Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 27
•ooooooooooooooooo#
Laugardagur 10. febrúar 1973
TÍMINN
27
r gefa 100 þús. til Eyja
Almenn fjársöfnun í háskólanum
Stúdentardð lýsir yfir furðu sinni vegna skrifa íhalds
blaðanna að undanförnu
ERL, Reykjavik. — Stúdentaráð
H.i. hélt fund sl. sunnudag, þar
sem það m.a. ákvað að veita
100.000 krónur til styrktar Vest-
mannaeyingum, og skoraði á alla
stúdenta að gefa fé i Eyjasöfnun
H.i, en hún er nýhafin. Þeir sem
aðsöfnuninnitanda eru Félag há-
skólakennara, deildarfélög stú-
denta og stúdentaráð.
Þá hvetur stúdentaráð alla
stúdenta, sem geta, til að láta
skrá sig sem sjálfboðaliða við
björgunarstörf og þjónustu i þágu
Vestmannaeyinga, og bendir
einnig á þann möguleika, að stú-
dentar i ýmsum deildum innan
H.i. veiti Vestmannaeyingum
þjónustu, t.d. lögfræðilega og að-
stoð við skattframtöl.
Stúdentar hafa þegar unnið
mikið starf sem sjálfboðaliðar úti
i Eyjum, en um og fyrir helgina
voru þar vinnandi 150-200 stú-
dentar, einkum við mokstur á
húsþökum. 1 gær voru svo um 70
sjálfboðaliðax á skrá stúdenta-
ráðs, að þvi er Guðmundur Ólafs-
son, varaformaður þess, tjáði
Árshátíð
Borgfirðingafélagsiiis i Reykjavík
verður á Hótel Sögu, Átthagasal, föstudag
16. febrúar og hefst kl. 19 með borðhaldi.
Dagskrá:
Avarp.
Kveðja úr héraði.
Einsöngur: Guðrún A. Simonar.
Gamanþáttur: Ómar Ragnarsson.
Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir og borð tekin frá i'anddyri
Atthagasalar miðvikudag 14. og fimmtudag 15. febrúar kl.
17-18.
Stjórnin.
Timanum i gær. — Það bætist
alltaf eitthvað við, — sagði Guð-
mundur, — og við vitum af
mörgum, sem ætla að skrá sig,
en hafa ekki komizt til þess
ennþá. —
A áðurnefndum fundi stúdenta-
ráðs var einnig samþykkt eftir-
farandi ályktun i tilefni af furðu-
legum málflutningi stjórnarand-
stöðublaðanna að undanförnu:
,,SH1 lýsir yfir furðu sinni
vegna skrifa ihaldsblaöanna um
björgunar- og viðreisnarstarf i
Vestmannaeyjum að undanförnu.
Með þvi að notfæra sér náttúru-
hamfarirnar i Heimaey og neyð
fólksins þar i hinni linnulausu
baráttu sinni fyrir framhaldandi
erlendri hersetu og undirlægju-
hætti við erlent vald, hafa áróðurs
dindlar Ihaldsaflanna — Morgun-
blaðið Alþvýðblaðið og Visis — að
öllum likindum slegið öll sin fvrri
met i lágkúruhætti.
Full ástæða er til að óska for-
ráðamönnum þessara blaða til
hamingju með þennan áfanga á
þróunarferli sinum og þakka
þeim jafnframt þá hugulsemi að
opinbera þjóðinni enn einu sinni,
hverra hagsmuni þeir raunveru-
lega bera fyrir brjósti”.
o
Skólamál
stjórna „kerfinu”, en rekist fyrir
þvi, — nauðugir, viljugir, og nái
engri viðspyrnu.
Ekki langar mig til að rýra
neitt það, sem jákvætt kann að
vera við það frumvarp, sem hér
liggur fyrir., Að endingu ræddu
boðendur þess ýmsar bætur, al-
mennt, sem gera þyrfti á fram-
kvæmd skólamála. Allt var það
rétt, og vel mælt, — en aðeins
fann ég ekki út úr þessari kynn-
ingu, að frumvarpið réði yfir
lausnar-orðum til þess að koma
þeim bótum i framkvæmd. Siðast
féll athugasemd um það, að ekki
sé vist, að Skúli vor, landfógeti,
hafi verið mikið betri i æsku, en
æpandi mótmælalýður nútimans,
— þá láðist samt að geta þess, að
hinn lifsreyndi þulur, afi hans, sá,
að drengurinn hafði efni til ann-
ars og fleira en strákapara og sá
honum fyrir nógu að starfa.sem
dugði til þess að gjöra úr honum
þann skörung, sem kunnugt er.
Þetta er einmitt það, sem þjóð
okkar brestur giftu til að gjöra
nú, fyrir sitt unga fólk, — og það
gjörir gæfumuninn. Mér hefir
aldrei komið til hugar, að æsku-
fólk okkar nú sé verr af guði
gjört, en aldamótafólkið var á
þess aldri, en þó skilur mikið á
milli. Nú eru flestir búnir að
smeygja fram af sér að mestu
þvi, sem heitið getur uppeldi
barna, en i staðinn er þeim séð
fyrir takmarkalitlum fjárráðum,
nógu sælgæti, tryllandi
skemmtunum, — æpandi fjöl-
miðlum, — langsetu yfir bókum,
— en sama sem engu raunhæfu
starfi.Þess vegna koma svo fáir
skörungar úr fjölmennum röðum
þessa lang-lærða fólks, en þeim
mun fleira af hávaðasömu kröfu-
fólki, — og vandræðafólki fjölgar
miklu örar, en þjóðinni almennt.
