Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 10. febrúar 1973
TÍMINN
21
H
i
Jn
I
Tfffl
ft
„Óheiðarlegur maður
hefur ekkert að gera í
starfi framkvæmdastjóra"
ENDA ÞÓTT ég geri mér
grein fyrir,~að Árna Ágústs-
syni sé gert allt of hátt undir
höfði með þvi að svara grein
hans, finnst mér nauðsynlegt,
að nokkur atriði komi fram,
sem staðfesta öheilindi hans i
starfi framkvæmdastjóra
KSl. í raun og veru nægði það
eitt, að vitna i ummæli Jóns B.
Péturssonar, fréttastjóra Vis-
is, sem hann viðhafði um Árna
Ágústsson fyrir fáeinum
árum, en þar drap JBP á
óheiðarleika Arna Agústs-
sonar með eftirfarandi orð-
um:
„En þarna fengu blaðamenn
staðfest það, sem þá hefur
lengi grunað, og hefur hvaö
eftir annað orðið tilefni vær-
inga milli þeirra og KSt. —
Árni Agústsson er óheill I
starfi sínu, þrátt fyrir, að hann
hafi svarið og sárt við lagt, aö
ekki væri fótur fyrir neinu
sliku. — Verður vart séö, að
Knattspyrnusambandið nái
langt mcð sllkum starfs-
manni. Fjölmiðlarnir verða að
fá sömu meðferð hjá KSt, en
aðferöir eins og þær, sem Arni
notar, eru óheiðarlegar I
fyllsta máta. Óheiðarlegur
maður hefur ekkert að gera I
starfi framkvæmdastjóra.”
Með þessum hætti er Arna
Ágústssyni lýst i Visi, og þarf
engu við að bæða, svo afdrátt-
arlaus er þessi lýsing á mann-
inum. Og það atriði, sem Visir
fjallar um, er aðeins sýnis-
horn af vinnubrögöum manns-
ins. Það var einmitt þetta,
sem deilt var á i greininni á
iþróttasiðu Timans s.l. mið-
vikudag, óheilindi i starfi.
Barnalegar
ásakanir
Ég læt mér i léttu rúmi
liggja broslegar ásakanir um
það, að starfsemi unglinga-
nefndar hafi verið i molum,
þegar Arni Agústsson tók við
formennsku nefndarinnar.
Þvert á móti fékk hann upp i
hendurnar efniviö frá fyrri
unglinganefnd, sem dugði til
árangurs næsta ár á eftir. Hitt
er svo annað mál, að ekki hef-
ur tekizt að viðhalda þeim
góða árangri, en það væri
jafnbarnalegt, að ásaka nú-
verandi stjórn unglinganefnd-
ar fyrir það. Það geta svo
margar ástæður legið til þess,
að ekki næst góður árangur og
mjög ósanngjarnt að kenna
forustumönnum um allt, sem
aflaga fer. Til að mynda dett-
ur mér ekki i hug að ásaka nú-
verandi formann KSl, Albert
Guðmundsson, fyrir það, að
eitt af félagsliðum okkar fékk
slæman skell i Evrópubikar-
keppninni s.l. haust, en sam-
kvæmt kenningu Árna Agústs-
sonar ætti að gera það.
Langur vegur milli
FH í handknattleik
og knattspyrnu
Hversu margar siður, sem
Arni Ágústsson skrifar,
stendur það óhaggað, að hann
hefur misnotað aðstöðu sina
hjá KSI i þágu FH. Æfinga-
leikirnir á Melavellinum eru
skýrt dæmi um það og þýðir
ekkert fyrir Arna Ágústsson
að klóra yfir það með þvi ,,að
FH-liðiö leikur skipulega
knattspyrnu og hraði og létt-
leiki eru einkenni liðsins, ein-
mitt sömu einkennin og UL
hefur fengið orð fyrir i leikjum
sinum.” Það þarf skýrari for-
sendur en þessar til að rétt-
læta FH-inga á æfingu eftir
æfingu hjá unglingalandslið-
inu, auk þess, sem ekki eru nú
allir sömu skoðanir og fram-
kvæmdastjóri KSI um ágæti
FH-liðsins. Mætti Arni gjarn-
an minnast þess, að langur
vegur er milli handknattleiks-
liðs FH og knattspyrnuliðs
félagsins. Þá á Arni Agústsson
eftir að færa sönnur á það, að
öllum Rvikurfélögunum hafi
verið boðið að leika gegn
unglingalandsliðinu, en þau
hafi ekki getað þegið það. Það
er ósatt.
