Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 28
Auglýsingasímar
Tímans eru
1-95-23 & 18-300
Hlégarður
Samkomusalir til leigu fyrir:
Arshátiðir, Þorrablót, fundi,
ráðstefnur, afmæiis- og ferm-
ingarveizlur. Fjölbreyttar
veitingar, stjórir og litlir salir,
stórt dansgólf. Uppl. og pantan-
ir hjá hiisverði i sima 6-61-95.
GOÐI
fyrirgóöan mai
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS
VIÐ DREKKUM
MEIRA OG MEIRA!
Afengisneyzla á mann á siðasta ári var 2,81 litri. Þessi náungi hefur
trúlega tekið út allan sinn „skammt” i einu... og liklega vel það.
Klp-Reykjavik. tslendingar slógu
öll sin fyrri drykkjumet á árinu
1972. Þetta kemur fram I skýrslu
frá Afengisvarnaráði um áfengis-
sölu og áfengisneyzlu á árinu 1971
og 1972. i þessari skýrslu er litið
annað að finna en tölustafi, en úr
þcim má þó lesa ýmsar stað-
reyndir um þetta vandamál.
A árinu 1972 eyddu íslendingar
nær 410 milljónum króna meiru i
kaup á áfengi en árið áður. En á
siðasta ári var keypt áfengi fyrir
samtals 1.493.857.666 kr. á móti
1.084.532.329 kr. Er söluaukningin
37,7%. Hækkunin varð mest i
Reykjavik, liðlega 300 milijónir,
næst kom Akureyri með 47 millj.
siðan Isafjörður með 18 millj.,
Keflavik með 14 millj. og Seyðis-
fjörður með 12 milljónir. Þar á
eftir koma svo Vestmannaeyjar
með 9 milljónir en Siglufjörður
rekur lestina með um 5 milljón
króna hækkun. 1 sambandi við
þessar tölur ber þess að geta.að
útsöluverð áfengis hækkaði all-
mikið á siðasta ári.
Ef könnuð er áfengisneysla á
mannmiðað við 100% áfengi kem-
ur i ljós, að neysluaukning á árinu
1972 frá árinu áður er 0,11 litrar á
mann eða 4,1%. Aukningin hefur
verið nokkuð stöðug undanfarin 8
ár. Að visu hefur verið minna
drukkið á árunum 1968 og 1969,
enda var fjárhagur landsmanna
þá yfirleitt heldur bágborinn. En
siðan hefur strikið legið heldur
upp á við og nær það hæst á sið-
Söltuð loðna er
afbragðs fóður
Er ekki rdð að kaupfélögin taki að sér loðnusöltun fyrir bænd-
ur? Tómir dburðarpokar hentugir til þeirra nota
Erl, Reykjavik. — Ja, nú þykir
mcr fjöðrin vera orðin að slórum
fugli, sagði Haukur Svein-
björnsson á Snorrastöðum, er
Timinn hringdi tii hans til að
grennslast fyrir um nýjar aðferð-
ir i loðnusöltun tii búfjárfóðurs,
sem við höfðum heyrt, að hann
væri upphafsmaður að. — Sann-
leikurinn er sá, sagði Haukur, að
ég tók þetta nú bara upp cftir ná-
grönnum inínum, og auk þess
hefur þetta áreiðanlega verið gert
viðar um iand.
Með þessari aðferð er fengið
hlutverk handa plastáburðarpok-
unum, sem allir flytja heim i
hundraðatali á vorin, og sumir
láta þvi miður hjá liða að ganga
frá á sæmilegan hátt, en Haukur
og þeir félagar hafa keypt loðnu á
Akranesi og saltað hana sjálfir i
pokana, þar sem þeir geta geymt
hana alllengi, án þess að hún
skemmist, og væri pokunum lok-
að, svo að þeir yrðu loftþéttir,
mætti vafalaust geyma hana til
muna lengur.
