Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 10

Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 10
TÍMINN Þriöjudagur 6. febrúar 1973. Þriöjudagur 6. febrúar 1973. —■•v , ■ - w,- : : X- 's Frá Dyrhólaey Rætt við Pálma Jóhannesson verkfræðing um gerð lífhafnar við Dyrhólaey Pálmi Jóhannesson Á allri suðurströnd landsins er engin höfn örugg í aftakaveðrum Hafnarmál Suöurlands hafa boriö mjög á góma aö undan- förnu, ekki sizt eftir aö gosiö brauzt út i Heimaey og i ljós kom aö þrengsli eru þvílik i höfnum i verstöövunum suövestanlands, aö vandræöalaust er varla hægt aö bæta þar viö skipi i legupláss. önnur hliö á þessum málum er sú, aö meöfram allri suöurströnd- inni er engin iifhöfn, engin höfn, sem er örugg i hvaöa veöri sem er. — Þaö er þetta mál, sem er á dagskrá i viötalinu hér á eftir viö Pálma Jóhannesson verkfræöing. Pálmi Jóhannesson lauk námi i byggingaverkfræöi frá tæknihá- skólanum i Þrándheimi áriö 1969 og tók sem prófverkefni þaö sum ar ath. á hafnaraöstööu viö suöurströnd landsins, en I þeirri athugun varö Dyrhólaey fyrir valinu. Strax aö þessu loknu hóf hann störf við Institutt for Havne bygg og aö nokkru viö Vassdrags og Havnelaboratoriet i Þránd- heimi, þar sem hann vann að kennslu og rannsóknarmálum um bylgju-, straumfræði og þvi er lit- ur aö byggingu mannvirkja i sjó, en til Islands fluttist hann i febr. 1972, og vinnur nú aö virkjunar- málum svo og ööru hjá verkfræði- stofu Stefán ölafssonar. Viö sner- um okkur til hans á dögunum til aö fræöast litiö eitt um þetta mál. — Hversu nákvæmar rannsókn- ir liggja fyrir um þetta mál nú? — Siðan ég lauk ritgerö minni um hafnarmöguleika viö Dyrhólaey hafa þrjár nýjar greinar um mál þetta komiö fram, og er þar aö nefna „Skipu- lagningu hafnar og bæjarsvæðis meö tilliti til væntanlegrar hafnar viö Dyrhólaey” eftir Sigurbjart Jóhannesson. Mjög seint á árinu 1972 kom svo skýrsla frá Vita- og hafnamálaskrifstofunni, sem unniö hafði verið aö um 2 ára bil og um svipað leyti komu athuga- semdir minar og umsögn um skýrslu þessa, en ég haföi einung- is uppkast til hliösjónar. Þaö, sem ég vildi leggja til i sambandi við mál þetta er aö öll- um rannsóknum verði lokiö, áöur en meira veröur skrifaö. Eölilegt mætti teljast, aö Vita- og hafna- málastjóri annaöist þetta, en þar sem hann mun hafa látið sfnar persónulegu skoðanir (nei- kvæöar) um mál þetta sitja i fyrirrúmi i staö þess aö láta rann- sóknir og verkfræðilegar skýrslur tala sinu máli, legg ég til, aö skip- uö veröi nefnd, sem fengi fjár- veitingu frá alþingi til aö fjalla um þetta mál, og reyndar önnur mál þessu skyld, sem lyki nauö- synlegum rannsóknum og tækni- legum athugunum i málinu. Þeir þættir, sem þarf aö rann- saka nánar eru þessir: Bylgju- mælingar, straummælingar, mælingar á breytingu strandar- innar og sjávarbotns m.t.t. sand- buröar meö ströndinni, svo og at- hugun á steypuefni og möguleika á aö afla grjóteininga i brimgarö- ana. Athuganir á efni i landi kæmi til góöa, þó aö höfnin yröi ekki byggö, svo sem til húsbygginga, efni i slitlag austurlandsvegar, svo og brúa og annarra steyptra mannvirkja. 