Tíminn - 27.03.1973, Side 14

Tíminn - 27.03.1973, Side 14
14 TÍMINN I>riöjudagur 27. marz. l!)7:í — Þú átt við að sænga hjá konu. — A hvaða aldri má maður það? _ það er ekkert ákveðið aldrustakmark, sagði Hob. — Það fer eftir þvi, hver i hlut á, en ég geri ráð fyrir, að hinn venjulegi aldur sé sautján, átján, nitján ára. Það er eins og Hugh yrði hægara. — Jæja, það er langt þangað til að hann veröur sautján ára. — Finnst þér .. .maður of ungur til þess fjórtán ára? — Að minu áliti er það nokkuð snemmt. — Kona mundi tæplega gera ráð fyrir þvi. — llugh var svo tauga- óstyrkur, þegar hann bar fram spurninguna, að hann lækkaði röddina um eina áttund að minnsU kosti. — Ef hún léti undan, væri hún að minum dómi anzi mikið fyrir karlmenn, ef ég má taka þannig til orða, sagði Kob. — 0, sagði Hugh, og það fór augsýnilega hrollur um hann. — Eg get aldrei farið aftur heim á sveitasetrið. Aldrei. Þegar Hugh tók niður seglin á Kortunu, varð honum fótaskort- ur. — Vatnið náði mér i mitti, og ég varð að fara heim til þess að skipta um föt. Ég var á leiðinni heim i naustið, en Giulietta ... Það var bersýnilega nafnið á örlaganorninni. Hann gat ekki haldið áfram. Rob reyndi að láta sem ekkert væri, en spurði: — Giulietta? — Giulietta var að þvo stigann. Orðin komu i gusum. Þvostigann? Svona seint um daginn? sagði Rob og reyndi að vera eins og hann átti að sér. — Já, ég veit ekki hvers vegna. Ef til vill hafði hún ekki haft tima til þess fyrr um daginn, eða ekki gert það nógu vel. Hún var að sópa. Og hún fór þannig að þvi, að Ilugh nam staðar og horfði á hana. Giulietta virtist gera þetta alveg út i bláinn. Hún stráði sagi á hver marmaraþrep, og siðan þyrlaði hún saginu upp með sópn- um. — Það er ævagamall siður til þessað varna þvi að rykið þyrlist upp, sagði Rob. — Haltu áfram. Hún var svo vön að sjá Hugh og niðursokkin i vinnu sina, að hún leit ekki upp, en hann horfði á hana af stigapallinum. Giulietta stóð fyrir neðan hann, kengbogin. Þegar hún snéri sér við til þess að sópa úr hornunum hreyfðust mjaðmir hennar undir þröngu svörtu pilsinu eins og lendar á fallegri hryssu. Svart hárið hrundi niður yl'ir andlitið svo að skein i hálsinn. — Ég býst við, að ég þoli ekki að sjá háls, sagði lhigh. Hálsinn á Giuliettu var Ijósrauðbrúnn. og svo hraust- legur, að hann minnti á epli. IJm hálsinn hékk gullkeðja, sem var svolitið rök eins og sagið. Hann sá svitadropa glitra á keðjunni. Sennilega hafði enginn á sveita- setrinu glaðst yfir komu Hughs og Caddiear nema Giulietta. Hún var vingjarnleg við þau og sýndi þeim áhuga, þó að hún hefði meira að gera vegna þeirra. Það var hún, sem kenndi þeim að segja „Grazie”, „Tante Grazie”, og siðan svaraði hún „Prego”, og brosti, svo að undurfagrar, hvitar tennurnar komu i ljós. Það var Giuletta, sem gerði að gamni sinu við Rob, sem var aldrei tilbúinn, þegar hún hratt upp stóru gler- hurðinni og kallaði á hann i mat „Altavola” eöa „II pranzoi á pronto”, þegar hún vildi vera ráðsett. En nú sá Hugh hana með öðrum augum. Hann horfði á svitadropann á guilkeðjunni, og hann vissi hvernig háls hennar var viðkomu hlýr, rakur, örlitið stamur, en kvenhold. — Haltu áfram. Þessar stelpur búast við þvi, — hefði Raymond sagt, en þaö var ekki Raymond, sem fékk Hugh til þess að rétta fram hönd- ina. Það var Hugh sjálfur. Hann beygði sig og þurrkaði dropann burt með figrinum. — Giulietta, hvislaði hann og hann fór að gæla við háls hennar, eins og Rob hafði gert við Fann- eyju. Af þvi að hendur Hughs voru litlar, hefði mátt segja, að hann væri að „klappa” Giuliettu en það var ekki um að villast að þetta voru ástarhót. Þetta var að- eins andartak. Giulietta spratt upp. Hún