Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 13
Þriðjudagur 6. febrúar 1973. TÍMINN 13 Ólafur Gunnarsson lénssálfræðingur: AÐ STANDA SAMAN í BLÍÐU OG STRÍÐU Orlof Lagerkrantz hefur skrifað hverja greinina af annarri i sænska stórblaðið Dagens Nyheter, og gert hvort tveggja i senn: að lýsa hinum hrikalegu atburðum i Vestmannaeyjum og afleiðingum og hvetja alla Norðurlandabúa til þess að leggja okkur lið i raunum okkar. „Bistá Island” og ,,Nu máste vi hjálpa Island” er fyrirsögn á tveim greinum hans. í Sviþjóð hefur ekki verið setið við orðin tóm. Enginn hefur sýnt okkur slikt veglyndi sem rikisstjórnin sænska. Vorið 1964 var ég kvaddur til þess af Vestmannaeyingum að skipuleggja og stjörna fyrsta starfsfræðsludegi, er haldinn var i Eyjum, og samtimis þeim sið- asta. Ari siðar tókst litilmótleg- asta vesalmenni, sem setið hefur i sæti hugsjónamannsins og snillingsins, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þ.e. sæti menntamála- ráðherra, að ganga af starfs- fræðslunni dauðri með aðstoð auð virðilegustu skussanna á sviði fræðslumála. Hverjir skussarnir voru kemur ekki þessari grein við. Menntamálaráðherra taldi þá alla upp i þingræðu, sem hann flutti á útmánuðum 1965 og mun ég fljótlega rifja nöfn þeirra upp fyrir islenzku þjóðina, einkum unglingana, sem eiga fulla heimt- ingu á að vita hverjir það voru, sem lögðust gegn einu mesta nauðsynjamáli islenzkrar æsku. Ræðu sina um starfsfræðsluna flutti menntamálaráðherra i sambandi við fyrirspurn frá Karli Kristjánssyni frá Húsavik, einum gáfaðasta heiðursmanni, sem átt hefur sæti á Alþingi Islendinga á seinni árum. Maðurinn, sem bað mig að koma til Eyja vegna skipu- lagningar starfsfræðsludagsins, var Eyjólfur Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyinga, og dvaldi ég allan timann, sem ég starfaði i Eyjum á heimili hans, en naut einnig mikillar fyrirgreiðslu og gestrisni Sigfúsar Johnsen, sem var mér að öllu góður kunnur frá þvi hann stundaöi nám i Kennaraskóla íslands. Þess má geta, að tengdafaðir Sigfúsar, Þorsteinn Viglundsson, þáverandi skóla- stjóri gagnfræöaskólans, hafði nokkrum árum áður siglt með alla nemendur gagnfræðaskólans á starfsfræösludag i Reykjavik, og þótti það á þeim tima eigi all- litið fyrirtæki. Skipulag starfsfræðsludagsins fylgdi i meginatriðum sömu regl- um og þeim, sem ég hafði áður notað viðsvegar um land. Ég flutti erindi fyrir alla nemendur gagnfræðaskólans, útvegaði þeim bókina Starfsval frá Isafoldar- prentsmiöju, og svaraöi siðan fyrirspurnum þeirra, sem bókin Starfsval gaf tilefni til að spyrja. Ahugi nemenda gagnfræðaskól- ans var mikill og almennur. Daginn fyrir starfsfræðsludaginn voru allir framámenn atvinnu- lifsins og skólanna i Vestmanna- eyjum, sem heitið höfðu aðstoð sinni við leiðbeiningar á sjálfan starfsfíæðsludaginn, boðaðir til fundar, og flutti ég fyrir þá stutt erindi og svaraði eðlilegum fyrirspurnum þeirra. Mér er sér- staklega minnisstætt að allir til- vonandi leiðbeinendur voru mættir stundvislega og áhugi þeirra á málinu var svo mikill að ég minnist ekki eins mikils og almenns áhuga frá neinum öðrum stað að undanskilinni Húsavik og Norðfirði. — Sérstaklega er mér minnis stæður skipstjóri, nokkuð við aldur, sem lagði sig mjög i framkróka að læra af mér allt, sem ég gat sagt honum varðandi starfsfræðsluna. Ahugi gamalla sjómanna var mér að visu ekkert nýnæmi, hann þekkti ég mætavel frá starfsfræðsludögum sjávarút- vegsins i Reykjavik þar sem mikið einvalalið forustumanna sjávarútvegsins var saman komið. M.a. Gunnlaugur Briem ráðuneytisstjóri, Sverrir Július- son, formaöur Sambands isl. útvegsmanna, Davið Ölafsson.