
komast hjá þvi.sem stjórnarand-
staöaii kallar aö hunza Alþjóöa-
dómstóiinn i Haag.
En ef islendingar geröu þetta,
sem væri i rökréttu samræmi viö
máiflutning islenzku stjórnar-
andstöðunnar, þá væru þeir aö
lcggja niður rófuna i landhelgis-
deilunni við Breta og Vestur-
Þjóöverja og viöurkenna gagn-
vart þeim, að þeir hefðu gert
rangt meö þvi aö færa land-
helgina út i 50 sjómílur. Með
þessu væru islendingar þvi aö
snúa sókn i vörn i landhelgis-
málinu á örlagarikan hátt. Af
þessari ástæðu væri þaö okkar
sterkasti málflutningur I Haag aö
senda engan málflytjanda
þangað og standa sem fastast á
lifsrétti islendinga til fiski-
miöanna kringum isiand, neita
aliri lögsögu Alþjóöadómstólsins i
Haag og halda strikinu, sem
þegar hefur veriö tekiö meö út-
færslu landhelginnar I 50 sjó-
milur, þrátt fyrir andstæöan dóm.
Sigurður kvað stórsókn er-
lendra skuttogara á Islandsmið,
sem hirtu lifsbjörg tslendinga,
eins og kraftmiklar ryksugur
hreinsa flos úr teppi, jafngilda
áþjánardómi yfir tslending-
um, ef þeir yrðu að sætta sig
við 12 sjómilna landhelgi. tslend-
ingar væru algerlega háðir fiski-
miðunum kringum landið. Ef þau
yrðu eyðilögð með erlendri rán-
yrkju, eins og fyrirsjáanlegt væri,
ef okkur yröi þröngvað til 12 sjó-
milna landhelgi, þá jafngilti efna-
Siguröur Gizurarson
hagslegu hruni á tslandi. Þess
vegna styddu tslendingar mál-
stað sinn nú m.a. við sjónarmið
neyðarréttar.
Frummælandi kvað það og
vera ljóst, að hér væri ekki um
að tefla löghlýðni Islendinga.
Ljóst væri, að tslendingar væru
vissir um að vinna málið, ef það
yrði flutt fyrir stofnunum eins og
Allsher jarþingi Sameinuðu
Þjóðanna og það látið skera úr
þvi, eða ef það yrði flutt fyrir
UNCTAD-ráðstefnu, sem legði
efnahagslegan, framfaramæli-
kvarða þeirrar stofnunar til
grundvallar. Sama máli gengdi,
ef málið yrði dæmt eftir
islenzkum lögum. Þá gilti reglu-
gerðin nr. 189/1972, sem væri
islenzklög. Sigur ynnist einnig ef
málið yrði dæmt eftir lögum
Perú, svo að enn eitt dæmi væri
nefnt. En ef dæma ætti málið'
eftir reglum þjóðarréttar, væri
fullkomin óvissa, hvort málið
ynnist. Samþykkt Allsherjar-
þingsins frá desember s.l. væri
aðeins þingsályktun og hefði ekki
lagagildi, þótt hún skipti vissu-
lega máli. Þjóðarétturinn sé
ihaldsamur I eðli sinu, þar sem
reglur hans verði aðallega til með
millirikjasamningum og fyrir
venju. Það geti þvi liðið langur
timi á milli hafréttarráðstefnu,
og ekkert „Alþingi” sé til i fjöl-
skyldu þjóöanna til að setja ný al-
þjóðalög þegar i stað til sam-
ræmis við alþjöölegar þarfir.
Dómendur Alþjóðadómstólsins
geti verið allir af vilja gerðir til
að taka tillit til nýrra þarfa, en
þeir séu allt að einu bundnir af
reglum þjóðaréttarins, sem þurfi
alls ekki aö vera i samræmi viö
nýjar þarfir, sem allt i einu koma
upp, eins og nú, þegar hættuna á
ofveiöi og eyðileggingu fiskstofn-
ana við tsland beri svo brátt að.
Sigurður kvað deiluna um land-
helgismálið vera fyrst og fremst
deilu um lagaatriöi, hvað sé al-
þjóðalög. Þar sem dómendur
Alþjóðadómstólsins séu afar
lærðir lögfræðingar með fast-
mótaðar og slipaðar skoðanir á
þjóðarétti, sé það mikil bjartsýni
að telja sér trú um, að málflutn-
ingur i Haag sé til þess liklegur að
hafa áhrif á þessa menn. Það hafi
og komið fram I úrskurði dóm-
stólsins frá 17. ágúst s.l., að
Alþjóðadómstóllinn hafi litið til
þess, að tslendingar séu óvenju-
lega háðir fiskimiðunum i
kringum landið. Sé dómendum
þvi kunn höfuðstaðreynd málsins,
sem að öðru leyti snúist um laga-
atriði.
Framsögumaður kvaðst ekki
vilja spá neinu um málsúrslit i
Haag, en kvað háskasamlegt að
láta flækja okkur tslendingum á
nokkurn hátt út i málaferli fyrir
honum og um leið negla okkur
niður meö dómi hans. Land-
helgismáliö ættu Islendingar að
vinna eftir stjórnmálalegum
leiöum og ekki að bergja þann
bikar i botn, sem borinn hefði
verið fyrir okkur með þeim miklu
mistökum, sem væri landhelgis-
samningur Viöreisnarstjórnar-
innar frá 1961. Bretar og Vestur-
Þjóðverjar hefðu ekkert viö að
styðjast annað en samninginn frá
1961, þvi að enginn þyrfti að sæta
málsókn I Haag, nema hann hefði
undirgengizt þaö með samningi-
eða eigin yfirlýsingu. Timinn ynni
meö okkur i þessu máli og þvi
þyrftum við að komast hjá þvi að
láta negla okkur niður með dómi.