var hærri en Hugh, en hann stóð einu þrepi fyrir ofan hana, og hann sá að dökku augun hennar leiftruðu, en hvort það var af reiði eða gleði, vissi hann ekki. — Haltu áfram. Vertu ekki eins og pelabarn, fannst honum Raymond segja. — Haltu áfram, og enn einu sinni þessar stelpur búast við þvi. Þau stóðu augliti til auglistis. Hugh hafði enga hug- mynd um, hvað Giulietta ætlaði að gera. Andlit hennar sýndist stórt, og þegar hann sá augu hennar svona nærri, voru þau ekki svört, heldur brún með gul- leitum blæ. Nefið var hátt, en honum var um og ó að horfa á munninn. Það var bæði vinlykt og hvitlauksþefur út úr henni eins og Celestinu. „Nú jæja, þetta var ekki löngu eftir hádegisverðinn”. Hugh fylltist skelfingu. Honum fannst andardrátturinn stöðvast. Ilann óskaði, að stigaþrepið opnaðist og gleypti hann. — Vertu ekki eins og pelabarn, hélt röddin áfram að segja. Hann rétti aftur fram höndina, en þó með hálfum huga, og þreifaði á öðrum þúfna- kollinum undir peysunni á Giuli- ettu. Þeir voru ekki harðir, eins og þeir virtust, heldur mjúkir og I jaðurmagnaðir, hugsaði Hugh undrandi. Það fór um hann heitur straumur, sem byrjaði á fótunum og fór alla leið upp i maga. Hann þrýsti þessa stinnu hnúska. Giuli- etta hló. Hlátur hennar var dimmur og henni virtist standa á sama þótt hláturinn heyrðist um allt húsið. Hún lagði arminn um hálsinn á Hugh og kyssti hann beint á munninn. Hugh fannst hún vera að kremja á sér varirnar, en það kom honum mest á óvart, aö kossinn var bæði rakur og heitur. Hann fann tungu Giuliettu og kipptist við, eins og hann hefði brennt sig, en hún sleppti honum ekki. — Loksins Cosi, sagði Giuli- etta og i orðunum lá: „Þetta er það, sem þú baðst um. Questo é quantohai chiesto. Nú ertu búinn að fá kossinn — og betur úti látinn en þú vildir”. Og hún greip sópinn og hélt áfram að hreinsa sagið úr stiganum. — Var þetta allt og sumt? spurði Rob varfærnislega. — Allt og sumt? Hugh komst einhvern veginn ofan stigann og út úr hús- inu. Hann flýði út i biskúr. Þar stanzaði hann og þurrkaði sér um munninn með handarbakinu eins og barn. Siðan tók hann reiðhjólið hans Mariós og hjólaði i einum fleng til Riva, öfugumegin á veg- inum, þar til maður á bifhjóli stöðvaði hann og benti honum á hægri brúnina, um leið og hann kallaði eitthvað reiðilega á itölsku. — Og svo komst ég til Rive, sagði Hugh. — Og þú hefur verið hérna siðan? — Ég held það. Hugh dreypti á vininu, en það fór hrollur um hann við bragðið. Rob sá, hvernig hrollurinn færðist nið- ur eftir bakinu á honum. Siðan sneri Hugh sér að Rob aftur: — Hefði ég átt að vera kyrr? spurði hann angistarfullur. — Hefði ég átt að vera? Er það það, sem ég hefði átt að gera næst? Raymond, sem var einn af strákunum i skólanum, sagði mér.. — En ef ég á að segja alveg eins og er, sagði Hugh, sem varð fyrir hvern mun að létta á hjarta sinu. — Þá er ég hræddur um, að ég geti það ekki... og þó. Hann leit á Rob, og það var villtur glampi i augunum. — Ég held aö hún vilji það. Setjum svo... eins og það, sem gerðist? — En spurningin er þessi, sagði Rob. — Likaði þér þetta? — Nei. Röddin brast, og veslings dreng- urinn þagnaði i miðju kafi. — Þá skaltu ekki halda áfram, sagði Rob. — Gleymdu þvi ekki, að það eru karlmennirnir, sem eiga að stiga fyrsta skrefið. Það ert þú, sem átt að velja. Þeir eru of margir, sem lofa öðru fólki að velja fyrir sig, sagði Rob. — Við lofum konunum of oft að velja. Ef þú gerir það, verðurðu aldrei að manni. Karlmaðurinn á að velja, og hann verður að standa við ákvörðun sina, sagði Rob, og kjálkar hans lýstu festu. — Þú valdir mömmu, sagði Rob. — Já, i fyrsta sinn, er ég sá hana, sagði Rob. — En hvað á ég að