Tíminn - 27.03.1973, Page 8

Tíminn - 27.03.1973, Page 8
8 Þriðjudagur 27. marz. 1973 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Langar umræður um verðlag landbúnaðarvara á Alþingi í gær: Margar vörur hafa hækkað meira en landbúnaðarvörur Stjórnarandstaðan styður þá, sem reyna að knýja fram margvíslegar verðhækkanir EJ—Reykjavik. Miklar umræður urðu i gær utan dagskrár í neðri deild Alþingis um verðlag á landbúnaðarvörum og verðlags- og efnahagsmál almennt. Umræðurnar urðu i tilefni af þvi, að konur fjölmenntu á þingpall- ana. Sumar komu til að mótmæla verðhækkunum á landbúnaðarvörum, en aðrar alla leið austur úr Ár- nessýslu til þess að láta i ljósi óánægju sina með að- gerðir hóps reykviskra kvenna gegn framleiðslu- vörum bændastéttarinnar og til þess að hvetja is- lenzkar húsmæður til að hætta frekar kaupum á vörum frá Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi, en kaupa i staðinn islenzkar vörur. Jónas Arna- s o n ( A B ) , kvaddi sér hljófis utan dag- skrár i neðri deild og gerði að umtalsefni, að konur hefðu fjölmennt á þingpallana þótt ekki væru allar komnar sömu erinda. Meðal þeirra væru 25 sveitakonur aust- an úr Arnessýslu, sem hefðu boð- skap að flytja. Las hann siðan yfirlýsingu frá þessum konum, þar sem m.a. var bent á, að land- búnaðarvörur hafi ekki hækkað meira en aðrar vörur. T.d. hafi fiskur hækkað mun meira en kjöt. Mjólk væri ennþá ódýrasta neyzluvaran. Lýst var furðu á þvi, að hópur reykviskra hús- mæðra skyldi ráðast með þeim hætti á bændastéttina, að hvetja konur til að hætta að kaupa land- búnaðarvörur, en kaupa þess i stað dýrari og óhollari vörur. 1 yfirlýsingunni eru húsmæður hvattar til að sýna samstöðu sina frekar með þvi að neita að kaupa brezkar og vestur-þýzkar vörur, en kaupa þess i stað islenzka framleiðslu, sem væri jafn góð. Agúst Þorvaldsson <F), varaði við þvi tiltæki, að mótmæla hækk- unum á land- búnaðarvörum með þvi aö hætta að kaupa þær vörur. Slikt væri háskalegt fyrir reykvisk- ar húsmæður og þá, sem þær bæru sérstaklega fyrir brjósti. Mjólk og mjólkurvörur hefðu ávallt verið undirstaða heilbrigð- is þjóðarinnar og væri enn. Kaup- bann af þessu tagi væri þvi aðför að heilsu neytenda og auk þess fjarstæða frá hagrænu sjónar- miði. Siðan rakti þingmaðurinn hækkanir á margvislegum neyzluvörum, sem orðið hefðu frá þvi i nóvember 1970 að lög um verðstöðvun voru sett og til 20. marz næstkomandi. Nýmjólk hefði hækkað um 27%, mjólkur- ostur um 1 krónu kilóiö, smjör um 26%, súpukjöt um 27%, kótelettur um 28%, kindabjúgu um 23%, rúgbrauð um 23%, franskbrauð um 25%, hveiti um 40%, ýsa um 68%, þorskflök um 44%, saltfiskur um 45%, fiskíbollur um 51%, epli um 28%, kartöflur hefðu lækkað um 24%, strásykur hækkað um 115%, kakó um 36%, kaffi um 36% og maltöl um 39%. Þingmaðurinn sagði þetta sýna, hvaða vörur hefðu hækkað mest. Það væru ekki land- búnaðarvörurnar. Jóhann Iiaf- s t c i n ( S ) , kvaðst ekki vilja sitja undir þvi, að mjög ó- smekklega væri vegið