Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 7. apríl 1973.
TÍMINN
23
Heimsatburðir í
Ijósi liðins tíma
©
siðan við stjórnartaumunum i Ar-
entinu 1946 notfærði hann sér að
meira eða minna leyti frumkenn-
ingar nazismans eða „nasjónal-
sósialismans”, enda er margt i
þessum tveim stjórnmálastefn-
um ekki ósvipað, að minu áliti.
En það sem loðir við Peron i
sambandi við nazismann er eink-
um það, að hann tók við öllum
flóttamönnum frá Þýzkalandi og
öðrum rikjum, sem nazistar flýðu
frá. Það komu flóttamenn i
þúsundatali, sem Peron tók á
móti opnum örmum. Meðal
þessara manna er ságt að hafi
verið margir þekktir herfor. og
frammámenn nazista þ.ám.
Martin Bormann. Þegar ég kom
til Argentinu 1949, voru uppi
sögusagnir um að tveim — þrem
árum áður heföi komið kafbátur
til smábæjar við fljótið Mar del
Plata með marga háttsetta
nazista.Liklegt er, að i þeim hópi
hafi verið þeir menn, sem hvað
mest hafa verið i brennideplinum
undanfarin ár vegna meintrar
veru sinnar i S-Ameriku. Enn-
fremur var sagt, að þessir
kafbátsmenn hefðu flutt með sér
geysileg verðmæti, bæði peninga
og dýrgripi.
— Þú segist hafa kynnzt for-
setahjónunum Juan og Evitu
Peron, persónulega. Hvernig bar
það annars til?
— Já, ég var þess heiðurs að-
njótandi að þekkja þau bæði.
Segja má að þau kynni hafi orðið
með þeim aðdraganda, sem hér
segir. Ég var með heildverzlun
þarna úti i Buenos Aires, og dag-
lega um nokkurra ára skeið
drakk ég kaffi með Norðmanni
einum, sem Sörli nefndist. Hann
var fyrrverandi Norðurlanda-
methafi i kringlukasti, og einka-
vinur Perons. Hafði Peron gert
hann að yfirstjórnanda iþrótta-
samtakanna i Argentinu. Langar
mig i þessu samb. að segja frá
voru svipaðir áð vexti.'báðir all-
leika Perons. Þeir Peron og Sorli
voru svipaðir að vexti, báðir all-
hávaxnir. Eitt sinn fór Sörli til
hallar Perons til að ræða við hann
um einhver iþróttamálefni. Er
þeir höfðu ræðzt við um stund,
segir Peron allt i einu upp úr
þurru: „Heyrðu Sörli, erum við
ekki svipaöir i vexti?” Sörli játar
þvi. „Attu nokkurn bil?” Sörli
segirsvoekki vera. „Þaðeralveg
ófært”, heldur Peron þá áfram,
„hérna vinur, þú mátt eiga þenn-
an bil”, segir hann um leið og
hann réttir Sörla lykilinn að bil
sinum, sem bar einkennisnúmer
Buenos Aires nr. 1.
Sörli kom einmitt til okkar
félaganna á kaffistofunni á biln-
um og sagði okkur alla söguna.
Og siðar kynnti hann mig svo fyr-
ir þeim hjónunum, Peron og
Evitu, i höll þeirra. Seinna rabb-
aði ég 2svar við Evitu, út af sér-
stökum málefnum, en hún var
með séstaka viðtalstima. Mér
virtist þau bæöi ákaflega alúðleg
og elskuleg og alveg laus við
þann hroka, sem einkenndi þó
GJÖFIN ssm
allir kaupa
hringana hjá
HLfiLLLDÓRI
Skólavörðustíg 2
mjög flesta háttsetta menn i
Argentinu á þessum árum. Evita
var áreiðanlega meö atorkusöm-
ustu konum, sem þá voru uppi i
heiminum. Og hún var lika mjög
fögur. Peron hitti ég nokkrum
sinnum gegnum kunningskap, og
varð ég mjög hrifinn af persónu-
leika hans.
— Hefurðu haft eitthvert sam-
band við Peron, eftir að hann fór
frá völdum 1955 og hóf sitt út-
legðartimabil, sem nú hefur stað-
ið i 17 ár (Peron er i dag 77 ára).
