Tíminn - 06.02.1973, Síða 15
Þriðjudagur 6. febrúar 1973.
TÍMINN
15
Umsión: Alfreð Þorsteinssoni
EKKERT TILLIT TEKIÐ
TIL PRESSULEIKSINS
— óbreytt landslið niðurstaða landsliðsnefndar
Óbreytt landslið frá
pressuleiknum! Það var
niðurstaða landsliðs-
nefndar, þegar hún valdi
landsliðið, sem mætir
Grúsiumönnum n.k.
fimmtudag. Varla
verður nefndin sökuð
um aðvera frumleg.Eitt
er vist, að ekki eru allir
jafnánægðir með valið.
Ekki svo að skilja, að
búizt hafi verið við stór-
kostlegum breytingum
frá pressuleiknum, en
það var þó búizt við, að
landsliðsnefnd gerði
eina til tvær breytingar
og tæki með þvi tillit til
úrslita leiksins.
En það hefur hún sem sagt ekki
gert, og má furðulegt teljast, að
hún skulitreysta séraðganga t.d.
framhjá Ólafi Benediktssyni,
markverði, sem allir voru sam-
mála um, að hefði staðið sig mjög
vel i leiknum og „leikið” sig inn i
landslið. Hvers á Ólafur að
gjalda? E.t.v. hefur landsliðs-
nefnd skýringar á reiðum hönd-
um — og væri gaman að fá þær.
En nóg um það i bili. Landsliðið
litur þannig út:
Markverðir:
Hjarti Einarsson, FH.
Birgir Finnbogason, FH.
Aðrir leikmenn:
Geir Hallsteinsson, FH
Auðunn Óskarsson, FH
Sigurbergur Sigsteinsson, Fram
Björgvin Björgvinsson, Fram
Axel Axelsson, Fram
Agúst ögmundsson, Val
Gunnsteinn Skúlason, Val
Ólafur H. Jónsson, Val
Einar Magnússon, Vikingi
Guðjón Magnússon, Vikingi
Grúsiumenn munu leika tvo
leiki hér á landi, þann fyrri á
fimmtudagskvöld kl. 20.30, en sið-
Hvers á ólafur Ben. að gjalda?
ari leikurinn fer fram á
laugardag kl. 15. __aif
Heimsfrægir lyftingamenn koma!
Alf—Reykjavik.
— Siðar i þessum mánuði
eru væntanlegir til Islands
nokkrir heimsþekktir
lyftingamenn, sem taka munu
þátt i alþjóðlegu lyftingamóti i
Laugardalshöllinni ásamt
beztu lyftingamönnum
íslands.
Meðal hinna erlendu gesta
verður Leif Jensen, ný-
bakaður Olympiumeistari i
Taka þátt í alþjóðlegu lyftingamóti í Laugar-
dalshöll með beztu lyftingamönnum landsins
léttþungavigt, en hann er jafn-
framt heimsmeistari og
Evrópumeistari i þessum
þyngdarflokki. Auk hans
koma ýmsir þekktir kappar,
sem ýmist stóðu sig mjög vel á
Olympiuleikunum i Munchen,
eða hafa að baki glæsilegan
feril. Má i þvi sambandi nefna
Hans Bettenbopgfrá Sviþjóð,
sem hlaut bronzverðlaun i
milliþungavigt I Miinchen og
Evind Rekustad frá Noregi,
fyrrum heimsmethafa.
IR-liðið hefur aldrei
Akveðið hefur verið, að al-
þjóðlega lyftingamótið fari
fram i Laugardalshöllinni
föstudaginn 23. febrúar, en
meðal þátttakenda verða allir
beztu lyftingamenn landsins,
þ.á.m. Gústaf Agnarsson,
Óskar Sigurpálsson og Guð-
mundur Sigurðsson, sem
keppir i milliþungavigt gegn
Svianum Bettenborg.
