Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. aprfl 1973.
TÍMINN
3
Framtíðarþróun byggðar í
landinu annað höfuðmdlið
— segja fulltrúar fró landshlutasamtökum d
Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi
aðrir landshlutar. Gefinn verði
gaumur að þýðingu aðgerða i
byggðamálum, sem tækis i
baráttu við verðbólgu.
5) Við gerö heildaráætlana fyrir
landið allt um uppbyggingu ein-
stakra atvinnuvega og félags-
legra þátta verði tryggt með
lögum að byggðasjónarmiða
verði gætt.
6) Réttur verði hlutur þéttbýlis-
seitarfélaga úti á landi gagnvart
umbótum á nánasta umhverfi
fólksins, þannig, að þetta
umhverfi geti á sem stytztum
tima orðið sambærilegt við það
umhverfi,sem ibúar höfuðborgar-
innar búa við. Verði með laga-
setningu tryggt, að hærri hluti
vegafjár en nú renni til þéttbýlis-
vega, að höfðatölureglan i skipt-
ingu fjárins verði afnumin i nú-
verandi mynd en úthlutun fjárins
byggð á framkvæmdaáætlun og
lánasjóði sveitarfélaga tryggt
nauðsynlegt fjármagn vegna
þessarra framkvæmda.
7) Mótun og framkvæmd byggða-
stefnu fái lögskipaöan þann sess,
sem henni ber i stjórnkerfi þjóð-
arinnar. Sett verði á fót sérstök
stjórnsýslustofnun rikisins (ráðu-
neyti), sem fjalli um þessi mál
ásamt skipulagsmálum fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar. Jafn-
framt fái landshlutasamtök sveit-
arfélaga löggildingu og settar
verði reglur um verksvið þeirra á
sviði byggöamála, svo og um
samstarf þeirra og stjórnsýslu-
stofnunar ríkisins. Við rfkisstofn-
unina starfi sérstakt byggöaþró-
unarráð, skipað fulltrúum lands-
hlutanna og rikisins undir forsæti
ráðherra þess, sem um mál þessi
fjallar. Ráðið verði ráögefandi.
Áherzla er lögð á beina ábyrgð
rikisstjórnar á mótun og
framkvæmd höfuðstefnu i
byggðamálum jafnframt þvi sem
landshlutasamtök sveitarfélaga
fái möguleika til stefnumótunar I
eigin málum og til jákvæðrar
aðildar að mótun höfuðstefnu i
byggðaþróunarráði.
Samstarfsnefndin leggur
áherzlu á, að eftirtalin lagafrum-
vörp, sem nú liggja fyrir Alþingi,
verði afgreidd sem lög á þessu
þingi.
1) Frumvarp til laga um
breytingar á sveitarstjórnar-
lögum, um landshlutasamtök
sveitarfélaga.
2) Frumvarp til hafnalaga.
3) Frumvarp til laga um heil-
brigðismál.
4) Frumvarp til laga um
breytingar á lögum um
Húsnæðismálastofnun rikisins,
um byggingar 1000 ibúða úti á
landi.
Samstarfsnefndin bendir á þýð-
ingu flutnings opinberra stofnana
út á land og útibúa og deilda þar
sem það á við. En þar eð sérstök
nefnd starfar nú að þessum mál-
um eru eigi gerðar tillögur um
þau nú, heldur er gert ráö fyrir,að
þau verði tekin upp þegar álit
nefndarinnar liggur fyrir i haust.
Munu þá einnig verða teknar upp
tillögur um stjórnsýslumið-
stöðvar landshlutanna.
Landshlutasamtök sveitar-
félaga hafa m.a. að markmiði aö
sameina ibúa heilla landshluta
um framfaramál sin á málefna-
legan hátt án flokkadrátta,
hreppa eða héraðarigs. Tilgangur
hinnar óformlegu samvinnu Vest-
firðinga, Norðlendinga og Aust-
firðinga er að breikka þetta svið
og koma á jákvæðu samstarfi
þessara þriggja landshluta, sem
eiga það sameiginlegt aö búa allir
viö meiriháttar búseturöskun, um
mótun jákvæðrar byggöastefnu
og að koma henni á framfæri við
Alþingi og rikisstjórn* Þetta
samstarf byggist á þeirri
kenningu, að með samstarfi geti
jafnvel þeir smæstu fengið
nokkru áorkað. Samstarfsnefndin
vonar að þessi fundur marki
timamót i sögu byggðaþróunar á
Islandi.”
FULLTRÚAR frá landshluta-
samtökum á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austurlandi héldu
fundáHótel Esju á fimmtudaginn
var. Hafa þessi samtök færzt I
aukana i seinni tið, og hefur sam-
starfsnefnd verið skipuð til þess
að fylgja eftir kröfum þeirra um
bætta aðstöðu i mörgum greinum,
meðal annars um verulega þátt-
töku i stjórnsýslu.