Eru ekki þetta hinar veiga-
mestu ástæður fyrir hinum þrátt-
nefndu unglinga-vandamálum
okkar, meðal þeirra kynslóðar,
sem alltaf er verið að skjalla með
þvi, að sé sú, sem bezt hafi verið
búin undir lifið á þessu landi? Sér
nokkurástæðu til stefnubreytinga
i fræðslumálum?
oooooooooooooooooooooooo
AKURNESINGAR - BORGFIRÐINGAR
Stór-skemmtun vetraríns
bdbabdbdbdMlidMMMCiaMbd
**-* r1?
M “
12 SKEMMTI- “
£2 KRAFTAR: M
pi
b«i
t»*i
pi
bj
pi
bj bd
m Sigurveig Hjaltested £3
b«i
pi
bd
pll
£2 Höskuldur Skagfjörð “
P1
[3 Skúli Halldórsson
p, Karl Einarsson
bil
£3 Grettir Björnsson
12 Ási í Bæ
P1
m Garðar Hansen
£3 Hljómsveit ?
P1
b«l
P1
b«l
P1
b.a
pi
b«a
pi
b«i
pi
b4
P1
b«l
P1
b«1
P1
Kynnir:
Stefán Árnason
Þjóðhátíðarkynnir
Vestmannaeyinga m
H £3
E3E3E3S3S3E3E3E3E3E3E3E3E3
verður á vegum Rauðakrossdeildar Akraness
í Bíóhöllinni sunnudaginn ll.febrúar:
Barnaskemmtun
kl. 13,30
Almenn skemmtun
kl. 15,00
Allur ágóði fer til barna úr Vest-
mannaeyjum
Aðgöngumiðasala frá kl. 13,00 sama dag
RAUÐAKROSSDEILD AKRANESS
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Varla er þess að vænta, að þetta
„grunnskólafrum varp” gjöri
kraftaverk, en hvort það bætir
eitthvað, verður liklega senn
reynt, — og reynslunnar dómsúr-
skurði verða allir að hlita, — þótt
„gott sé að sjá allt eftir á, — er
enn betra fyrir að sjá”, segir
gamall málsháttur.
Sandvik, 21.1. 1973
Guðmundur Þorsteinsson,
Frá Lundi.
ÖOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'
© Fjölmiðlar
sem fram kemur i Evrópu er
mjög háð stefnu þeirra i dag
og á morgun. Útbreiðsluhraði
viðhorfa friðar og samstarfs
mjög háður þvi, með hvaða
hætti fjölmiðlar móta al-
menningsálit i löndum okkar.
Við tökumst ekki á á vigvelli
heldur andlegum sviðum, og
látum þau átök vera heiðarleg
og mannleg, án fordóma og
grunsemda og ótta. Við höfn-
um niöurdrepandi firringar-
anda, mælum með skiptum á
jákvæðum og skapandi hug-
mvndum. Ég tel rétt að visa i
þessu sambandi til ummæla
Leonids Brézjnéfs i ræðu, sem
hann flutti 21 des. sl. i sam-
bandi við fimmtugsafmæli
Sovétrikjanna:
„Oft má heyra, að Vestur-
lönd telji einkar mikilvægt
samstarf á sviði menningar og
þá einkum skipti á hugmynd-
um, viðtækari upplýsingar og
tengsli milli þjóða. Leyfið mér
að lýsa þvi hér yfir i einlægni,
að við erum þessu einnig
hlynntir, að þvi tilskildu að
sjálfsögðu, að slikt samstarf
fari fram með tilhlýðilegri
virðingu fyrir fullveldi, lögum
og venjum hvers lands, og að
það auðgi þjóðir andlega,
skapi meira traust þeirra á
milli, efli frið og góðan grann-
skap. Við erum og hlynntir
meiri ferðalögum, opinberum
tengslum, fundum æsku-
manna og starfsbræðra, hóp-
ferðum og einstaklingsferða-
lögum. Hér er m.ö.o. um við-
tæka möguleika að ræða, ef
fjallað er um málið i anda
gagnkvæmrar virðingar og af-
skiptaleysis af innaniands-
málum, en ekki i anda kalds
striðs”.
SOVÉZKIR blaðamenn eru
á sama máli og vilja að upp-
lýsingaþjónusta greiði fyrir
gagnkvæmum skilningi, beri
fram hugsjónir mannúðar og
vináttu, komi á framfæri við
almenning menningararfleifð
og mennskri list, stuðli að al-
hliða þroska einstaklingsins.
Við getum ekki sætt okkur við
að fjölmiðlar séu notaðir til að
reka áróður fyrir hernaðar-
stefnu, ofbeldi og kynþátta-
kúgun.
Þegar við i dag ræðum um
hlutverk upplýsingastarfsemi
i heiminum hljótum við alltaf
að fjalla um ábyrgð þá, sem
blaðamenn bera á örlögum
friðarins. Við viljum, að upp-
lýsingar séu tæki til gagn-
kvæms skilnings, beri gott orð
um land og þjóð þess, virðingu
fyrir siðum þess og menningu.
Þvi þeir, sem láta sér annt
um frið, ferðalög og mann-
fundi, hafa kynnzt fólki og
löndum hverannars, hafa fyllt
huga okkar ferskri þekkingu
og hjörtu okkar með þeirri
auðlegð, sem að áliti Antoine
de Saint-Exupery er öðrum
auði meiri — auðlegð mann-
legra samskipta. APN
LIMBODANSARARNIR
HENRYCO SKEMMTA.
.\S
BLÓMASALUR
LOFTLBÐIR
KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7.
BORÐAPANTANIR I SIMUM
22321 22322.
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.
VlKINÖASALUR