Tíminn - 27.03.1973, Side 2

Tíminn - 27.03.1973, Side 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 27. marz. 1973 -=-25555 .^14444 wmifí BILALEIGA IIVEUFISGÖTU 103 VWSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Húseigendur — Umróðamenn fasteigna Við önnumst samkvæmt tilboðum hvers konar þéttingar á steinþökum og lekasprungum i veggjum. Höfum á liðnum árum annast verkefni m.a. fyrir skólabyggingar, sjúkrahús, félags- heimili, hótel, ásamt fyrir hundruð einstaklinga um allt land. Tökum verk hvar sem er á landinu. 10 ára ábyrgðarskirteini. Skrifið eöa hringið eftir upplýsingum. Verktakafélagið Tindur Sími 40258 — Pósthólf 32 — Kópavogi. Tilkynning til bifreiðaeigenda í Reykjavík Að gefnu tilefni tilkynnist, að eindagi bifreiðagjalda er ekki bundinn við skoðun bifreiðar. Eindagi þungaskatts og annarra bifreiðagjalda ársins 1973 er 31. marz næstkomandi. Bifreiðaeigendur i Reykja- vik eru hvattir til að greiða bifreiðagjöldin fyrir 1. aprfl, svo komist verði hjá stöðvun bifreiðar og frekari inn- heimtuaðgerðum. Tollstjórinn i Reykjavik. Sorpíldt — Plastpokar Tilboð óskast i framleiðslu á sorpgrind- um, kössum og plastpokum til notkunar við ibúðarhús o.fl. staði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAHTÖNI 7 SÍMl 26844 Húsmæðrafundurinn Húsmæðrafélag Reykjavikur hélt nýlega fund hér I höfuðborg- inni, og tilefnið var að þessu sinni hækkunin á landbúnaðarafurð- um. Aberandi konur á fundi þessum komu með þá uppástungu, að húsmæður hættu að kaupa land- búnaðarafurðir nema aðra hverja viku, og var mjólkin þar auðvitað meðtalin. Það flögraði að mér hvort ein- hverjar af þessum leiðandi konum i félaginu væru kannski hluthafar I gosdrykkjaverk- smiðju, þvi að hægt er að ganga út frá þvi sem gefnu ef mæðurnar afskrifa mjólkina, að þá eykst salan á kókinu og öðrum slikum miður hollum drykkjarföngum, sem þá mun sennilega verða aðal drykkur barna og uppvaxandi ungmenna. Reyndar benti ein af forustukonum félagsins á ávaxta- safa, þegar hún var spurð I há- degisfréttum útvarpsins s.l. laugardag hvað ætti að koma I stað mjólkur. En þessi innflutti safi, sem oft er hnausþykk sykur- leðja, er rándýr, 3-4 pela flaska kostar um 100 krónur, — sama upphæð og greidd er fyrir 5 litra af mjólk. Mér er um það kunnugt, að „gosið” er á mörgum heimilum orðið óhugnanlega stór útgjalda- liður, en á það er aldrei minnzt. — kók eða mjólk? eða yfir þvi kvartað, þótt pottur- inn kosti um 40 krónur. Mjólkin er sá heilsugjafi sem nauðsynlegur er ungbörnum og þeim sem upp eru að vaxa. 1 henni eru þau efni sem likaminn getur trauðla án verið til viðhalds vexti og góðri heilsu, og allir vita að ungbörnum er hún lifsnauð- syn. En nú skora sjáfar húsmæð- urnar hver á aðra að bannfæra mjólkina aðra hverja viku. Hvað hyggjast þá þær mæður, sem eftir þessum áskorunum fara, gefa börnum sinum að drekka? Kannski Coca Cola og annað slikt? Um þessa drykki hefur töluvert verið ritað, m.a. að sumir þeirra séu kalkeyðandi og skaði tenn- urnar. Lika að þeir geti orðið ávanadrykkir.sem kveiki löngun i annað sterkara með timanum. Hryggilegt er að sjá allt það magn, sem keypt er af sliku i verzlunum þeim, sem ég skipti við. Og oft eru sendisveinarnir I slíkum flutningum, og risa varla undir. Litinn dreng sá ég nýlega með stóran netpoka hlaðinn kóki. Gat hann varla bifað pokanum. Loks tókst drengnum með hjálp vegfarenda að koma honum á bakið. Innihald pokans hefur áreiðanlega kostað tugi króna. Það er reyndar furðulegt hve ýmis heimili eru ósink á fé, þegar gosdrykkjasullið er annars vegar. Ég álit að fyrirliöarnir i Húsmæðrafélaginu ættu frekar að halda eggjunarfund þar sem þeir brýndu fyrur mæðrunum að tak- marka mjög gosdrykkjaneyzlu heimilanna — helzt að „gosið” hyrfi alveg af matborðum. Slikur fundur yrði konunum til sóma. Hér eru framleiddar úrvals landbúnaðarvörur, og margar hverjar ódýrari en i nágranna- löndum okkar. t stað þeirra vilja þessar félagskonur frekar styðja erlenda matvælaframleiðslu, hætta t.d. að kaupa kartöflurnar sem hér eru ræktaðar, en kaupa þess I stað erlent hvitkál, gulræt- ur og hrisgrjón með fiskinum, en hann hefur ekki verið bannfærður ennþá af Húsmæðrafélaginu svo ég viti til, þrátt fyrir mjög mikla hækkun á honum, allt upp i 60%, eða meira. En kannski að næsti fundur fjalli um fiskhækkunina. Og ekki má gleyma dýru súpu- pökkunum, sem áreiðanlega kom i stað skyrsins góða og holla. Annars væri ef til vill vænleg- asta ráðið til þess að sefa óánægjuraddirnar i Húsmæðra- félaginu, að setja sérstakan skatt á alla gosdrykki, sem notaður yrðitil niðurgreiðslu á mjólkinni. Að þessu ætti félagið að stefna. Það skyldi enginn gera at- hugasemd, eða kvarta, þótt inni- hald litillar kókflösku yrði selt á 15 krónur, eða 60 krónur literinn. Húsmóðir. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Jl! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ JON LOFTSSON HF. Hringbrau* 121 . Sími 10-600 Hjólbarða- viðgerðir Hjólbarða- sólun Sala á sóluðum hjólbörðum SSARÐINNf la 7 • Reykjavík • Sími 30501 Verkstæðið opið alla daga kl. 7,30-22,00 nema sunnudaga Snjómunstur fyrir 1000X20 1100X20 M Inl e«i Vesfmannaeyingar! M m Steingrímur Benediktsson gullsmiður 64 M C<I M fr«I Inl M hefur fengið aðstöðu í GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 Trúlofunarhringar Fjölbreytt úrval af gjafavör- um úr gulli, silfri, pletti, tini o.fL Onnumst viðgerðir á skartgirp- um. — Sendum gegn póstkröfu. GULLSMiÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðrnsgöfu 7 — Rafhahúsinu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.