A fundinum á Hótel Esju voru
hirtar tillögur samstarfsnefndar-
innar. Segir þar, að framtiðar-
þróun byggðar i landinu sé nú
annað höfuðmál þjóðarinnar, og
sé það mikilvægt að á ellefu
hundrað ár. afmæli landsbyggðar
hafi verið lagður grundvöllur,
sem geri þjóðinni kleift að marka
sér byggðastefnu. ,,Er nú þegar
þörf skjótra og róttækra aðgerða i
byggðamálum, ef komast á hjá
vaxandi byggðaröskun”, sagði i
ályktuninni. „Samstarfsnefndin
leggur megináherzlu á eftirtalin
atriði, sem hún telur kalla á
skjótar aðgerðir og að við upphaf
næsta þings þurfi að liggja fyrir
frumvörp til laga um þessi efni
eftir þvi sem nauðsynlegt er.
Telur nefndin það vera eðlilegt
verkefni þingmannanefndarinnar
að undirbúa þau frumvörp.
1) Fjármagn byggðasjóðs verði
stóraukið með föstum tekjustofn-
um og tryggt verði með lögum, aö
það verði einungis notað til áhrifa
á þróun byggðar I landinu á sem
jákvæðastan hátt.
2) Skipulagslögum verði breytt á
þann veg, að landshlutasamtök-
um sveitarfélaga verði falin
skipulagsstörf i samráði við
sveitarstjórnir og undir yfirum-
sjón rikisstofnunar.
3) Tryggt verði með lagasetningu
jafnræði ibúa landsbyggðarinnar
og ibúa höfuðborgarsvæðisins i
húsnæðismálum. Jafnframt verði
tryggt, að húsnæðismálaáætlanir
verði felldar aö landshlutaáælt-
unum þannig að fyrirbyggt verði
að húsnæðisskortur úti á landi
hamli gegn árangri annarra að-
gerða i byggðamálum.
4) Við efnahags- og fjármálaað-
gerðir rikisins, sem m.a. miðast
að draga úr þenslu eða við aðrar
sérstakar aðstæður í þjóðfélag-
inu, verði viðurkennd sérstaða
þeirra landshluta, sem búa við
brottflutning, samdrátt eða
þarfnast örari uppbyggingar en
A myndinni sjást, talið frá vinstri: Guölaugur Guömundsson, Hilmar Viggósson, Ásgeir B. Friöjónsson,
Guöjón Ingvi Stefánsson, Þór Magnússon, Báröur Jóhannesson og Þráinn Guömundsson. A myndina
vantar Guömund Þ. Þórarinsson.
Minnispeningar gáfu
langmestar tekjur
Þjóðminjasafnið fær mótin og annað eintakið af
krýningarpeningnum
MANUDAGINN 2. april s.l. af-
henti stjórn Skáksambands ts-
lands Þjóöminjasafni islands til
varöveizlu öll stáimót tilheyrandi
sláttu þeirra minnispeninga, sem
Skáksambandiö iét gera i tilefni
af heimsmeistaraeinviginu i skák
s.l. sumar.
Bárður Jóhannesson lista-
maður átti hugmyndina að gerð
þessara minnispeninga, hannaði
þá og sló. S.t. fékk sinn hlut 20
milljónir króna, sem var
langhæsti tekjuliður þess. Engir
minjagripir voru jafn eftirsóttir
og þessir peningar, sem á lát-
lausan og myndrænan hátt
geyma sögu litrikasta skákein-
vigis veraldar fram til þessa
dags.
Einvigsiútgáfa S.t. er fyrsta
meiri háttar peningaslátta sem
unnin er hér á landi, en góð-
málmurinn var sleginn i fyrr-
nefndum stálmótum með 160
tonna höggþunga á Tersenti-
metra.
1 framtiðinni munu eflaust
margir leggja leið sina i Þjóð-
minjasafnið og skoða braut-
ryðjandastarfiö, sem veita mun
listamanninum verðugan minnis-
varða.
Viö sömu athöfn færðu stjórn
S.t. Þjóðminjasafninu að gjöf
sett nr. 2 af krýningarpeningnum.
Þjóðminjavörður, Þór Magnús-
son, veitti hvoru tveggja viðtöku,
settinu og stálmótunum. Sett nr. 1
verður sent Robert Fischer
heimsmeistara. Stjórn S.t hefur
látiö gera bækling með upplýsing
um og myndum af öllum pening-
unum, sem eru nú uppseldir, utan
nokkrar ósóttar pantanir.
Bæklinginn má fá i gullsmiðju
Bárðar Jóhannessonar i Hafnar-
stræti 7.