Fiskimjöl hefur löngum verið
gefið islenzkum búpeningi, enda
rikt af eggjahvituefnum og bæti-
efnum. Það ætti hins vegar að
vera óþarfi að kosta miklu til
vinnslu hráefnisins i mjöl, ef unnt
reyndist að koma á auðveldri leið
til geymslu og hagnýtingar fyrir
bændur. A sildarárunum gáfu
margir saltsild, og þótti gott, en
loðnusöltun hefur ekki verið til
þessa framkvæmd af móttakend-
um. Auk þess eru svo tunnurnar
dýrar umbúðir, og þvi kjörið að
spara stórarupphæðir með þvi að
salta i poka, eins og áður er lýst.
Framhald á 22. siðu.
Bretar og Frakkar
viðurkenna A-Þýzkal.
NTB-Paris og A-Berlin Frakkar
og Austur Þjóðverjar hafa ákveð-
ið að taka upp stjórnmálasam-
band. Löndin munu skiptast á
ambassadorum, en ekki er vitað
hvenær það kemur til fram-
kvæmda. Fulltrúar iandanna
tveggja hófu umræður i þessu
skyni 17. janúar sl.
Þá hafa Bretar og Austur Þjóð-
verjar einnig orðið sammála um
að taka upp stjórnmálasamband,
samkvæmt fregnum frá austur-
þýzku fréttastofunni ADN i gær.
Skipzt verður á ambassadorum
innan tiðar. Viðræður um gagn-
kvæma stjórnmálalega viður-
kenningu fóru fram i London eftir
að utanrikisráðherrar landanna
Sir Alec Douglas Home og Otto
Winzer höfðu staðið i simaskeyta-
sambandi.
Austur-Þjóðverjar eru i stjórn-
málasambandi við 71 land, þar af
niu meðlimariki Nató. Búizt er
við/að A-Þjóðverjar verði aðilar
að Sameinuðu þjóðunum siðar á
þessu ári.
Bandarikjamenn hafa látið i
ljós að þeir væru fúsir til að taka
upp viðræður um stjórnmálalega
viðurkenningu A-Þýzkalands, en
bandarisk yfirvöld i V-Berlin
upplýstu i gær, að ekkert hefði
gerzt i málinu.
Bandarikjamenn, Frakkar og
Sovétmenn bera enn ábyrgð á öllu
Þýzkalandi, sem sigurvegarar i
siðari heimstyrjöldinni.
Undirritun samnings rikjanna
tveggja i Þýzkalandi fyrir jól var
vottur um viðurkenningu A-
Þýzkalands af hálfu vesturhluta
landsins. A-Þjóðverjar hafa veriö
éinangraðir og afskiptir siðan Al-
þýðulýðveldið var stofnað fyrir 23
árum.
Belgia var fyrsta aðildarland
Nató, sem viðurkenndi A-Þýzka-
land. Holland, Lúxemburg, Is-
land, Danmörk, Noregur og Italia
hafa einnig lýst þvi yfir, að þau
muni skiptast á ambassadorum
við A-Þýzkaland.
asta ári, en þá náði áfengisneyzla
á mann 2,81 lítra.
Hér á eftir fer skrá yfir áfengis-
neyzlu á mann miðað við 100%
áfengi:
Arið 1965 2,07 1
Arið 1966 2,32 1
Arið 1967 2,38 1
Arið 1968 2,11 1
Arið 1969 2,17 1
Arið 1970 2,50 1
Arið 1971 2,70 1
Arið 1972 2,81 1
I sambandi við þessar tölur er
rétt að benda á, að þarna er að-
eins átt við áfengi, semselt er á
vegum Afengis- og tóbaks-
verzlunar rikisins. En eins og ef-
laust flestir vita berst ætið nokk-
uð magn áfengis inn i landið með
farmönnum, flugáhöfnum svo og
farþegum. A móti kemur aftur sú
staðreynd, að af þessum 2,81
litra, sem reiknað er að hver Is-
lendingur hafi drukkið á siðasta
ári hefur drjúgur skammtur farið
i erlenda ferðamenn.
Loftleiðir gáfu
250 þús. í
Landhelgissjóð
ENN eru að berast
framlög i Landssöfn-
un i Landhelgissjóð,
og siðasta stóra
framlagið var frá
Loftleiðum h.f. Af-
henti stjórn félagsins
forsætisráðherra 250
þúsund i sjóðinn fyr-
ir nokkru.