1 sambandi viö bylgjumælingar hefur bylgju- mælir veriö settur út marg sinnis viö Dyrhölaey, en slitnaö upp jafn haröan og er þaö bara aö vona, aö þetta heppnist betur I framtiö- inni. Til viöbótar ber að nefna, aö nú er kennsla hafin i hafnar- byggingu og straum- og bylgju- fræöi viö Háskóla Islands væri æskilegt, aö framkvæma sem mest af slikum rannsóknum i beinu sambandi við þá deild há- skólans. Það er ekki hægt ‘að stunda lifræna kennslu á þessu stigi nema rannsóknir séu fram- kvæmdar samtimis. — Hvaö er aö segja um jarö- fræöilegar athuganir á botnin- um? — Það voru gerðar nokkrar boranir á svæöinu 1965. Niöurstööurnar voru þær, aö þarna mætti grafa innri höfnina inn i sandinn meö þvi einfaldlega aö dæla honum burt. Þaö er nægi- lega djúpt niður á fast til þess. — Þegar þú gerir þinar at- huganir þá geröir þú ráö fyrir aö höfnin yröi lifhöfn, ekki satt? — Ég setti dæmiö upp þannig, aö meöfram þessari strönd er mikill sandburöur. Þar aö auki er hún opin gegn hafi, og til þess aö höfn á þessu svæöi veröi örugg til innsiglingar, og gegn þvi aö sandur berist inn i hana, þurfa brimgaröar aö ná út á töluvert dýpi, t.d. hannaöi ég garðana 1967 út á 12 m dýpi. Veigamikill þáttur i þessu sam- bandi er einnig, að viö suöur- strönd Islands, frá Keflavik og austur á firöi, er engin örugg höfn (llfhöfn) til innsiglingar i aftaka veörum. öryggi fiskiflotans og annarra skipa myndi þvi aukið aö mun meö einni öruggri höfn, en viö aö athuga kortiö sést aö Dyrhólaey liggur vel viö. t sambandi viö fiskveiöar skal hér aöeins undirstrikaö, aö ein feng- sælustu fiskimiöin liggja rétt út af Dyrhólaey. t sambandi viö sandburö meö ströndinni mynda Reynisfjall og Eyjan varnargaröa gegn sand- buröi, svo sandburöur viö Eyjuna er minni en á öörum stööum viö suðurströndina austanveröa. — Höfn á þessum slóöum myndi væntanlega þjóna byggöarlögun- um I kring, auk þess aö vera nokkurs konar öryggisventill fyrir flotann. Mætti ekki gera ráö fyrir, aö þarna risi upp þéttbýli, ef höfnin verður að veruleika? — tJt frá góöri höfn myndast eðlilega töluveröur byggöar- kjarni og meö timanum gæti hann stækkaö verulega. 1 þessu sam- bandi vil ég aöeins nefna, að viö samskipulagningu Suðurlands virðist eölilegt að tvær megin miöstöövar vörudreifingar og móttöku myndist. Þorlákshöfn virðist eölileg „vestri dreifi - miöstöð”. Spurning er þvi varö- andi staösetningu „eystri dreifi- miðstöö”. Það er mjög þýöingar- mikiö i þessu sambandi, að staöur þessi eigi greiöan aðgang aö skipasamgöngum. I þvi sam- bandi virðist Dyrhólaey vera eini staöurinn austan Þorlákshafnar, sem kemur til greina. — Hvaö er aö segja um stærö hafnarinnar, samkvæmt þinum áætlunum? — Meö þvi aö grafa höfnina inn i lónið er stærö innri hafnar óháö ytri göröum og má þvi byggja hana i áföngum eftir vild meö skynsamlegri útbyggingu. — Hvernig stendur þetta svæöi af sér gagnvart Kötluhlaupum? — í þessu sambandi vil ég visa til greinar eftir Trausta Einars- son, „Suöurströnd lslands og myndunarsaga hennar”, i Tima- riti verkfræðifélags Islands, 1-2 hefti 1966 og greinar eftir Einar H. Einarsson, „Myndun Dyr- hólaeyjar”, — Náttúrufræðingur- inn 37. ár. 1967. Hér skal aöeins nefnt, aö Dyrhólaey mun hafa myndazt viö neöansjávargos á kvartiertimanum, svipuöum Surtseyjargosum. I sambandi viö Jökulhlaup, svipuöum þeim, sem siðast á 13. öld komu niöur Mýr- dalssand, er Dyrhólaeyjarsvæð- inu ekki hætta búin sökum Reynisfjalls til auturs. Hins vegar gætu hlaup, sem kæmu niöur Sólheimasand valdiö rösk- un viö Eyna, en slikt hlaup er aö- eins vitað um á fyrstu