Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Laugardagur 10. febrúar 1973 m illíliH i E ní M m m HJ Skrímslið góða Einn dag varö henni litið í spegilinn. Þá sá hún föður sinn veikan í rúminu. Hann var að deyja af sorg og þrá eftir henni. Hún sagði skrimslinu frá þessu og bað það að lofa sér heim. Skrimslið sagðist elska hana svo mikið, að það myndi deyja, ef hún færi frá því. Fagurkinn sagði, að hún skyldi koma aftur eftir viku, sig langaði að- eins til að sjá föður sinn áð- ur en hann dæi. Skrimslið sagði að hún mætti fara. Það gaf henni hring einn fagran og sagði: ,,Þegar þú vilt koma til mín aftur, þarftu ekki annað en að taka af þér hringinn og leggja hann á borðið og fara svo að sofa". Næsta morgun vaknaði Fagurkinn heima hjá pabba sínum. Hann varð svo feginn að sjá hana aft- ur, að honum fór næsfum því óðara að batna. Fagur- kinn sagði þeim frá skrimslinu, og að hún hefði lofað að koma aftur til þess áður en vikan væri úti. En ■þegar vikan var liðin, þá bað fólkið hennar hana svo ákaft að fara ekki, að hún afréð að vera þar aðra viku. hana, að hún sæi skrímslið liggja nær dauða en lífi í garðinum. Hún fór að há- gráta, stökk fram úr rúm- inu og lagði hringinn af hendi sér á borðið. Svo lagði hún sig út af og sofn- aði. Þegar hún vaknaði, var hún í rúminu sinu heima hjá skrímslinu. Hún klæddist og beið allan dag- inn. En kvöldið kom. Klukkan var orðin níu, og ekki kom skrímslið. Fagur- kinn varð mjög órótt. Hún hljóp um allt húsið og kall- aði: ,,Skrímsli! Skrímsli! Hvarertu?" Þá mundi hún allt í einu eftir draumnum og þaut út í garðinn. Þar fann hún skrímslið liggj- andi. Það virtist vera stein- dautt. Hún hljóp eftir vatni og stökkti því í andlitið á skrímslinu, og eftir litla stund opnaði það augun. ,,Ég gat ekki lifað án þin, Fagurkinn", sagði það, ,,og svo ætlaði ég að svelta mig i hel". ,,Nei, nei, elsku skrímslið mitt", sagði Fag- urkinn, „þú mátt ekki deyja, ég get ekki heldur lifað án þín. Nú vil ég gift- ast þér, þvi mér þykir svo vænt um þig". Skyndilega var eins og höllin og garðurinn stæði í einum Ijóma. Fagurkinn sá, að augu skrimslisins leiftruðu af gleði, og það var allt að breytast. Eftir augnablik var skrimslið horfið, en ungur og fagur kóngssonur stóð frammi fyrir henni. „Vesalings skrímslið mitt. Hvað varð af skrímslinu mínu?" sagði Fagurkinn. „Ég vil bara fá skrímslið mitt aftur." „Ég er skrímslið", sagði kóngs- sonurinn. „Ég hef verið í álögum. Vond álfkona lagði á mig, að ég skyldi verða að skrímsli og aldrei losna úr þeim álögum, fyrr en einhver góð og falleg stúlka vildi giftast mér, eins herfilegur og ég var. En nú skulum við koma heim og vera glöð". Þegar þau komu heim að höllinni, sáu þau, að hún varalveg full af .fólki. Það hafði einnig verið í álögum þannig, að enginn gat séð það. Nú var slegið upp brúð- kaupsveizlu og sent eftir fólkinu hennar Fagurkinn- ar. Og svo lifðu þau öll saman vel og lengi i gæfu og gengi, og lýkur svo þess- ari sögu. Sögulok BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SEHDIBILASTODIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR >■ Auglýsingasímar Tímans eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.