þá- verandi fiskimálastjóri, Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans, Gunnar Bjarna-. son, skólastjóri Vélskólans, og Sigurður Gröndal yfirkennari Matsveina- og veitingaþjóna- skólans. Allra þessara manna og margra annarra minnist ég stöðugt með hlýjum hug fyrir óeigingjarna aðstoð þeirra viö æskuna. Sama máli gegnir um fiskimatsstjórann Bergstein Bergsteinsson og ógleymanlega samstarfsmenn hans. Auk heimamanna i Eyjum minnist ég þess, að allmargir sér- fræðingar frá Reykjavík komu til Eyja þennan dag til þess að leið- beina og man ég, að ég hafði tekið á leigu 4 flugvélar til þess að flytja sérfræðingana. A heimleið frá Eyjum urðum viö hjónin sam- ferða dr. Þorleifi Einarssyni, sem notaöi kærkomiö tækifæri til þess að fljúga yfir Surtsey, sem þá var á blómlegu bernskuskeiöi. Að loknum starfsfræðsluleið- beiningunum var öllum leiðbein- endum boðið til kaffidrykkju á eina hóteli bæjarins, konan min telur að bæjarstjórnin hafi staðið fyrir boðinu, en þvi hef ég sjálfur gleymt, man aðeins að veitingar voru miklar og góðar. Hitt man ég, að sjálfur svaraöi ég fyrir- spurnum óvenjulega margra vel greindra unglinga þennan dag og hefði þeim verið auðgert að ljúka námi við hvaða háskóla nám, sem þeir heföu kosiö sér. Ég minnist þess, að Kristján Sturlaugsson ■ tryggingarfræð- ingur, var sömu skoðunar og ég varðandi þá unglinga sem til hans komu. Þess skal getiö, aö siðan við hjónin fluttumst til Sviþjóðar fyrir liðlega 7 árum hefur Bréfa- skóli S.l.S. og A.S.l. að staðaldri haft milligöngu milli min og islenzkra unglinga varðandi leið- beiningar um Starfsval- Meðal unglinga sem hafa skrifaö mér löng og góö bréf hafa alltaf verið nokkrir frá Vestmannaeyjum. Siðan fréttir af eldgosinu i Helgafelli fóru að berast hingað höfum við hjónin reynt að fylgjast með öllum fréttum af gosinu bæði I danska og sænska útvarpinu auk sænska sjónvarpsins. Þrátt fyrir þaö að vopnahléssamningur milli Bandarikjamanna og Vietnama væri undirritaöur eftir að eld- gosið hófst finnst mér fréttirnar frá Islandi hafa veriö bæði miklar og itarlegar einkum i Dagens Nyheter, stærsta morgunblaði Svia, og sænska sjónvarpinu. Bezta vinkona Judith konu minnar á tslandi er einmitt ættuð úr Vestmannaeyjum. Þegar Judith hafði hlustað á fyrstu fréttirnar af hörmungunum i sambandi við gosið varö henni að orði . ..Vestmannaeyingar mega ekki sundrast” Þessi ummæli ásamt öðru varðandi gosið sendi ég nú samtimis þremur aðal- blöðum tslendinga og treysti þvi, að þau birti greinina orðrétta. Það sem ég tel aðalatriði máls- ins er þetta: „Vestmannaeyingar mega ekki sundrast” sagði kona min við upphaf eldsumbrotanna. Undir þessi orð hennar tek ég heilshug- ar. Ég reyndi Vestmannaeyinga að svo góðu samkomulagi og miklum dugnaði 1964, að mér finnst óhugsandi annað en þeir fái aö halda áfram að búa og starfa saman. Samkvæmt fréttum, sem bár- ust siðdegis i dag hingað til Svi- þjóðar er litt hugsandi að fólk geti flutzt aftur til Eyja aö sinni. Næsta verkefni veröur þá að velja Vestmannaeyingum samastað um nokkra hrið. Við skulum fyrst minnast þess, að öll islenzka þjóðin stendur i mikilli þakkar- skuld við Vestmannaeyinga, þeir hafa um margra ára bil tryggt þjóðinni meiri gjaldeyristekjur en nokkur annar jafnfjölmennur hópur manna á