Valdir vegna getu
en ekki
kunningsskapar
Þrátt fyrir fullyrðingar
Arna Agústssonar um það, að
ekki hafi nema fáeinir FH-ing-
ar tekið þátt i æfingum og
leikjum unglingalandsliösins,
eða Faxaflóaúrvals þá get ég
nefnt fleiri — og skal gera, el
eftir þvi er óskað — en tel
ástæðulaust að draga nöfn
þessara pilta inn i umræðurn-
ar. Hins vegar treysti ég mér
fullkomlega til að nefna nöfn
þeirra drengja, sem valdir
voru i unglingalandslið meðan
ég gegndi formannsstöðu i
nefndinni, þvi að hver einasti
þeirra varð meistaraflokks-
leikmaður siðar og margir
tslandsmeistarar og lands-
liðsmenn. Til gamans skal ég
birta nöfn þeirra:
1965
Þorbergur Atlason, Fram
Magnús Guðmundsson, KR
Arnar Guðlaugsson, Fram
Sigurbergur Sigsteinss. Fram
Sigurður Jónsson, Val
Anton Bjarnason, Fram
Sævar Tryggvason, IBV
Eyleifur Hafsteinsson, IA
Ólafur Lárusson, KR
Gunnsteinn Skúlason, Val
Elmar Geirsson, Fram
Ragnar Kristinsson, KR
Karl Steingrimsson, KR
Halldór Björnsson, KR
1966
Magnús Guðmundsson, KR
Hörður Helgason, Fram
Arnar Guðlaugsson, Fram
Halldór Björnsson, KR
Jón Ólason, KR
Pétur Carlsson, Val
Sigurbergur Sigsteinsson,
Fram
Björgvin Björgvinsson, Fram
Sævar Sigurðsson, KR
Kjartan Kjartansson, Þrótti
Asgeir Eliasson, Fram
Alexander Jóhannesson, Val
Samúel Erlingsson, Val
Sigmundur Sigurðsson, KR
Ölafur Valgeirsson, FH
1967
Hörður Helgason, Fram
Sigfús Guðmundsson, Viking
Björgvin Björgvinss., Fram
Rúnar Vilhjálmsson, Fram
Sverrir ólafsson, Selfossi
Gylfi Gislason, Selfossi
Pétur Jónsson, Val
Einar Gunnarsson, Keflavik
Agúst Guðmundsson, Fram
Pétur Carlsson, Val
Sigfús Guðmundsson, Viking
Kjartan Steinback, Þrótti
Vilhjálmur Ketilss. Keflav.
Friðrik Ragnarsson, Keflavik
Kári Kaaber, Viking.
Allir þeir piltar, sem nefndir
hafa verið hér að framan,
voru valdir vegna eigin verð-
leika, en ekki fyrir kunnings-
skap, enda hafa þeir lika all-
flestir komiö sér vel áfram á
knattspyrnubrautinni.
