Tíminn - 27.03.1973, Qupperneq 11
Þriðjudagur 27. marz. 1973
TÍMINN
11
Helgi Haraldsson:
Gullöld
hin síðari
EINS OG allir vita hefur
söguöldin veriö nefnd Gull-
öld islendinga og er það
sjálfsagt að mörgu leyti
réttnefni. Hins vegar hefur
tímabilið frá 1890 og fram
að fyrri heimsstyrjöldinni
stundum verið nefnd
//Gullöld hin síðari". Þessi
aldarfjórðungur er um
margt merkilegur.
Það er eðlilegt, að við, sem höf-
um lifað þetta timabil, höfum
gaman af þvi að lita til baka, og
þá er jafnvel hægt að sjá sumt i
réttara ljósi, en á meðan það var
að gerast.
Hvað gerðist svo á þessum
aldarfjórðungi?
Erfitt er að meta hvað var
merkast, en þó ætla ég fyrst að
minna á tvennt. Þá lærðu bændur
landsins að vinna saman i sam-
vinnufélögum af mörgu tagi.
Norðlendingar riðu á vaðið meö
samvinnu i verzlun og gjörbreytti
það verzlun þeirra.
En Sunnlendingar lögðu þar á
móti, að þeir fóru að selja smjör
til Englands og var fyrsta smjörið
flutt út á enskan markað alda-
mótaárið. Þetta var hrein bylting
i búskaparsögu bænda og bjarg-
aði þvi öngþveiti, sem skapaðist,
þegar sauðasalan til Englands
var bönnuð 1896. Þá hafði á tima-
bili verið selt lifandi fé úr landi,
og hefur vafalaust verið ágæt
sala, eftir þvi sem þá geröist.
Rjómabúin breiddust um allt
land á svipstundu. Upp úr þessu
komu svo nautgriparæktarfélögin
á fyrstu tugum aldarinnar. Þau
fyrstu 1903 og eru þau nú 70 ára.
Hvort sem þau fara nú að halda
upp á þetta merkisafmæli á þessu
ári?
Næst komu svo Sláturfélög um
allt land 1908 og þar i kring.
Svo komu búnaöarfélögin og
margur félagsskapur á öllum
sviðum. Þetta var eldri kynslóð-
in: — En hvað gerði unga fólkið?
Þá var ekki til i málinu mengun
um alla skapaða hluti og þvi sið-
ur, að maður heyrði nefnt ung-
lingavandamál. Þó að sjálfsagt
hafi sitt hvaö verið sagt um ungu
kynslóðina. Það hefur verið gert
um allar aldir, allt frá dögum
Sókratesar, sem kunnugt er.
Unga kynslóöin var ekki að-
gerðalaus á þessum áratugum.
Hún stofnaði ungmennafélög um
allt land. Félagshugmyndinni sló
niður norður á Akureyri 1906.
Hingað barst hún frá Noregi. Það
fór ekki framhjá okkur
unglingunum, að Norðmenn létu i
það skina að frelsi sitt 1905 ættu
þeir engum manni fremur að
þakka en Islendingnum Snorra
Sturlusyni og Heimskringlu hans,
og settu hann á bekk með sinum
höfuðskáldum Björnson og Ibsen.
Hvað myndu þá okkar bókmennt-
ir geta gert heima hjá sér. En við
stefndum að þvi marki, sem
Norðmenn náðu 1905, — aö
heimta fullt frelsi úr hendi Dana.
Um þetta timabil i sögu okkar
segir skáldið Þorsteinn Erlings-
son i Aldaslag, sem ort er 1911, á
þessa leið:
Þau væntu þess völdin á Fróni
þeim væri ekki i tigninni hætt.
Þau vissu þaö bezt hvaö þy
mátti sin mest
og myrkriö gekk tæplega úr ætt.
Þau uggðu ekki neitt
fyrr en útsker og sveit
voru iðandi af vökuðum
mönnum
og dalurinn grænn undan
fönnum
Oft hef ég undrazt það, hvað
dalurinn kom grænn undan fönn-
um nitjándu aldarinnar og ber
það bændamenningunni glæsilegt
vitni. Þá var á þessu timabili
merkur viðburður, þar sem voru
aldamótin og þá sýndu skáldin
hvað þau gátu. Matthias var auð-
vitað i fararbroddi með þjóðsöng-
inn „Ó, guð vors lands” og Stein-
grimur með Vorhvöt. Það kvæði
held ég að seint verði slegiö út. Ég
hef stundum verið að huga að þvi,
hvaða visa mér þætti mest lista-
verk frá þessum tima og þá
venjulega stanzað við þessa úr
Vorhvöt Steingrims:
En bót er oss heitið
ef bilareidáð,
af beiskju hiö sæta má spretta.
Af skaða vér nemum hin
nýtustu ráö
oss neyðin skal kenna hið rétta,
og jafnvel úr hlekkjunum
sjóða má sverö
i sannleiks og frelsisins
þjónustugerð.
Það er furöulegt, að geta komið
jafn mörgum spakmælum i eina
visu, en þetta gátu þeir um sið-
ustu aldamót.