að reyk- viskum hús- mæðrum i söl- um Alþingis. Og sveitakonurnar hefðu mátt láta einhvern annan þingmann en kommúnistann Jónas Arnason vita af þvi, að þær myndu koma á þingpallana. Reykviskar húsmæður væru ekki að beina geira sinum gegn bænd- um, heldur núverandi rikisstjórn. Hækkunin á landbúnaðarvörun- um nú væri rikisstjórninni að kenna. Ingólfur Jónsson (S), sagði, að bænd- ur ættu ekki sök á hækkunum á verði land- búnaðarvara. Reykviskar húsmæður ættu þvi að beina geira sinum að rikisstjórninni en ekki að bændum. Það kæmi niður á bændum, ef þær hættu að kaupa landbúnaðarvörur. Þá væri einn- ig óhagstætt að kaupa bara „djús” og kex i staðinn fyrir mjólk og aðrar landbúnaðarvör- ur. Hann kvaðst þvi vilja hvetja viðstaddar konur til að halda áfram að kaupa landbúnaðarvörur, en vinna siðan aö þvi að gera almenningi i land- inu ljóst, að rikisstjórnin ætti alla sök á verðbólgunni og væri að skapa hættuást. i landinu. Hús- mæður myndu bezt gegna skyldu sinni við þjóðina og fósturjörðina með þvi að fella rikisstjórnina i næstu kosningum. Þá fengist traust stjórnarstefna. Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðar- ráðherra, lagði á það áherzlu að kaupmáttur launa hefði hækkað úr 100 stigum 1970 i 137 stig nú, og væri hækkunin á landbúnaðarvörunum þá talin með. Þetta væri staðreynd, sem ekki yrði á móti mælt með orða- glaumi og hávaða. Ráðherra benti á, að afkoma landsmanna væri góð og atvinna mikil. Þjóðin hefði orðið fyrir miklum náttúruhamförum. Rikisstjórnin hefði viljað mæta afleiðingum þeirra með þvi að draga úr verðbólgu. Ekki hefði náðst um það samstaða. Alls ekki væri hægt að fara fram á, að ein stétt tæki á sig meiri áföll i þessu efni, en önnur. Bændastéttin yrði auðvitað að fá sina launahækkun eins og aðrar stéttir, enda væri það i samræmi við gerða samn- inga. Ráðherrann sagði, að i þeim stórátökum, sem þjóðin stæði nú — annars vegar við erlent ofur- efli og hins vegar við náttúru- hamfarir — þyrftum við Islend- ingar á öðru að halda, en að verið væri að egna stétt gegn stétt. Og það ekki sizt þegar ljóst væri, að kaupmáttur launanna hefði aldrei verið meiri en einmitt nú. Þá benti hann á, að land- búnaðarvörur hefðu ekki hækkað meira en aörar vörur. Hann kvaðst ekki trúaður á, að hús- mæður létu hafa sig til pólitiskra æsinga. Hann þekkti þær það vel af þvi að kunna að meta þjóðar heill öðru fremur, og þjóðarheill krefðist þess nú að íslendingar stæðu allir saman. Gylfi Þ. Gislason (A), sagði atburði dagsins sýna glögglega, að hagsmunaand- stæður væru að skerpast milli neytenda og framleiðenda. Astæðan fyrir aðgerðum reykviskra húsmæðra væri fyrst og fremst það ástand, að öllum væri orðið augljóst, að verð á islenzkum landbúnaðar- vörum væri óeðlilega hátt, þótt bændur fengju ekki meiri kaup- hækkun, en sem rétt nægði til að halda i við aðra. Hver gæti undr- ast það, að húsmæður létu þær gifurlegu hækkanir, sem orðið hefðu um s.l. mánaðamót, ekki sem vind um eyru þjóta, en þess- ar