Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. febrúar 1973
TÍMINN
17
Þórhallur Ásgeirsson:
Samningur islands
vio EBE
RIKISSTJÓRNIN hefur nú lagt til við
Alþingi, að hún fái heimild þingsms til að staðfesta
viðskiptasamninginn sem gerður var við Efnahags-
bandalag Evrópu i sumar.
I siðasta hefti Fjármálatiðinda skrifar Þórhallur
Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðuneyt-
inu, grein um samninginn og gerð hans. Fer grein
Þórhalls hér á eftir:
SAMNINGUR Islands og Efna-
hagsbandalagsins, sem undir-
ritaður var i Brussel 22. júli 1972,
er eflaust einn þýðingarmesti og
stærsti viöskiptasamningur, sem
íslendingar hafa nokkru sinni
gert. t þessari grein verður reynt
að gera samningnum nokkur skil
i stuttu máli, fyrst aðdraganda
hans og siðan helzta efni hans, og
loks reynt að meta gildi hans fyrir
islenzkt efnahagslif.
Nú eru 3 ár liðin, siðan helztu
ráðamenn Efnahagsbandalags-
landanna ákváðu á fundi sinum i
Haag að gefa Bretlandi, Dan-
mörku, Noregi og Irlandi kost á
þvi að verða aðilar að Efnahags-
bandalaginu 1. janúar n.k., en
eins og kunnugt er, hafði Efna-
hagsbandalagið tvivegis hafnað
beiðni Bretlands um inngöngu i
bandalagið, og réð þar mestu
neikvæð afstaða Frakka og þá
sérstaklega de Gaulle. Eftir að de
Gaulle fór frá völdum, breyttist
þessi afstaða. I framhaldi af
ákvörðun Haag-fundarins i
desember 1969 hófust samninga-
viðræður milli umsækjenda-
landanna fjögurra og Efnahags-
bandalagsins 30. júni 1970, og lauk
þeim með undirritun aðildar-
samninga 22. janúar 1972. Sam-
kvæmtþessum samningum munu
svo Bretar, Danir og trar gerast
aðilar að bandalaginu 1. janúar
n.k., en eins og kunnugt er höfn-
uðu Norðmenn aðild að bandalag-
inu i þjóðaratkvæðagreiðslu. En
norska stjórnin hefur nú byrjað
samningaviðræður um viðskipta-
samning svipaðan þeim, er önnur
EFTA-lönd hafa gert við banda-
lagið. Er stefnt að þvi að ljúka
þeim samningi fyrir 1. april 1973.
A fundinum i Haag var enn-
fremur samþykkt, að Efnahags-
bandalagið skyldi, strax og
samningar við umsækjendurna
hefðu byrjað, einnig hefja viðræð-
ur við þau EFTA-lönd, sem þess
óska, um afstöðu þeirra til banda-
lagsins. Hér var um að ræða 6
EFTA-lönd, Austurriki, Island,
Finnland, Sviss, Sviþjóð og
Portúgal. Við tslendingar vorum
lánsamir að hafa gengið i EFTA i
tæka tið til að gera okkur kleift að
taka þátt i samningum við Efna-
hagsbandalagið.
Fyrir tveim árum, i nóvember
1970, hófust viðræður Islands og
hinna EFTA-landanna við Efna-
hagsbandalagslöndin. Þær höfðu
þann tilgang aö finna aðgengilega
lausn á þeim vandamálum sem
stækkun bandalagsins, og þar
með úrsögn Bretlands, Danmerk-
ur og Noregs úr EFTA, heföi i för
með sér fyrir EFTA-löndin, sem
ekki óskuðu eftir aðild að banda-
laginu. Þessar viðræður, sem
kallaðar voru könnunarviðræður,
voru tvihliða, þannig aö Efna-
hagsbandalagið ræddi við hvert
og eitt land út af fyrir sig, en fyr-
irkomulag viðræðnanna og um-
ræðuefni voru að miklu leyti þau
sömu. Þessar könnunarviðræður
og athuganir Efnahagsbanda-
lagsins á niðurstöðum þeirra
stóðu i næstum heilt ár. Á grund-
velli þeirra bauð svo Efnahags-
bandalagið EFTA-löndunum 6 að
gera friverzlunarsamning um
iðnaðarvörur, og var það i sam-
ræmi við ósk flestra EFTA-land-
anna nema Sviþjóðar, sem óskaði
eftir þvi, að samningurinn byggð-
ist á tollabandalagi, en ekki fri-
verzlun. Munurinn á þessu tvennu
er, að i tollabandalagi semja að-
ilarnir um sameiginlegan ytri
toll, sem gildir um innflutning
allra vara frá þriðju löndum, en
þegar um er að ræða friverzlun,
þá hafa samningsaðilarnir frjáls-
ar hendur að ákveða ytri tollinn,
og er hann þvi mismunandi hár.