Að loknu máli Sigurðar
Gizurarsonar tók til máls
Magnús Thoroddsen borgar-
dómariog kvaðst á sérfræðinga-
fundi úti I Evrópu hafa heyrt sér-
fræðinga halda þvi eindregið
fram að riki viðurkenndi ekki lög-
sögu alþjóðadómstóls, þótt það
sendi málflytjanda þangað, sem
krefðist frávisunar. Sannaði
þetta, að áróður rikisstjórnar-
innar þessa efnis væri rangur.
Þá tók til máls sjálfstæðis-
maðurinn Pétur Guðjónsson og
vakti skelegg ræða hans athygli.
Kvað Pétur það vera mestu
ósvinnu að senda málflytjanda til
Haag, og láta þessi tvö gömlu
yfirgangsveldi, Breta og Þjóð-
verja, toga okkur þannig inn i
greip sina. Landhelgismálið
snerist um þjóðartilveru tslend-
inga og væri þvi fásinna að virða
Alþjóðadómstólinn viðlits i
málinu. Alþjóðadómstóllinn væri
ihaldsöm stofnun og þröng, eins
og lögfræðingum hætti svo oft til
aö vera. Bretar og Þjóðverjar
sæju sé leik á borði að nota þessa
ihaldsömu stofnun sem tæki i
hagsmunabaráttu sinni og þar
væru þeir alveg samvizkulausir,
þótt þjóðartilvera tslendinga væri
i húfi.
Tilkoma skuttogaranna og
hinnar ógurlegu veiðitækni, sem
þeir hefðu yfir að ráða, ger-
breytti viðhorfum. Skýrslur
Alþjóðastofnana á vegum Sam-
einuðu Þjóðanna sönnuðu, að
fiskistofnarnir kringum tsland
væru i bráðri hættu sökum of-
veiði. Enda þótt þessar væru
niðurstöður systurstofnunar
Alþjóðadómstólsins innan sam-
taka Sameinuðu Þjóðanna, hefðu
dómendur Alþjóðadómstólsins
ekki litið við þessum stað-
reyndum. Þeir litu aðeins á hinn
þrönga lagabókstaf og þetta vissu
Bretar og Þjóðverjar mæta vel.
Þá tók til máls Ólafur Magnús-
son. Aleit hann réttast, að senda
málflytjanda til Haag. Og ef
Alþjóðadómstóllinn dæmdi gegn
tslendingum, þá væri ekki um
annað að ræða en að hlýða þeim
dómi fyrir tslendinga. Það þýddi
ekki fyrir smáþjóð eins og Islend-
inga að vera að setja sig á háan
hest.
Að lokum tóku svo frum-
mælendur til máls og svöruðu at-
hugasemdum er fram höfðu
komið.
Gunnar Thoroddsen sagði
Islenzku rikisstjórnina alls ekki
hafa unnið neinn sigur I land-
helgismálinu enn þá. Varðskipin
heföu þrátt fyrir togviraklipp-
ingar sinar alls ekki getað haldið
brezku og þýzku togurunum utan
50 sjómilna landhelginnar. Hins
vegar hefði viöreisnarstjórnin
unniö sigur i landhelgisdeilunni
viö Breta út af 12 sjómilna land-
helginni árið 1961 með landhelgis-
samningum við Breta og Vestur-
Þjóðverja 1961, enda hefði Bjarni
Benediktsson nefnt samninginn
mesta stjórnmálasigur tslend-
inga.
Sigurður Gizurarson sagðist
ekki geta séð, að samningur eins
og sá, sem gerður var 1961, hafi
verið okkar mesti stjórnmála-
sigur, úr þvi að hann stofnaði lifs-
hagsmunum tslendinga nú i stór-
fellda hættu i Haag.
Aðgerðir islenzku varð-
skipanna sagðist hann ekki efast
um, að hefðu þegar orðiö til stór-
kostlegrar verndar fyrir fiski-
stofnana kringum landið. Tog-
viraklippingar varðskipa heföu
stórlega dregið úr aflagetu
brezkra og vesturþýzkra togara,
sem héldu togurum annarra
þjóða, þar á meðal rússneskum
skuttogurum, utan 50 sjómilna
markanna. Væri ekki ástæða til
að vanmeta gildi þeirra aðgerða.
ferðar, sem skipt gæti sköpum
um lifshagsmuni islenzku þjóðar-
innar.
Veiðifélag Laxár og Bæjarár i Reykhóla-
hreppi óskar eftir tilboðum i stangveiði á
vatnasvæði sinu ásamt nauðsynlegri
ræktun.
Væntanleg tilboð berist fyrir 25. febr. næstkomandi til
Ingimundar Magnússonar, Hábæ, Reykhólahreppi, sem
veitir allar nánari upplýsingar. Simstöð Króksfjarðarnes.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboöi sem er eða
hafna öllum.
Stjórn veiðifélagsins.
ARMULA 7 - SIMI 84450