hækkanir næmu um 3.5 st. i framfærsluvisitölu. Hækkanir hefðu aldrei verið meiri. Hann taldi, að orsök vandans væri sú að skipulag- islenzks landbúnaðar — bæði hvað fram- leiðslu, sölu og verðlagningu snerti, — væri rangt. Grundvallarstefnan væri röng. Niðurgreiðslur væru gifurlegar. Þær næmu um 16-17 hundruð milljónum á ári auk 400 milljóna til erlendra neytenda islenzkra landbúnaðarvara. Það bæri að harma núverand-i hagsmunaágreining, og rikis- stjórninni bæri að jafna þennan ágreining. Til þess þyrfti að koma skynsamleg og réttlát stefna i landbúnaðarmálum. Það væri reyndar ekki bara á þessu sviði, heldur öllum sviðum, sem núver- andi rikisstjórn væri hætt að stjórna landinu, og væri þvi ekk- ert eins brýnt hagsmunamál fyrir alla eins og að rikisstjórnin færi frá. LÚðvik Jósefsson, við- skiptaráðherra, svaraði ýmsum fullyrðingum stjórnarand- stæðinga. Gylfi hefði fullyrt, að dýrtiðin væri rikisstjórninni að kenna, og að um óvenju- mikla dýrtið væri að ræða. Þetta fullyrti hann þótt fyrir lægi, að siðustu þrjú ár- in, sem hann var við völd hækk- aði framfærsluvisitalan um 18.6% á ári, en þau tæpu tvö ár, sem nú- verandi rikisstjórn hefur setið að völdum, hefur visitalan hækkað um 7.7% á ári. Ráðherrann rakti siðan hversu stór hluti hækkananna ætti rætur sinar að rekja til hækkana erlend- is og gengisbreytinga dollarans. A hvorugu þessu hefði rikis- stjórnin nein tök. Staðreyndin væri sú, að siöustu tvö árin væri eina timabilið um langan tima, þar sem verðbólga væri minni hér en i sumum nágrannalöndunum, eins og Bretlandi, þar sem vísitalan hefði hækkað um 11-12% árlega bæði 1971 og 1972. Siðan benti hann á, að rikis- stjórnin hefði reynt að draga úr hækkunum eins og frekast var unnt, þótt stjórnarandstæðingar ynnu að þvi öllum árum að hafa hækkanir sem mestar. Þannig hefði Reykjavikurborg heimtað mun meiri hækkanir á þjónustu strætisvagna, rafveitu og hita- veitu en hún hefði fengið, og nú lægi fyrir krafa frá borginni um hækkun á daggjöldum barna- heimila um 80% og á heimilis- hjálp um 50%. Og heildsalar hefðu óskað eftir hækkun á álagningu um 36%. Hann rakti siðan afstöðu stjórnarandstöðunnar til þeirra tilrauna, sem rikisstjórnin gerði til að fresta kauphækkunum allra aðila — og þar á meðal hækkun á landbúnaðarvörunum — til haustsins i sambandi við tekjuöfl- un til Viðlagasjóðs. Loks benti hann á, að hækkun verðlagsgrundvallar land- búnaðarafurða um 11,4% hefði verið langmest vegna kauphækk- ana. Þannig hefðu 7,9% verið ein- göngu vegna hækkunar á launum bóndans til samræmis við launa- hækkanir annarra. Og 1,3% hefðu verið vegna erlendra hækkana á fóðurvörum, svo dæmi væru nefnd um stærstu liöina. Björn Pálsson (F), sagði, að mjólkurlitrinn i Noregi og Dan- mörku kostaði um 30 krónur, og i Sviþjóð hátt i 40 krónur. Ljóst væri þvi, að fáar vörur væru ódýrari hér en einmitt mjólkin. Fiskurinn hefði einnig hækkað mun meira en kjötið. Það væri vissulega dálitið spaugilegt, að húsmæður þurfi nú endilega að hætta