Fyrir Island gat aldrei veriö
fullnægjandi aö gera samning við
Efnahagsbandalagið um friverzl-
un eingöngu með iðnaðarvörur. I
könnunarviðræðunum og siðar i
samningaviðræðunum var alltaf
lögð höfuöáherzla á sérstöðu Is-
lands, sem' byggir útflutning sinn
aö langmestu leyti á sjávarafurö-
um. Ifyrsta tilboði bandalagsins,
sem okkur var tilkynnt á fyrsta
samningafundi 18. des. 1971, var
aðeins að mjög litlu leyti tekið til-
lit til þessara óska okkar. I tilboð-
inu var aðeins gert ráð fyrir 50%
tollalækkun á isfiski og heilfryst-
um fiski og nokkru meiri tolla-
lækkun á frystri rækju. En þetta
hvorttveggja var háð þvi skil-
yrði, að ekki yrðu skert fiskveiði-
réttindi Efnahagsbandalagsland-
anna frá þvi, sem þau voru 1.
janúar 1971.
Af okkar hálfu var þvi strax
lýst yfir, að tilboð þetta væri al-
gjörlega ófullnægjandi og óað-
gengilegt og gæti alls ekki orðið
grundvöllur að sanngjörnum
samningi. Slikur samningur
mundi aðeins ná til mjög litils
hluta af útflutningi okkar til landa
bandalagsins og hafa i för með
sér nýjar hömlur á viðskiptum
milli núverandi EFTA-landa, en
það væri andstætt yfirlýstri
stefnu Efnahagsbandalagsins og
EFTA. Þá var einnig tekið skýrt
fram af okkar hálfu, að það væri
útilokað að semja um fiskveiði-
réttindi fyrir Efnahagsbanda-
lagslöndin i skiptum fyrir við-
skiptafriðindi, þar sem hér væri
að okkar dómi um óskyld mál að
ræða.
Þegar hér var komið sögu,
hafði fiskveiðilögsagan verið færð
út i 50 milur. Okkar vandamál
var þvi ekki aðeins að reyna að fá
sjávarafurðir teknar inn á listann
yfir friverzlunarvörur i viðbót við
iðnaðarvörur, sem var sérmál ts-
lendinga, heldur einnig að koma i
veg fyrir, að upp úr samningun-
um slitnaði algjörlega vegna
þeirrar miklu andstöðu sem út-
færsla fiskveiðilögsögunnar
mætti innan bandalagsins og i
Bretlandi.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika
gátu samningarnir haldið áfram,
og sýndu samningamenn Efna-
hagsbandalagsins mikinn skiln-
ing á vandamálum Islands i þess-
um efnum. Samningaviðræðurn-
ar héldu áfram i marz og að þeim
loknum endurskoðaði bandalagið
að verulegu leyti tilboö sitt og
bætti það svo mikiö, að fyrir-
sjáanlegt var, að hægt var að ná
hagstæðum samningi fyrir Island
við bandalagið. Eftir talsvert þóf
lauk samningaviðræðunum þann-
ig, að báðir aðilar töldu sér fært
að undirrita samninginn 22. júli.
Reyndar voru samningarnir
tveir, þvi að við þurftum einnig að
gera samning við Kola- og stál-
bandalag Evrópu, sem er form-
lega sjálfstæður aðili, enda 6 ár-
um eldra en Efnahagsbandalag-
ið. Þar sem við framleiðum
hvorki kol né stál eða járn, hefur
þessi samningur aðeins formlegt
gildi. 1 honum er þó staðfest, að
innflutningur á þeim vörum, sem
falla undir samninginn, en það
eru kol, stál, og járn, skuli ekki
vera háður innflutningsleyfum né
verndartollum á Islandi.
Samingurinn ásamt bókunum
og vörulistum, sem honum fylgja,
er langt og mikið plagg, 264 siður
i allt, en þar af eru 82 siður
upptalning á f járöflunartollum
okkar.