— Nei, það hefur verið litið um
það. Ég hef haft nóg að gera. Ég
hef talað einu sinni við hann i
sima á þessu timabili, til Spánar,
þar sem hann hefur dvalið
mestan hluta útlegðar sinnar og
dvelst nú. Hins vegar á ég enn
marga kunningja úti i Argentinu,
og gegnum þá hef ég fylgzt allná-
ið með þróun mála þar i landi sið-
ustu tuttugu árin, en ég flutti
heim til Islands árið 1954. Astand-
ið hefur farið versnandi með
hverju ári. Dýrtið hefur verið
mikil og ýmiss konar erfiðleikar
komið upp. Herforingjar hafa
farið með völdin, og hafa þeir
ekki ráðið við neitt. Það virðist
hafa verið af illri nauðsyn, að þeir
buðu Peron heim til Argentinu á
siðasta ári, og ef til vill hafa þeir
eygt þá lausn, að Peron gæti
bjargað málunum.
Astandið i Argentinu er sem
sagt slæmt i dag, og ráðamenn
hafa vafalaust verið orðnir von-
daufir um að geta bjargað málun-
um. Kosningaúrslitin um daginn
ættu ekki að hafa komið neinum á
óvart, sem eitthvað þekkti til
mála i Argentinu. Það er stað-
reynd, að verkalýöurinn og hinir
efnalitlu yfirleitt höfðu það betra
á dögum Perons, — og þeir minn-
ast þess vel enn þann dag i dag.
Hinn nýkjörna forseta, Hector
Campora, kannast ég ekki við, en
Peron virðist bera óbilandi traust
til hans. Campora hefur lýst þvi
yfir, að hann muni stjórna i anda
Perons og að helzt vilji hann hafa
Peron sjálfan við hlið sér. Peron
vill ekki taka beinan þátt i lands-
stjórninni, liklega einkum vegna
aldurs, en liklegt er,að hann snúi
þó heim til Argentinu á næstunni.
Sá og talaði við Eich-
man
— Svo að við vikjum aftur að
ástandinu, eins og það var á tima
Perons. Hver var aðstaða flótta-
mannanna, eftir að þeir settust að
i Argentinu? Var Peron þeim
verulega hliðhollur?
— Hann tók þeim yfirleitt mjög
vel, og þeir fengu tækifæri til að
komast áfram, sem þeim tókst
mörgum með miklum ágætum,
enda atorkumenn að eölisfari,
bæði Þjóðverjarnir og Englend-
ingarnir. En ekki vissi ég til þess
að Peron léti þá komast að i
stjórnmálum landsins. í hópi
Þjóðverjanna voru auðvitað
margir þekktir nazistar eins og
Eichman, sem siðar var drepinn
i ísrael. Reyndar sá ég bæði og
talaði við Eichman í Argentinu.
Það bar þannig til, að ég fór
ásamt kunningja minum að skoða
Mercedes Benz-verksmiðjurnar
þarna i Argentinu, og þar fengum
við þýzkan leiðsögumann, er
fylgdi okkur um verksmiðjurnar
og til forstjórans. Ég bar ekki
kennsl á hann þá, en þegar ég sá
siðar mynd af Eichman, var ég
ekki i nokkrum vafa um, að þetta
hefði verið hann. Sem sé fáum ár-
um eftir striðið hafði hann það
starf, að vera leiðsögumaður i
verksmiðju.
— Kynntistu einhverjum fleiri
þýzkum nazistum þarna úti?
— Ekki þýzkum, að ég held, en
ég kynntist allmörgum norskum
nazistum, flóttamönnum og
drakk oft með þeim kaffi i
veitingahúsi við Calle General
San Martin (gata i Buenos Aires).
Meðal þessara norsku nazista,
sem ég kynntist dálitið, var yfir-
fangavörðurinn i Grini.enþað var
illræmdasta fangelsi nazista i
Noregi á striðsárunum Einnig
kynntist ég yfirritstjóra nazista-
blaðs, er gefið var út i Noregi á
þessum árum, Thorkelsen hét
hann. Þá má nefna að ég hitti alla
áhöfnina, 20 manns, á norska
skipinu Solbris, en þetta voru
nazistar, sem flúið höfðu úr
norskum fangelsum eftir striðið.
Þessi áhöfn var mjög i heims-
fréttunum á þessum tima. Eftir
að þeir flýðu, höfðu þeir fyrst ver-
ið eitt ár i fangelsi i Brasiliu, en
þá bauð Peron forseti þeim til
Argentinu ogþar fengu þeir
pólitiskt hæli.