að kaupa ódýrar og hollar vörur og kaupa dýrari vörur og óhollari i staðinn. Með þessu væru þær aðeins að refsa sjálfum sér. Þetta minnti einna helzt á það, þegar meinlætamenn voru að berja sjálfa sig. Hann hefði gam- an að þessu, en tæki það ekki al- varlega. Svava Jakobsdóttir (AB), sagði, að Jóhann Haf- stein hefði þotið upp i ræðustól eins og stóri pabbi, til að berjast fyrir hönd reyk- viskra húsmæðra. Þær þyrftu ekki á sliku að halda. Þingmaðurinn benti á, að þegar húsmæður bæru saman kröfu undir fána húsmóðurtitilsins, þá kæmi fljótlega i ljós, að hagsmun- ir húsmæðra rækjust á. Þær efnaminni hafi ekki sömu hags- muni og hinar efnameiri, sveita- konurnar ekki sömu hagsmuni og bæjarkonur. Hún taldi, herferð Húsmæörafélags Reýkjavikur væri þess eðlis að þær efnaminni gætu alls ekki tekið þátt i þeim, enda myndu aðgerðirnar bitna mest á þeim. Væri vissulega skemmtilegra ef Húsmæðra- félagið fyndi þá baráttuaðferð, sem krefðist sömu fórna af öllum. Þá taldi þingmaðurinn, að hug- mynd bændakvennanna um að is- lenzkar húsmæður sameinuðust um að kaupa ekki brezkar og v- þýzkar vörur, væru mun við- kunnalegri heldur en land- búnaðarvörukaupbann reyk- viskra kvenna. Jóhann Hafstein tók aftur til máls og sagði, að enginn hefði tal- ið eftir þá hækkun, sem bændur fengu. Siðan fjallaði hann um verðbólguþróunina, og taldi, að fyrstu sex mánuðina, sem núver- andi rikisstjórn hefði haft áhrif á verðbólguþróunina, hefði visital- an hækkað um 9.4%. Það var fyrri hluta árs 1972. Halldór E. Sigurðsson sagði, að verðstöðvun hefði verið allt árið 1971, og árið 1972 hefði þvi þurft að leyfa ýmsar hækkanir, sem beðið höfðu verðstöðvunartima- bilið. Þá sagði hann, að vinnslu- og dreif ingarkostnaður land- búnaðarvara hér væri minni en erlendis. I Danmörku kostaði litrinn um 30 krónur. Þar af fengi bóndinn 12.63 krónur, en 17.37 kr. færu til annarra aðila. Hér á landi kostaði mjólkurlitrinn einnig 30 krónur, ef ekki væri tekið tillit til niðurgreiðslna, en af þeim færu aðeins 9.37 krónur til annarra að- ila en framleiðenda. Gylfi Þ. Gislason, sagði það vafalaust rétt, að kaupmáttur launa hefði hækkað i tið núver- andi rikisstjórnar. Enda hefðu raunverulegar þjóðartekjur hækkað á þessu timabilium 18%. Ingólfur Jónsson sagði, að það þýddi sko ekkert a.ð halda þvi fram, að kaupmáttur hefði aukizt i tið núverandi stjórnar. Konurn- Framhald á bls. 13 Lög um Fósturskóla sett i gær i gær var frumvarpið um Fósturskóla islands samþykkt frá efri deild sem lög frá Al- þingi. Hin nýju lög gera ráð fyrir, að sérstakur Fósturskóli ís- lands taki við af fóstruskóla Sumargjafar. Nokkur önnur mál voru tek- in til uniræðu i efri deild i gær, og ki. 18 hófst fundur að nýju i neðri dcildinni — þar sem umræður utan dagskrár fóru fram allan venjulegan þing- fundartíma i gær — og voru þá nokkur mál tekin fyrir til um- ræðu. í dag er fundur i sameinuðu þingi og fjöldamörg mál á dagskránni. - EJ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.