Samingurinn við Efnahags-
bandalagið sjálfur er þó aðeins 37
greinar, og efnislega er hann
mjög svipaður þeim reglum og
ákvæðum, sem gilt hafa i EFTA.
A þetta ekki aðeins við um tolla-
lækkunaráætlunina, heldur einnig
um ákvæðin um samkeppnisregl-
ur, undanþágur og upprunaregl-
ur. Þó eru ekki i samningnum
nein ákvæði um atvinnurekstrar-
réttindi, sambærileg við 16. gr. i
EFTA-stofnsamningnum, sem á
sinum tima vakti nokkrar deilur
hér, þegar tsland gekk i EFTA.
Samningurinn tekur til allra
iðnaðarvara og auk þess flestra
islenzkra sjávarafurða, sem toll-
ur bandalagsins nær til. Undir
hann falla fleiri sjávarafurðir
heldur en EFTA-samninginn, svo
sem isfiskur, heilfrystur fiskur og
fyrst hrogn, en aftur á móti verð-
ur friverzlunin með niðursuöu-
vörur samkvæmt samningnum
ekki eins viðtæk og i EFTA.
Samningurinn tekur þannig til
stærra hlutfalls af útflutningi
okkar eða um 70% af útflutningn-
um til hins stækkaða bandalags
eins og hann var 1970, og það, sem
meira máli skiptir, er að þessi
friðindi ná til miklu stærri
markaðar heldur en EFTA-svæð-
isins. Auk þess er rétt að minnast
á, að um 20% af útflutningi ts-
lands til hins stækkaða bandalags
er tollfrjáls, og er þar um að ræða
saltfisk, skreið og nýja sild.
Vörur þær, sem samningurinn
tekur til, eiga ekki að vera háðar
innflutningsleyfum. Þó er svo um
samið, eins og þegar Island gekk i
EFTA, að halda megi inn-
flutningshöftum á olium og
benzini vegna viðskipta Islands
við Sovétrikin, og á burstum
vegna blindraiðnaðar.
Efnahagsbandalagið mun yfir-
leitt afnema tolla á vörum frá Is-
landi i 5 jöfnum áföngum, frá 1.
april 1973 til 1. júli 1977, nema áli.
Þar verður tollur ekki að fullu
felldur niður fyrr en 1. janúar
1980. Tollur á isfiski verður
lækkaður um 75%, þ.e.a.s. á
þorski, ýsu og ufsa úr 15% niður i
3,7% og á karfa úr 8% i 2%. Enn-
fremur verður lækkaður tollur á
heilfrystum fiski um 75%. Tollur
á kaviar, niðursoðnum hrognum,
rækjum og humri verður að fullu
afnuminn, en lækkaður á niðusoð-
inni og niðurlagðri sild, úr 20%
niður i 10%.
A móti þessum tollalækkunum
höfum við skuldbundið okkur til
að fella niður verndartolla á inn-
flutningi frá bandalagslöndunum
á sömu vörum og samkvæmt
sams konar timaáætlun og gildir
nú gagnvart EFTA-löndunum. Er
varla ástæða til að óttast, að
islenzkum iðnaði stafi meiri
hætta af samkeppni frá banda-
lagslöndunum heldur en frá
EFTA-löndunum. Fyrsta tolla-
lækkunin, 30%, verður 1. april
1973, en sú lækkun var gerð gagn-
vart innflutningi frá EFTA-lönd-
um 1. marz 1970. Siðan lækka
þessir tollar um 10% árlega frá 1.
janúar 1974 og verða þannig að
fullu felldir niður 1. janúar 1980.
Fjáröflunartollum þarf ekki að
breyta, en þeir eru innheimtir á
um 70-75% af heildarinn-
flutningnum.
I samningnum er gert ráð fyrir,
að hann taki gildi 1. janúar 1973,
eftir að hann hefur verið fullgiltur
af Islendingum og Efnahags-
bandalaginu. Þó er heimilt að
fresta fullgildingu hans til 30.
nóvember 1973, og tekur hann þá
gildi 1. janúar 1974. Uppsagnar-
frestur samningsins er 12 mánuð-
ir- u u
Enn rikir óvissa um þaö,
hvenær samningur Islands við
Efnahagsbandalagið verður full-
giltur. Astæðan fyrir þvi er sú, að
enn hafa ekki náðst samningar
um fiskveiðiréttindi, sem talin
eru viðunandi lausn fyrir aðildar-
riki Efnahagsbandalagsins. En
eins og kunnugt er þá áskildi
Efnahagsbandalagið sér rétt til
að láta tollfriðindi fyrir sjávaraf-
urðir ekki taka gildi, nema slik
lausn fengist. A sama hátt áskildi
Island sér rétt til að taka ákvörð-
un um afhendingu fullgildingar-
skjala sinna með hliðsjön af þvi,
hvort þessum fyrirvara Efna-
hagsbandalagsins yrði beitt.
