Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 22

Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Laugardagur 10. febrúar 1973 200 metrar í Heimaklett ÞÓ, Reykjavik. — Heimaey hefur oft verið kölluð eyjan svarta siðustu dag- ana, og er það nafn með rentu. Þetta átti þó ekki við i gær, þvi þá snjóaði i Vest- mannaeyjum og var eyjan alhvit i gær- kvöldi. Menn i Eyjum voru ánægðir með að fá snjóinn, enda sögðu þeir, að snjórinn hyldi skitinn mjög vel og yfir eyjunni var allt miklu bjartara. I gærkvöldi var leiðinda- veður í Vestmannaeyjum, norðanhrið og i hryðjunum komst vindstyrkurinn allt upp i 11 vindstig. Búslóðaflutningum var haldið áfram i gær og á ellefta timanum i gærmorgun lokað- ist flugvöllurinn vegna veðurs, en um leið og veður batnar verður búslóðaflutningum haldið áfram með flugvélum. Enn er ekki að fullu lokið að tæma gáma, sem fylltir höfðu verið. Við flutningana starfa nú niu vörubifreiðar og 27 manna hjálparlið, þar af 20 varnarliðsmenn. Þá hafa 100 varnarliðsmenn haldið áfram mokstri af húsþökum. Sömu- leiðis er unnið að sorphreinsun frá húsum, en sorphreinsun hefur legið niðri frá þvi að eldgosið hófst, og i gær var hafið eftirlit með oliukyndi- tækjum. Slökkvilið kælir hraunið Lögreglan hefur unnið sömu störf og áður, nema birgða- vörzlu hefur að mestu leyti verið komið i annarra hendur. Slökkviliðsmenn hafa unnið að þvi að kæla hraunið með sjó og virðist svo sem það kunni að bera einhvern árangur, en þetta er að visu ekki full- kannað enn. Samkvæmt upp- lýsingum slökkviliðsins hafi engar ikveikjur orðið siðasta sólarhring. Hraunið til austurs Samkvæmtupplýsingum frá Kristjáni Sæmundssyni, jarð- fræðingi var allmikið hraun- rennsli i norðurátt að Heima- kletti og Yztakletti frá klukk- an 20 i fyrrakvöld. Þar stöðvaðist hraunið um 200 metra frá Heimakletti, um 250 metra frá Yztakletti og 90 metra frá syðri hafnargarðin um. Siðan hefur litil sem engin breyting átt sér stað á hrauninu á þessu svæði. Glóð sést i hraunkantinum, sem stefnir á Yztaklett, og virðist kanturinn heldur hækka. Hraunlænan, sem leitaði niður i vikið hjá eystri varnargarð- inum hefur stöðvast. Frá þvi i gærmorgun hefur hraunið runnið að mestu til suðausturs og austurs, og Kristján Sæmundsson, jarð- fræðingur sagði,að það væri sér mikil gleði i hvert skipti, sem hraunið færi þá leiðina. Þar sem hraunið rennur I austur sést hraunáll, sem liggur i átt að norðurenda gigsins. 1 gær var gosið með minna móti og aska litil i mekkinum. © Loðna Rangæingar söfnuðu sex og hálfri milljón VESTMANNAEYJASÖFNUNINNI i Rangárvallasýslu er nú að ijúka, og nemur heildarsöfnunin krónum 6.462.550.00 og skiptist þannig milli hreppana i héraðinu: Austur Eyjafjaiiahreppur Vestur Eyjafjallahreppur Austur- Landeyjahreppur Vestur Landeyjahreppur Fljótshliðarhreppur Hvolhreppur Rangárvallahreppur Landmannahreppur Holtahreppur Ásahreppur Djúpárhreppur 448.550.00 880.000.00 500.000.00 500.000.00 650.000.00 1.021.000.00 880.000.00 335.000.00 437.000.00 211.000.00 600.000.00 Söfnunarféð hefur verið sent til Rauða krossins, Hjálparstofn- unar kirkjunnar, Sambands isl. sveitarfélaga og beint til bæjar- stjórnarinnar I Vestmanna- eyjum. Hreppssjóðir hafa bætt