Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. febrúar 1973 TtMINN n A meöan Bryndis ristar brauöiö, les Jón Hjörtur i Timanum. Og hvaö er eölilegra, en þessi brúögumi mánaðarins lesi sér til um brúöhjón fyrri mánaðar? Hann er borgarbarn, en hún úr Öræfunum Talið berst viðar, og eins og Islendingum sæmir spyrjumst við fyrir um ættir og uppruna. Jón Hjörtur reynist vera borgarbarn en Bryndis á kyn sitt austur i öræfum, þar sem hún er fædd og uppalin, nánar tiltekið á Hofi. Þar sem þessi sveit er viðfræg fyrir fegurð sina og margháttuð sérkenni, langar okkur auðvitað til að fræðast ofurlitiö um að- stæður þar og mannlif, og spyrj- um fyrst, hvort þau hafi ekki i hyggju að setjast þar að. — Nei, það held ég varla, amk. ekki i náinni framtið, segir Bryndis. — Ætli að ég yrði ekki heldur litill bóndi, — bætir eigin- maðurinn við. — Nú ætti að veröa um fleiri at- vinnugreinar en búskap að ræða i öræfum, — segjum við. — Er þetta ekki að verða einn aðal- ferðamannastaðurinn á landinu nú þegar, og hvað verður svo, þegar vegurinn verður kominn yfir Skeiðarársand? — Jú, það er nú stóra spurningin, hvað gerist þá, og hvort byggðarlagið mun þola þá miklu örtröð, sem þarna gæti orðið, þegar þetta verður aðeins orðinn nokkurra klukkustunda akstur frá Reykjavik, og fjöldi borgarbúa stefnir vafalaust að þvi, að skjótast þá helgartúr i öræfin. Héraðið er viðkvæmt, og ég er hrædd um að sé ekki gætt fyllstu varfærni i allri umgengni, geti það orðið illa úti i allri um- ferðinni, segir Bryndis. Hitt er svo annaö mál, að þarna er i sannleika sérstaklega fallegt og það er ekki hægt að banna mönnum að koma og njóta fegurðarinnar enda væri það i meira lagi illa gert og klaufalega að farið. Fegurðin á að vera sam- eign allra, og þeir eiga að hafa jafnan rétt til að njóta hennar, en verða bara að gæta þess um leið að spilla henni ekki fyrir bæði sjálfum sér og öðrum. Svo er nú það, að i öræfunum er engin aðstaða til að taka á móti öllum þeim ferðamannastraum, sem hugsanlega mun leggja þangað leið sina i framtiðinni. Henni verður óhjákvæmilega að koma upp, þvi að án hennar yrði ástandið afleitt. — En þið ætlið sem sagt að setjast að hér i borginni, þrátt Bryndis og Jón Hjörtur i stofunni, og á milli þeirra brúöa, sem er eina barn heimilisins — ennþá. Púðana hefur Bryndis sjálf saumaö, en hún kveðst hafa gaman af hvers konar hannyrðum. fyrir allar dásemdir öræfanna? — Já, þetta er svo sem ágætt hérna, — segir Bryndis og brosir til manns sins, sem samsinnir þvi þegjandi. Konfektinu varð að bjarga frá skemmdum Einhverja kynni nú að vera farið að fýsa að vita um störf ykkar. Þið vinnið bæði úti, er ekki svo. — Jú, jú, enda eru börnin engin ennþá enda nógur timi til að eignast þau, með allt lifið fram- undan, — segir Jón. — Ég lauk annars sveinsprófi i bifvéla- virkjun i fyrravor og vinn sem slikur á verkstæði Vegagerðar rikisins. — Og ég vinn hjá Súkkulaði- verksmiðjunni Sirius, — segir Bryndis, og brátt kemur i ljós, að hún þarf að mæta þar i vinnu innan nokkurra minútna, þvi að þar er unnið á vöktum á þessum árstima, er páskaeggjafram- leiðslan stendur sem hæst. Og i þeim töluðum orðum, itreka þau enn einu sinni við okkur að fá okkur konfektmola, nóg sé til af sliku, og þau sjálf séu eiginlega hætt að geta borðað súkkulaði. Húsmóðirin sökum at- vinnunnar, og bóndinn vegna þess, konan flutti mikið af þvi heim. — Það varð að bjarga þvi svo að það ekki lægi undir skemmdum, — segir hann. Við bætum enn einum mola við þá sem áður eru komnir ofan i okkur, og spyrjum siðan hvort þau hafi nokkrar sérstakar fram- tiðaráætlanir. — Það væri þá ekki nema að reyna að fá sér ibúð. segir Jón Hjörtur, en foreldrar minir eiga þessa, sem við erum i núna. — Eruð þið kannski búin að sækja um ibúð nú þegar? — — Já reyndar gerðum við það fyrir nokkru, en höfum ekki fengið neitt svar við þeirri mála- leitan ennþá. — — Er það i Breiðholtinu, sem þið sóttuð um? — — Já, það eru nú ekki svo margir staðir aðrir, sem byggt er á núna. Það er þá helzt Arnar- nesið, en ætli við látum það ekki biða eitthvaö að flytja þangað, — segir hann hlæjandi. Vill heldur smyrja bila en brauð Þau Bryndis og Jón Hjörtur kynntust hér i bænum en Bryndis hefur unnið hér i nokkra vetur, og opinberlega voru þau búin að vera trúlofuð i rúmt ár, áður en séra Frank Halldórsson, setti á þau hnapphelduna á aðfangadag jóla. Er við spyrjum þau um sérstök áhugamál, kemur i ljós að bæði hafa gaman af tónlist, og hlusta mikiö á plötur, en þau eiga góðan fón, eins og sagt var i upphafi. Er við spyrjum um sérstök uppáha 1 dstónská1d eða flytjendur, segjast þau vart geta tekið einn fram yfir annan i þeim efnum, þeim þyki gaman að öllu sem hljómi. — Þið syngið kannski i ein- hverjum kór, eða flytjið sjálf músik á annan hátt? Bæði svara þau þvi neitandi. — Enda er það áreiðanlega bezt fyrir alla kóra, að vera án min, — segir húsbóndinn, — þvi að ég myndi þá syngja allai raddirnar i einu. — Nú þarf húsmóðirinn að fara ti vinnu, en áður þarf ljós myndarinn að sinna sinum störf um, og filmar þau hjón i bak og fyrir, á hinum ýmsu stöðum Fyrir eina uppstillingu, spyr hanr húsbóndann, hvort hann kunni ai smyrja brauð. — Nei, það kann ég ekki, segii Jón Hjörtur, en aftur á móti ska ég smyrja fyrir þig bil, — oj myndasmiðurinn tekur þvi mei þökkum. Vafalitið á hann eftir ai krefja Jón Hjört þessara orði sinna. Eftir að hafa bætt við okkur em einum konfektmola kveðjum vi þessi ungu og hressu hjón, me þökk fyrir okkur. Siðar mu verða frá þvi sagt, er þau fara verzlunarleiðangurinn til ein hvers þeirra fyrirtækja, sem gef hinum heppnu brúðhjónur mánaðarins kost á að verzla hj sér fyrir 25.000 krónur. gjj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.