gera, þegar ég sé hana Mömmu þina? Rob sagði þetta i striðnistón, ef til vill til þess að snúa þessu upp i gaman. — Nei, Giuliettu, sagði Hugh, sem var enn angistarfullur. — Hvað get ég gert? — Ekkert. — En setjum svo, að hún búist við, að eitthvað ger- ist. — Ef hún skyldi búast við ein- hverju, er ég þykist viss um, að húngerir ekki, hættir hún þvi von bráðar. — Þú verður vandræða legur fyrst þegar þú sérð hana. Ég er viss um það. Það getur meira aö segja vel verið að það valdi þér sársauka. Rob leit ekki á Hugh, og Hugh var honum þakklátur fyrir það, þvi að hann roðnaði. — Það er eina ráðið, og þegar til kastanna kemur, er bezt að hafa allt á hreinu. Og ég held Lárétt 1) Fiskur - 6) Tindi.- 8) ÉL-10) Aa,- 12) Kind - 13) Fæði-. 14) Dreif.- 16) Hár.- 17) Reiðihijóð.- 19) Vökva,- Lóðrétt 2) Hulduveru,- 3) Tónn,- 4) Stórveldi.- 5) Verkfæri,- 7) Skemmd.- 9) Gruna,- 11) Afhendi,- 15) Andvari.- 16) Grjóthlið.- 18) Muttering.- Ráðning á gátu No. 1368 Lárétt I) Oldur,- 6) Fastari,- 10) TU.- II) Ós.- 12) Amsturs.- 15) Frost.- Lóðrétt 2) Los-3) Una.- 4) Oftar,- 5) Vissa,- 7) Aum,- 8) TTT,- 9) Rór,- 13) Sær,- 14) Uss.- HVE G E I R I ÞRIÐJUDAGUR 27. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Fræðsluþáttur um almannatryggingar (endur- tekinn) 14.30 Skólahættan og tvenndarskóli Kristján Friðriksson forstjóri flytur erindi i tilefni af grunn- skólafrumvarpinu. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.10 Framburöarkennsla I þýzku, spænsku og erper- anto 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson is- lenzkaði. Hjalti Rögnvalds- son les (2). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 UmhverfismálSnæbjörn Jónasson yfirverkfræðingur talar 19.50 Barnið og samfélagiö Maria Kjeld sérkennari talar um uppeldisskilyrði þroskaheftra barna á for- skólaaldri. 20.00 Lög unga fólksins 20.50 íþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Pianósónata nr. 4 op. 54 eftir Pál Kadosa Höfund- urinn leikur. 21.25 i Ijóðahugleiðingum Konráð Þorsteinsson les nokkur ljóð i þýðingu Magnúsar Asgeirssonar og spjallar um þau. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (31) 22.25 Rannsóknir og fræði Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar við dr. Þorvarð Helga- son. 22.50 Harmónikulög 23.00 A hljóðbergi. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrarlok. Þriðjudagur II! 27. marz í&lí 20.00 Fréttir ÍSÍí 20.25 Veður og auglýsingar. M 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 46. þáttur. Skyn- semin ræður Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 45. þáttar: Davið er á batavegi eftir slysið. Hann hefur slasazt á höfði og læknarnir telja að honum verði ekki leyft að fljúga framar. Sheila heim- sækir hann á sjúkrahúsið. Hann reynir að vekja meðaumkur. hennar, og eftir mikið táraflóð ákveða þau að gera enn eina tilraun til að lappa upp á hjóna- bandið. 21.20 Vinran. Fræðsla fullorð- ||:| inna. Fræðsla utan hins hefðbundna skólakerfis er !!§ athyglisverður og þýðingar- :§:§ mikill þáttur i menntun fólks, til að fylgjast með i :;:§:§ sinu starfi. Þessi þáttur er filmaður á ýmsum stöðum, þar sem slik kennsla fer •;;;;;;;;; fram. Rætt er við nemendur ;;;;;;;;;; og formann nefndar sem vinnur að lagasetningu á ;;;;;;;;;; þessu sviði. Umsjónar- ;§:;;í; maður Baldur Óskarsson. 22.00 Listhlaup á skautum. :;;;;;;;; úrslit parakeppninnar á ;;;;;;;;; heimsmeistaramóti i list- j;;;;;;;:; hlaupi á skautum, sem fram fór i Bratislava i Tékkóslóvakiu um siðustu ;;;;;;;§ mánaðamót. Þulur Ómar ;;;;;;;;;; Ragnarsson. (Evróvision — í;;;;;;;; Tékkneska sjónvarpið) §;;;§; 22.40 Ilagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.