Tíminn - 06.02.1973, Page 8
8
TÍMINN
Þriöjudagur 6. febrúar 1973.
ALÞINGI
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra:
Viðurkennum ekki
dómstóllinn hafi
Miklar umræður utan dagskrár á þingi um fréttaskýringar
að Haag-
lögsögu
Gunnars Thoroddsens í útvarpi
Verulegar umræður urðu utan dagskrár á alþingi
i gær um fréttaskýringar Gunnars Thoroddsens i
rikisútvarpinu á föstudagskvöldið, og um úrskurð
Alþjóðadómstólsins i Haag varðandi lögsögu dóm-
stólsins i landhelgismálinu. í umræðunum lagði
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, áherzlu á,
að unnið hefði verið að málinu á grundvelli
samþykktar Alþingis frá 15. febrúar siðastliðnum,
og yrði svo áfram. Ef íslendingar sendu fulltrúa til
Haag til að flytja þar mál íslendinga, gæti það túlk-
azt sem viðurkenning á þvi, að samningarnir frá
1961 væru enn i gildi, og að íslendingar væru skuld-
bundnir til að hlita niðurstöðu dómstólsins.
Jónas Arnason
(AB) kvaddi
sér hljóðs utan
dagskrár i neðri
deild. Sagði
hann, aö á
föstudagskvöld
hefði birzt i
hljóðvarpi og
sjónvarpi ávarp
i tilefni af úr-
skurði Haag-
dómstólsins um lögsögu dóm-
stólsins i máli þvi, sem Bretar
og V-Þjóöverjar hafa höfðað á
hendur Islendingum. Dómsúr-
skurðurinn hefði ekki komið á
óvart, þvi tslendingar hafi alltaf
vitað, að ekki væri von á öðru úr
þeirri átt.
Ekki heföi verið óeðlilegt, að
fréttastofur rikisútvarpsins leit-
uðu álits forystumanna þjóðar-
innar á dómsúrskurðinum. Þetta
var ekki gert, heldur fenginn
óbreyttur alþingismaður, sem að
visu hefði kennt þjóðarrétt um
skamman tima. Ef leitað hefði
veriðtil hans sem þjóðréttarfræð-
ings, þá hefði verið eðlilegra að
leita til annars manns, sem kennt
hefði þá grein fjórum sinnum
lengur en umræddur þingmaður,
og það þeim mun frekar, sem sá
maður væri einnig forsætisráð-
herra landsins. Eðlilegt hefði ver-
iö að kveöja hann fyrstan til i
útvarp — og ef hann hefði ekki
getað komið, þá einhvern annan
ráðherra.
Þetta hefði ekki verið gert,
heldur leitaö til Gunnars Thor-
oddsens, alþingismanns.
Það væri þó lftið hneyksli, að
leitað heföi verið til Gunnars,
miöað við það, hvað fólst i boö-
skap hans, sagði þingmaðurinn.
Stuttur fundur var i efri
deild Alþingis i gær, og var
frumvarpið um meðferð opin-
berra mála afgreitt til 3. um-
ræðu, en frumvarpið um rann-
sóknir i þágu atvinnuveganna
afgreitt til neðri deildar.
1 neðri deild fór mestur
fundartiminn i umræður utan
dagskrár, en siðan var frum-
varpið um Húsafriðunarsjóð
afgreitt til 2. umræðu og
nefndar.
Þingflokkarnir héldu siðan
fundi siðdegis i gær og ræddu
um ráðstafanir vegna jarðeld-
anna i Vestmannaeyjum, en
frumvarp þar að lútandi
verður væntanlega afgreitt i
vikunni.
— Megininntak boðskaparins var,
að tslendingar ættu, þvert gegn
stefnu rikisstjórnar og Alþingis,
að hlita niðurstööu dómstólsins i
málinu bæði nú og við endanlega
afgreiðslu málsins.
Þingmaðurinn kvaðst krefjast
þess, að af rlkisstjórnarinnar
hálfu væri þessi boöskapur for-
dæmdur. Gunnar Thoroddsen
hefði byggt málflutning sinn á
samningunum frá 1961, sem
Haag-dómstóllinn byggði einnig
á. Núverandi rikisstjórn hefði
enga ábyrgðá þeim samningi, og
hefur formlega sagt honum upp.
Hann er þvi úr sögunni. Tilraun-
um til þess að leggja ábyrgð á
þeim smánarsamningi á íslenzku
rikisstjórnina eða islenzku þjóð-
ina yrði að svara með hinum
fornu orðum: ,,Ber þú sjálfur
fjanda þann”!
Ölafur Jóhann-
esson, forsætis-
ráðherra, sagð-
ist ekki ætla að
ræða umrædd-
a fréttaskýr-
i ngu, e nd a
heyrðu málefni
rikisútvarpsins
undir annan
ráðherra, og þvi
eðlilegra að
hann svaraði þvi. Hins vegar
vildi hann svara fyrirspurn
þingmannsins varðandi af-
stöðu rikisstjórnarinnar til hug-
leiðinga Gunnars Thoroddsens
um málflutning fyrir Haag-dóm-
stólnum af hálfu tslendinga.