landinu. Það má þvi ekki minna vera en Islending- ar sjái um að Vestmannaeyingar eignist sem allra bezt húsnæði þar sem þeir vilja helzt vera, sem ég tel liklegast að verði við suður- strönd Islands milli Hornafjarðar og Þorlákshafnar. Þorskurinn hverfur ekki af miðunum við Vestmannaeyjar sökum eldsum- brota, þau munu eftir sem áður verða fengsælustu fiskimið lands- ins. Ef Vestmannaeyingar vilja njóta tignarlegs útsýnis inn til hvitra jökla eins og þeir eru vanir við úr Eyjum get ég ekki hugsað mér annan stað betri en Horna- fjörð. A Hornafirði er fólkið gott og harðduglegt alveg eins og I Eyjum. Nesin, sveitin inn af Höfn i Hornafirði, er meðal gróöursæl- ustu sveita landsins. Kaupfélags- stjórinn á Höfn i Hornafiröi hefur haldið áfram uppbyggingu hafnar þar sem Þórhallur heitinn Danielsson kaupmaður og Jón Ivarsson fyrrverandi kaupfélags- stjóri létu staðar numið. Ráða- menn á Höfn eru, að þvi er ég bezt veit, ágætismenn og um hrepp stjóra þeirra sagði Einar á Hval- nesi mér einu sinni á biðstofu landbúnaöarráöherra sem þá var. „Hann er bezta grey” en þetta var mikið hrós um hrepp stjórann i munni Einars, sem þá var orðinn blindur og vissi ekki, að höfundur þessarar greinar var i ætt við hreppstjórann. Hugsanlegt væri aö leggja eitt- hvað af Keflavikurflugvelli undir Vestmannaeyinga, ef svo vel skyldi takast til, aö þeir færu að einhverju leyti frá Islandi og heim til sin. Þetta eru aöeins nokkrar hug- dettur, sem Vestmannaeyingar sjálfir verða að ræöa nánar i friöi og ró. Dugnaður þeirra eins og ég kynntist honum er slikur að þeir munu tæpast beiðast beininga, en einhvern veginn finnst mér að þeir megi ekki drukkna I mann- hafi Reykjavikur. Með innilegri ósk um samstöðu og samstarf i þessu máli flyt ég Vestmannaeyingum innilegar kveðjur okkar hjóna. P.s. 1 dag 29. jan skrifar fornvin- ur minn, Oiof Lagercrantz tillögu á forsiðu Dagens Nyheter um að- stoö viö Islendinga og auk þess leiðara blaðsins. Ég sendi blöðun- um þremur sem fá þessa grein ljósrit af greinum Olofs Lager- crantz. Staða forstöðukonu Staða forstöðukonu við Fjórðungssjúka- húsið á Akureyri er laus til umsóknar. Franihaldsnienntun i hjúkrunarkennslu eða stjórnun er æskileg. Staðan veitist frá 1. júli n.k. Laun samkvæm launakjörum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá fram- kvæmdastjóra i sima 11031 og hjá forstöðukonu I sima 11923 Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 20. april. n.k. F.h. stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Framkvæmdastjóri Laugardagslokun Varahlutaverzlanir og söludeildir nýrra bila i fyrrtækjum sambandsaðila eru lokaðar á laugardögum frá 1. febrúar 1973. Bílgreinasambandið Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar að Vifilsstaðaspitala, hluti starfs kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og i sima 42800. Reykjavik, 5. febrúar 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. 'éfL i—^ ti lanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi ■ mnmr* sson J i 22804 Sjúkraliðar Sjúkraliði óskast að Vifilsstaðaspitala til aðstoðar sjúkraþjálfara. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og I sima 42800. Reykjavik, 5. febrúar 1973 Skrifstofa rikisspítalanna. Til sölu Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir á fólksbíla ó mjög hagstæðu verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. ■i'i'. ■■ íV ■ >■' BARÐIMRI ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.