Koma hinna erlendu
lyftingakappa verður án efa
mikil lyftistöng fyrir lyftingai-
þróttina á Islandi, sem nýtur
sivaxandi vinsælda. Nánar
verður sagt frá heimsókninni i
blaðinu siðar.
Er hægt
að bjóða
upp á
þetta ?
„Erþetta skripaleikur eöa
alvöruleikur” sagði kefl-
viskur áhorfandi að fyrsta
æfingaleik landsliðsins i
knattspyrnu, sem háður var i
Keflavik á sunnudaginn, en
leiknum lauk með sigri Kefl-
vikinga, 3:2.
Það var von, að maðurinn
spyrði, þvi að það var langur
vegur frá, að svokallað
landslið, sem boðið var upp
á, væri skipað okkar beztu
leikmönnum.
Til að mynda vakti það
alveg sérstaka athygli, að 2.
deildar lið FH átti þrjá full-
trúa i þessu svokallaða
landsliði. Með aBri virðingu
fyrir FH og knattspyrnu-
mönnum félagsins, verður
það að teljast ofrausn að
tefla svo mörgum FH-ingum
fram i landsliði i knatt-
spyrnu, þrátt fyrir, að sterk-
ar taugar séu milli fram-
kvæmdastjóra KSÍ og FH.
Það er engum gerður greiði
með vinnubrögðum af þessu
tagi, sizt hinum ungu leik-
mönnum FH, sem eiga eftir
að harðna meira.
I stuttu máli gekk leikur-
inn þannig fyrir sig, að Guðni
Kjartansson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Keflavik.
Asgeir Eliasson jafnaði fyrir
landsliðið, 1:1. Friðrik
Ragnarsson og Jón Ólafur
skoruðu sitt markið hvor
fyrir Keflavik og var staöan
þá orðin 3:1, en siðasta mark
leiksins var sjálfsmark og
lauk leiknum 3:2
Framhald á bls. 19
verið eins gott og nú
— Anton Bjarnason sýndi fróbæran leik,
þegar liðið vann Ármann 91:74. Hann
stjórnaði liðinu í sókn og vörn. Þrír leikir
leiknir ó Nesinu um helgina,
og einn ó Akureyri.
IR-liðið i körfuknattleik hefur
aldrei verið eins gott og það er i
dag. A sunnudaginn vann liðið
Armann • léttilega 91:74. Anton
Bjarnason lék mjög vel og var
hann maðurinn á bak við flestar
sóknarlotur liðsins og batt vörn-
ina saman. Birgir Jakobsson lék
aftur með IR-liðinu eftir stutta
fjarveru. Hann átti þokkalegan
leik, en er greinilega ekki kominn
i æfingu. Liðið sýndi snilldarleik i
fyrri hálfleiknum gegn Armanni,
þá var vörn liðsins sterk og sókn-
arleikurinn oft á tiðum stór-
skemmtilegur. Staðan I hálfleik
var 49:23 fyrir ÍR.
Leikurinn jafnaðist i siðari
hálfleik og Valsmenn fóru að
sækja i sig veörið undir lokin. Þá
voru IR-ingar farnir að slá slöku
viö og varaliðið var nær allt inni
á. Þegar 7 min. voru til leiksloka,
var staðan 78:42 fyrir tR, en
leiknum lauk með sigri tR 91:74.
Stigahæstir hjá tR, voru: Krist-
inn Jörundsson 27, Agnar Frið-
riksson 17, Anton 13 og Einar Sig-
fússon 12 stig.
Valsliðið án Þóris mátti
þola tap gegn HSK 70:61
HSK tryggöi sér tvö dýrmæt
stig, þegar liðið mætti Val á
sunnudagskvöldið. Valsliðiö án
Þóris Magnússonar, sem að öll-
um likindum leikur ekki meira
með liðinu i vetur vegna meiðsla
— hásinar slitnar i fæti, náði ekki
að sigra HSK i leik liðanna, sem
var nokkuö jafn til að byrja með.
