Tíminn - 27.03.1973, Page 10
10
TÍMINN
Þriðjudagur 27. marz. 1973
kichard Nixon varð sextugur i
janúar og hefur aldrei verið við
betri heilsu. Meö reglubundnum
likamsæfingum á hverjum
morgni, tekst honum að halda
þyngd sinni stöðugri i 172 pund-
um. „Einmitt rétta þyngdin lyrir
tí feta háan mann”, segir Dr.
Walter R. Tkach, sem hefur verið
einkalæknir forsetans frá 1900.
„Blóðþrýstingur hans hefur ekki
breytzt meir en 5 stig, siðan óg
kynntist honum. Hann syndir
talsvert, þó ekki eins mikið og ég
vildi. Ég er lika að reyna að fá
hann til að leika oftar golf við Bob
Hope. En hann heldur sér mjög
vel miðað viö aldur. Eina breyt-
ingin eru nokkur grá hár, sem þó
er varla hægt að koma auga á".
■ iburðarmikilli 6 herbergja
ibúð i kjallara Hvita Hússins,
með mynd af Lady Bird Johnson
fyrir utan dyrnar, heldur Dr.
Tkach sér gangandi á Coca-Cola
og sigarettum, sem hann keðju-
reykir, meðan hann fylgist
nákvæmlega með heilsu Nixons.
Læknastofan er útbúin öllu þvi
nýjasta á sviði lækningatækja.
Fjöldi þungra stálkassa, fullir af
öllu milli himins og jarðar, allt
frá blóðbirgðum til tækja til að
fjarlægja byssukúlur, standa
tilbúnir ef forsetanum dytti i hug
að skreppa út. Dr. Tkach hleypir
honum ekki úr augsýn. „Ég
krefst þess að vera alltaf við hlið
hans. Flýg með sömu flugvélum
og ek alltaf i næsta bil á eftir
hans. Ég gleymi aldrei hvað kom
fyrir lækni Kennedys i Dallas,
sem sat fastur i almenningsvagni
fullum af fréttamönnum, tólf bil-
um aftan við bil Kennedys, þegar
hann var skotinn. — Það var
klúðursleg skipulagning".
/l.llt þetta læknisstand i kring-
um Nixon er kostað sameiginlega
af stjórninni og hernum — og er
lang kostnaðarsamasta læknis-
eftirlil fyrir einn mann, sem
þekkist i heiminum — sérstaklega
fyrir mann, sem aldrei hefur
kennt sér meins, siðan það var
sett upp. Þó er landið, sem hann
stjórnar, lamað af þvi stjórnlaus-
asta, dýrasta og spilltasta
lækningakerfi, sem fyrirfinnst i
viðri veröld.
rramfarir innan Bandarikj-
anna á hinu vel fjármagnaða
rannsóknasviði, hafa orðið til
þess að læknastéttin, hvar sem er
i heiminum, litur öfundaraugum,
alla þá möguleika til fullkominn-
ar lækningaþjónustu, sem fyrir
hendi eru i Bandarikjunum. Ef
þú ert rikur eöa vel tryggður og
heppinn — þá er ekki til betra
land að vera veikur i. Það er
gagnvart hinum mikla meiri-
hluta, miðlungs og láglaunafólks-
• •
Ofgarnar
í banda-
rískri
lækna-
þjónustu
sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
En allt kom fyrir ekki — Harold
Nixon lézt 1933. Lát hans hafði
djúp og varanleg áhrif á hinn
unga Richard, enda talaði hann'
nýlega á fundi læknasamtakanna
i Bandarikjunum um „hina
dimmu ógn hrikalegs læknis-
kostnaðar, sem grúfir yfir meiri
hluta þjóðarinnar”. »En þessar
áhyggjur stjórnvalda, sem hafa
bælt niður kröftugar tilraunir til
bættrar læknisþjónustu, eru litil
huggun ibúum staða eins og Tulsa
i Oklahoma, þar sem 60% allra
gjaldþrota, eru rakin til kostnað-
ar við læknisþjónustu. Þessi orð
Nixons hljóma þvi tómlega i eyr-
um frú Wagner i Elida i Ohio, sem
fékk reikning að upphæð kr.
750.000, — fyrir 12 klst. sjúkravist,
er lauk með andláti eiginmanns
hennar og gerði hana eignalausa.
"þegar ég er sjúkur”, sagði
Nixon við læknasamtökin, „vil ég
geta náö i lækni, en framar öllu
vil ég lækni sem er góður læknir.
Ég vil að hann hafi áhyggjur af
mér, en ekki af einhverjum
skýrslum sem hann þarf að fylla
út fyrir stjórnina”.
N
lixon hefur orðið að ósk sinni.
En flestir Bandarikjamenn þurfa
að hugsa sig um tvisvar áður en
þeir leita læknis og 24 millj.
þeirra eru útilokaðir frá að geta
fengið sér tryggingu. Það kostar
a.m.k. kr. 1000,- að fara inn fyrir
dyr hjá lækni. Siðan tekur við al-
gjör seljandamarkaður, þar sem
ekkert nema orð læknisins sjálfs,
er trygging fyrir þvi að borgarinn
fái eitthvað fyrir aurana.