Hvað fáum við að heyra 1974,
þegar maður undrast næstum
mest, hvaö hægt er að koma
miklu af vitleysu i eina visu, ef
visu skyldi kalla.
En hvernig stóð á þessari
þjóðarvakningu, ef svo mætti
segja, á þessum árum.
Nú höfðu gengið yfir samfelld
harðindi allan niunda áratuginn,
sem byrjuöu með gaddavetrinum
1880-1881 og svo fellisvoriö 1882,
sem allt ætlaöi að drepa. Hafis á
hverju vori, enda kvað Matthias á
þessum árum: „Ertu kominn
landsins forni fjandi”.
Ég hef stundum brotið heilann
um þetta, og i rauninni aldrei
fundið nema eitt sennilegt tilefni,
og það er, að um þetta leyti er
farið að gefa út fornbókmenntirn-
ar i svo ódýrri og handhægri út-
gáfu, að almenningur gat keypt
þær. CJtgefandi var sá mæti mað-
ur Sigurður Kristjánsson bóksali.
En Valdimar Asmundsson rit-
stjóri bjó þær til prentunar. Forn-
aldarsögur Norðurlanda gaf hann
út 1891. Nú vildi Björn Jónsson,
Helgi Haraldsson viö vegarskilti.
ritstjóri Isafoldar gera eitthvað
lika og fór að gefa úr Heims-
kringlu Snorra 1893. Ég ætla að
lofa mönnum að heyra smá-póst
úr formála Björns fyrir Ólafssögu
helga, það gefur ofurlitla hug-
mynd um, hvernig okkar beztu
menn hugsuðu þá, og þaö var ekki
aðeins gróðasjónarmið, sem réð
útgáfu góðra bóka.
Björn skrifar svo 1893: Það er
þeirra manna dómur, sem bezt
kunna slikt að meta, að hvergi
lýsi sér ritsnilld Snorra Sturlu-
sonar glæsilegar en i skrásetn-
ingu Ólafs sögu hins helga, og er
vonandi að þjóð vor taki slikri
gersemi með hæfilegum virktum.
Verö bókarinnar er haft svo lágt,
að einskis ábata er von fyrir
kostnaðarmanninn, þótt hvert
eintak seljist af upplaginu. Kostn-
aðurinn virðist eiga að vera létt-
ari á metunum, er slikur höfuð-
snillingur á i hlut sem Snorri
Sturluson, og annars vegar er hið
ómetanlega gagn og sómi, er
tungu vorri og þjóðerni hlýtur aö
standa af þvi, að hver tslendingur
sé handgenginn vorum helztu
gullaldar-ritum.
Ekki man ég hvað Ólafs saga
helga kostaði óbundin, þvi að þá
var allt selt óbundið, en ég man
að Njála kostaði eina krónu og
var langdýrust af tslendinga-
sögunum, enda lengst, og sjálf-
sagt hefur ólafssaga verið
ámóta.
Ég efast um að menn nú geti
gert sér i hugarlund, hvaö mikill
hvalreki þetta var fyrir ungling-
ana að fá allar fornsögurnar á
viðráðanlegu verði. Enda var það
næstum metnaðarmál flestra að
eiga allar þessar bækur i bóka-
skápnum. Nú var mikið lesið á
kvöldvökunum, enda voru þær
eini skólinn, sem unglingarnir
gengu i og gafst alveg ótrúlega
vel, þvi að þarna var ekkert óæti
á borð borið. Sjálfsagt er þarna
lika að finna ástæðuna fyrir þvi,
hvað margir eldri menn rituðu
fagurt mál.
Halldór Laxness sagöi nýlega,
að sendibréf frá bændum um
aldamót, væru hreinar bók-
menntir, þau væru svo vel skrif-
uð.
Sturlungaöldin, sem gaf okkur
þessar bókmenntir fær þessi
eftirmæli hjá séra Magnúsi
Helgasyni kennaraskólastjóra,
þegar hann hefur sagt kost og löst
á þessari umtöluðu öld:
Sturlungaöldin verður að liggja
undir þvi ámæli, aö hafa glatað
frelsi tslands. Það verður aldrei
af henni þvegið. En hún hefur lika
fágað islenzka tungu og skilað
henni i hendur komandi kynslóða
i fegursta blóma, til ævarandi
vitnis um mannvit sitt og snilli.
Það verður aldrei af henni dregið.
Hún er gullöld islenzkra bók-
mennta.
Doktor Richard Beck, hinn
þekkti Vestur-Islendingur, hefur
þetta að segja um fornbók-
menntirnar:
tslendingasögurnar hafa verið
þessari þjóð kveikja manndóms
og karlmennsku. Þær eru jafn
snilldarlegar aö efnismeðferð,
málfari og mannlýsingum. 1 ts-
lendingasögunum er heiðrikja og
hreinviðri. Þvi er þaö hugar-
hressing og göfgan aö eiga þar
samneyti við þá menn og konur,
sem þar klæðast holdi og blóði
fyrir sjónum lesandans. Þau
verðbréf vor standa i gullgildi,
hvað sem liður sveiflunum á hin-
um stormasama heimsmarkaði.