Þessi ákvæði útiloka samt alls
ekki, að samningurinn geti tekið
gildi. Hann mundi þá örugglega
gilda um tollfriðindi fyrir
iðnaðarvörur og einnig tryggja
áframhaldandi friverzlun fyrir
islenzkar vörur i Bretlandi og
Danmörku. Ef svo illa færi hins
vegar, að fyrirvari bandalagsins
kæmi til framkvæmda, þá mundi
viðskiptafriðindin fyrir sjávaraf-
urðir ekki taka gildi fyrr en að-
gengileg lausn er fundin á land-
helgisdeilunni. Strax og sú lausn
er fundin, mundu tollalækkanir
koma til framkvæmda i áföngum.
Það eru þvi miður ekki horfur á
þvi, að hægt verði að fullgilda
samninginn fyrir næstu áramót.
Getum við þvi ekki fylgzt með
hinum EFTA-löndunum, sem
undirrituðu viðskiptasamning
sinn við Efnahagsbandalagið um
leið og við. Austurriska þjóðþing-
ið hefur þegar samþykkt
samninginn við bandalagið meö
samhljóða atkvæðum. Sænski
Rikisdagurinn mun um miðjan
desember ræða samninginn og er
enginn vafi á þvi, að stjórninni
verður falið að ganga frá
samningnum. Svissneska rikis-
stjórnin lagði samninginn fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu 3. desem-
ber s.l., og samþykktu Svisslend-
ingar hann með yfirgnæfandi
meirihluta. Aðeins Finnar töldu
sér ekki fært að undirrita
samninginn i sumar, en þeir
„paraferuðu” hann og gáfu þar
með til kynna, að þeir samþykktu
samningsniðurstöðuna. Siðan
hafa Finnar haft markaðsmál sin
til gaumgæfilegrar athugunar, en
vegna landfræðilegrar legu sinn-
ar þurfa þeir aö taka tillit til fleiri
atriða en Vestur-Evrópurikin.
Samt er talinn litill vafi á þvi, að
Finnar muni fyrr eða siðar undir-
rita samninginn og siðan fullgilda
hann. Ég vænti þess, að það drag-
ist ekki langt fram á næsta ár, að
samningurinn verði fullgiltur af
okkar hálfu, þvi aö það er áriö-
andi, að samningurinn geti tekið
gildi ekki seinna en 1. april, þegar
fyrsta tollalækkunin á að eiga sér
stað, en til þess að svo megi
verða, þarf að ganga frá fullgild-
ingu hans fyrir febrúarlok.
Þá er komið að þeirri spurn-
ingu, hvaða þýðingu þessi
samningur hefur fyrir okkur. Það
væri langt mál aö gera þessari
spurningu fullnægjandi skil, en ég
mun aöeins minnast á þau atriði,
sem mestu máli skipta. I svari
minu geng ég út frá þvi, að öll
umsamin friðindi komi til fram-
kvæmda, þvi að ég trúi ekki öðru
en að samningurinn verði staö-
festur og að deilan um fiskveiði-
lögsöguna verði leyst, ef ekki á
næstu mánuðum, þá á næstu ár-
um.
Samningurinn nær til, eins og
ég sagði áöan, um 70% af heildar-
útflutningsverðmæti okkar til
hins stækkaða Efnahagsbanda-
lags. Eftir aðlögunartimabilið 1.
júli 1977 hafa islenzkir útflytjend-
ur möguleika til að flytja toll-
frjálst og án hindrana megnið af
framleiðslu landsins til hins
stækkaða Efnahagsbandalags og
EFTA-landanna.