Staðan i hálfleik var 34:31 fyrir
HSK, en þegar siðari hálfleikur
var hálfnaður, tóku leikmenn
mikinn fjörkipp og breyttu stöð-
unni úr 46:45 i 56:45 með þvi að
skora tiu stig i röð.
Stigin skoruðu þeir Ólafur Jó-
hannsson, Jón óskarsson,
fjögur hvor, og Þröstur Guð-
mundsson tvö. Þessi sprettur
réöi úrslitum og lauk leiknum
meö góðum sigri HSK 70:61.
Stigahæstir hjá HSK voru:
Olafur Jóhannsson 20, en hann er
nú byrjaður aö leika aftur meö lið-
inu, lék meö liðinu i fyrra, Bjarni
Þorkelsson skoraði 15 stig.
Stefán Bjarnason skoraöi flest
stig fyrir Val, eöa 16, Kári Maris-
son skoraði 14.
Stúdentar skoruðu yfir
100 stig gegn Njarðvik.
Stúdentar unnu Njarðvik 102:92
i leik stiganna. Njarðvikihgar
leiddu nær allan leikinn og i fyrri
hálfleik mátti sjá tölur eins og
14:6,19:9 og 46:37. Staðan i hálf-
leik var svo 54:51. Þegar Njarð-
vikingar höfðu yfir 71:70 og niu
min. til leiksloka, tóku stúdentar
mikinn fjörkipp og skoruðu tólf
stig i röð og breyttu stöðunni i
82:71. Leiknum lauk 102:92, eins
og fyrr segir. Það var mikið
skorað i leiknum og ekki á
hverjum degi, sem skoruð eru
nær 200 stig. Jón Indriðason var
stigahæstur hjá 1S, með 19 stig,
Stefán Hallgrimsson skoraði 18
stig, Gunnar Þorvarðarson var
stigahæstur hjá Njarðvik, hann
skoraði 23 stig.
KR-ingar i erfiðleikum
með Þór i fyrri hálfleik.
KR-ingar heimsóttu Akureyri
um helgina og léku gegn Þór i
tþróttaksemmunni. Fyrirfram
hafði verið búizt við léttum sigri
KR-ingar, en raunin varö sú, að
þeir áttu i talsverðum erfiðleik-
um með hið vængbrotna Þórs-lið,
sem orðið hefur að sjá af mörgum
góðum leikmönnum. Sérstaklega
gekk KR-ingum illa i fyrri hálf-
leik, en þá hélzt leikurinn mjög
jafn.
I byrjun siðari hálfleiks náðu
KR-ingar með Guttorm, Gunnar
G. og Ólaf Finnsson i broddi fylk-
ingar góðum leikkafla og á
örstuttum tima breyttist staðan
úr 45:40 i 67:44. Eftir það var
sigur KR aldrei i hættu, en loka-
tökur leiksins urðu 85:61.
Guttormur Ólafsson, fyrrum
þjálfari og leikmaöur Þórs,
þekkti sina „heimamenn” greini-
lega og vissi, hvar þeir voru veik
astir fyrir. Hann varð stiga-
hæstur KR-inga, skoraöi 18 stig.
Birgir Guðbj. sýndi prýðisleik og
skoraði 17 stig, en næstir komu
Gunnar og Ólafur meö 14 stig
hvor og Kristinn Stefánsson með
10 stig.
Þórs-liðið er ekki eins sterkt nú
og áður og kemur það raunar
engum á óvart, þvi að liðið hefur
orðið að þola mikla blóðtöku und-
anfarið. Liðið samanstendur þó af
mörgum góðum einstaklingum og
langmesta athygli vakti Jón Páls-
son, sem skoraði 28 stig, en hann
varð einnig mjög stigahár, þegar
hann lék gegn tR á dögunum.
Eyþór skoraði 12 stig og Pétur 10
stig.
Hér á myndinni sést Kolbeinn Kristinsson, hinn ungi og efnilegi tR-
ingur, senda knöttinn í körfuna hjá Ármanni.
(Timamynd Gunnar)