Ég ætla ekki að vitna i fleiri menn
um ágæti fornbókmenntanna, þó
að það væri auðvelt.
Ég minnist þess, að þegar ég
var 10 ára þá kom vinnumaðurinn
heim af bókauppboði og hafði
keypt allar Fornaldarsögur
Norðurlanda, 3hefti. Þessi maður
var ágætur lesari og hafði það
starf, að lesa hátt fyrir fólkið á
kvöldvökunum. Nú var aldeilis
tekið til að lesa og auðvitaö byrj-
að á Hrólfasögunum. Hvilik
hátið! Enn minnist ég þess, eins
og það hefði skeð i gær, aö þegar
kom að Bósasögu og Herrauðs og
Bósi fór að lyfta upp sængurfötun
um hjá bóndadætrunum, hvað
lesarinn fór hjá sér að lesa þetta
yfir vinnukonunum. Þetta atvik
rifjaöist upp fyrir mér nýlega,
þegar það varð að blaðamáli, að
islenzkur námsmaður úti i Svi-
þjóð, sem var auralitill, gerði það
gróðabragð, að gefa út Bósasögu
og fékk málara til þess að mála
viðeigandi myndir i söguna, og
ætlaði að selja þetta fyrst og
fremst i unglingaskólana. Þetta
kom til umræðu i útvarpi og unga
skólafólkið fór að lesa beztu póst-
ana úr sögunni. Þá kom ég alveg
af fjöllum, þetta var ekki i þeirri
Bósa-sögu, sem við lásum um
aldamótin. Ég fór að rannsaka
málið. Valdimar hafði sleppt
nokkrum köflum, sem honum
þótti ekki prenthæfir. Svo gerðist
það 1943-44, að Guðni Jónsson og
Bjarni Vilhjálmsson gáfu söguna
út i 5. sinn. Þetta er talin visinda-
leg útgáfa og þar má engu sleppa.
Þessi myndskreytta Bósa saga
kom svo út og seldist vist sam-
stundis. Enda er þar á kápu
þetta: „Um elskhugann Bósa.
Hneykslunarhella þjóðarinnar
um aldir. Listilega samin frá-
sögn. Full af djörfum ástafars-
lýsingum. Myndskreytt og færð i
nútima búning”.
Þarna sjá menn hvað fram-
farirnar eru miklar á öllum svið-
um. I bókmenntum ekki siður en
ööru.
Það, sem ekki þótti prenthæft
um aldamót er nú talinn hollastur
lestur i unglingaskólum landsins.
' Þetta er aðeins ein staðreynd af
mörgum. Finnst mönnum fjarri
lagi aö uppskeran hafi lánast eftir
sáningunni?
Nú fer vonandi að liða að þvi, aö
handritin komi heim, og við get-
um farið að skoða þau i Árna-
garði.
Væri það nú fjarri lagi, að þing-
mennirnir fögnuöu þeim með þvi
að setja löggjöf um að þau væru
friðhelg, og enginn mætti breyta
þeim eftir eigin geðþótta. Svona
lög eru Sviar búnir að setja hjá
sér, og það þurfum við að gera
lika.
Ég veit að hérna er ritfrelsi
(sem betur fer), en eigum við
samt ekki að lofa mönnum að
semja tekstann viö myndirnar
sinar sjálfum, en ekki nota gull-
aldarbókmenntirnar fyrir um-
gerð. Það væri eins og skitaklessa
á skautbúningi.
Er ekki næsta nóg að eiga
Gerplu og Bósa-sögu i þessu nýja
formi. Til þess að menn sjái, að
hér verður að setja punkt, og
segja: Hihgað og ekki lengra.
Skáldin láta það sjálfsagt ekki
vanta i skáldskap komandi ára, ef
áfram heldur sem nú horfir, — að
i bókunum verði Kvenna-Bósi
einn eða fleiri til þess að gera þær
seljanlegri. En fyrir alla muni
ættum við að láta bókmenntir
fyrri alda i friði-, og hugsa ekki
einhverjir likt og Guðmundur
skáld Böðvarsson, en það er á
þessa leið:
Mútur bjóðast böölar tryllast
blása i glóðina.
Erl þú þjóð min ekki að viiiast
út i móðuna.
Útboð — Dalvík
Dalvikurhreppur óskar eftir tilboðum i
að gera heimavistarbyggingu á Dalvik
fokhelda og jarðvegsskipti á lóð.
Útboðsgöign verða afhent á skrifstofu Dalvikurhrepps frá
og með miðvikudeginum 28. marz gegn 10.000.- kr. skila-
tryggingu.
Sveitarstjórinn Dalvik.
Sáttmálasjóður
Umsóknir um styrk úr Sáttmálasjóði Há-
skólans stilaðar til háskólaráðs, skulu
hafa borizt skrifstofu rektors fyrir 1. mai
n.k.
Tilgangi sjóðsins er lýst i 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júni
1919.
Rektor.