Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Laugardagur 10. febrúar 1973
Var eittsinntrúlofuð
George Best
Eva Haraldsted heitir þessi
stúlka, og hún er frá Arósum i
Danmörku. Hún fór til Englands
eitt sinn og ætlaði að trúlofast
fótboltastjörnunni George Best.
Hún hefur nú snúið aftur heim,
og er ákveðin i að halda sig við
gamla kærastann hann Kurt.
Þau hafa reyndar verið hálftrú-
lofuð frá þvi þau voru krakkar,
og nú eru þau búin að kaupa sér
ibúð i Arósum, þar sem þau ætla
áð setjast að. Kurt er slátrari,
&
&
Snéri heim í leit
að frægð
Venjulegast er þvi haldið fram,
að enginn sé spámaður i sinu
föðurlandi, en það passar ekki i
öllum tilfellum. Lise Bodin, er
þekkt ljósmyndafyrirsæta i
Danmörku. Hún hélt að hennar
biði mikil frægð i öðrum lönd-
um, og hélt þvi út i hinn stóra
heim með mann sinn og tvö
börn. En þar beið hennar ekki
það, sem hún hafði búizt við.
Endirinn var sá, að Lise snéri
aftur til sins heima, og nýtur nú
óskiptrar athygli ljósmyndara i
Danmörku. Hún kann lika að
stilla sér upp fyrir framan
myndavél, eins og þið getið séð
á meðfylgjandi mynd.
en Eva hafði hugsað sér að
verða ljósmyndafyrirsæta, en
hún hefur lagt allar slikar
áætlanir á hilluna um leið og
hún hættir aö hugsa um fót-
boltastjörnuna sina. 1 staðinn
hefur hún nú helzt i huga að
verða tækniteiknari, ef hún hef-
ur þá nokkurn tima til annars en
hugsa um heimili þeirra Kurts
og hennar.
&
Að komast hjd
stöðumælasektum
Fólk gerir hvað sem er til þess
að komast hjá stöðumælasekt-
um, og hér kemur saga um það,
hvaða aðferð New Yorkbúar
hafa notað fram til þessa, það er
að segja þeir, sem vitað hafa
um þessa frábæru leið, en þeir
hafa kannski ekki verið margir.
Lögregluyfirvöldin hafa gefið út
timarit fyrir lögregluþjóna, og
hefur fólk lagt kapp á að komast
yfir eintak af ritinu. Siðan hefur
það látið ritið liggja i bilnum,
þar sem mikið hefur borið á, i
von um það, að þegar lögreglu-
þjónn kemur, og ætlar að setja
stöðumælamiða á bilinn, hafi
hann annað hvort staðið of lengi
við mæli, eða verið lagt á vit-
lausan stað, þá sjái hann blaðið
og haldi að hér sé félagi hans á
ferð, og þar með sleppt þvi að
setja miða á bilinn. Nú hefur
þessi aðferð, við að komast hjá
lögunum, orðið að engu, þvi út-
koma blaðsins er hætt, og senni-
lega þýðir ekki að nota mjög
gömul blöð.
Móðir Péturs litla var ákaflega
siðavönd og gekk fast eftir þvi, að
sunnudagurinn væri hvildar-
dagur,- og þá mátti Pétur ekki
leika sér að tindátunum sinum.
Einn sunnudaginn kom hún samt
að honum, þar sem hann var
búinn aö raða þeim upp á gólfinu.
*
,,Ég sagði honum að blása, ekki
að sjúga”.
—Já, en mamma, þetta er hjálp-
ræðisherinn, svaraði sá litli
skömmunum.
DENNI
DÆMALAUSI
Hvað gerðist, eg ég kastaði
gulrótunum á gólfiö.— öllu
þessu?