Enn eitt dæmi um
óheiöarleg vinnubrögö
Mér finnst afar ósmekklegt
af Arna Agústssyni, fram-
kvæmdastjóra KSI, að draga
nafn Steins Guðmundssonar
inn i þessar umræður fyrir það
eitt, að Steinn gerði athuga-
semd við það á sinum tima, að
hann ætti enga aðild að árs-
skýrslu unglinganefndar, sem
Arni undirritaði fyrir hönd
allrar nefndarinnar. Steinn
getur auðvitað svarað fyrir sig
sjálfur, en er þetta ekki enn
eitt dæmið um óheiðarleg
vinnubrögð Arna Agústs-
sonar, — að senda frá sér
skýrslu i nafni nefndar, án
þess að bera hana undir
nefndarmenn? Ég skil það vel,
að Steinn Guðmundsson hafi
séð sig knúinn til að gera yfir-
lýsingu um þetta, þvi að lof-
gjörö Arna um yfirmann sinn
minnti á helgislepju og var al-
mennt aðhlátursefni á árs-
þingi KSI.
Draumsýn
Þá verð ég að frábiðja mér
fullyrðingu framkvæmda-
stjóra KSI um það, að ég hafi
heimsótt hann á skrifstofuna
og hælt honum á hvert reipi.
Trúi þvi hver sem vill, að ég
hafi gert mér erindi á skrif-
stofu KSl til þess arna. Ég hef
annað við tima minn að gera.
En hvort framkvæmdastjór-
ann hefur dreymt þetta, skal
látið ósagt, en þá væri ósk-
andi, að hann gerði greinar-
mun á draumsýnum og veru-
leika.
Að lokum vilég benda stjórn
KSI á það — af þvi að fram-
kvæmdastjórinn skilur það
áreiðanlega ekki —að ekki er
stætt á þvi, að launaður starfs-
maöur KSI misnoti aðstöðu
sina, eins og hann hefur gert.
Annað hvort verður þessi
maður að taka upp ný vinnu-
brögð eða hann verði látinn
hætta, þvi að „óheiðarlegur
maður hefur ekkert að gera i
starfi framkvæmdastjóra”,
eins og Visir orðar það. — alf.
Rætt við formann Golfklúbbs Vestmannaey|a:
„VIÐ HÖLDUM ÍS-
LANDSMÓTIÐ EF VIÐ
MÖGULEGA GETUM"
við verðum að afþakka umsjón
mótsins.
1 sambandi við okkar starfsemi
er það að segja, að Golfklúbbur
Reykjavikur hefur boðið okkur
aðstöðu á sinum velli, bæði til
æfinga og til að halda okkar eigin
mót. Einnig hefur okkur verið
boðið að leika endurgjaldslaust á
öðrum völlum hér i nágrenninu.
Þá höfum við ákveðið að halda
einhvern næstu daga afmælishóf i
tilefni 35 ára afmælis klúbbsins.
Það átti að verða i Eyjum þann
10. þ.m., en við verðum að fresta
þvi i nokkra daga vegna ófyrir-
sjáanlegra orðsaka eins og sagt
er”,
Gerðu samning um smíði 5 milljón kr.
golfskdla daginn dður en gosið hófst
Klp-Reykjavik. Það eru
mörg atriði, sem þarf að
huga að þessa dagana i
sambandi við náttúru-
hamfarirnar i Vest-
mannaeyjum. Eru það
bæði stór mál og litil,
sem þó öll skipta máli,
bæði nú þegar, og einn-
ig, þegar fram i sækir.
Eitt þessara litlu mála er, hvað
verður um Islandsmótið i golfi,
sem halda átti i Vestmannaeyjum
i sumar. Framkvæmd þessa
stærsta golfmóts landsins var fal-
ið Golfklúbbi Vestmannaeyja á
siðasta ársþingi Golfsambands
Islands. En i ár á GV 35 ára af-
mæli, og óskuðu Vestmanna-
eyingar eftir þvi að fá að halda
þetta mót af þvi tilefni.
I Vestmannaeyjum er- eða var-
einn bezti golfvöllur landsins.
Samkvæmt upplýsingum, sem við
höfum fengið frá Eyjum, mun
völlurinn, sem er inni i Herjólfs-
dal, enn ekki vera kominn undir
ösku, en þó mun eitthvað hafa
fallið á hann.
