Tíminn - 27.03.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 27.03.1973, Qupperneq 3
Þriðjudagur 27. marz. 1973 TÍMINN 3 Eyjabörn í 118 skólum BÖRN úr barnaskólum Vest- mannaeyja (þ.e. 1.-7. bekk) stunda nú nám I 91 skóla á 60 stöðum á landinu, en auk þess eru tvö i Noregi og tvö I Færeyjum. Unglingar úr gagnfræða- skólum (þ.e. 2.-5. bekk) stunda nám i 27 skólum á 26 stöðum á landinu. Fjöldi nemenda i barna- og gagnfræðaskólum Vest- mannaeyja þegar gosið hófst var alls 1135, þar af 871 I barnaskólum og 264 i Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja. íslenzkum systkinum ólíft í sænskum skóla Helgi Jónsson, þrettán ára. 3 AAENN FLÓÐI Á A SUNNUDAGINN féli snjóflóö á nokkrum stöðum á Óshlið, og urðu þrir menn fyrir síðustu spýj- unni, og barst einn þeirra alla leið niður undir sjó. Svo giftusamlega tókst þó til, að tveir sluppu með öllu ómeiddir, en hinn þriðji maröist aðeins Htillega á baki. Nýsnævi var vestra ofan á gömlu hjarni og dró saman i skafla á Öshlið. Kom fyrsta snjó- skriða á sunnudagsmorguninn og önnur um hádegisbilið, og voru báðar mokaðar, án þess að til tíð- inda bæri. í þriðja sinn kom snjó- flóð rétt innan við svonefndan Kross, utan til á Svuntu, um sex- leytið á sunnudagskvöldið. Var þá allmargt bila á ferð á Óshlið, þar á meðal stór bill með börn eða unglinga, sem voru að koma af skfðamóti á Isafirði. I SNJO- ÓSHLIÐ reiðar, sem áttu að sækja loönu út iBolungavik, sagöi Jón Guðbjörns son, er við ræddum við hann, og voru þær fengnar til þess að snúa við inn f Hnifsdal, til þess að fá gröfu til þess að ryðja veginn. Kom hún nokkru siöar, og biðu þá ellefu bilar innan við snjóskrið- una, en fjórtán utan við hana. —JH. ÞESS eru vafalaust mörg dæmi i Islenzkum skólum, að setzt sé á hinn óviðurkvæmilegasta hátt að nemendum, sem að einhverju leyti skera sig úr hópum sökum málfars eða einhvers annars, svo aö þeim verður dvölin þar hrein og bein martröð. Fyrir sliku geta Islenzkir unglingar lika orðið i skólum erlendis. Nú að undan- förnu hefur þetta gerzt I slikum mæli I skóla i Eslöf á Suður-Skáni, að þaö er orðiö blaöamál, hvað Is- lenzkur systkinahópur hefur orðið að þola. Foreldrar þessara barna heita Jón Helgason og Súsanna og eiga heima i smáþorpi, sem heitir Harlösa. Þau eiga fjögur börn á skólaaldri — Eðvarð átján ára, Helga þrettán ára, Fanneyju ellefu ára og Þröst niu ár. Eövarð átti eitt ár eftir til þess að ljúka stúdentsprófi, en tók þann kost að hætta námi og snúa heim til ts- lands, þar sem hann stundar nú sjómennsku. Eftir eru systkini hans þrjú og eiga ekki sjö dagana sæla. Helga er orðið ólift I skólanum siðan bróðir hans fór. Hann verð- ur dag hvern fyrir aðkasti eldri skólafélaga og getur ekki lengur sofið á nóttunni. Hann liggur grátandi fram eftir öllu og kviðir hverjum nýjum degi, segir I Aftonblaðinu, sem tekið hefur þetta mál upp. Þegar hann bar sig upp við skólameistarann, réð- ust sökudólgarnir á hann fáum dögum siðar og börðu hann. Sömu útreið fékk hann einnig, er hann neitaði að krjúpa niður og binda skóreimar eldri pilts úr hópi þeirra, sem setzt hafa að honum. Helgi og systkini hans fara I skólavagni til Eslöf, um fjörutiu og fimm minútna ferð. Snúi hann sér við I sæti eða liti um öxl i biln- um, er hann barinn, og iöulega er honum meinað að komast I sæti sitt i bilnum. 