vcrulega við hin frjálsu framlög, svo og kvenfélög, búnaðarfélög og ungmennafélög. tbúar i Rangárvallasýslu eru 3.161 Það segir sig hins vegar sjálft, að slikt væri æskilegra að geta gert i allstórum stil, bæði af hag- kvæmnis- og kostnaðarástæðum. — Þegar loðnan er komið i pok- ana, pæklast hún þar, sagði Haukur, og geymist um hrið, en það segir sig sjálft að þegar loft kemst að hættir henni til að skemmast. Ég fékk töluvert magn, sem ég saltaði i marz i fyrra og gaf kúnum. Þær átu þetta af góðri lyst, og hafa aldrei verið hraustari né mjólkað betur, en þann tima, en loðnan entist fram i mailok. Ég hef ekki reynt að gefa fé þetta, en það étur loðn- una vel lika, en sennilega þarf að höggva hana aðeins niður fyrir það, þó að loðnan sé svo smá sem raun ber vitni. — Ég held, að hér sé kjörið verkefni fyrir kaupfélögin að þau taki að sér að annast um þetta og útvegi bændum saltaða loðnu á hóflegu verði, einkum ef handhæg aðferð til að loka pokunum finnst, sagði Haukur að siðustu. Það er raunar hugmynd „ráðsa” eða Guðmundar Jónssonar fyrrum ráðsmanns á Hvanneyri, og hann vill, að sláturhúsin með frysti- geymslum sinum séu hagnýtt til þessara hluta á veturna. Þau mál væri vert að taka til athugunar. Ferðin til tunglsins - Alltaf uppselt BARNALEIKUItlNN Ferðin til tunglsins, verður sýndur I 10. skipti, n.k. sunnudag og eru nú aðeins liðnar tæpar þrjár vikur frá frumsýningu leiksins. Mjög mikil aðsókn hefur verið að Iciknum og uppselt á öllum sýningum. Um næstu helgi vcrða þrjár sýningar á leiknum, ein á laugardag og tvær á sunnudag, kl. 14 og kl. 17. „BILLY THE KID" meðal verka á fjölskyldu- tónleikunum AÐRIR FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Sinfónfuhljómsveitar tslands á þessu starfsári verða haldnir næstk. sunnudag 11. febrúar og hefjast kl. 15,00 I Háskólabiói. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson, kynnir Atli Heimir Sveinsson og framsögumaður Borgar Garðarsson leikari. Flutt verðurjKontradans- ar, þáttur úr 8. sinfóniu Beethovens, Billy the Kid eftir Copland, Sagan af Ferdinand eftir Haufrecht og Hary Janos eftir Kodaly. Aðgöngumiðar að tónleikum næstkomandi sunnudag verða til sölu i bókabúðum, en einnig gilda að sjálfsögðu aðgöngumiðar sem seldir voru i upphafi starfsársins á alla fjölskyldutónleikana. o Kynningarrit ar sé stefna gömlu nýlenduveld- anna og nokkurra stórvelda, sem vilja tiltölulega þrönga landhelgi og halda sér yfirleitt við 12 mflna hámark. Hins vegar hin frjáls lynda stefna.undir forystu Suður- Amerikurikjanna, tslands og ýmissa Afrikurikja, sem gerir ráð fyrir þvi, að strandrikið hafi rétt til þess að hagnýta auðæfi landgrunns og sjávar út að sann- gjörnum.mörkum miðað við land- fræðilegar, jarðfræðilegar, lif- Þessi mynd er tekin á æfingu hjá Sinfóniuhljómsveit tslands fyrir fjölskyldutónleikana á morgun. Það er Borgar Garðarsson, sem þarna er að æfa sitt hlutverk, en hann veröur framsögumaður. Upp á pallin- um situr stjórnandinn, Páll P. Pálsson, en vinstra megin sést i bakið á konsertmeistaranum Jóni Sen. (Timamynd GE) fræðilegar og efnahagslegar að- stæður. Mörg þau riki, sem fylli siðari flokkinn, hafi 200 milna landhelgi. Er i þvi sambandi gerð grein fyrir hinum ýmsu sam- þykktum og tiílögum, sem samþykktar hafa verið að undan- förnu bæði á svæðaráðstefnum og á alþjóðlegum vettvangi til stuðn- ings þessu meginsjónarmiði, þ.