Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 7. apríl 1973. TÍMINN ___________21 Enska bikakeppnin: LEIKA ARSENAL OG WOLVES TIL ÚRSLITA Á WEMBLEY? Undanúrslitin leikin í dag d hlutlausum völlum. Situr Birmingham strik í reikninginn í 1. deild? UNDANCHSLITIN I ensku bikar- keppninni veröa leikinn I dag og þá fæst skorið úr, hvaða lið leika til úrslita á Wembley laugar- daginn 5. maf. Leikirnir fara fram á hlutlausum völlum. Arsenal og Sunderland mætast á Maine Itoad, heimavelli Manc- hester City, Leeds og Wolves mætast á Hillsborough, heima- velli Sheffield Wednesday. Leikirnir verða örugglega miklir baráttuleikir, því að það eru draumur enskra kanttspyrnu- mannan að fá að leika á Wembley. Flestir spá þvi, að það verði Arsenal og Leeds, sem leika annað árið i röð, til úrslita I bikarkeppninni og ef Arsenal vinnur í dag, er það þriðja árið i röð sem liðið leikur á Wembley i bikarkeppninni. Arsenal hefur leikið fjörum sinnum s.l. fimm ár á hinum fræga Wembley-leik- vangi. Tvisvar i deildarbikarnum 19G8 og 1969, og tvisvar I bikar- keppninni 1971 og 1972. Leikurinn á Maine Road verður örugglega mjög spennandi. Leik- Sunderland, sem hafa komið mjög á óvart i bikarkeppninni, hafa mikinn hug á að komast á Wembley. Ef Sunderland vinnur i dag, er það i annað skiptir sem liðið leikur til úrslita i bikar- keppninni. Sunderland lék til úr- slita 1913, þá tapaði liðið fyrir. Aston Villa 1:0. Hvort að leik- menn 2. deildarliðsins takist að vinna, læt ég ósvarað. Eitt er vist, að Arsenal sem er búið að endur- heimta þá Jeff Bockley og John Rafdord, eftir meiðslin, leikur örugglega stift upp á vinning. Leikur bikarmeistara Leeds og Wolves verður einnig tvisýnn og skemmtilegur. Spurningin er, tekst Derek Dougan og Co. að brjótast i gegnum hina sterku Leeds-vörn? Ef þeim tekst það, þá spái ég Wolves öruggum sigri. Lið með framlinuspilara, eins og Dougan, markaskorarana Richards, Hibbit og Kindon, er ekkert lamb að leika sér við. En þess má geta, að Leeds með varnarleikmenn eins og Reaney, Madeley, Bremmer, Cherry og Hunter, kallar ekki allt ömmu sina. rslit leiksins verða liklega ráðiná markvörzlu. Úlfarnir léku siðast til úrslita á Wembey 1960. Þá sigruðu þeir Blachburn 3:0 Dougan lék þá með Blackburn. Þegar Arsenal og Leeds eru að spreyta sig i bikarkeppninni, fer toppliðið i 1. deild Liverpool i heimsókn til Birmingham. Birm- ingham er erfitt heim að sækja og spá ég þeim sigri yfir Liverpool, sigri sem kemur geysilegri spennu i baráttuna um Eng- landsmeistaratitilinn. Jeff Blockley kemur nú aftur inn I lið Arsenal eftir meiðsli, sem hann átti i striði við, og tekur við stöðu fyrirliðans McLintock, sem meiddist á laugardaginn i leik gegn Derby. fellur úr 1. deild? Úr því fæst skorið á morgun ÞRÍR þýðingamiklir leikir verða leiknir á morgun i 1. deild kvenna i handknattleik. Liðin fjögur sem eru i fallbaráttunni leika og það verður örugglega hart barizt. Fyrsti leikurinn hefst kl. 14.30 og þá mætast Breiðablik og Valur. Þá mætast Vikingur og KR. En Breiðablik verður að vinna Val, þvi að lcikurinn er siðasti leikur liðsins i mótinu. KR-liðið sem er I neðsta sætinu verður einnig að vinna. Siðasti leikurinn á morgun verður á milli Armanns og Fram, en Armann er einnig i fallhættu. Jón Hjaltalín Magnússon til vinstri á myndinni ásamt sænska lands liðsmanninum Sten-Ake Skoglund. Hann er nú staddur hér á landi. KR-liðið kveður 1. deildina með leik gegn íslandsmeisturum Fram JÓN HJALTALIN, hinn kunni handknatt- ieiksmaður úr Víking, sem hefur leikið með sænska 1. deildarliðinu Lugi undanfarin ár, er nú staddur hér á landi. Miklar líkureru á því, að hann leiki með Vfkings- liðinu annað kvöld. þegar það mætir Ar- mann í 1. deildarkeppn- inni. Það er alltaf gaman að sjá Jón leika handknattleik, því að það er ekki á hverjum degi sem maður fær að sjá eins skotfasta leik- menn og hann er. Víkingsliðið leikur sinn siðasta leik i íslands- mótinu á morgun. Einar Magnússon, markhæsti leikmaöur 1. deildar um þessar mundir verður einnig í sviðsljósinu, þvi að hann veröur að skora að minnsta kosti 7-8 mörk ef hann ætlar að halda toppsætinu yfir markaskorara. Nú munar aðeins níu mörkum á honum og Geir Hallsteinssyni, en Geir á eftir að leika tvo leiki. KR-liðið kveður 1. deildina á morgun, þvi að liðið er fallið og mun leika i 2. deild um tima, eða að minnsta kosti næsta keppnistimabil. Kveðjuleikur liðsins verður gegn tslandsmeisturunum Fram, en það var einmitt gegn Fram, sem KR-liðið fékk eina stigið sem liðið hefur fengið i 1. deildinni. Leikirnir verða leiknir i Laugardalshöllinni, annað kvöld kl. 20.15. JÓN HJALTALÍN LEIKUR MEÐ VÍKINGI Á MORGUN 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.