1 friminútunum er hann daglega hrakinn og hár- reyttur. Yngri systkini hans sæta einnig aðkasti eldri félaga, þótt bekkjar- systkini þeirra séu þeim góð. Ókvæðisorð eru hrópuð á eftir þeim og þeim sagt, að allir ís- lendingar ættu að fylgja eldfjalla- eyjunum sinum I hafið. Foreldrar barnanna ræddu við Aftonblaðið. — Við stöndum uppi ráðalaus, sögðu þau Jón og Súsanna. Við þorum ekki að tala við foreldra barnanna, sem leggja börn okkar i einelti, þvi að við vitum ekki, hvernig það yrði tekið upp. En samt sem áður getum við ekki horft lengur á þetta, án þess að kvarta. Samt kviðum við þvi — og það gera börnin lika —, að nú keyri um þverbak, er þetta er orðið blaðamál. Bjargaði 4 börnumsín um á síðustu stundu Eldurinn gerir það ekki endasleppt við Eyjamenn Menn fóru til að moka bflnum braut gegn um snjóhrönglið með skóflum, en er þeir voru að þvi starfi, kom ný spýja, og hreif hún með sér þrjá menn. Einn þeirra, Birgir Finnbogason frá ísafirði, staðnæmdist rétt við vegarbrún- ina, annar, Jón Guðbjörnsson, formaður slysavarnadeildarinn- ar I Bolungavik, barst hálfa leið til sjávar, en hinn þriðji, Pálmi Karvelsson bifvélavirki, stað- næmdist ekki fyrr en niðri við fjöruborð. Það var hann, er maröist á baki. — Það voru þarna vörubif- ERLINGI Einarssyni, sjómanni frá Vestmannaeyjum, tókst að bjarga fjórum börnum sinum á siðustu stundu úr brennandi húsi á sunnudagsmorgun. Bjó hann á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, ásamt konu sinni og börnum. Eru þau á aldrinum eins til fimm ára. Fjölskyldan hraktist frá Eyjum vegna gossins og fengu inni á Sjónarhóli. Varð Erlingi að orði eftir brunann, — að þau hafi farið úr öskunni i eldinn. Sjónarhóll er timburhús, hæð, kjallari og ris, en ekki var búið I risinu. Um klukkan átta á sunnu- dagsmorgun voru hjónin á fótum og voru að fá sér kaffisopa i eld- húsinu, sem er i kjallara hússins. Börnin voru uppi aö leika sér. Fundu hjónin þá brunalykt og fóru samstundis upp. Var þá mik- ill eldur i herbergi þvi, er börnin höfðu verið i. En þegar eldurinn kviknaði fóru þau þaðan og voru komin inn I herbergi, sem var inn af þvi og enn lengra frá útidyrun- um. Mikill reykur var kominn I ibúöina, en hjónin náöu öllum börnunum og komust meö þau út, heil á húfi. Slökkviliðinu i Hafnarfirði var gert viðvart og kom það von bráð- ar og slökkti eldinn. Hæðin var mikiö brunnin og kjallari skemmdur af vatni og er húsið óíbúöarfært. Húsfreyjan á Knarrarnesi bauö fólkinu að dvelja á sinu heimili þar til úr rættist. OÓ. „Hér eiga menn ah geta tekið af- stöðu í listum og menningarmálum" Kjarvalsstaðir formlega opnaðir SJ-Reykjavik. Myndlistarhúsið á Miklatúni var formlega opnað á laugardag. Þar stendur nú yfir sýning á nær 200 verkum Jó- hannesar S. Kjarvals,en húsið er reist i tilefni af áttræðisafmæli hans. Aður hafa verið sýningar I húsinu ófullgerðu. Þá getur nú að lita I húsinu listaverk I eigu Reýkjavikurborgar eftir aðra listamenn, en borgin á drjúgt safn listaverka, sem nú gefst tækifæri til að sýna I nýja húsinu. Birgir isleifur Gunnarsson borgarstjóri sagöi i ávarpi við opnun hússins, að þar ætti að vera menningarmiðstöð fyrir borgar- búa, þar sem þeir gætu tekið af- stöðu til menningarmála. t regl- um hússins segir, að markmið Reykjavikurborgar sé, að i hús- inu verði aðstaöa til listsýninga innlendra og erlendra manna og samtaka hvers konar. Gat Birgir isleifur þess, að ætlunin væri, að ungir listamenn yrðu kynntir þar engu siður en þeir eldri. Tveir sýningarsalir eru I hús- inu, en jarðhæö þess er 2.100 fermetrar að flatarmáli. í hús inu er einnig veitingasalur og hef- ur Mikligarður hf. tekið að sér veitingarekstur. Húsagarðar eru 672 fermetrar, en Myndlistarhús- ið er I tengslum við skrúðgarðinn á Miklatúni og ætlunin er að starfsemigarös og húss veröi það einnig. Rekstur hússins er i höndum hússtjórnar, en hana skipa Páll Lindal borgarlögmaður, Jón Arn- þórsson sölustjóri og Ólafur B. Thors borgarráðsmaður. í sýn- ingarráði Myndlistarhússins eru nú Vilhjálmur Bergsson, Einar Hákonarson, Kjartan Guðjónsson og Valtýr Pétursson. Forstöðu- maöur hússins er Alfreð Guð- mundsson. Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út i tilefni Kjarvals- sýningarinnar. 1 hana rita borgarstjóri, Halldór Kiljan Lax- ness og Geir Hallgrimsson fyrr- um borgarstjóri. Þá eru 1 skránni myndir og ágrip af Kjarvalsann- ál. Sýningin er opin kl. 16-22 þriðjuJaga til laugardaga, en 14-22 á sunnudögum. Fjöimenni var við opnunMyndlistarhússinsá Miklatúni á iaugardag. Fremst á myndinni sjást eiginkonur forseta tsiands og borgarstjórans I Reykjavik Halldóra Ingólfsdóttir og Sonja Bachmann, forsetinn Kristján Eldjárn, Hannes Daviðsson formaður Bandalags islenzkra listamanna og arkitekt hússins og Birgir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri. Ætla togaraútgerð- armenn að afhenda ríkinu skipin? Alþingi leysti vinnudeiluna á togarafiotanum, með þvi að greiða þann hluta af launum yfirmanna á togurunum, sem útgerðarmenn treystu sér ekki tii að greiða og allt strandaði á. Þar með gat engin deila staðið iengur milli útvegs- manna og skipshafna á togurunum. Ctvegsmenn gátu þvi sent skip sin á veiðar. Einn útgerðarmaður, Tryggvi Ófeigsson, sendi skip sin strax úr höfn. Aörir halda skipum sinum enn bundnum við bryggju. Þeir eru I striði við rikisstjórnina. Þeir krefjast þess, að þeim verði greitt úr almenningssjóðum allt gamalttap og fyrirfram loforð um að allt hugsanlegt tap á þessu ári verði einnig greitt. Hins vegar gera þeir á þann fyrirvara, að hagnaður, sem yröi með bættum afla- brögðum, renni i þeirra vasa! Eins og kunnugt er hefur rikisvaidið I sambandi við þá endurnýjun á togaraflotanum, sem nú á sér stað, lagt fram meginhiutann af kostnaöar- verði hinna nýju togara, og rikið ábyrgist nær allar skuld- bindingar útgerðarmanna. Þeir ieggja sjálfir fram ör- litinn hluta kaupverösins. Ef rikiö á siðan að þjóðnýta til fulls, hvernig sem á stendur og fyrirfram, allt tap, sem kann að verða á útgerðinni, en útvegsmenn að hirða gróðann einir, þegar vel gengur, þá hlýtur aimenningur að mót- mæia þvi, að almannasjóöir séu notaðir á þann hátt og togaraútgcrðarmenn þannig tryggðir margfalt á við það, sem útvegsmenn bátaflotans nokkru sinni hafa ieyft sér að fara fram á. Ctvegsraenn ættu að hafa það hugfast, að sú framkoma, sem þeir sýna núna, þegar áföll dynja yfir þjóðarbúið, gæti leitt til þess að þorri þjóðarinnar teldi að það væri óþarfi að halda þessum mönnum i sinum stöðum, ef þeir ætluðu að verða þjóðarbúinu tii óþurftar, og krefjast þess að rikið tæki yfir þann iitla hlut, sem þeireiga I þeim togurum, sem á annað borð er taliö skynsamlegt að gera út og ekki eru orönir of gamiir og úreltir. Vonandi vitkast togaraút- gerðarmenn áður en langt um liður og taka til við þjóönytja- störf. En þær bæjarútgerðir, sem halda togurum sinum bundnum við bryggju nú, skiija sannarlega ekki hiut- verk sitt. Staðreyndir um kaupmáttar- aukningu Stjórnarandstæðingar hafa kaliað stefnu rikis- stjórnarinnar og aögerðir i efnahags- og kjaramálum „kaupránsstefnu.” Byggt á tölum Hagstofu ts- lands kemur i Ijós, að kaup- máttur timakaups verka- manna I fiskvinnu, byggingar- vinnu, hafnarvinnu, vinnuvél- stjórn, og fl. hefur hækkað um 22.3% - 26.3% frá stjórnar- ' skiptum i júlf 1971 til dagsins I dag. Þessar tölur eru byggðar á gögnum, sem ógerningur er að hrekja. Rikisstjórnin hét þvi I mál- efnasamningi sinum, aö stuöla að þvi að kaupmáttur launa ykist um 20% á tveimur árum. Hún hefur setið rúmt eitt og hálft ár að völdum og gert Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.