1 þvi efni myndi stjórnin enn
sem fyrr fara eftir samþykktum
Alþingis. Alþingi hefði samþykkt
það einróma 15. febrúar 1972, að
samningarnir frá 1961 heföu þjón-
að tilgangi sinum, og Islendingar
væru þvi ekki lengur við þá
bundnir. Unnið yrði áfram að
málinu á þeim grundvelli. Ljóst
væri, að ef Islendingar mættu nú
fyrir dómstólnum, þá mætti túlka
það sem viðurkenningu á þvi, að
samningarnir frá 1961 væru enn i
gildi, og að Islendingar væru þar
með bundnir af efnisdómi, sem
upp yrði kveðinn.
Stefna rikisstjórnarinnar væri
þvi skýr og einföld. A henni
verður ekki breyting meðan
Alþingi breytir ekki fyrri ákvörð-
unum.
Um dómsúrskurðinn sagði for-
sætisráðherra, að hann gæti ekki
komið á óvart. Hann hefði ávallt
talið, að dómstólnum hefði borið
skylda til að ákveða fyrst um lög-
sögu sina i málinu áður en bráða-
birgðaúrskurðurinn var gefinn út.
Hann teldi, að dóminum bæri
skylda til sliks, þegar annar aðil-
inn mætti ekki. Eftir bráða-
birgðaúrskurðinn hefði engum
getað dottið i hug, að lögsöguúr-
skurðurinn færi á annan veg, þvi
annars hefðu dómendur orðið að
éta ofan i sig fyrri úrskurðinn.
Ráðherrann sagði að lokum, að
öll sjónarmið Islendinga hefðu
Jafnframt spurði hann, hvort þvi
hefði verið mótmælt sérstaklega,
að skip undir Liberiu-fána aðstoð-
aði landhelgisbrjóta við Island.
ólafur Jóhannesson sagði, að
utanrikisráðherra gæti svarað
þessum fyrirspurn betur siðar.
Hins vegar vildi hann láta koma
fram, að rikisstjórnin hefði ráðg-
azt við þær þjóðir, sem hefðu
stærri lögsögu en 12 milur, og
væri reynt að hafa samband við
þær eftir getu. Það væri vissulega
rétt, að efnisdómur gæti haft þýð-
ingu fyrir fjölmargar þjóðir.
Þá taldi hann sjálfsagt að mót-
mæla Llberlufánanum, ef það
hefði þá ekki þegar verið gert.
legið fyrir dómstólnum og eins
mótmæli gegn þvi, að dómstóllinn
hefði lögsögu i málinu og rök fyrir
þvi, að samningnum frá 1961 hefði
verið sagt upp.
væri undarlegt sjónarmið, að
þegar um stórmál sem þetta væri
að ræða, ætti það að fara eftir þvi,
hvort tiltekinn þingmaður væri i
þingsalnum, hvort ræða ætti mál-
iöeða ekki. Lýsti hann tilraunum
sinum til að tilkynna þingmann-
inum, að hann myndi taka til
máls utan dagskrár, og sagðist
ekki lita svo stórt á umræddan
þingmann, að umræður um stór-
mál þyrftu aö biða þess, að hon-
um þóknaðist að koma i þingsal-
inn.
Þá sagði hann, aö um svipað
leyti i fyrra heföu forystumenn
beggja stjórnarandstöðuflokk-
anna gagnrýnt harðlega úr sama
ræðustóli þingmann, sem þá var
fjarstaddur og á hafi úti. Þá hefði
ekki þurft að biða þess, að þing-
maður væri viðstaddur til að
svara fyrir sig.
Matthias A.
Mathiesen (S)
kvaðst furða sig
á þvi, aö Jónas
Arnason hefði
hafið hér deilur
á Gunnar Thor-
oddsen án þess
að láta hann
vita af þvi fyrir-
fram, eð hann
hygðist bera
upp slikar athugasemdir utan
dagskrár. Þingmaðurinn væri
ekki mættur, en vera kynni, að
hann hefði lögleg forföll. Þessar
umræður utan dagskrár væru þvi
mjög óvenjulegar.
Þingmaðurinn taldi, að ekki
hefði verið gengið framhjá rikis-
stjórninni þótt útvarpið hefði leit-
að til prófessors við Háskóla Is-
lands af þessu tilefni. Jónas væri
meö ræðu sinni að senda f jölmiðl-
um boð um, að þaö, sem þarna
hefði gerzt, væri honum ekki að
skapi.
Jónas Arnason sagöi, að það
Benedikt
Gröndal (A)
sagði, að dóms-
úrskurðurinn
væri mjög þýð-
ingarmikill at-
burður i land-
helgismálinu.
Hvað gerðist
svo þegar al-
þingi kæmi
saman til fyrsta
fundar eftir uppkvaðningu dóms-
ins? Jú, þingmenn væru i háa
rifrildi um það, hver hefði talað
um hvað i útvarpi? Hvilik reisn!