Enn sem komið er, er út-
flutningur iðnaðarvara aðeins lit-
,11 hluti heildarútflutningsins. Nú
þegar er hafin ákveðin barátta
fyrir frekari uppbyggingu út-
flutningsiðnaðar. Það er algert
skilyrði fyrir þvi, að sá iðnaður
geti risið upp hér á landi, að hann
hafi möguleika til að selja vörur
sinar á tollfrjálsum markaði
Efnahagsbandalagsins. An þessa
samnings er tómt mál að vera að
tala um iðnbyltingu hér á landi á
næsta áratug.
Fyrir sjávarútveginn hefur
afnám og lækkun tolla lika mikið
gildi. Þannig hefur verið reiknað
út, að 75% lækkun á isfisktolli
muni þýða 300-500 þúsund króna
auknar tekjur i hverri söluferð
togara. Nýir möguleikar opnast
einnig fyrir sölu á freðfiski til
Evrópu á markaði, sem hafa litið
verið nýttir siðustu árin, m.a.
vegna 15-18% tolls, sem i gildi
hefur verið. Er tvimælalaust
mikið öryggi i þvi fyrir freöfisk-
framleiðsluna að þurfa ekki að
vera svo til eingöngu háð einum
eöa tveim mörkuðum.
En samningurinn hefur ekki
aöeins þýöingu vegna fyrirhug-
aöra tollalækkana á meginlands-
mörkuðunum, heldur einnig
vegna þess, að með honum tekst
að koma i veg fyrir tollahækkanir
i Bretlandi og Danmörku. Ef eng-
inn samningur væri gerður,
mundi tollur á freðfiskflökum i
Bretlandi hækka úr 0 i 15% við
það, að Bretar ganga i Efnahags-
bandalagið, og ennfremur mun
tollur á frystri rækju, sem nú er
tollfrjáls i aðalmarkaðslöndun-
um, Bretlandi og Danmörku,
hækka upp i 12%,. Þá mun einnig
tollur á frystum og söltuðum
hrognum hækka upp i 5% og 10-
11%), og tollur á ísfiski i Bretlandi
mundi hækka úr 10% upp i 15% að
undanteknum karfa. Nýr 12%
tollur á rækju yrði sérstaklega til-
finnanlegur fyrir rækjuframleið-
endur, sem flytja megnið af
framleiðslu sinni út til Bretlands
og Danmerkur.
Samingsformið og innihald er
mjög við okkar hæfi. Þar sem um
friverzlunarsamning er að ræða,
höfum við engar skuldbindingar
um að samræma fjáröflunartolla
okkar ytri tollum bandalagsins.
Vörusvið samningsins er iðnaðar-
vörur og sjávarafurðir, og er það
okkur i hag, að hann nær ekki til
landbúnaðarafurða. Viö höfum
þvi engar skuldbindingar um að
leyfa innflutning á landbúnaðar-
afurðum, sem við framleiðum
sjálfir. Samt sem áður lögðum við
mikið kapp á að fá fríðindi fyrir
islenzkt kindakjöt i hinu stækkaða
bandalagi, en það tókst ekki.
Okkar rök voru einkum þau, að
við vildum varðveita það toll-
frelsi fyrir kindakjöt i Danmörku
og Noregi, sem við sömdum um
við inngönguna i EFTA, og koma
i veg fyrir, að ytri tollur banda-
lagsins, sem er 20%, legðist á
kindakjöt, sem við seldum til
þessara landa. Or þvi að Noregur
verður ekki aðili að bandalaginu,
er þessi vandi okkar að mestu úr
sögunni.
Samningurinn er þannig mjög
hagstæður fyrir helztu atvinnu-
greinar okkar. Fyrir landið i heild
undirstrikar hann stöðu okkar i
hópi þeirra þjóða, sem standa
okkur næst menningarlega,
stjórnmálalega og viðskiptalega.
Hann styrkir tengsl okkar við
Vestur-Evrópu, og þau sem
starfa saman i Efnahagsbanda-
laginu og EFTA. Þetta sjónar-
mið, að koma i veg fyrir, aö Is-
land einangrist frá Evrópu, mun
hafa ráðið mestu um afstööu
Efnahagsbandalagsins til
samningsgerðar við Island, þvi
að viðskiptahagsmunir þeirra
hafa verið hverfandi litlir og litil
eða engin áhrif haft. En án
samnings væri áframhaldandi
aðild okkar að EFTA vafasöm, og
þátttöku okkar i hinni vestrænu
þróun, til aukins frjálsræðis i við-
skiptum og vaxandi velmegunar
væri stefnt i voða.