Við höfðum i gær samband við
Gunnlaug Axelsson, formann
Golfklúbbs Vestmannaeyja, og
spurðum hann hvað stjórn
klúbbsins hygðist gera i sam-
bandi við Islandsmótið og félags-
starfið i sumar.
„Við höfum ekki haft tíma til að
halda fund um þessi mál eftir að
við fluttum i land, en nú höfum
við ákveðið að halda aðalfund
klúbbsins einhvern næstu daga og
þar ættu linurnar eitthvað að
skýrast”, sagði Gunnlaugur.
Undirbúningur að framkvæmd
tslandsmótsins var hafinn, þegar
ósköpin dundu yfir. Daginn áður
höfðum við til dæmis gert samn-
ing við trésmiðameistara um
byggingu á nýjum golfskála, sem
átti að vera tilbúinn fyrir mótið.
Voru það framkvæmdir upp á 4 til
5 milljónir króna, enda átti skál-
inn að verða undir alla okkar
starfsemi siðar meir, en við hugð-
umst nota hann i sambandi við
mótið, þvi þar var búizt við á milli
200 og 300 manns úr landi.
Persónulega er ég ekki búinn að
gefa það alveg upp á bátinn, að
við höldum þetta mót, hvort sem
það verður nú i Eyjum eða ekki.
En mér finnst þó rétt, að farið sé
að lita i kringum sig eftir öðrum
klúbb og velli, þó ekki sé það
nema til að hafa hann til vara, ef
Gunnlaugur Axelsson, formaður
Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Góð þátttaka í Drengja-
meistara- og stúlknamóti
DRENGJA- OG STÚLKNA-
MEISTARAMÖT Islands I frjáls-
um iþróttum innanhúss fór fram i
iþróttahúsinu i Kópavogi á sunnu-
dag. Þátttaka var allgóð, en
árangur svona rétt i meöallagi. A
þvi er m.a. sú skýring, að iþrótta-
fólkið hefur æft vel siðan um ára-
mót og verið er fyrst og fremst aö
búa sig undir góðan árangur i
sumar.
Éinnig eru metin i þessum
aldursflokkum mjög góð og ekki
auðslegin. I þessu móti komu i
ljóst ný nöfn sem lofa góðu.
Úrslit:
Hástökk stúlkna:
Lára Sveinsdóttir, A. 1,55
Kristin Björnsdóttir, UBK, 1,50
Ragnhildur Pálsd. Stjarnan, 1,40
Asta Gunnlaugsdóttir, IR 1,35
Langstökk án atr. stúlkur:
Lára Sveinsdóttir, Á. 2,48
Sigrún Sveinsdóttir, Á. 2,47
Hafdis Ingimarsd. UBK, 2,43
Ingibjörg Öskarsd., ÍA, 2,39
Drengir:
Langstökk án atr.:
Jón Pétursson, UMSB, 2,82
Pétur Þorsteinss., UMSB, 2,81
Guðmundur Júliuss., IR, 2,81
Jóhann Sigurðss., HSÞ, 2,80
Hér var svo sannarlega hörð bar-
átta. Þetta eru allt nýliöar sem
mikils má af vænta.
Ilástökk meö
atrennu:
Jón S. Þórðars., 1R, 1,70
Sigþór Ómarsson, IA, 1,65
SigurðurSigurðss., A. 1,65
Arni Benediktss. Stjarnan, 1,55
Arangur er að visu ekkert sér-
stakur, en Jón S. Þórðarson á
auðveldlega að geta stokkið 1,80
til 1,85 m. með smá lagfæringum
á stil sinum. Gaman er að sjá
Akurnesing i öðru sæti, en þaöan
koma þvi miður sjaldan frjáls-
iþróttamenn i fremstu röð. Hinn
kornunga og bráðefnilega Sigurð
Sigurösson hefur áður verið
minnzt á, en hann er liklegur til
stórafreka siðar meir.
Hástökk án atrennu:
Óskar Jakobss.,ÍR, 1,45
Sigurður Sigurðsson, A. 1,35
Sigurbjörn Láruss. 1R, 1,20