3000
gestir
— 30
myndir
hafa
selzt
MALVERKASÝNING Bene-
dikts Gunnarssonar i
Norræna húsinu hefur nú
staöiö eina viku, en á sunnu-
dagskvöidiö lýkur henni.
Þessi sýning hefur verið
fjölsótt, og voru sýningar-
gestir orðnir þrjú þúsund i
gær. Þá höfðu þrjátiu
myndir selzt af niutiu, sem á
sýningunni eru.
— Ég hef hálfvegis látið
mér detta i hug að fara með
sýningu eitthvað út á land,
ságði Benedikt við Timann i
gær, enda hafa til dæmis
slysavarnakonur á Akranesi
boðið mér að sýna þar. Mér
þætti gaman að þvi aö sýna
lika i Borgarnesi, bætti hann
við, og kannski einhvers
staðar fyrir austan fjall, ef
ég fengi til þess sæmilega
hentugt húsnæði.
Friðarsamningar
í „Ihald-nam"?
Visir skýrir frá þvi mcö
striösfréttaietri yfir þvera
forslöu I fyrradag, aö „Gunn-
ar Thoroddsen veröi formaöur
þingfiokksins — og veröi ekki i
kjöri á iandsfundi Sjáifstæöis-
flokksins i embætti formanns
né varaformanns.
Mbl. þegir hins vegar enn
þunnu hijóöi um þessi miklu
tiöindi.
1 frétt Visis segir m.a.:
„Tekur Gunnar viö af Jó-
hanni, sem veröur hins vegar
áfram formaöur Sjáifstæöis-
flokksins. — Mikil ánægja var
i þingfiokki Sjálfstæöis-
manana I gærkveldi þegar
úrslit þessa máls uröu kunn.
Þótt Mbl. þegi hefur Alþýöu-
blaöiö m.a. þetta um máliö aö
segja I gær:
Hvers vegna
samdi Gunnar?
En hvers vegna fékkst þá
Gunnar Thoroddsen til samn-
inga? Haföi þaö ekki sýnt sig,
aö timinn vann meö honum?
Jú. En Gunnar átti viö erfiö-
leika aö etja, og haföi oröiö aö
berjast þungri baráttu.
Gunnar stóö ávalit einn.
Styrkur hans lá fyrst og
fremst I fjöldafylginu meöal
óbreyttra og atkvæöalftilla
manna, sem hann fékk út á
persónu sina. Hann átti sér
hins vegar enga „lautinanta”
— enga liösforingja. Hafi her
Jóhanns og Geirs veriö
skipaöur eintómu foringjaliöi,
þá var liö Gunnars eintómir
óbreyttir hermenn og bak-
sveitir hans voru skipaöar
þess kyns liössveitum, sem
bezt er aö þurfa aldrei aö
senda fram á leikvanginn, þar
sem birtunnar nýtur.
Sú barátta, sem Gunnar
háöi fyrir sjálfum sér hlýtur
þvi aö hafa veriö ákaflega
ströng. Hún reyndi mikiö á
hann. Þótt honum hafi oröiö
töluvert ágengt var hann þó
engan veginn viss um sigur.
Gamla Thoroddsenættarsögn-
in um, aö efnismenn ættarinn-
ar tapi ávallt siöustu orr-
ustunni, hefur einnig sótt mjög
fast aö Gunnari og staöa hans
var sú, aö ef hann tapaði loka-
senunni, átti hann hvergi neitt
skjól að flýja I. Gunnar var
oröinn þreyttur. Formennska i
þingflokki Sjálfstæöismanna
er lika töluverö vegtylla —
ekki sizt þar setn sjálft for-
mannssætiö I flokknum er enn
I seilingarfjarlægö.
Standa
samningarnir?
Ennfremur segir Alþýöu-
blaöiö:
„ En munu samningarnir
standa? Þaö er auðvitaö stóra
spurningin. Svo getur fariö, aö
foringjarnir ráöi þvi ekki.
Atökin hafa æst upp
stuðningsmcnn hvors um sig
— einkum og sér I lagi eru
stuöningsmenn Gunnars ákaf-
ir — og hver er kominn til meö
aö segja, aö þeir láti mála-
myndasamkomulag flokksfor-
ingjanna hefta sig, þegar til
landsfundar er kotniö? Og
hver er kominn til meö aö
segja, aö Gunnar standist
freistinguna? Ef hann heföi
orðiö formaöur þingflokksins
t.d. á miðjum vetri og I krafti
persónuleika slns fcngiö notiö
góös af þeirri miklu auglýs-
ingu aö veita Sjálfstæöis-
flokknum þingforystu, þá
heföu vlst fáir viljað vera I
sporum Jóhanns nú — sam-
komulag eöa ekki samkomu-
lag.
Framhald á bls. 27.