öldum tslandsbyggðar, og þvi varla meiri likur á slikum hlaupum en t.d. á Reykjavikursvæöinu. Að lokum vil ég undirstrika aö ég reyni aöeins aö afla tæknilegra og kostnaðarlegra upplýsinga um málið, en frekari framvinda málsins, fellur eölilega i hendur hagfræöinga og stjórnmála- manna i sambandi viö samskipu- lagningu landshlutanna. út frá slikum rannsóknum bæri svo að yfirvega, hvort hafnarfram- kvæmdir viö Dyrhólaey séu raun- hæfar. í þessu sambandi ber og aö nefna, aö framkvæmdir eru nú miklar á Suö-austurlandi i sam- bandi viö byggingu vegarins og virkjunar á Þórisvatns-svæöinu. Slikar framkvæmdir hafa oft þau áhrif i för með sér, aö tekjulágt fólk hættir fyrri störfum og hverfur ekki aftur til þeirra. Viö- ieigandi ráöstafanir bæri að gera, <ef hindra á uppflosnun i austur- sveitum Skaftafellssýslu. TÍMINN 11 Verndun tígris- dýra í Indlandi — Hefur fækkað um 40 þúsund ó þessari öld. metisát og tilfinningasemi manna”. Tigrisdýraveiðar ferðamanna i Indlandi „á góöu árunum” gáfu af sér allt að hundrað milljónir króna i erlendum gjaldeyri. Þeim var veitt öll hugsanleg aðstaða, hundraö manna veiöiflokk, matreiðslumenn, burðarmenn, ökumenn o.s.frv. fyrir hvern einasta túrista-bjálfa, er hugði á tigrisdýraveiðar. Verndunar- „Þegar þau gera árás á menn, er þaö af hreinni slysni” dýrunum girnileg fæða. Gifur- legur sægur er af nautgripum i Indlandi, og raunar eru þeir þar, viðast helgir, en mikill skortur er á beitilandi fyrir þá. Einkum og sérilagi i þurrkárum er þjóðhagslega ógerlegt að skipa þorpsbúunum út af tigrisdýra- svæðunum, með nautgripi sina án þess að útvega þeim landsvæöi fyrir þá annars staðar. Að sjálfsögðu eru veiðimenn Það er ekkert hæft i þvi, að til séu mannætu- tigrisdýr. Allt tal um slikt er ekki annað en þjóðsaga og tilbúningur, sem gengið hefur gegn- um aldirnar. Þegar tigrisdýr ráðast á menn, er það fyrir einskæra slysni. Tökum til dæmis einn veiðivörðinn hérna. Hann var eitt sinn bitinn af tigrisdýri. Hann kom hjólandi á mikilli ferð fyrir horn á veginum og rakst þá á tigrisdýr, sem stóð þar fyrir handan við vegbrúnina. Annar veiðivörður kom aðvif- andi og rak upp mikil óhljóð með þeim af- leiðingum, að dýrið labbaði rólega burt. — Þetta eru orð Indverja nokkurs að nafni Sank- hala, sem er formaður ,, Tigris dýra áætlun ar- innar” svonefndu, er indverska stjórnin stendur að i þvi augna- miðið að vernda þau 1.800 tigrisdýr, sem eftir eru i landinu, frá þvi að deyja út. Sankhala ber þó ekki á móti þvi, að sum tigrisdýr geti verið hættuleg, eða á milli 30 og 40 manns verði fyrir árás þeirra aðeins i Vestu-Bengal. En hann bætir einnig við: — En slik tilfelli gerast aðeins, þegar mennirnir hafa gert heimkynni tigrisdýr- anna ólifvænleg, þannig að þau verða tauga- veikluð og örvæntingar- full. Hin gamla þjóðsaga um mannætu-tigrisdýrin hefur aukið þann dýrðarljóma, sem yfir veiðunum hvilir, og flýtt fyrir slátrun tigris- dýranna. Tigrisdýraáætlunin (Project Tiger) kann að vera siðasta von tigrisdýra utan dýra- garða heimsins. í Rúss- landi eru þau orðin færri en tvö hundruð. í Malaysiu, Thailandi og Burma finnast að lik- indum enn ein 2 þúsund tigrisdýr. Ef Indverjum heppnast að bjarga tigrisdýrum sinum, munu þeir reka á eftir Kinverjum að fara eins að, en þeir lita á tigris- dýr sem skaðdýr. Árið 1970 var sett bann i Indlandi við þvi að