Þingmaðurinn taldi nauðsyn-
legt, að Alþingi ræddi dómsúr-
skurðinn itarlega þegar rikis-
stjórninni hefði borizt dómurinn
og forsendur hans.
Loks varpaði hann fram þeirri
athugasemd, hvort nú væri ekki
timabært að hafa samband við
þær þjóðir, sem hefðu meira en 50
milna lögsögu, þar sem ljóst væri,
að efnisdómur i málinu gæti haft
fordæmi og komið við hagsmuni
mun fleiri þjóða en Islendinga.
DEILT UM SOLU-
SKATT AF GJAFAFÉ
— Við Slétthreppingar hér á
Isafirði héldum þorrablót 3.
febrúar og ætluðum aö gefa allt,
sem inn kom, rösklega þrjátiu
þúsund krónur, til Slétthrepp-
inga, sem áttu heima I Vest-
mannaeyjum, sagði Jón
Gunnarsson á Isafiröi, er hringdi
til blaðsins i gær. En nú eigum
viö i deilu við fjármálaráöuneytið
vegna þess, að við viljum fá
undanþágu frá söluskatti. Full-
trúinn, sem við áttum tal við,
vildi ekki veita þessa undanþágu,
en við hverfum frá þessari
ákvörðun okkar, ef við fáum ekki
undanþáguna.
— Það er rétt, að þessa var
fariðá leit við okkur, sagöi Ólafur
Stefánsson, fulltrúi i fjármála-
ráðuneytinu, og ég veitti afsvar.
Það er vegna fordæmisins, sem
við getum ekki oröið viö bón Slétt-
hreppinga vestra. Við höfum
enga aðstöðu til þess að sann-
reyna, hvort skemmtanir væru
haldnar i góðgerðaskyni, ef slikar
undanþágur færu að tiökast. Með
þvi eru auðvitað ekki neinar
brigður bornar á það, hvað Slétt-
hreppingarnir fyrir vestan ætla
að gera við þessa peninga. Þetta
er bara ekki jafnauðvelt i fram-
kvæmd og virðast kann að óat-
huguðu máli.
10 TOGARAR
HAFA STÖÐVAST
— sdttafundur d morgun
Þó—Reykjavik
Tiu togarar höfðu stöövazt I
gær vcgna vcrkfalls undirmanna
á togurunuin, og ef verkfallið
lcysist ckki bráðiega, cr sú hætta
fyrir hendiiað allur togaraflotinn
stöðvist á næstu dögum.
Jón Sigurðsson, forntaður Sjó-
mannasambands tslands, sagði i
gær, að sáttasemjari væri búinn
að boða fund með deiluaðilum á
morgun, miðvikudag, kiukkan
tvö. Hann sagði ennfremur, að þó
að miðað hefði i samkomulagsátt,
væri enn gjá eftir, sem þyrfti að
brúa.
Lúðvik Jósefs-
son, sjávarút-
vegsráðherra,
kvaðst vilja
taka undir það,
að umrædd
fréttaskýring
hafi verið I
hæsta máta
óviðeigandi, og
bæri þvi að
mótmæla henni.
Yfirlýsingar Gunnars hefðu verið
i fullkominni andstöðu við yfir-
lýsta stefnu Islendinga I land-
helgismálinu. Þar hafi þvl verið
haldið fram, að Islendingar væru
skuldbundnir til að hlita niður-
stöðu Haag-dómstólsins vegna
þátttöku okkar I Sameinuðu þjóð-
unum. Þetta hefðu auðvitað átt að
koma fram i umræddri frétta-
skýringu.
Taldi ráðherrann furðulegt, að
nú skuli koma fram raddir um að
vikja frá markaðri stefnu varð-
andi samningana frá 1961.
Jóhann Haf-
stein (S) kvaðst
nýkominn i sal-
inn, og þvi ekki
hafa heyrt um-
ræðurnar. Hins
vegar taldi
hann, að ekki
væri fært að
ræða um dóms-
úrskurðinn fyrr
en rikisstjórnin
hefði fengið hann i hendur og
málið verið rætt I landhelgis-
nefndinni og utanrikismálanefnd.
Lagði hann áherzlu á, að þing-
menn hefðu reynt til hins itrasta,
og lagt oft á sig mikið erfiði i þvi
sambandi, að ná samstöðu i land-
helgismálinu, og hlotið fyrir
þakkir þjóðarinnar. Vildi hann
þvi aö þingmenn reyndu. að forð-
ast deilur á Alþingi um málið.
Jón H. Fjalldal
níræður
Einn hinn þekktasti og sérstæö
asti maður i islenzkri bændastétt,
Jón H. Fjalldal, er níræður i dag.
Jón H. Fjalldal bjó sem kunnugt
er lengi á Melgraseyri á Langa-
dalsströnd og átti af mikilli ósér-
plægni hlut að margvislegum
framfaramálum.
Hin siðari ár hefur hann dvalizt
i Reykjavik.