Gyðingar í
írak hverfa
NTB, Tel Avfv. — Siðan i október I
fyrra hafa 10 Gyðingar horfið I
irak og ekkert tii þeirra spurzt.
israeisk yfirvöld létu i gær i ijós
ótta uin að mennirnir 10 væru
látnir.
Allir áttu þeir heima i Bagdad
og stunduðu verzlun. Þeir hurfu
án þess að koma nokkrum boðum
til fjölskyldu og vina.
Talsmaður israelskra yfirvalda
sagði að eignir mannanna hefðu
verið gerðar upptækar, sennilega
samkvæmt skipun rikisstjórnar
íraks.
1 útvarpssendingu fyrir nokkr-
um vikum var upplýst að flestir
Gyðingar i Irak væru farnir til
ísrael, og allir yrðu það eftir
stuttan tima.
Annar talsmaður israelskra
yfirvalda minnti á að 11 Gyðingar
hefðu verið ákærðir fyrir njósnir
og teknir af lifi i Irak 1969. — Við
höfum áhyggjur af þvi hvað orðið
hefur um mennina tiu, sagði
hann.
UPPREISN I
URUGUAY
NTB-Montevideo Rikisstjórn
Uruguay baðst lausnar i gær, en
talið er að það sé gert til að gefa
forseta landsins Juan Maria
Bordaberry frjálsar hendur við
lausn vopnaðra átaka innan hers-
ins. Leiðtogar landhers og flug-
hershafa lýst þvi yfir,að þeir vilji
koma forsetanum, hægrisinnan-
um Juan Maria Bordaberry og
rikisstjórn hans frá völdum, en
sjóherinn styður enn forsetann.
Sjóliðar með alvæpni héldu i
gær úr hafnarhverfi borgarinnar
inn i gamla borgarhlutann þar
sem rikisstjórnarbyggingarnar
eru. Liðsforingjar báðu óbreytta
borgara að fara burt úr hverfinu
og viðskiptalif stöðvaðist.
Á sama tima tóku menn úr
land- og flugher sex útvarps-
stöðvar. Þrem var lokað, en hinar
sendu út yfirlýsingu frá upp-
reisnarmönnum, þar sem þess
var krafizt að Antonio Francese
léti af embætti varnarmálaráð-
herra. Francese, 73 ára gamall
fyrrverandi hershöfðingi var
skipaður varnarmálaráðherra á
miðvikudag.
Stjórnarkreppan i Uruguay
hófst á fimmtudag, er landher og
flugher neituðu að viðurkenna út-
nefningu Francese i embætti
varnarmálaráðherra. Fulltrúar
herjanna sögðu I hljóðvarps- og
sjónvarpsviðtölum að þeir hlýddu
ekki skipunum frá honum.
Skömmu siðar lýsti Bordaberry
forseti þvi yfir i útvarpsræðu að
hann myndi hafa Francese áfram
i embætti og hvatti hermenn og
óbreytta borgara til að styðja sig,
en aðeins flotinn hefur lýst þvi yf-
ir að hann muni sýna forseta holl-
ustu.
Verkfall
ídanska
útvarpinu
NTB, Kaupmannahöfn. —
Um 800 starfsmenn við
danska útvarpið iögðu I gær
niður vinnu i mótmælaskyni
vegna þess að 51 starfsféiaga
þeirra hefur verið sagt upp.
Verkfall þetta kom niður á
öllum deiídum útvarpsins og
rjúfa varð útsendingar bæði
hljóðvarps og útvarps.
Þeir, sem sagt var upp,
voru ýmist lausráðnir eða
ráðir til skamms tíma, m.a.
fimm fyrrverandi trúnaðar-
menn viðkomandi stéttar-
félaga.
Stjórn danska útvarpsins
sagði starfsinönnum þessum
upp i sparnaðarskyni.
Samningafundur stjórnar-
innar og fuiltrúa starfs-
manna var haldið i gær.