skjóta tigrisdýr. Nú hafa ljósmyndavélar leyst byssurnar af hólmi. Hinn óbilandi Sankhala á þaö til að dvelja yfir nótt aðeins þrjá metra frá vatns- bóli i Sariska-veiðibúðunum i Rapastan.um 125milurfrá Delhi, aðeins „vopnaður” ljósmyndavél sinni. Við vatnsbólið er bundinn lifandi buffalókálfur sem beita fyrir tigrisdýrin. Og eitt tigrisdýr ranglaöi einmitt niöur að vatns- bólinu þessa nótt. Það skipti sér ekkert af Sankhala né hirti um að drepa kálfinn. En i dögun kom þaö aftur og drap kálfinn, en skildi þó mest af skrokknum eftir óétið. Allt i kringum vatnsbóliö voru stangir meö sundurtættum hræum,-gömlum beitum. Feröamenn, sem fæstir eru eins hugaöir og Sankhala, geta fengið leyfi til aö dvelja yfir nótt á öruggum staö i um 20 metra fjarlægö. Eina leiðin fyrir tigris- dýrin i dag til þess að halda lifi er að venjast mönnunum. Fjöldi þeirra var um 40 þúsund i Ind- landi um siöustu aldamót, en er nú kominn niöur I 18 hundruö. Á sama tima haföi fólkinu fjölgaö um nær helming. Það voru ekki aöeins dráp dýranna, sem fækkaði þeim svo mjög, þaö var ekki siður ræktun heimkynna þeirra. Ein beztu heimkynni tigrisdýranna voru i Uttar Pradesh og Bihar, en þar var hafin sykur- og hrisgrjóna- ræktun. Skógarnir i suöurhluta landsins viku fyrir áveitukerfum og stórfelldu skógarhöggi, en meö þvi var gengiö mjög nærri tigris- dýrastofninum á þessum slóöum. Tigrisdýraáætluninni hefur veriö lofað einni milljón dollara eöa um 90 milljónum isl. kr. frá Alþjóöa náttúruverndarsjóönum (World Wildlife Fund) og auk þess rúmlega 500 milljónum frá inverska rikinu. Veröur sú fjár- hæð afhent viö hátiölega athöfn i Jim Corbett — þjóögaröinum i Uttar Pradesh 1. april n.k. Þótt þetta séu miklar upphæöir, duga þær vafalaust skammt, ef á annað borö veröur unniö af alefli aö friöuninni. Þaö er geysierfitt verkefni aö bjarga dýrategundum I landi, þar sem margt fólk þarfnast hjálpar. Aætlunin gerir ráö fyrir 9 góöum verndunar- og eftirlitssvæöum, þar sem veröa vatnsból og önnur aðstaða. Verðirnir fá jeppa og senditæki til eftirlitsins og útbúnaö til aö koma naut- gripunum út af svæðinu. Naut- gripirnir skapa mikil vandamál, vegna þess aö þeir eru tigris- ekki sérlega hrifnir af Tigris- dýraáætlunni. Einn þeirra Avi Kholi, sem var forseti Indverska veiöimannasambandsins, er eitt sinn var og hét, telur áætlunina algera vitleysu. Kholi segir, aö veiöimennirnir séu þeir einu, sem ráöi yfir nægilegu fjármagni og viti bezt um, hvernig haga skuli verndun tigrísdýrastofnins. „Þaö er viöurkennt um allan heim”, segir hann „Skynsamlegar og skipulagðar veiðar gamalla dýra og nautgripabana er bezta leiðin til verndunar tigrisdýranna. Það, sem að er í þessu landi, er græn- svæöin I dag voru áöur aöalveiði- svæðin. Þar má enn sjá gryf j’ur og réttir, sem tigrisdýrin voru rekin inn I og skotin. — Þetta var engin iþrótt, segir Sankhala — heldur hrein fjöldadráp. Slikar veiöar hafa nú veriö bannaöar, en samt sem áður fara þær eitthvað fram ennþá ásamt annarri skemmdar- starfsemi. Þótt útflutningur tigrisdýraskinna frá Indlandi hafi verið bannaöur siðastliöin fimm ár, eru þau enn seld dýrum dómum þar i iandi, og vitað er um smygl á þeim úr landi. —Stp — Tóm vitleysa og afdönkuð þjóðsaga, að til séu mannætutígrisdýr, segir forstöðumaður „Project Tiger"

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.