á.m. samþykktS.Þ. á auðlinda- tillögu Islands og Perú með 102 atkvæðum i desember 1972. I ritinu er ennfremur gerð grein fyrir þvi, hvers vegna ísland hafi ekki fallizt á lögsögu alþjóðadóm- stólsins i fiskveiðideilunni við Breta og Vestur-Þjóðverja og bent á 5 meginatriði, sem orsakir þess: I fyrsta lagi, deilan um fisk- veiðilögsöguna snertir lifshags- muni og tilverurétt islenzku þjóð- arinnar og rétt hennar til að lifa i landinu. Sem fullvalda riki geti Island ekki afhent neinum utan- aðkomandi aðila, hvorki riki, al- þjóðastofnun né dómi, lögsögu i sliku máli. í öðru lagi hafi alþjóðadóm- stóllinn engin alþjóðalög um við- áttu landhelgi til að styðjast við i sliku máli. í þriðja lagi sé nú unnið að þvi á vegum Sameinuðu þjóðanna að undirbúa ráðstefnu til þess að semja alþjóðalög umviðáttu land- helgi og fiskveiðilögsögu. Dóms- orð alþjóðadómstólsins i málinu, þegar svo stendur á, mundi að- eins spilla fyrir varanlegri lausn málsins. í fjórða lagi er bent á, að fjöldi rikja, sem eru minna háð fisk- veiðum en ísland, hafi fært út lög- sögu sina langt út fyrir 50 milur án þess að til málareksturs hjá alþjóðadómstólnum hafi komið, og 6 riki auk Islands hafi fært út lögsögu sina á árinu 1972 án ásak- ana um brot á alþjóðalögum. Og i fimmta lagi er bent á, að samningnum frá 1961 hafi verið sagt upp. Sá eini grundvöllur málareksturs Breta og Vestur- Þjóðverja fyrir málinu sé þvi úr gildi fallinn og ekki viðurkenndur af Islandi. I ritinu eru itarlegar upplýsingar um stöðu fiskveið- anna við Island. Til áherzluauka um hættuna, sem er á ofveiði við Island, eru prentaðar tölur og myndrit, er sýna niðurstöður vis- indalegra rannsókna á þessu sviði. Jafnframt er sýnt fram á, að á siðustu áratugum hafi út- lendingar tekið um helming af veiðunum við ísland. Damask sængurfatnaður i sængurver 4 m. 505/- i sængurver 4 m. 610/- i kodda 0,7 m. 90/- i kodda 0,7 m. 105/- ' i lök 2,2 m. 275/- Dúnhelt 4 m. 1260/- Dúnh. 0.7 m. 220/- Sendi gegn póstkröfu. LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644. Til tœkifœris sHa f Demantshringar Steinhringar GULL OG SILFUR M fyrir dömur og herra Gullarmbönd ^ Hnappar ^ Hálsmen o. fl. Sent i póstkröfu GUÐAAUNDUR % ÞORSTEINSSON <& gullsmiður Bankastræti 12 /g Sími .4007 JÓN LOFTSSOUHE Hringbraut 121fc’ 10 6Ó0 SPONAPI.ÖTUR 8-25 mm PLASTII. SPÓN.APLÖTUR 12—19 mm HARÐPLAST HÖRPLÖTUR 9-26 mm ll.AMPPI.ÖTUR 9-20 mm BIRKI-GABON 16-25 min BEA KI-GABON 16-22 mm KROSSVIDL'R: Birki 3-6 mm Beyki 3-6 mm Kura 4-12 mm II.4RÐTKX með rakaheldu liini 1/8" 4x9’ II.ARDVIDUR: Eik, japönsk. amerisk, áströlsk. Beyki. jú gósla vnesk t, danskt. Teak Afrom osia Mahogny Iroko Palisander Oregon Pine Rainin Gullálmur Abakki Ani. linota Birki I 1/2-3” Weii ge SPÖNN: Eik - Teak - Oregon Pine - Kura - Gullálmur Almur - Abakki - Beyki Askur - Koto - Am.Hnota Afromosia - Mahogny Palisander - W'enge. KYRIRLIGGJANDI OG VÆNTANLEGT Nvjar birgðir teknar heim \ ikulega. VERZLID ÞAR SEM ÚR- V.ALIÐ ER MEST OG KJÖRIN BE/.T.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.