— Hvernig var nú hljóðið i
þessum mönnum, nazistunum,
sem þú hafðir kynni af?
— Þeir voru ákaflega svekktir
vegna þess, hvernig þeim fannst
að farið hefði verið með þá i
heimalöndum þeirra. Og allir
voru þeir áfram svellharðir
nazistar og héldu óbilandi sann-
færingu sinni og skoðunum.
Þar segja þeir óspart
„manana”
— Þú dvaldist úti i Argentinu á
árunum 1949-1954. Hefur þú kom-
ið þangað eftir það?
— Nei, það hef ég ekki gert.
— Hvernig vegnaði þér sem
heildsala þarna úti?
— Það má segja, að mér hafi
vegnað bara allvel. En hagur
okkar útlendinganna fór þó
versnandi með hverju ári á
stjórnartima Perons. Verðlagið
var orðið geysihátt undir lokin.
Og enda þótt húsaleiga stæði i
stað hjá almenningi, eins og ég
nefndi áðan, gilti ekki það sama
fyrir okkur. Ég leigði t.d. hús
þarna úti og var ársleigan upp-
haflega 200 pesos (u.þ.b. 200 kr.
isl.) en var komin upp i 2000 pesos
undir það siðasta. Ég nefni þetta
bara sem dæmi.
— Og við hvað hefurðu starfað,
eftir að þú komst heim?
— Þessi tæp tuttugu ár má
segja, að ég hafi aðallega starfað
við tryggingar.
— Voru einhverjir lslendingar
þér samtiða úti i Argentinu á
þessum árum?
— Já, en þeir voru fáir.
Fyrst vil ég nefna fyrri konu mina
Brynhildi Björnsson, sem ég gift-
ist þar úti, og tengdaforeldra
mina, þau Björn Sv. Björnsson og
Nönnu Egils, söngkonu. Þarna
vareinnig Bryndis ólafsdóttir frá
Hafnarfirði, og Ingimundur Guð-
mundsson, einnig frá Hafnarfirði,
en hann var einn af forstjórum
hinna geysistóru bandarisku
Swiftsláturhúsa i Rosario, og er
þaö vafalaust enn, ef hann er ekki
látinn. Þeir íslendingar, sem
komnir eru nokkuð á efri ár,
muna eflaust flestir eftir hinum
landskunnu Vera Similion-snyrti-
vörum, sem voru þær einu, er
seldar voru hér á tslandi á árun-
um fyrir strið. Einnig muna
ábyggilega margir eftir eiganda
snyrtivöruverzlunarinnar, sem
framleiddi og seldi þessar vörur,
ingibjörgu Stein Bjarnason (dótt-
ur Þorleifs Bjarnasonar, bróöur
Brynjólfs H. Bjarnasonar). Ingi-
björg fór héðan af landi fyrir
stríð, og vissu fæstir, hvað af
henni varð. Það er þvi gaman að
geta frætt fólk um það, að hún
fluttist einmitt til Argentínu,
ásamt þýzkum eiginmanni sin-
um, og var þar búsett, er ég kom
þangað 1949.
Þetta spjall okkar er orðið all-
langt, en að lokum langar mig til
að spyrja þig, Jón Alexandersson,
hvernig likaði þér viö Argentlnu-
menn á þessum árum?
— Þeir voru upp og ofan eins og
annað fólk. Það yrði of langt mál
að fara að telja upp sérstaka kosti
þeirra og galla. Og hvað sem öðru
liður, er Argentina vafalaust
menntaðasta rikið i S-Ameriku.
En eitt má segja að sé mjög ein-
kennandi við Argentinumenn,
sem eru hvitir menn af spænskum
og itölskum uppruna og eru 10%
indiánar. Þeir taka lifinu meö
ákaflega mikilli ró. Þú kemst
ekki hjá þvi að heyra oft af þeirra
vörum orðið „manana”, sem
þýðir „á morgun”, en er oftast
notað i merkingunni „einhvern
tima seinna”.
Búfjárrækt hefur löngum staðið I miklum blóma f Argentfnu.
m;r,;
m
V>r>V<»uí>A
Það er alltaf gott að hrissta upp landafræðikunnáttuna.
Saiva
Isrtttrt,
— Stp.
Hér sést stór akuryrkjubúgarður f Argentfnu.