þeim, sem finnst sjúkrasamlag
vera oröinn sjálfsagður hlutur,
veitist erfitt að hugsa sér heil-
brigðiskerfi, þar sem sum sjúkra-
hús neita jafnvel dauðvona sjúkl-
ingum um aðgang, án kr. 50.000,- i
fyrirframgreiðslu.
félaginu og rænulitill sjúklingur
spyr ekki of margra spurninga.
Farnarleysi sjúklinganna á öll-
um sviðum, hefur gert læknana
að rikustu menntastétt
Bandarikjanna með 4,5 millj.
króna meðaltekjur á ári (sumir
ná 10-12 millj. kr.) fyrir 50 klst.
vinnuviku. 1 sjúkrahúsi einu i
Kaliforniu er sjónvarp við hliðina
á skurðstofunni. Það er ávallt
stillt á viðskiptafréttirnar, þvi að
eins og einn læknirinn sagði: „Við
viljum geta fylgzt með verðbréf-
unum okkar”. Þegar læknasam-
tökin héldu aðalfund sinn i San
Fransiskó s.l. sumar, hafði ekki
sézt þar annar eins floti einka-
flugvéla, siðan læknarnir komu
siðast saman i borginni.
“aö er enginn vafi, að fjár-
málaáhyggjur þær, sem kerfið
skapar, auka sjúkdómstilfellin,
sem það þarf að annast. Robert
Schultz frá Albany i New York,
sem er ljósmyndari með kr.
25.000,- i vikulaun, er gott dæmi
um þetta. Þegar sonur hans varð
fyrir þvi slysi að hálsbrotna við
dýfingar, söfnuðust að Schultz,
reikningar að fjárhæð kr. 7,5
millj. fyrir 28 mánaða meðferð, i
sex sjúkrahúsum. Læknir hana
staðfesti, að áhyggjurnar vegna
þessara reikninga hafi orsakað
það, að Schultz fékk hjartaáfall
þrisvar sinnum með skömmu
millibili, árið eftir slysið. Þetta
varð til þess að reikningarnir
hækkuðu um kr. 500.000,-. Allt fór
þó betur en á horfðist, þvi að
Schultz vann málssókn á hendur
framleiðanda sundlaugarinnar,
þar sem slysið varð, og jafnaði
reikningana. En Schultz efast
stórlega um að hann gæti lifað af,
slika reynslu aftur.
He
Ba
Lausleg þýðing: G.S.
ins — sem kerfið bregzt hörmu-
lega.
Það má teljast kaldhæðni ör-
laganna, að Nixon sjálfur hefur
ekki sloppið við að kynnast
. vandamálum kerfisins af eigin
raun. Yngri bróðir hans, Arthur,
lézt árið 1920 eftir skamma
sjúkdómslegu, en eldri bróðir
hans, Harold lézt 13 árum seinna,
eftir þriggja ára veikindi. En á
þessum þrem árum tvistraðist
fjölskyldan um tima, þar sem
móðir Richards Nixons fór með
Harold i þurrara loftslag Arizona
rikis. Þetta hafði sin áhrif fjár-
hagslega og fjölskyldan þurfti að
selja nokkuð af eigum sinum til
að kosta læknismeðferö Harolds.
Einnig þurfti móðirinað vinna i
lækningastofnunum, þar til hún
setti á stofn heimili fyrir berkla-
landarikjamönnum er ráðlagt
að fá hjartaslag á götunni, þvi að
þá sé lögreglunni og slökkviliðinu
skylt að flytja sjúklinginn á næsta
sjúkrahús. En sjúkraflutninga-
fyrirtækin láta hins vegar eigin-
mann þinn eða föður , liggja kyrr-
an á gólfinu þar til búið er að
greiða kr. 7.500,- lágmarksgjald.
En það þarf að velja réttu götuna,
þvi að sjúkrahúsgjöldin geta
munað um allt að 100% innan
einna fermilu og hjá dýrari
sjúkrahúsunum hugsa menn sig
um tvisvar, áður en þeir hleypa
þér inn, ef þú ert i lélegustu fötun-
um þinum.
tf þú hefur i vasanum skirteini
fyrir alhliða sjúkratryggingu,
skaltu ekki láta þér bregða þótt
þú yfirgefir sjúkrahúsið, án eins
eða tveggja auðlosanlegra lif-
færa. Skurðlæknarnir vita, að
þeir fá greiðslu hjá trygginga-
leilsugæzla er orðin stór-
kaupsýsla i Bandarikjunum i dag.
Heildarveltan hefur aukizt um
300% á 10 árum og er orðin hærri
en allt fjármagn til varnarmála
Bandarikjanna. Margir hótel-
hringir, eins og t.d. Sheraton
hringurinn, eru nú farnir að snúa
sér að sjúkrahúsrekstri — og þá
auðvitað eingöngu með
hagnaðarsjónarmið i huga.
Óarðbærar sérgreina-deildir eru
lagðar niður og breytt i t.d.
gróðavænlegar botnlangadeildir.
Smærri sjúkrahús stækkuð og
þeim breytt, til að mæta hinum
óþrjótandi markaði fyrir
fæðingastofnanir með allskonar
iburðamikilli aukaþjónustu.
Cinstaka læknar eru farnir að
helga sig eingöngu vel styrktum
rannsóknarstörfum, þar sem þeir
treysta sér ekki lengur til að
starfa i þvi andrúmslofti, þar sem
fyrsta spurningin er: „Hefur
sjúklingurinn efni á þessu?”